Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 06.12.1938, Qupperneq 3

Verkamaðurinn - 06.12.1938, Qupperneq 3
VERKAMAÐURINN 3 þvi að skoðun þeirra i kistuna fer ekki fram fyr en sama dag og jarðarförin, sama dag og »Verkam.« kemur út með grein minni. Ennfremur að Sveinn Bjarnason segir í grein sinni: » . . . . ég ætlaðist strax til og gerði ráðstöfun til þess við yfir- hjúkrunarkonu sjúkrahússins að kistulagningin væi'i athuguð, og endurbætt eftir þörfum, á líkhús- inu«. En S. Helgad. og Björn Ásgeirsson segja í sinu vottorði að þau hafi skoðað í kistuna »Sam- kvæmt beiðni Sveins Bjarna- sonar« sjálfs. Annars skiftir þetta vottorð S. H. og B. Á. engu, því í grein minni hér í blaðinu 26. f.m. tók eg það einmitt skýrt fram, að konur þær, er ekki fengu næði til að ganga frá umbúnaði líks- ins niður við húsið Norðurg. 9 hefðu farið upp á sjúkrahús til að ganga þar frá líkinu eins og þær töldu sér skylt. Vottorð Jóhanns Porkelssonar Iæknis skiftir engu máli. Annars má geta þess að dagsetning í því er röng. Vottorð Unnsteins Stefánsson- ar, skiftir engu máli í sambandi við grein míua á dögunum, það hnekkir engu í henni. En vegna orðróms i bænum um hvað Unn- steinn hafi sagt við ýmsa menn um þátttöku sína í útburðinum, væri óneitanlega fróðlegt fyrir Svein að láta rannsaka það nán- ar fyrir rétti, ekki síst þar sem eftirfarandi vottorð liggur fyrir. Við undirrituð vottum hér með, að gefnu tilefni, að víð sáum glögt að Sveinn Bjarnason, fram- færslufulltrúi, hélt einn á líki Guð rúnar sál. Oddsdóttur, út úr úti- dyrum hússins Norðurgötu 9, og að fætur liksins voru naktir fyrir neðan hné. Akureyri 4. des. 1938. Þorbjörg Jónsdóttir. Valdimar Kristjánsson; Þá er það að lokum hún Jó- hanna H. Jónsdóttir. Hún hefir, eins og Jón Geirsson, undirritað áskorunina til bæjarstjórnarinn- ar um að víkja Sveini frá starfi sinu, vegna þess m. a. hvernig Sveinn fór að því að kistuleggja Guðrúnu sál. Oddsdóttur. Auk þess liggur fyrir vottorð hér að framan um álit hennar á því hvernig Sveinn haíði komið fram í lifanda lífi við Guðrúnu sál. Samkvæmt framanrituðu verða þvi aflalniðurstöðurnar i stuttu máli þessar: v Að fullir mðguleikar voru á því að kisfulagn* ing'iu færi fram inni i IiiiNÍnu Norðurg, 9, ekki aðeins á neðri hæð held> ur einnig á efri hæðinni inni í íbúð liinnar frani- liðnu. Að kisfulag'ninfjin fór fram í viðurvisf f jðlda barna. Að umönnun fram- færslufulltrúans f yrir liinni framliðnu var ekkft metri en jiað. að hin framliðna var lúlin vera ítlein að næturiag'i, — eina nólt — í banalegunni. Og að íokum, að framfærslufulltrúi tiBluðstaðar Hoiðuilands, er orðinn uppvís að vísvitandi og óbeyrilegum lygum og blekkingum auk hinnar svívirðiiegu fram- komutsinnar við að kisfuleggja fátæka, umkomulausa konu. Sveinn Bjarnason framfærslu- lulltrúi, hefir þvi með allri þessari framkomu sinni, auk framkomu sinnar áður, gjörsamlega fyrir- gert rétti sínum til að gegna opinberu starfi fyrir höfuðstað Norðurlands. Engin bæjarstjórn á landinu myndi detta i hug áð bjóða íbúum viðkomandi bæjar slíkan mann sem starfsmann bæjarins. Fólkið í þessum bæ veit þetta, bæjarstjórnin veit það Allir vita að engin í þessum bæ er jafn óhæfur hvað þá óhæfari en Sveinn Bjarnason til að gegna umræddu starfi. Hann á engan sinn jafn- ingja í þessum bæ, og sennilega ekki á landinu. Akureyri, þessi unaðslegi bær, hjarta Norðurlands, hefir því miður, þegar hlotið hina mestu vansæmd af hinn hneykslanlega athæfi Sveins Bjarnasonar. Pð bæiarstjörnin taki ekki tillits til annnars en heiðurs bæjarfélagsins I pessu máli, pá hlýtur hún óumflýjaalega ð fundi sinum i dag að taka pá ákveröui að víkja Sveini Bjarnasyni Iramfærslululltrii frá starfi: Menn al öllum flokkum ug sléttum krefjast pess- Það er óvéfengjanle^a vilji alls almennings i bænum,[hvorl sem menn segja það uppháll eða ckki. Pessi krafa er svo eðlileg og sjáll- sögð að i rauninni ætti ekki afl veri pörf á að bera hana fram lyrir bæjarstjórn J. Á. Sveinn stefnir fyrir sanna lýsingu á sér Sveinn Bjarnason hefir, auk hinna haldlausu skrifa sinna og vottorða í »fsl.«, tekið það tií bragðs að stefna mér og heimta mig dæmdan til að greiða fé fyrir hin hreinskilnu og sönnu ummæli mín um aðfarir hans við að kistuleggja gamla konu, einstæðing, sem hafði orðið að leita á náðir höfuðstaðar Norð- urlands. Til fróðleiks má geta þess, að kærandi hefir ekki treyst sér til aö stelna mér lyrir frásögn míoa í 54. tbl. »Verkam.«, al aðlörum bans við kisli- lagnioguna. Sáttafundur var i gær og auði- vitað neitaði eg að verða við þeirri bæn Sveins að greiða fé fyrir að lýsa honum opinberlega eins og almenningur i bænum hugsar um hann — og menn tala um hann sin á milli. J. Á. Akureyclngar! Komið í Verklýð*- húsið í kvöld og annað kvöld og sjáið íslandsmeistarann tefla.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.