Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 02.04.1938, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 02.04.1938, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN sýnt fram á, að fjársöfnun i björgunarskútusjóðinn var ekki ver, heldur miklu betur, trygð með jiessari afgreiðslu málsins, reyndi Árni Jób. enn að bypja saman gðtin á ábreiðunni. En þegar >bróðir« Brynleifur sá hve hald- laust það var, reis hann upp úr forsetastóll beejarstjórn- arinnar og lýsti því yfir, að sú raunverulega ástæða fyrir því, að hann vildi ekki lána Verka- mannafél. Ak. og »Einingu« Sam- komuhúsið, væri sú, að »þessi félög væru kommúnistisk« og hann vildi ekki og mundi vinna gegn því eftirleiðis, að þessi félög fengju nokkurntíma lánað Sam- komuhús bæjarins til þess að »predika þar bolchevisma«. Eftir að hafa þannig lýst yfir Jýðræðlsást1* sinni, bar hann upp framanritaða tillögu, og fékk alla viðstadda bæjartulltrúa Sjáifst., Framsóknar og Alþýðufl. til að staðfesla yflrlýslngu með því að fella tillöguna, með 7. atkv. gegn atkv. komm- únistanna þriggja. Með því hefir bæjarstjórn ekki aðeins viðurkent pólitíska hlut- drægni sina í þessu máli, heldur einnig tekið undir yfirlýsingu um, að tvö af stærstu verklýðsfélögum bæjarins eigi helst ekki að hafa Irelsi til starfsemi sinnar eða aðstöðu til að útbreiða skoðanir sínar. {Hér er slept að ræða um þá hugtakafölsuu sögukennarans, að félögin séu kommúnistisk, þar sem þetta eru fagleg samtök en ekki flokkspólitík.) Er það ákveðin bending til verklýðssamtakanna um það við hverju þau mega búast, ef flokk- ur sá, sem nú hefir veitt útskúf- uðum »bróður« Brynleifi skjól, kemst til þeirra valda, sem hann svo ákaft sækist eftir — eða ef ábrif hans verða, enn meira en er, ráðandi i pólitík >milIitIokk- anna«. Gegn því hefir verkalýður- inn aðeins eina vörn: Að cfla Namtök stn. Að sameina alla krafta sina til baráittu gegn afturhaldinu og fas- isma þess. Munið effir aðalfundi Pöntunarfélagsins kl. i á morgun. Emil Petersen: Stokur og stef Útgefandi Tryggvi Emilsson. Hagmælska Emils sál. er löngu kunn öllum almenningi og sumar stökur hans eru orðnar landfleyg- ar fyrir löngu. Erail átti lengstaf við mjög erfið kjör að búa enda bera stökur hans og kvæði þess Ijósan vott. Hér eru nokkur sýoishorn af kveðskap Emils: Á GEFJUN. Hór er flest úr tuskum tætt, tog og þet er sparað. Hvernig hefir Gefjun grætt,' getur Jónas svarað. Siðasta erindið í kvæðinu um Magnús sálarháska er þannig: Bágt er að þola atla æfl, efnaskort og steggjudóma. Hafa þráð að gæfan gæfl, gult i mund og frægðarljóma. Verst er þó að mestu mönnum, mörgum svo er stefnf til nauða, hljóta loks að entum önnum, ellikröm og sáran dauða. I kvæðinu Gilsá í Öxnadal birt- ast þrár hins þreytta öreiga: Oft ég syng um óskir minar, er ég sé þitt strauma magn; kynni ég nota kvislar þínar, kent þér margt að vinna gagn. Skyldi ég láta vélar vinna, vatni þínu knúðar þá. Verma, lýsa, tæja, tvinna, tún og engjar minar slá. »Stökur og stef« er prentað í Prentverki Odds Björnssonar og er frágangur hinn prýðilegasti. Bókin kostar aðeins 2 krónur. fltayiaÉi K. F. í. heldur skemtifund í Verklýðs- húsinu kl. 8,30 e. h. þriðjud, 5. apríl. — Allir félagar á fund. Mætið stundvislega! S t j ú r n i n. FUNDUR verður haldinn í Skákfélagi alþýðu, í Verklýðshúsinu, kl. 1 e. h. á morgun (sunnud. 3. apríl) — Tvö stórmál til umræðu. — Félagar! Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Fafmingarsokkar nýkomnir. Pöniunúrfélagið Inniskór, ÓdfíÍf. Pöntunarfélagið. Skrúfblýantar, ódýrir. Sólhlífar (glugga). Tesíur. Búrvigtar. Fatasnagar. Dropaveiðarar. Silkiklútar. Silkihyrnur. Bindi. Sokkabandateygja. Sokkabönd, karla og kvenna. Ermabönd. Sigvaldi Indriðason frá Skarði i Dalasýslu er nýkominn til bæjarins. Hefir hann i hyggju að lesa upp, kveða og syngja gamanvísur, herma eítir þingmönnum o. fl. Pöntunarfélagið. Ábyrgðarmaður Þóroddur Ouðmundsson. Prentverk Odds Björnssonar

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.