Verkamaðurinn

Útgáva

Verkamaðurinn - 22.01.1938, Síða 2

Verkamaðurinn - 22.01.1938, Síða 2
2 VERKAMAÐURINN NÝJA-Bíó wmm Laugardagskvöld kl. 9 Stolin Paradis CflRY GOOPER og MfiRLEKE OIEIRICH Sunnudagskvöld kl. 9 innar að „björgun hinna bág- stöddu“, þ. e. að hagsmunum fá- tækra bænda og annarrar alþýðu. — Og þó — hver veit hvað hann gerir, ef Vilhjálmi skyldi þykja hann hafa gert sinni skoðun full lágt undir höfði. Steingr. Aöalsteinsson. Antliony Adverse AÐALHLUTVERKIN LEIKA: Fredric March, Olivia de Ilmilland, Anifa Louise, Claude Kaenis Sunnudaginn kl. 5 Stolin paradís. Blað K. E. A....... (Framh. af 1. síðu). eg sagði um sjálfan mig í nefndri grein, út af skoðanamun okkar Vilhjálms, er svohljóðandi: „Eg tel það ekki samboðið sam- vinnufélagi — síst af öllu jafn vel stæðu félagi sem KEA — að ganga fram fyrir verstu íhaldsbraskar- ana í harðdrægni gagnvart verka- fólki sínu. Eg tel það smánarblett á KEA og SÍS, að þau skuli ekki hafa, ÓTILKVÖDD, greitt verka- fólki sínu vinnulaun, sem væru fyllilega sambærileg við það, sem fyrirtæki „braskaranna“ borga. Eg NEITA að það sé fjandskapur við KEA, þó reynt sé að færa þetta til betri vegar. Eg hefði kosið o. s. frv.------ Um leið og „Dagur“ fullyrðir, að eg, með þessari túlkun, sé að upphefja sjáfan mig sem mann- úðarvin og bjargvætt hinna bág- stöddu, viðurkennir hann, að sú afstaða, sem eg þarna tala um, að KEA EIGI að hafa gagnvart verkafólkinu, innibindi þetta hvorutveggja. Og vonandi fer ekki stjórnarmeðlimur KEA að neita því, að félaginu beri að starfa innan takmarka mannúðar- Framboð Erlings. Mönnum er kunnugt um fylgis- leysi Alþýðuflokksins hér á Akur- eyri, og sú skoðun mun alment vera ríkjandi, að fyrv. þingm. og bæjarfulltrúi Erl. Friðj., sem hef- ir verið aðalleiðtogi Alþýðuflokks- ins hér í bæ eigi að mestu sök á því hve flokkur hans er fylgis- snauður í höfuðstað Norðurlands. Það er ekkert leyndarmál, að stjórn Alþýðufl. er orðið þetta ljóst fyrir löngu síðan og að hún sendi hingað í haust Jón Sigurðss. erindreka til þess að koma betra skipulagi á starf Alþýðufl. Með komu Jóns hingað til bæjaríns var alment litið svo á, að Jón ætti að taka við forustustarfi því er Erl. hafði gengt undanfarið fyrir flokkinn. Jón fór heldur ekkert dult með þetta, og hann gerði ráð fyrir því að mæta andstöðu hjá Erl., bjóst jafnvel við, eftir því sem hann sagði sjálfur, að þurfa að skapa sér sérstakt blað, þar sem þeir bræður myndu verða sér andvígir og nota „Alþýðum.“ í þeirri baráttu. Ræddi Jón við ýmsa um fyrirætlanir sínar og baráttu gegn stefnu bræðranna. Fór hann hann mörgum fögrum orðum um vilja sinn til að sam- eina verklýðsfélögin, eins og margir munu t. d. minnast, er sátu fyrstu verklýðsfundina í vinnudeilunni. Þegar Jón Sig. settist hér að var það almenn skoðun verkamanna að hinar fyrirhuguðu endurbætur á starfsemi Alþýðufl. yrðu m. a. fólgnar í því, að Erl. Fr. kæxni ekki til mála við uppstillingu Al- þýðufl. til bæjarstjórnarkosningar- innar. Og Erl. mun jafnvel sjálfur ekki hafa gert ráð fyrir að honum yrði stillt áfram. En þegar farið er að ræða um uppstillingu flokksins er það Jón Sig. sem beitir sér fyrir því að Alþfl. stilti áfram E. F. í efsta sæti, manninum, sem búinn var að glata nær öllu trausti hér og fylgi Al- þýðuflokksins. Þessi framkoma Jóns verður ekki skiljanleg nema þegar þess er gætt, að hann er at- vinnumaður, þ. e. hefir föst laun fyrir að starfa eins og stjórn AI- þýðuflokksins vill. Jón áleit, eins og margir aðrir, að engin sam- vinna yrði í Reykjavík milli Al- þýðu- og Kommúnistaflokksins. Sem launaður maður af stjórn AI- þýðufl. taldi hann þess vegna, að með því að vinna gegn samstarfi verklýðsflokkanna hér, þóknaðist hann best forustu Alþýðuflokks- ins. Þessvegna lagði hann kapp á, að Alþýðufl. stilti Erl. í efsta sæti, þó hann vissi að kommúnistar gátu aldrei gengið inn á að hafa Erl. og stuðla að því að koma hon- um aftur í bæjarstjórn. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Samfylkingin tókst á síðustu stundu í Rvík. En það var of seint til þess að Jón gæti almennilega áttað sig á í hvaða ógöngur hann var kominn. Erindrekinn, sem átti að leggja grundvöllinn að traustum og þróttmiklum Alþýðu- flokki hér, var með framboði sínu á Erlingi orðinn í algerðu ósam- ræmi við stefnu Alþýðufl. í Rvík. Hann skorti snarræði, dug og’ samvizkusemi til að bæta úr glap- ræði sínu. Afleiðingin varð því í fyrsta lagi sú, að verkalýðurinn hér gengur klofinn til bæjar- stjórnarkosningarinnar. Um uppskeru Jóns og Erlings skal engu spáð. En Jón finnur jörðina skjálfa undir fótum sér. Hann rekur sig alstaðar á fylgis- leysið við Erl., við manninn, sem afhenti Jóni þrotabú Alþýðu- flokksins hér í haust. Erindrekinn, atvinnumaðurinn, gengur nú um og biður fólk að kjósa lista Ai-

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.