Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 10.09.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 10.09.1938, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. árg. Akureyri, laugardaginn 10. september 1938. 43. tbi. Hernaðaræði fasism- ans i algleymingi. Brýfsf heimssfyriöld út nœsfu daga? Undanfarið hafa þýskir nasistar róið að því öllum árum að Sudett- arnir í Tjekkoslovakíu setji fram svo ósanngjarnar kröfur að tjekk- neska stjórnin geti engan veginn gengið að þeim. Samtímis hafa nazistar Henleins skipulagt alls- konar æsingastarfsemi og óeirðir. í samningaumleitunum þeim er farið hafa fram milli tjekknesku stjórnarinnar og Sudeta, hefir tjekkneska stjórnin stöðugt geng- ið lengra og lengra til móts við Sudeta, en nú hafa leiðtogar Sudeta lýst því yfir, að þeir muni hætta öllum frekari samn- ingatilraunum við tjekknesku stjórnina og bera því sama við og áður en þeir tóku Austurríki. Ástandið verður nú ískyggi- legra með hverjum degi. Fregnir berast um stórkostlegt vopna- smygl frá Þýskalandi til landa- mærahéraðanna í Tjekkoslovakíu, meira að segja heila járnbrautar- vagna fulla af vopnum. Frakkar hafa sent svo mikið lið til austur- landamæranna að allir hermanna- skálar þar og varnarvirki er yfir- fult eins og á ófriðartímum. Enska stjórnin hefir einnig gert ýmsar varúðarráðstafanir. Er samvinna mjög náin með frönsku og ensku stjórninni um öll þessi mál. Frönsk blöð skýra frá því að Þjóð- verjar undirbúi varnarstríð við vesturlandamærin en sóknarstríð til suðausturs. Er alt undirbúið til árásar um 15. þ. m. á Tjekkoslova- kíu. Er ætlunin að sóknin nái þegar í upphafi til Rúmeníu yfir Blað „Sjálfstæðis“-flokksins hér á Akureyri hefir nú loksins árætt að reyna að hreinsa flokkinn af r^akki hans við Knút Arngríms- son og aðra fasista. Eðlilega hlaut sú tilraun að vera fædd andvana. „Íslendingur“ treystir sér ekki til að neita því að Knútur hafi flutt hina frægu ræðu sína á skemtun „Sjálfstæðis“-fl. og að mörgum leiðandi mönnum ,,Sjálfstæðis“- flokksins fanst þessi ræða fasista- foringjans svo „einörð og hispurs- laus“ og samrýmanleg þeirra hugsunarhætti að þeir birtu hana í öðru aðalblaði flokksins, dag- blaðinu „Vísir“ (sem ritstj. „Is- lendings“ er útsölumaður að hér á Akureyri). Og ein aðalsönnunin fyrir samhug ýmsra ráðandi manna í „Sjálfst.“-fl. með nazism- anum er einmitt sú staðreynd að blöð þeirra hafa ekki fundið neina Ungverjaland. Gert er ráð fyrir að Frakkar taki vestri árbakka Rínar og eru fjöldskyldur þýskra liðsforingja við vesturlandamærin farnar að flytja sig austur yfir Rín. Stríðsklíkurríar innan naz- istaflokksins hafa orðið í meiri- hluta og heimta skilyrðislaust stríð upp úr miðjum sept. þörf hjá sér á að deila á ofbeldis- kenningar þær, sem Knútur boð- aði í þessari ræðu sinni. Það stoð- ar ekkert þó „íslendingur“ full- yrði að „Sjálfstæðis“-flokkurinn sé „eini flokkurinn í landinu, sem frjáls og óháður getur og mun halda uppi merki lýðræðisins“. Framkoma „Sj álfstæðis“-flokksins og ræða Knúts á skemtun flokks- ins og síðar á dálkum annars aðal- blaðs flokksins vitnar daglega gegn þessari endurtuggðu fullýrð- ingu. Fréttaflutningur „Morgun- blaðsins og „Vísirs“ frá Spáni °§ Þýskalandi talar einnig svo skýru máli, að lesendurnir þurfa ekki að efast um hvert hugur ráðandi manna „Sjálfstæðis"- flokksins stefnir. Blöðum „Sjálf- stæðis“-flokksins hefir ekki ennþá dottið í hug að vekja athygli á (Framh. á 2. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.