Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 11.06.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 11.06.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands, XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 11. júní 1938. 30. tbl. Samningar undirritaðir milli Sjómannafélags Akureyrar ogútgerðarmanna. Kjörin 5—8n/o hærri en þar sem þau eru hæst annarsstaðar á landinu, og lágmarkstrygg- ingin á mótorskipum 25 '/<> hærri. Útgeröarmenn skuldbinda sig tilaðláta sjómenn bœjarins sitja fyrir skiprúmum framvegis. Landsbankaklíkan með tvíbur- ana Ólaf Thors og Jónas frá Hriflu á metaskálunum krefst þess að verðið á bræðslusíld verði sem lægst. Undanfarna daga hala samn- ingar staðið yfir milli Sjómanna- félags Akureyrar og útgerðar- manna hér, um kjör háseta á sildveiðunum I sumar. Samningar hafa nú verið gerðir við Útgerð- armannatélag Akureyrar, K. E A og Ingvar Guðjónsson, Kaupangi. Eru samningarnir staðfesting ó kjörum þeim, sem náðust með hinu harðvituga verkfalli 1936 og eru nú viðurkendir af öllum út- gerðaraðilum i stað einstakra þá. Auk þess fela saraningarnir í sér þýðingarmikið ákvæði fyrir ak- ureyrska sjómenn, þar sem út- gerðaraðilar lofa að láta sjómenn bæjarins sitja fyrir plássum fram- vegis, en eins og kunnugt er, hafa verið og eru enn, allmikil brögð að því, að sjómenn, bú- settir í bænum, hafa ekki fengið pláss á þeim skipum, sem héðan eru gerð út. Nú hefir einnig verið samið um kjör matsveina, og er það nýtt atriði. Samkvæmt saran- ingunum eru kjör sjómanna á skipum samningsaðila 5—8 prc. hærri en nokkursstaðar annars- staðar á landinu og lágmarks- kauptryggingin á mótorskipum 25% hærra en annarsstaðar. Er þetta t.d. mjög íhugunarvert fyrir meðlimi hins fjölmenna Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sem enn hlýta hinni vesælu forustu Sigurjóns Á. ólafssonar. f*ar sem enn er hér um hluta- skifti að ræða eins og annar- staðar, skiftir sala síldarinnar miklu máli fyrir sjómenn. Með tilliti til hins lága verðs, sem Sildarútvegsnefnd hefir ákveðið fyrir fersksild í salt, ættu allir sjómenn að varast að skuld- binda sig til að lofa sinum hluta sildarinnar fyrir lámarksverð Síldarútflutningsnefndar. heldur kappkosta að vera þar óbundnir, ef um trega veiði yrði að ræða. Eins og kunnugt er hefir stjórn Sildarverksmiðjanna ekki enn á- kveðið, svo vitað sé, verð á bræðslusildinni. Er verksmiðju- stjórnin búin að þæfa verðið vik- um saman og er nú altalað að meirihlutinn vilji greiða kr. 4,50 fyrir málið en minniblutinn kr. 5,30. Raunverulega mun síldar- verðið vera ákveðið f bankaráði Landsbankans þar sem Ólafur F Aki jökobsson boslnn bæfarsfjéri 4 Siglufirði. Á fundi bæjarstjórnar Siglufj. 2. þ. m. var Áki Jakobsson, lögfræðingur, kosinn bæjarstjóri til 1 árs. Hlaut hann 5 atkv. en Alfons Jónss fékk 4 atkv. (Frams. kaus umsækjanda Breiðfylking- arinnar). 3 bækur eftir Laxness komu út í gær. Höll sumarlandsÍKis hin nýja skaldsaga Halldórs Kilj- ans Laxness, kom út i gær, enn- fremur 2. útgáfa af Dagleið á fjöllum og 2. útgáfa af Ljós heimsins. Mun það nýtt fyrir- bæri i sögu islenskra bókmenta að 3 bækur komi út samtimis eftir sama höfund — Halldór Kiljan er nú lang viðlesnasti rithöfundur þjóðarinnar og bæk- ur hans eitur í beinum allra afturhaldsseggja, sem árangurs- laust hafa reynt að þegja Kiljan í hel. Thors og Hriflu-Jónas leggja lóð sin á metaskalina. Landsbanka- klikan og Kveldúlfur krefst þess að bræðslusildarverðið verði á- kveðið sem allra lægst til þess að Kveldúlfur og aðrir bræðs'u-

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.