Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 22.01.1938, Qupperneq 4

Verkamaðurinn - 22.01.1938, Qupperneq 4
4 VERKAMAÐURINN Kosningaskrifstofa Kommúnistaflokksins er i París (ytri búðin). Opin frá kl. 1-7 og 8-10 e. h. Félagar og aðrir starfsmenn flokksins eru beðnir að mœfa þar daglega. unum meðan atkrædagreiðslan fór fram. Tryggvi Helgason lagði enn- fremur fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur Akureyrardeildar K.E.A. 17. jan. 1938, telur mikla nauðsyn á, að félagið reisi og starfræki 300 mála xildarbræðsluverksmiðju, eða stærri af hagkvæmara pykir, — á Oddeyrar- tanga, og skorar á stjórn félagsins að rannsaka petta mál og hrinda i tram- kvæmd ef mögulegt er fyrir næstu sildarvertið. Aðalfundur K. E. A. i fyrra samþykti að fela stjórn félagsins að rannsaka möguleika á að byggja og starfrækja sildar- bræðsluverksmiðju á Oddeyrar- tanga, en ókunnugt er enn um framkvæmdir stjórnarinnar i þessu máli. Lagði V. Þór ákaflegt kapp á, að fá þessa tillögu ekki samþykta og var dagskrártillaga samþykt með 106 atkv. gegn 17 að sögn. Þorst. Þorst. lagði fram eftir- farandi lillögu: Akureyrardeild K.E.A., sem að miki- um meirihluta er skipuð verkamönn- um, er verða að'lita af rirum vinnu- launum, gerir pá kröfu til K.E.A, sem frjálshuga hagsmunasamtaka alpýðunnar ð Vélagssvæði sinu - að pað viðurkenni til fulls rétt verkalýðsins til félagslegra samtaka á grundvelli hagsmuna stétt- arinnar - og að K.E.A. gangi pá ekki gegn sanngjörnum ákvœðum peirra félagssamtaka um vinnulaun verka- lýðsins, heldur styðji pau, svo sem titt er um proskuð samvinnufélög, eins og t. d. »Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis«, samvinnufélögin í Sví- pjóð o. s. frv. í samræmi við petta mótmælir Ak- ureyrardeild K.E.A. pvi, að stjórn fé- lagsins hefir vikið úr félaginu einum meðlim hennar, Steingrimi Aðalsteins- syni, vegna pess að hann — ásamt fjólda annara verkamanna bœjarins og meðlima K. E. A. — veitti verk- smiðjufólkinu hér á Akureyri lið, í launadeilu pess í nóvember s. 1. — og krafðist pess, að aðalfundur K. E. A. veitti Steingrími að nýju öll félags- réttindi. Sýndi Þorst. í alllangri ræðu, fram á hvernig stjórn K.E.A. og framkv.stj. hefði um mörg und- anfarin ár fjandskapast við verk- lýðssamtökin og reynt að brjóta taxta þeirra við hvert hugsanlegt tækitæri, og þannig hagað sér alveg eins og ihaldsatvinnurek- endur. Væri þessi stefna stjórn- arinnar og framkv.stj. alveg sér- staklega hættuleg nú þegar K. E. A. væri orðinn stærsti atvinnu- rekandinn í bænum. Brottrekst- ur Steingríms Aðalsteinss. væri einungis bygður ð pessum Ijandskap lor- ustu K. E. A. I garð veihlýðssamtakanna. Hann vsii aðeins rekinn úr (úlaginu vegna pess að hann væri aðalforustumaður veika- lýðsins I bænum. Er það vitað mál, að V. t*ór hefir gripið til þess- ara ofsókna vegna þess, að hann er persönulega hræddur við að eiga orðaskifti við Steingrím á fundinnm. Má hver sem vill telja V. Þór sæmdan af slíkri fram- komu. Auk Þorsteins talaði Tryggvi Helgason með tillögunni, en fundastjórnin hafði þá takmark- að ræðutímann niður i 5 mín. Var henni auðsjáanlega orðið kappsmál að umræður yrðu sem miustar á þessum eina deildar- fundi á árinu. Framkv.stj. réðist með órök- studdum brigslyrðum á Steingr. sem nú var útilokaður af fund- inum. Varð V. Þór mjög reiður þegar tillagan var framkomin og sagðist »ekki skilja i pvl, að nokkur fundarmaður læri að greiða alkvæði með SVOIia tillögu*. Fasta starfsfólkið tók þetta auðvitað sem Ijftirskipun, og taldi því vænlegra að greiða at- kvæði á móti henni. Var tillag- an feld með 120 atkv. gegn 18 að sögn. Auðvitað var atkvæða- greiðslan ekki skrifleg. Rúmur helm- íngur fundarmanna sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Með afstöðu sinni til tillög- unnar helir V. Dðr pannig skjallega sannað, að hann er á mðti tétli verka- lýðsins til (élagslegra samtaka, að bann og ‘stjörn K E. A. helir par pverfifuga sfelnu við pað sem stjórn KROA hetir og samvinnufélög yfirleitt erlenúis. V. Þór getur nú hrósað sigri yfir þvi, að honum hefir tekist að reka Steingr. Aðalsteinss. úr K. E. A. og að hann þarf nú ekki fyrst um sinn að standa rökþrota andspænis honurn á fundum K. E. A. og verða sér til minkunar i orðaskiftum við hann. En það má V. [Þór vita, að Steingr, mun engu að siður vinna ósleitilega að þvf, að torusta K. E. A. skitti um stefnu og taki upp vinsamfega framkomu I garð veiklýðssam- takanna, þá fyrst verður K. E. A. á traustum grundvelli, þegar for- usta félagsins tekur sömu af- stöðu til verkamanna og bænda. Biir Brynleifur fendir í voÉm höp. Oft er skarinn ölhreyfur óláns glæpamanna. Bænir sig þá Brynleifur bróðir syndaranna. »ÓMÁÐAR« ATHAFNIR. Íhaldstík í ullreifi átti hljóða-stundir. Bændaflokkur Brynleifi bauð að taka undir. Sovétþinginu slitið. Sovét-þinginu var slitið í gær. Abyrgðarmaður Þóroddur Quðmundsson. Prentverk Odds Björnssonar

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.