Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 25.06.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 25.06.1938, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN NÝJA-BÍÓ Laugardagskvöldið kl. 9: Pariicll. Sunnudagskvöldið kl. 9: fl ir Sunnudaginn kl. 5: Þríriósibræður Allsherjaratkvæðagreiðslan. . (Framh. af 1. síðu). »Skjaldborgar«-mennirnir og bandamenn þeirra rifist um það, hverjum beri að eigna »heiður- inn« af þessu »afreki€. »Mogg- inn« segir m. a.: »Andstæðingar kommúnista unnu glæsilegan sigur. En þessir andstæðingar kommúnista eru að fullum helm- ingi Sjálfstæðismenn*. — — — »Það, sem því veldur, að komm- únistar urðu undir, er ekki nein efling Alþýðuflokksins, heldur hitt, að Sjálfstæðismennirnir í Dagsbrún greiddu atkvæði gegn kommúnistum«. Á Spáni berjast allir sósia’istar, jafnvel þeir hægri, gegn íhald- inu, gegn Breiðfylkingu Francos. Hér gera hægri menn Alþýðufl. bandalag við Breiðfylkinguna gegn verklýðssamtökunum og hagsmunum verkamanna. í t*ýska- landi og Austurriki höfðu sósial- istar stjórnartaumana um margra ára skeið, en með makki sínu við ihaldið og undanhaldspólitík sinni, oturseldu hægri sósialist- arnir alþýðuna og verklýðssam- tökin í morðingjahendur fasist- anna. Er ekki kominn tími til þess fyrir hægri menn Alþýðufl. að reyna að læra eitthvað? Vilji þeir það ekki, verður aíþýðan — áður en það er of seint — að hagnýta sér lærdómana af hinni dýrkeyptu reynslu stéttar- systkina sinna i Austurriki, þýskalandi og víðar. Strikum . . (Framhald af 1. síðu). flugmenn nazismans eru að verki á öllum löndum. Á fundi f enska parlmentina s. 1. vetur, upplýsti stjórnin að um 3000 þýskir njósnarar væru starfandi í Bretlandi. Útvarpið hefir síð- ustu daga flutl fregnir um að stjórn Bandarikjanna hafi látið handtaka þýska njósnara. Það er á allra vitorði að það voru fyrst og fremst umboðsmenn Hitlers, sem skipulögðu upþreist- ina á Spáni. Hér á landi vinna flugumenn nazism. einnigaðþviað grafa grunninn undan sjálfst. þjóð- arinnar. Hver einasti aðdáandi nazistastjórnarinnar er þar þátt- takandi f þessu níðingsverki. Og þá ekki síst sá, sem stofnar leynilegan félagsskap til þess að koma þessum fögru áformum í framkvæmd. Pessa landráðamenn þart þjóð- in að strika eins rækilega út eins og verkamennirnir í Framsókn gerðu hér um árið við Brynleif Tobíasson. Að öllum jafnaði er dauft um íþróttamál hér á Akureyri, og þeg- ar bregður út af þeirri venju, eru dæmin venjulega ekki um afrek eða fórnfýsi, heldur um mistök og fjandskap, því miður. íþróttir hafa heldur ekki verið í hávegum hafð- ar hér í bæ, allra sízt í seinni tíð og er glöggur vottur þess, að ekki er til neitt leikfimihús í bænum, og fjöldinn af bæjarbúum virðist ekki kunna þessu ástandi neitt illa. — En nokkrir menn hafa þó á síðustu árum kveðið upp úr þessu hljóði og hvatt til þess, að hafizt yrði handa með fjársöfnun og undirbúning, og myndi þá frekar völ á aðstoð opinberra fjár- stjórnarvalda, ef áhugi almenn- ings væri sýndur. Okkur stjóm- endum „Þórs“ og „Grettis“ hug- kvæmdist nú í vor að tengja þetta stórmál íþróttanna hér í bæ við íþróttadag okkar íslendinga — 17. júní — og hefja fjáröflun fyrir íþróttahús|ð þann dag með því að koma upp íþróttamóti o. fl. á svipaðan hátt og við minntumst að safnað var fé fyr á árum hér í bæ þann dag til að koma á stofn heilsuhælinu í Kristnesi og sund- stæði Akureyrar. Við leituðum fyrst samstarfs við hið þriðja íþróttafélag þessa bæjar, Knatt- spyrnufélag Akureyrar, og mælt- umst til samvinnú um daginn til ágóða fyrir íþróttahúsið. En stjórn þessa félags hefir fengið þá hug- mynd, að félagið eigi einhvern forrétt til þessa dags og hafnaði allri samvinnu og synjaði um að verja nokkru af væntanlegum tekjum dagsins til íþróttahússins, heldur kvaðst mundu láta renna í sinn eigin félagssjóð. Slíkt fyrir- tæki gátum við vitanlega ekki styrkt. Stjórn K. A. vildi þá engar yfirlýsingar gefa um, hvort hún gæti eða vildi hafa nokkrar íþrótt- ir um hönd þenna dag, og ákváð- um við því að reyna að koma í framkvæmd einhverjum íþrótta- sýningum 17. júní. Við fórum þess á leit við íþróttaráð Akureyrar, að það tæki upp samvinnu við okkur um þetta, en árangurslaust. Ráðið aðhylltizt að vísu þá skoðun okkar, að dagurinn 17. júní ætti ekki að vera einkafyrirtæki K. A., en brast þó einbeitni til að sýna þá skoðun í verki með því að styrkja viðleitni okkar. En hlut- leysi íþróttaráðsins þóttumst við mega treysta, því það sá ekkert athugavert við það, að við héldum a. m. k. sundmót hinn 17. júní, því fullvíst var það, að K. A. hafði ekki í hyggju og gat ekki komið upp nokkru sundmóti. Við hófum því undirbúning þessa sundmóts, öfluðum leyfis sundnefndar fyrir sundstæðinu og leyfis stjórnarráðs fyrir merkjasölu til ágóða fyrir íþróttahúsið, og kom nú engin hindrun til hugar. Líður og bíður

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.