Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 18.01.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 18.01.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, þriðjudaginn 18. janúar 1938. 5. tbl. íhaldið vill aðeins viðhalda því eymdarástandi, er ríkir meðal alþýðu bæjarins. Aðeins sterk áhrif Kommúnistaflokksins geta valdið straumhvörfum í bæjarmálunum. BæjarstjórnarkosnÍDgamar 30. þ. m. snúast fyrst og fremst um það, hvort stefna ihaldsins á að móta framvegis eins og hingað til aðgerðir bæjarstjórnarinnar. Alþýða bæjarins, sem ber hita og þunga dagsins, sem hefir bygt þennan bæ og framleiðir þau verðmæti, er ibúar hans lifa á, en ber þó sjálf, minst úr býtum allra stétta, hlýtur þessvegna fyrst og fremst að leggja áherslu á að gjörsigra Ihaldsflokkinn við kosningarnar. Fyrir kosningarnar i bæjar- stjórn Akureyrar 1934 lofaði í- haldið öllu fögru, ef það fengi ráðin í bæjarstjórninni. Það fékk að visu ekki nema 5 fulltrúa af 11 á pappírnum, en í raun og veru fékk það fullkominn meiri- hluta, bæði með dyggilegum stuðningi Erl. Friðjónss. og V. Þór og annara Framsóknarmanna þegar á lá. Hverjar urðu þá efndirnar á loforðum íhaldsins? Var breytt um stefnu í bæjarmálunum? Batnaði hagur alþýðunnar? Nei. Vitanlega sveik lhaldið loforð sin, stefna þess mótaði áfram aðgerðir bæjarstjórnarinnar, hag- ur alþýðunnar fór versnandi. Strax á fyrstu fundunum ettir bæjarstjórnarkosningarnar feldi íhaldið hvað eftir annað kröfur frá verklýðsfélögunum, um aukn- ar verklegar framkvæmdir. í stað þess að efna gefin loforð safn- aði íhaldið liði og hafði um sig Menn kvarta undan þanga hinna opinberu útgjalda og mest þeir efnuðu og óháðu borgarar, og altaf vaxa þau, þessi opinberu gjöld til almenningsþarfa. Alls- herjar kjörorð borgaranna við þessum ófarnaði er að „það þurfi að spara“. Það verði að spara opinberu útgjöldin meira, spara við þurfalingana, minka opinberar framkvæmdir, sem einnig eru skoðaðar sem framfærslustyrkur og einu nafni eru nefndar „at- vinnubótavinna“. Er þó þessi vinna aðeins við nauðsynlegustu ca. 60 manna vörð á bæjar- stjórnarfundi 20. mars 1934 til þess að geta í næði drepið kröf- ur atvinnuleysingjanna enn einu sinni. Og afstaða íhaldsins til at- vinnuleysins hefir ætíð verið sú sama s. 1. 4 ár. Fráfarandi bæj- artulltrúar Ihaldsins hafa ætíð gengið fram fyrir skjöldu til þess að hindra það, eftir þvi sem þeir hafa þorað, að atvinnukröfur verkalýðsins væru samþyktar og framkvæmdar. Bæjarfulltrúar 1- haldsins hafa beitt sér gegn taxtakaupi i tunnuverksmiðjunni og lagst á móti þvi að fullkom- in tunnuverksmiðja yrði bygð og tunnusmíðið aukið að veru- legum mun. Spitalinn, sem 1- (Framh. á 2. síðu). gatnagerð bæjarins, landbrot o. þ. 1. Á nafnið „atvinnubótavinna" sennilega að benda verkamönnum á það, hversu þakklátir þeir megi vera gjaldþegnum bæjarins. — Tunnugerðin er hið eina verulega sem bæjarfélagið hefir gert til at- vinnuaukningar. Það eru líka verkamennimir sjálfir sem mest hafa barist fyrir framkvæmd hennar. Það er aðeins einn skattur, sem ekki er talað um í blöðum borg- aranna, af því að hann kemur (Framh. á 2. síðu). Um hvað i _ er kosið fyrir næsfa k jör tí ma bil?

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.