Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 30.07.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 30.07.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 30. júlí 1938. 37. tbl. Nýi fasteignaskatturinn. FööÉ 1 SlÉÍipÉlÍÍ). Hann verður að vera stighækkandi, svo komist verði hjá hinu herfilegasta ranglæti. Samkvæmt kröfu frá ýmsum bæjarfélögum, voru á Alþingi 1937 samþykt lög um nýja tekju- stofna handa bæja- og sveita-fé- lögum. — Samkvæmt lögum þess- um er viðkomandi aðilum heimilt að leggja nýjan skatt á hús og önnur mannvirki og byggingar- lóðir, og má sá skattur nema alt að 1% af fasteignamatsverði. Við afgreiðslu síðustu fjárhags- áætlunar ákvað bæjarstjóm Akur- eyrar að nota sér heimild þessa að því leyti, sem þyrfti til að fá í ca. kr. 700.000.00 upphæð (þar í innifalið lóðargj. sem áður hafa verið), og var fjárhagsnefnd falið að gera síðar tillögur um, hvernig sú upphæð skyldi lögð á fasteign- ir í bænum. Á síðasta bæjarstjómarfundi lagði fjárhagsnefnd fram, til fyrri umræðu, tillögur um þetta efni. — Leggur meirihluti nefndarinn- ar til, að af öllum húsum og mannvirkjum verði mönnum gert að greiða í bæjarsjóð %% af fast- eignamatsverði þeirra. Ennfrem- ur af byggingalóðum %% um- fram núverandi lóðagjöld, og verða lóðagjöldin þá 1%% af matsverði lóðanna. Það má segja, að með þessu hafi meirihluti fjárhagsnefndar valið einföldustu leiðina til að ná þeirri upphæð, sem til var ætlast. En í þessu kemur fram hið herfi- legasta ranglœti gagnvart all- miklum fjölda bæjarbúa. í lögunum er sem sé ekki gerð- ur neinn greinarmunur á því, hvort menn eiga fasteignirnar raunverulega, eða hvort menn skulda verð þeirra að miklu eða öliu leyti. Og með því að leggja „prosentvis“ jafnt á allar fasteign- irnar, gerir meiriMuti fjárhags- nefndarinnar enga tilraun til að sneiða hjá því ranglæti, sem af þessu flýtur. Nú er það kunnugt, að hér í bænum hefir fjöldi fátækra heim- ilisfeðra brotist í því að byggja sér hús, til þess að þurfa ekki að vera á stöðugum flækingi um bæ- inn með fjölskyldur sínar. Menn þessir hafa ekki átt fé til að byggja fyrir, heldur fengið það að mestu leyti lánað. Því er það, að fjöldi af „eigendum“ hinna smærri íbúðarhúsa hér í bænum eiga þau ekki nema að litlu leyti, og sumir alls ekki nema aðeins að nafninu til. Nú eiga þessir menn — samkv. tillögu meirihluta fjárhagsnefnd- ar — að greiða sömu prosenttölu af ÖLLU húsverði sínu (einnig því, sem þeir skulda) eins og þeir, sem eiga hús sín skuldlaus. Til að sýna betur hver áhrif þetta hefir, skulum við hugsa okk- ur verkamann, sem „á“ hús, sem metið er á 12 þús. krónur. Af því skuldar hann t. d. 8 þús. krónur. Honum er gert að greiða af 12 þús. kr., sem gerir 60 krónur. Nú ( á hann raunverulega ekki (Framh. á 2. síðu). í fyrrakvöld hélt Sigfás Sigur- hjartarson fund um sameiningar- málið, í salnum í Skjaldborg. Sig- fús er í nefnd þeirri, sem Jafnað- arm.fél. Rvíkur kaus í vetur til þess að gera tillögur um grund- völl fyrir sameiningu verklýðs- flokkanna. Tillögurnar hafa verið birtar, í bæklingi um þetta mál, og hefir „Verkam.“ áður sagt frá innihaldi þeirra. Á fundinum rakti Sigfús gang deilumálanna í Alþ.fl., í sambandi við sameiningarmálið, og skýrði síðan tillögur nefndarinnar og til- raunir til þess að brúa bilið milli deiluaðila. Sýndi hann fram á, með mjög glöggum og einföldum rökum, í fyrsta lagi nauðsyn sam- einingarinnar, og að hinu leytinu möguleikana til að koma henni í framkvæmd þegar í haust. Sér- staklega sýndi hann fram á, m. a. með dæmum, hver fjarstæða það væri, að verklýðsfélög, sem eðli- lega hafa innan sinna vébanda menn af öllum pólitískum flokk- um, myndi uppistöðuna í pólitísk- um flokki verkalýðsins, Lagði hann því sérstaka áherslu á, að Alþýðusambandið yrði gert að sambandi verklýðsfélaganna ein- göngu, skipulagslega óháð póli- tískum flokkum. Erindi Sigfúsar fékk hinar bestu undirtektir fundarmanna, sem munu hafa verið um 60—70. Sigfús hafði boðið „hægri“-fyr- irliðum Alþ.fl. hér að mæta á fundinum og flytja þar sín sjónar- mið — en þeir treystust ekki til, (Framh. á 2. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.