Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 15.12.1936, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 15.12.1936, Blaðsíða 1
vERKfunftDURinn * Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XIX. árg. Akureyri, þriðjudaginn 15 desember 1936. 100. tbl. Verkakvennafélagið „Eining" skorar á Alþingi að breyta Alþýðutryggingalögunum. Á fundi verkakvennafélagsins „Eining“, sl. sunnud. var eftirfar- andi tillaga samþykt að loknum umræðum um Alþýðutryggingar- lögin: „Fundurinn telur að lögin um Alþýðutryggingar, sem samþykt voru á síðasta Alþingi, séu í heild mikilsvert spor í rétta átt til hags- bóta fyrir alþýðuna í landinu. En nokkrir gallar á lögunum gera það nauðsynlegt að þau verði tek- in þegar á næsta þingi til ræki- legrar athugunar og gerðar á þeim eftirtaldar breytingar og endur- bætur til frekari hagsbóta alþýð- unni: 1. Að sjúkrasamlögin greiði als- konar læknishjálp að fullu. 2 Að sjúkrasamlögin greiði als- konar lyf og umbúðir að fullu. 3. Að dagpeningar utan Reykja- víkur verði ákveðnir með til- liti til lágmarksákvæða iag- anna um dagpeninga í Reykja- vík og verðlagsmismunar. 4. Sé hinn trygði óvinnufær lengur en 7 daga, greiðist dag- peningar frá þeim degi, er hann hætti að taka kaup. 5. Fjölskyldupeningar séu greidd- ir, hvort heldur sem það er konan eða bóndinn, sem fyrir veikindunum verður og dag- peningar greiðist fyrir alla, sem eru á skylduframfæri viðkom- andi aðila. 6. Að sjúkrasamlögunum sé skylt að ákveða iðgjöld samlags- manna stighækkandi eftir efn- um og ástæðum þeirra. 7. Ríkissjóður og bæjarsjóður greiði hvor um sig minst 50% á móti þeim iðgjöldum, sem tryggingarskyldum mönnum er gert að greiða. 8. Efnalitlir einyrkjar njóti sömu réttinda til dagpeninga, eins og þeir tækju laun hjá öðrum. Frá Kína berast þær fregnir, að Tsjang-Kaj-Sjek forsætisráðherra Nankingstjórnarinnar hafi verið handtekinn af uppreistarmönnum. Fór hann nýlega til Sjensi-fylkis í Norður-Kína með her manns og ætaði að uppræta þar kommún- ismann. En þegar þangað kom, gerði herinn uppreist á móti hon- um, undir forustu Tsjang-Hsueh- Liang(?) herforingja, gekk í lið með Rauðahernum og tók Tsjang- Kaj-Sjek fastan. Hernaðarástandi hefir verið lýst yfir í nokkrum borgum, þar á meðal Nanking og Hankau (Wu- han) og má af því ráða hvað á- standið er alvarlegt. Talið er að 9. Atvinnulaust, eignalítið fólk og námsmenn, missi ekki réttindi til hlunninda, þótt það geti ekki greitt iðgjöld sín fyrir þann tíma, sem það er.atvinnu- laust eða við nám. 10. Að stofnaðar verði og starf- ræktar heilsuverndarstöðvar, svo fljótt sem unt er í öllum kaupstöðum landsins, þar sem fólk geti fengið ókeypis rann- sakað heilsufar sitt, með full- komnustu tækjum, og síðan leiðbeiningar, ef með þarf. her Tsjang-Hsueh-Liang hafi talið 100 þúsund manns áður en hann sameinaðist Rauða hernum og herma fregnir að uppreistarmenn hafi nú fylkin Kansu og Sjensi al- gjörlega á valdi sínu. Kansu er stærsta fylkið í Kína, en Sjensi 7. i röðinni. Ýmsar fregnir hafa borist um afdrif Tsjang-Kaj-Sjeks og herm- ir síðasta fregnin að honum hafi verið slept lausum og að hann sé kominn aftur til Nanking, en að Tsjang-Hsueh-Liang hafi aftur verið tekinn fastur. Talið er að í liði uppreistarmanna sé fjöldi Kínvérja, sem var vísað úr Mand- sjúríu árið 1936. Voldug uppreistar- hreyfing í Kína. Forsætisráðherra Nankingstfórnarinnar tekinn fasfur af uppreisfarmonnum. Hernatfaráslamli lýst yíir í Nanking og Hankaa og fleiri stórborgum. Andúðin gegn Japönum ve*. óðfluga.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.