Verkamaðurinn - 02.09.1939, Qupperneq 1
VERIÖIIIUwUninil
XXII. ÁRG. Laugardaginn 2. sept. 1939. 35. tbl.
Styrjaldaræði Hitlers
hleypir Evropu i bál og brand.
Þýski lierinn réðist i fyrrinólt inn i
Pólland. -- Almenn hervæðing í Frakk-
landi. - Brelski flolinn á sveimi «kli fyr
hafa m. a. allvíða verið farnar
kröfugöngur til að mótmæla
(Framhald á 4. síðu)
Síldveiðin.
Allmikil sildveiði hefir verið
nú undanfarna daga. 1 fyrradag
barst t. d. meiri bræðslusild til
Siglufjarðar en nokkru sinni fyrr
i sumar, voru það yfir 30 þús.
mál. Reknetaveiðin er hinsvegar
treg enn.
ir Noregsslröndum. Breytingar á
bretsku stjórninni. Rússar senda
aukið lið til vesturlandamœranna.
Itauði lierinn mátti
ekki (ara yfir Pólland.
í fyrrinótt réðist þýski herinn
inn í Pólland á mörgum stöðum,
án þess að styrjöld hefði verið
lýst yfir, voru samtímis gerðar
loftárásir á margar pólskar borg-
ir og er þeim stöðugt haldið á-
fram; meðal þeirra borga, sem
orðið hafa fyrir loftárásum eru
Gdynia, Lodz, Cracow, Lwow,
Poznan, Bromberg og Graudenz.
Pólski herinn veitir viðnám eftir
mætti.
Bretsku og frönsku stjómirnar
fólu sendiherrum sínum í Berlín
að krefjast þess af þýsku stjórn-
inni að hún stöðvaði alla ágengni
í garð Pólverja og kallaði herinn
til baka. Ef svarið yrði neitandi
var sendiherrunum skipað að
heimta vegabréf og halda heim.
Allsherjarhervæðing hefir nú
verið fyrirskipuð í Frakklandi og
hernaðarástandi lýst yfir. í Sviss
fer einnig fram allsherjarhervæð-
ing. Bretski flotinn hefir allur
hervæðst og landher og flugher
mikið aukinn. Um 3 miljónir
manna er nú verið að flytja burt
úr London og öðrum stórborgum
Bretlands, eru það aðallega skóla-
börn, konur, sjúklingar og gamal-
menni.
Fregn frá Oslo hermir að bretsk-
ar flotadeildir og fjöldi kafbáta
séu úti fyrir ströndum Noregs.
Talsímasambandinu milli Bret-
lands og íslands og Bretlands og
Danmerkur hefir verið slitið.
Rússar hafa sent aukið herlið
til landamæranna til þess að vera
við öllu búnir ef eitthvað óvænt
kynni að ske- Þing Sovétríkjanna
hefir samþykt breytingar á her-
skyldulögunum og hefir her-
skyldutíminn verið lengdur.
Fregnir herma að þær breyting-
ar verði gerðar á bretsku stjórn-
inni, að Winston Churchill, Ant-
hony Eden, Arthur Greenwood og
sir Archibald Sinclair verði bætt
inn í stjórnina.
Frönsk útvarpsstöð sendi í gær-
morgun út ávarp á þýsku til al-
mennings í Þýskalandi. Var því
meðal annars lýst yfir að franskir
menn hefðu ekkert á móti þýsku
þjoðinni, en vegna þess að Þjóð-
verjar láti stjórnast af blóði flekk-
uðum og hrokafullum manni,
Hitler, séu Frakkar neyddir til að
fara í stríð.
Nazistastjórnin í Berlín hefir
gefið út tilskipun um að öllum
þegnum Þýskalands sé óheimilt
að hlýða á útvarp frá öðrum lönd-
um, því það sé alt lygi, sem þar
sé sagt. Ef einhver gerist brotleg-
ur við þessi fyrirmæli, og hlustar
á erlent útvarp eða ber erlendar
fregnir til annara, skal hann sæta
hegningarhússvinnu eða lífláti.
Ensk blöð herma að mikil ó-
ánægja sé nú ríkjandi í Þýska-
landi, sérstaklega 1 Austurríki,
Fjölinennur borgara-
fundur krefst ein-
róma 5 0 0 0 mála
verksmiðju oj»‘ skorar
á Þormóð Eyjólfsson
að segja af sér sem
bæjarfulllrúi.
S.l. mánudag var haldinn mjög
fjölmennur borgarafundur á Siglu-
firði um „Rauðku“-málið. Bæjar-
stjórn boðaði til fundarins. Meiri
hluti stjórnar ríkisverksmiðjanna,
Þormóður Eyjólfsson, Sveinn
Benediktsson og Þorsteinn M.
Jónsson, sem í sumar hafa unnið
að því ódæðisverki að hindra eðli-
legar og óumflýjanlegar athafnir
Siglufjarðarbæjar, voru mættir,
samkvæmt áskorun, á fundinum.
Heimtuðu þeir í fundarbyrjun þá
dagskrárbreytingu að fá jafnlang-
an ræðutíma og allir aðrir til
samans. Var þetta borið undir
fundinn, sem feldi kröfu þeirra
með öllum atkv. gegn 1.
Reiddust þá höfðingjarnir og
ruku af fundi. Erlendur Þorsteins-
son hafði framsögn í málinu, en
síðan töluðu Gunnar Jóhannsson,
Ole Hertervig, Aage Schiöth, Jón
Gíslason, Hjálmar Kristjánsson,
Þórodduy Guðmundsson og Finn-
Samnfngarntr i Moskva
um bandalagið gegn of-
beldinu slröndufiu á ó>
Iicillnduin ensku og
frönsku sfjórnanna.
Rússneska blaðið „ísvestija“ hef-
ir birt viðtal við Vorosiloff, sem
flettir ofan af óheilindum ensku
og frönsku stjórnanna í samninga-
tilraununum undanfarna mánuði.
Skýrði Vorosiloff frá því, að við-
ræðunum hefði verið hætt vegna
þess að þar hefðu komið fram ó-
ur Jónsson, er talaði fyrir minni-
hluta ríkisverksmið j ust j órnarinn-
ar. Fyrir hönd verkamanna í
„Rauðku“ talaði Erlendur Sig-
mundsson.
Aage Schiöth og Jón Gíslason
lýstu m. a. úrsögn sinni úr Sjálf-
stæðisflokknum vegna framkomu
ríkisstjórnarinnar. Taldi Aage
Schiöth framkomu ríkisstjórnar-
innar siðlausa. Jón Gíslason
kvaðst ekki vilja tilheyra þeim
flokki, sem þyldi formanni sínum
slíka framkomu og Ólafs Thors í
þessu máli.
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þyktar á fundinum, sú fyrri með
öllum atkvæðum og sú seinni með
öllum gegn 1:
„Almennur borgarafundur, hald-
inn að tilhlutun bæjarstjórnar
Siglufjarðar, sunnud. 27. ágúst
1939, mótmælir eindregið hvernig
meirihluti ríkisstjórnarinnar hefir
hindrað endurbyggingu og stækk-
un síldarverksmiðju Siglufjarðar-
kaupstaðar, „Rauðku“, þrátt fyrir
afkastaaukningu síldarverksmiðj-
anna í landinu og þrátt fyrir að
bærinn væri búinn að fá tilboð
um hagstætt lán, án ríkisábyrgð-
ar. Þar sem engar frambærilegar
ástæður hafa verið færðar fyrir
(Framhald á 4. síðu)
eysanleg viðfangsefni.
Hernaðarsérfræðingar Sovét-
ríkjanna voru þeirrar skoðunar,
að þar sem Sovétríkin eiga hvergi
sameiginleg landamæri friðrofun-
um, yrði að fást leyfi til að fara
með Sovéther yfir Pólland ef til
stríðs kæmi, þar sem Sovétstjóm-
in hefði ekki með öðru móti get-
að veitt Póllandi, Bretlandi og
Frakklandi hernaðarlega hjálp.
Bretsku og frönsku hernaðarsér-
fræðingarnir neituðu algerlega að
fallast á þetta atriði og stjórn Pól-
lands lýsti yfir því, að hún hefði
enga þörf fyrir hernaðarhjálp
Sovétríkjanna og mundi ekki
þiggja hana. Þetta var kjarni á-
greiningsatriðanna. Þá telur Voro-
siloff það tilhæfulausa fregn sem
Reuters-fréttastofan hafi sent út,
að hann hafi tilkynt ensku og
frönsku hernaðarsérfræðingunum
að áframhaldandi samningar væru
þýðingarlausir, eftir að ekki-rásar-
sáttmálinn milli Þýskalands og
Sovétríkjanna hafi verið gerður.
Viðræðum hemaðarsérfræðing-
anna, segir Vorosiloff, var ekki
hœtt vegna ekki-árásarsamnings-
ins. Það sasnna er, að Sovétstjóm-
in gerði ekki-árásarsamninginn m.
a. vegna þess að samningar hem-
aðarsérfrœðinganna voru strand-
aðir á óleysanlegum ágreinings-
efnum.
Enska stórblaðið Yorksire Post
segir, að Sovétstjórnin hafi haft
ástæðu til að óttast óheilindi frá
bretsku stjórninni, þar sem t. d. í
miðjum samningstímanum hafi
orðið uppvíst um Hudson-Wohltat
tillögurnar, og muni framkoma
Chamberlainstjórnarinnar eiga
sinn þátt í hvernig farið hafi.
Hefir reynslan nú sýnt að
stjórnmálajöfurinn Lloyd George
hafði rétt fyrir sér þegar hann
gerði þá fyrirspurn 'í bretska
þinginu fyrir 2—3 mánuðum síð-
an, hvort það væri rétt, að pólska
stjórnin neitaði að leyfa Rauða-
hernum að fara í gegnum Pólland.
Chamberlain svaraði bara með
vafningum. Lloyd George heimt-
aði þá, að ef England ætti að
tryggja landamæri Póllands yrði
, (Framhald á 4. síðu)
Siglfirðingar sameinaðir
gegn otbeldi ríkisstiómarinnar.