Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 28.01.1938, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 28.01.1938, Blaðsíða 3
s V E R KAMAÐURINN verkamannanna viö þessa vœnvan- legu vinnu. Og þó honum, auðvitað, hafi ekkert verið gefið undir fótinn í þessu efni, hefir hann leyft sér að segja við erlenda verkfrœðinga, sem hafa verið að kynna sér skil- yrðin við fyrirhugaða virkjun, og meðal annars spurt um kauptaxta verkamanna, að hægt mundi að fá verkamenn fyrir lœgri vinnulaun, en kauptaxtinn segði fyrir um. Hvernig lýst verkamönnum bæjarins á? Finst þeim, að framkvæmd raf- veitumálsins eigi að byggjast á þessum grundvelli? Vilja þeir, með atkvæðum sín- um við bæjarstjórnarkosninguna á sunnudaginn, stuðla að því, að V. Þór fari inn í bæjarstjórnina með nógu marga vikapilta til þess að geta komið fram þessari stefnu sinni við byggingu rafveitunnar. V. Þór hefir fleiri áhugamál í sambandi við nýja rafvirkjun fyrir Akureyri. Hann hefir undanfarið haft á döfinni myndun hutafélags til framleiðslu einangrunarefna, í stórum stíl. Grundvöllur fyrir slíku fyrirtæki hér er, að mikil raforka sé fyrir hendi. — Auðvit- að á þetta að verða rekið sem gróðafyrirtæki — og V. Þór er farinn að hugsa fyrir því hvemig sá gróði geti orðið sem mestur. Auk þess, sem hann sjálfsagt ekki gleymir stefnu sinni um greiðslu vinnulauna, er hann, í þessu sam- bandi, farinn að spyrjast fyrir um, hversu mikinn AFSLÁTT af verði raforku frá nýju rafveitunni muni hægt að fá handa slíku fyrirtæki. Birtist þarna enn AUÐBORG- ARA-afstaða hans til verkalýðsins. VERKAMENNIRNIR VIÐ BYGGINGU RAFVEITUNNAR EIGA AÐ SLÁ AF LÉLEGUM VINNULAUNUM SÍNUM, SVO AÐ RAFVEITAN SEM FYRIR- TÆKI EIGI HÆGRA MEÐ AÐ SLÁ AF VERÐI RAFORKU SEM HÚN KANN AÐ SELJA STÓRGRÓÐAFYRIRTÆKI V. KiR, SVO GRÓÐI HANS GETI ORÐIÐ SEM MESTUR. Akureyrarbúar hafa — undan- farna daga — mikið tengið að heyra um ágæta fjármálastjórn V. Þór og um nauðsyn þess, að hann verði átram i fjárhagsnefnd Akureyrar eins og hann er nú. Það er lika talað um, að bæj- arstjórinn sé mjög samviskusam- ur og aðgætinn i sinu starfi, og gæti þess að leita ráða V. Þór í flestum málum, enda fer það ekki dult, að V. Þór vill hafa Steinsen áfram bæjarstjóra, og V. Þór vill það auðvitað af um- hyggju fyrir velferð bæjarfélags- ins. Það er þvi athyglisvert, að kynnast stjórn þessara manna i einstökum atriðum. Vorið 1936 fór »Gefjnn« þess á leit, að fá raforku að nætur- lagi — til reynslu — ð vélar i 4 — 5 næstu mánuði og bað um að fá þetta tilraunarafmagn á 5 aura kw. Rafveitustjórn varð við þessari Eitt af aðalhagsmunamálum al- þýðunnar í bænum, í sambandi við rafvirkjun fyrir Akureyri, er það, að raforkan TIL ALMENN- INGSÞARFA verði seld sem allra sanngjörnustu verði. Hver mun afstaða V. Þór verða til þess máls? í samræmi við hinn alþekta „dugnað“ hans sem fjármála- manns — sem aðallega hefir ver- ið fólginn í því, gegnum óþarfa álagningu og lág vinnulaun, að draga undir yfirráð sín miljónir af fé bænda og verkalýðs — mun hann beita sér fyrir því, að raf- orka TIL ALMENNINGSÞARFA verði seld svo HÁU VERÐI, sem hann frekast treystir sér til. Á þann hátt mundi hann meðal annars reyna að vinna upp afslátt- inn á sölu raforku til hans eigin fyrirtækis. Verkalýður Akureyrar! finst þér, að afstaða V. Þór til kaup- beiðni. t*ó var ekki talið fært að lofa svo löngum tima sem um var beðið, en samþykt að láta orku til þessa fyrst um sinn, rneðan ekki þyrfti að keyra oliu- mótorinn. Síðan heflr ekkert verið á þetta minst, hvorki i rafveitustjórn eða bæjarstjórn, mætti því ætla að tiiraun þessi hefði ekki gefist vel. En sannleikurinn er sá, að með samþykki bæjarstjórans hef- ir þetta »fyrst um sinn« verið teygt alt til þessa dags. í skjóli við þetta bráðabirgðaleyfi, hefir »Gefjun« notað 48955 kw. og greitt 5 aura fyrir kw. í stað 16 aura, sem aðrir iðnrekendur hafa greitt á sama tima. Telst mér ti! að vanreiknað sé — frá þvi leyfia- timinn var útrunninn — kr. 4362,80. Þetta er reiknað svona án vit- undar rafveitunefndar og bæjar- (Frh. á 4. síðu). gjaldsmála verkalýðsins og skoð- anir hans á réttindum verklýðs- samtakanna — eða „spekulationir" hans í sambandi við rafveitumál Akureyrar — gefa ástæðu til að þú veitir honum, og vikapiltum hans, kjörfylgi við kosninguna á sunnudaginn kemur? Nei, sannarlega ekki. Hagsmunir verkaiýðsins eru best Irygðir, ■ bæ}- arsljérninni, með því að haia þar sem flesta full- trúa stéttarinnar sf álf rar ÞESSVEGNA Á E N G I N N VERKAMAÐUR, EÐA VERKA- KONA, AÐ KJÓSA LISTA BORGARANNA, EÐA ÞEIRRA, SEM MEÐ ÞEIM STANDA — HELDUR ÖLL AÐ FYLKJA SOÉR UM LISTA STÉTTAR SINNAR: d-LISTANN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.