Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 26.06.1934, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 26.06.1934, Blaðsíða 1
VERKA URINN Otgefandi: Verkiýðssamband Norðurlands. XVII. árg Akureyri, þriðjudaginn 26. júní 1934. 53. tbl. Sjómannakjörin Sjaldan hafa sjómenn gengið með jafn lítið frá borði eins og eftir síldarvertíðina í fyrra, hlut- urinn fór alt niður í kr. 180.00 yfir vertíðina. Þetta vakti al- menna gremju sjómanna sem eölilegt var og hétu þá margir því, að ráða sig ekki aftur fyrir önnur eins smánarkjör. Til þess að ráða bót á þessu, hefir Sjómannafélag Norðurlands sett kauptaxta fyrir komandi síldarvertíðar, sem er nokkru að- gengilegri fyrir sjómenn, en kjör þau, sem gilt hafa áður. Taxti þessi tryggir okkur minst 640 kr. yfir vertíðina, en minna má það heldur ekki vera. Sjómenn! Það nær ekki nokk- urri átt að við ráðum okkur fyr- ir jafn óviss kjör og við höfum gert undanfarin ár. Með lág- markstryggingunni er ráðin nokkur bót á þessu, þess vegna skulum við standa saman um taxta Sjómannafélags Norður- lands. Til þess að stemma stigu fyrir því, að sjómenn geti fengið þess- ar kjarabætur fram og til að við- halda hlutaráðningunni, hefir Al- þýðusambandið komið fram með blekkingarkröfu um 7 krónu verð á tunnu til söltunar og afnám síldartollsins, en það hefir ekki komið með neina kröfu um að hækka verð á bræðslusíldinni. — Meiningin er auðsæ. Hún er að vekja tálvonir hjá sjómönnum um hærra síldarverð og mikið í aðra hönd til þess að leiða hugi okkar frá því sem mestu máli skiftir, að fá tryggingu fyrir því að við fáum einhverja vissa upphæð greidda -fyrir vinnu okkar. Hvað verður saltað mikið og hvað selst mikið af saltsíld? Það fer líklega líkt um þetta 7 krónu verð á síld- inni hjá Alþýðusambandinu eins cg um vegavinnukaupið um dag- inn, þegar það lofaði vegavinnu- mönnunum 1 kr. á tímann, en sveik það eftir nokkra daga og samdi við ríkisstjórnina um 0.65 á tímann. útgerðarmenn hafa neitað að greiða taxta Sjómannafélags Nl., en eru farnir að ráða fyrir svip- Fullyrt er að reikningshald raf- veitunnar hafi ekki verið í sem beztij lagi undanfarið og voru loks gerðar ráðstafanir til þess, fyrir nokrum dögum síðan, að gera reikningana upp, en nú er það altalað um bæinn að daginn áður en ganga átti frá reikning- unum, hafi verið stolið ýmsum »plöggum« frá gjaldkeranum Birni Ásgeirssyni og auk þess nokkrum peningum. »Verkam.« veit enn þá eng- uð kjör og í fyrra og lofa ca. kr. 5.50 pr. tn. Það er því auðséð, að við fáum kjör okkar ekki bætt nema með kaupdeilu. í sambandi við það hefir A. S. V. þegar haf- ið fjársöfnun til styrktar deil- unni, svo hægt væri að koma upp matstofu fyrir sjómenn og styrkja þá á annan hátt. Sjómenn hér á Akureyri og að- komusjómenn! Við skulum ekki fara út í neinni óvissu. Ráðum okkur fyrir þau kjör, sem eru okkur til hagsbóta, en það er taxti Sjómannafélags Norðurl. Hefjum öfluga samfylkingar- baráttu fyrir honum, sýnum nú samtakamátt okkar og knýjum hann í gegn. ar sönnur á þessu, en mun misk- unnarlaust fletta ofan af öllu svindli burgeisanna, jafnskjótt og hann fær upplýsingar um slík mál. Kosningaúrslit Borgarfjarðarsýsla: Guðjón Baldvinsson (A.) 233. Eiríkur Albertsson (B.) 127. Jón Hannesson (F.) 236. Pétur Ottesen (S.) 602. D-listinn (Kommúnistafl.) 6. Sjámaöur. SJÓÐÞURÐ? Hefir ýmsuni „ploggumu verið stolið frá gjaldkera rafveifunnar daginn áð- ur en atti að lfuka reikningum rafv. ?

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.