Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 25.01.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 25.01.1938, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Blekkingavefur Vilhjálms (Framh. af 1. síðu). flutningi Vilhjálms Þór hið ágæta nafn: „Gasprið um tunnumálið". Segir blaðið m. a. „um það bil er ráðgert var að bærinn keypti tunnuverksmiðjuna, þá börðust rauðliðar hatramlega á móti því og vildu óðir láta byggja nýja verksmiðju“, og ennfremur segir þar: „Og jafnframt þessu var tek- ið að heimta og heimta að smíðað- ar yrðu ekki 20 eða 50 þús. tunnur heldur 100 þús.“ Þá er talað um verkfallstilraunir og aðflutnings- bönn (Novudeilan) og er þar átt við baráttu verkamanna fyrir að greidd séu viðunandi laun í verk- smiðjunni. Þessi stefnumunur, annarsvegar að bygð sé ný verksmiðja, sem kostað hefði 50 til 60 þús. krónur með nýtísku vélum, sem starfrækt væri 8 mánuði ársins og verka- mönnum greidd viðunandi laun, og hinsvegar stefna íhaldsins, — sem Framsóknarflokkurinn hér hefir ánetjast í, — að kaupa gamla, útslitna verksmiðju af gæðingum íhaldsins, fyrir lítið minna verð (þegar verksmiðjan var komin upp í svokallað gang- fært stand) og þessi verksmiðja síðan starfrækt í 2 til 4 mánuði með mörgum truflunum og álíka löngum tíma í viðgerð árlega. Og síðan er krafist eftirgjafa fátæk- ustu verkamanna bæjarins er nemur fimta hluta af réttmætum launum þeirra, til að mæta með því hinum mikla árlega viðgerðar- kostnaði og annari óstjórn fyrir- tækisins. Þetta skýrist enn betur í frá- sögn „Dags“ á sömu síðu um „Gasprið“ um „Stefnu K. E. A. í útgerðarmálum11, sem er á þessa leið: Keypt er 30 ára gamalt af- lóga skip. Það er gert út 2—3 mánuði af árinu (því vonandi tek- ur skipaeftirlitið fram fyrir hend- urnar á Vilhjálmi um vetrarferðir slík& skips til Englands) og bundið ef lægst- launuðu skipverjarnir ekki gefa eftir 20 til 25% af þeim launum, sem öðrum útgerðar- mönnum er gert að greiða á sams- konar skipum. Ennfremur má minna á gömlu nýkeyptu vélarnar í verksmiðjunni „Iðunni“, sem sumar eru jafnvel samsettar úr fjórum gömlum vélum. Þeir sem marka slíka stefnu eru augljós- lega blindir fyrir þeim mun að vinna með góðum verkfærum eða lélegum, og eru ósárir á því þó af- leiðingar þess lendi á verkamönn- um. En ég er sannfærður um, að ef t. d. Vilhjálmur Þór tæki þátt í vinnu í Tunnuverksmiðjunni, „Ið- unni“ eða „Hvassafellinu" og þess væri af honum krafist að hann gæfi eftir fimta hluta af launum sínum, þá mundi hann líta öðru vísi á þessi mál en hann gerir nú. Þá er að athuga spurninguna: Er það rétt, að Akureyrarbær sé þess ekki umkominn að reka eina atvinnufyrirtæki bæjarfélagsins, tunnuverksmiðjuna, án hjálpar K. E. A.? Bæjarfélag sem telur nær 5 þúsund íbúa með Vilhjálm Þór til fleiri ára í öndvegi bæjarmál- anna, bæjarfélag, sem á nær allar lóðir og lendur í bænum og ná- grenni, hafnarmannvirkin og svo ekki gleymist verksmiðjuskriflið. Og þar að auki þó að tunnuiðnað- urinn hér hafi fengið þá sjálf- sögðu viðurkenningu Alþingis, að njóta eftirgjafa á innflutnings- tolli tunnuefnisins og ríkisábyrgð- ar, sem nemur 200 þús. krónum. Þessi spurning skýrist með eftir- farandi: S.l. vor var Steinn Stein- sen staddur í Rvík, m. a. til að út- vega lán og gjaldeyri til tunnu- efniskaupa. Hann fór, ásamt V. Þór, sem einnig var á ferð í Rvík, á fund Eysteins Jónssonar fjármálaráðherra. Eftir að ráð- herranum hafði verið tjáð að KEA hefði látið bænum í té nokkurn gjaldeyri til efniskaupa árið á undan, en KEA hefði nú í ár ekki aflögu gjaldeyri, varð að samkomulagi milli ráðherrans og þessara fulltrúa bœjarfélagsins að bœrinn fengi ekki gjaldeyririnn beint, eins og önnur iðnfyrirtæki, HELDUR AÐ K. E. A. SKYLDI VEITTUR GJALDEYRIRINN TIL EFNISKAUPANNA og það yrði þannig milliliður. Með öðrum orð- um, þetta var ákveðið af Framsókn- arforustunni í Rvík í samráði við Vilhjálm Þór bæjarfulltrúa. Þarna var um margtrygð viðskifti að ræða: fyrst ábyrgð bæjarins, þá ríkisábyrgð og loks tryggingu í efninu og tunnunum og þar sem tunnusmíðamálið er sérstaklega vel til þess fallið til þess að nota það til þess að veiða á það at- kvæði og því sjálfsagt að láta K. E. A. koma hér á yfirborðinu fram sem hjálparhellu bœjarfélagsins í vesalmensku þess, undir forustu V. Þ. ÞAÐ ER ÞVÍ PÓLITÍSK „SPEKULATION“ FRAMSÓKN- ARFLOKKSINS að setja hér K. E. A. sem millilið í stað t. d. Landsbankans eins og eðlilegt hefði verið. Þessi hjálp K. E. A. við Akureyrarbæ, sem svo mikið hefir nú verið gasprað um á deild- arfundinum og í „Degi“ og nú sið- ast af Jónasi frá Hriflu í útvavp- inu, er ekkert annað en pólitískur blekkirgavefur, ofinn af sjór.- hverfingamönnum Framsókrar- flokksins til að veiða alþýðuna á Akureyri til brautargengis við vilhjálm Þór. En meginhluti al- þýðufólksins á Akureyri er svo skyngr U, að það sér í gegnum síikan blekkingavef. Það hefir þegar skilið að á erfiðasta vanda- rnáli okkar bæjarfélags, atvinnu- lpysinu, verður ekki sigrast með kaupmenskunni einni í hennar þrengstu mynd og því síður þegrr hún hangir á slíkum blekkinga- þræði. Alþýða bæjarins veit, að tunnusmíðið verður ekki traustur hiekkur í baráttu hennar gegn atvinnuleysinu fyr en keyptar hafa verið nýjar vélar til smíðis- irs og verksmiðjan rekin a. m. k. 8 mánuði ársins, og að það er dug- laus forusta íhaldsins og V. Þór í bæjarmálum Akureyrar, sem hef- ir staðið í veginum fyrir því. LeMkréttlng. 1 greininni >FramboS Erlings«, í síðasta tbl. stóS: >Þesavegna lagði hann kapp á, að Alþýðufl. stilti Erl. i efsta sæti, þó hann vissi að kommún- istar gátu aldrei gengið inn á að hafa Erl. og stuðla að þvf að koma honum aftur í baejarstjórn<. — Orðið þó í ofan- greindri setningu átti að vera þwí.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.