Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.09.1939, Side 2

Verkamaðurinn - 02.09.1939, Side 2
2 VERKAMAÐURINN NÝJA-BÍÓ Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9- Aðalhlutverkin leika: Greta Garbo og Charles Boyer. Sunnudaginn kl. 5: Eg hefi skrökvað. Mönnum mun í íersku minni bráðabirgðalögin frægu, sem St. Jóhann setti um byggingafélög verkamanna, og öll sú hneyksl- anlega framkoma, sem bann, á grundvellí þeirra, beitti gegn Byggingafélagi Alþýðu í Reykjavík. Samkvæmt þessum sömu »lög- um« skipaði St, Jóhann bróðir sinn 1 andanum, Erling Friðjóns- son, sem formann Byggingafélags Akureyrar. Erl. hefir aldrei fyr haft nein afskifti af byggingamál- um verkamanna. En St. Jóhann treysti honum best til fólskuverk- anna, enda hefir hann ekki brugð- ist í því efni. Strax eftir gildistöku bráða- birgðalaganna hafði B. A. fund til að samræma skipun mála sinna þessum nýju »iögum«. Var á allan hátt tekið fult tillit til þeirra, svo framkvæmdir félagsins ekki þyrftu að tefjast þessvegna. Kaus félagið aðeins fjóra menn í stjórn, en Erlingur tók við tor- menskunni, fyrir náð félagsmála- ráðherrá. En það kom í ljós, að Erlingur hafði meiri áhuga fyrir öðru en byggingaframkvæmdum félagsins. Hann uppgötvaði, að félagsmenn höfðu valið f stjórnina, meðal annara, menn sem honum, af pólitiskum og persónulegum ástæðum, var illa við, og sem hann vissi, að hann ekki gæti vafið um fingur sinn. Hans fyrsta verk sem tormanns B. A. verður því það, að hann »úr$kurðar« að tveir þeirra manna, sem félagsfundur hefir kosið i stjórnina — og sem verið hafa í stjórn félagsins árum saman — þeir Halldór Halldórsson og Por- steinn Porsteinsson, hafi ekki rétt til að vera í stjórn félagsins og fái því ekki aðgang að stjórnar- fundum. Sömuleiðis neitar hann fyrsta varamanni, Kára Sigurjóns- syni, að taka sæti i stjórninni. Fyrst þegar hann þannig hefir »hreinsað tik, fer henn að hugsa um framkvæmdir félagsins, og verður það á sömu einræðislin- unni, því nú heimtar hann af þeim félagsmönnum, sem félagið hafði lofað að byggja fyrir, og þessvegna höfðu leigt lóðir þar, sem þeir kusu að byggja - að Mjólkursamlag K.E.A. Blaðamönnum, læknum, bæjar- fulltrúum hér í bænum var 24. ágúst síðastl. boðið að skoða hina nýju byggingu og nýju og ný- tísku tæki Mjólkursamlags K. E. A. Forstjóri samlagsins, Jónas Kristjánsson, fylgdi gestunum um hina miklu og fögru byggingu og sýndi vélarnar og útskýrði í stór- um dráttum hlutverk þeirra við mj ólkurvinsluna. Að lokinni sýningunni þáðu gestirnir rausnarlegar veitingar. Meðan setið var undir borðum fluttu ræður framkvæmdastjóri K. E. A. Jakob Frímannsson, Jón- as Kristjánsson, forstjóri, Steinn Steinsen, bæjarstjóri og Einar Árnason, form. K. E. A. þeir afsali sér þessum lóðum og byggt verði handa þeim þar sem hann vill vera láta. Með því að setja þessum mönnum stólinn fyrir dyrnar um aðstoð félagsins til bygginga, neyðir hann flesta þeirra til að láta undan, einn fyrir einn, en varast hinsvegar að halda nokk- urn fund í félaginu, svo félags- menn fái ekkí færi á að setja fram vilja sinn með félagslegum hætti. Svo sækir hann, persónu- lega, án nokkurs umboðs frá fé- laginu, um lóðir og byggingaleyfi, en á þeim stöðum og með þeim hætti, að ekki er í samræmi við skipulag bæjarins. Umsóknir þessar lágu fyrir bæj- arstjórnarfundi s. 1. þriðjudag, og urðu um þær nokkrar umræður. Lagði byggingnefnd til, að lóðir yrðu leigðar við Fjólugötu og Hörgárbraut, og leyft að byggja á þeim, að fengnu samþ. skipu- lagsnefndar fyrir skipulagsbreyt- ingu. Steingr. Aðalsteinsson lagði til, að Jóðirnar yrðu að vísu Ieigðar félaginu, en með þeim fyrirvara að félagið staðfesti með fundar- samþykt, að það vildi leigja þess- ar lóðir. Var sú tillaga feld, en tillaga byggingarnefndar samþykt. Eins og þegar hefir verið sagt, er framkoma Erlings, i þessum málum, óhæfileg. í fyrsta lagi hefir hann ekkert vald til að úrskurða neitt um réttindi manna í B.A. þó hann hafi ver- ið stjórnskipaður form. þess. Ef hann persónulega véfengir rétt- indi félagsmanna, getur hann leit- að um það lagalegs úrskúrðar viðkomandi yfirvalds — en við- komandi félagsmaður heldur ó breyttum réttindum sinum þar til slikur úrskurður hefir fallið gegtl honum. — Áðurnefndum mönn um hefir þvi algitleg ólöglega verið meinuð þátttaka í stjórn B. A. f öðru lagi beitir hann, i krafti yfirráða sinna yfir lánsfé og tekj- um félagsins, alveg ástæðulausu ofbeldi gegn þeim, sem rétt hafa til bygginga hjá félaginu. Er næsta ótrúlegt, að félagsmenn sætti sig til lengdar við þessar og þvilfkar aðgerðir, Mjólkursamlag K. E. A. hóf starfsemi sína 6. marz 1928, var það þá strax búið þeim bestu tækjum, sem völ var á á þeim tímum. Á fyrsta starfsári sínu vann samlagið úr tæpum 600 þús. lítrum af mjólk, en árið 1938 var mjólkurmagnið orðið 3 miljónir lítrar, þ. e. hafði nær því fimm- faldast á 10 árum. En auk þess sem gamla samlagsbyggingin var nú orðin of lítil fyrir þessa starf- semi voru sjálf mjólkurvinslutæk- in einnig orðin úrelt. Snemma á árinu 1937 var byrj- að á byggingu hins nýja samlags, hafði verið unnið að undirbúningi byggingarinnar síðan 1933. Nú má heita að lokið sé þessari miklu byggingu. Hófst starfsemi sam- lagsins í þessum nýju húsakynn- um um miðjan apríl s.l. Hefir kostað mikið fé eða um 350.000— 400.000 kr. að koma upp þessu húsi með tilheyrandi tækjum, enda hefir ekkert verið sparað til að gera alt sem best úr garði. Yf- irumsjón með byggingunni hafði Snorri Guðmundsson bygginga- meistari. Byggingin er 4 hæðir og er flatarmál hennar 30x13 m. A 4. hæð er mjólkin tekin inn og vigt- uð og þar er aðalvélasalurinn og hin raunverulega mjólkurvinsla, þar er t. d. búið til smjörið og ost- arnir. í þessari hæð eru einnig rannsóknarstofur, en þær eru ekki fullgerðar enn. Á 3. hæð er skyrið búið til þar eru einnig kæliklefar, skrifstofa, o. fl. Á 2. hæð eru ostageymslur og sölubúð fyrir mjólkurvörur. Á 1. hæð eru m. a. kælivélar og annar útbúnað- ur sem er notaður í sambandi við gerilsneyðinguna og kælingu mjólkurinnar og halda jöfnum hita í geymslunum. Umgengni í hinni nýju byggingu virðist vera hin prýðilegasta, enda þarf svo að vera. Telur samlags- stjórinn að fylstu líkur bendi til, að bæjarbúar verði ánægðari með mjólkina eftir að hún hefir verið hreinsuð með þessum nýju tækj- um, t. d. mun nú málmbragðið, sem stundum hefir borið töluvert á áður, hverfa að mestu eða öllu, þar sem mjólkin rennur nú ein- göngu í gegnum ryðfríar stál- leiðslur, en hið leiðinlega málm- bragð stafaði af kopar í gömlu leiðslunum, sem sýrugerlar í mjólkinni leystu upp. Er óhætt að fullyrða, að vörur samlagsins eru nú fyllilega sam- kepnisfærar, hvað gæði snertir, við samskonar vörur í helstu mjólkurvinslulöndum heimsins. Jóhann Frimann, skólastjóri Hn- skóla Akureyrar hefir verlð ikipaður skólt'- stjóri héraðsskólans i Reykholti. Andlát. Jón Stefánsson trésmiður, Gler- írgötu 3, andaðist að heimili sínu s. 1. mánudagsnótt, 71 árs að aldri. Bráðablrgðalög hefir rikisstjórnin gefið út vegna ástandsini f Evrópu. Hefir stjórnin þegar bannað að flytja út kol, þorskalýsi, hvalolíu, húðir 0. fl, Þegar úlfaldi er gerðiir úr mýflugu. Til merkis um heimsku eða vís- vitandi blekkingar ritstj. „Dags“ er sú fullyrðing hans í síðasta tbl. „að Þýskaland geti keypt alveg ótakmarkað af hráefnum frá Rúss- landi....“ (Leturbr. ,,Verkam.“). Samtímis segið blaðið að Rússar selji Þjóðverjum vörur á næstu 2 árum fyrir 180 miljónir marka. Hver sá maður, er íhugar þessar tölur og íbúafjölda Þýskalands, sér um leið að vörur fyrir 90 miljónir marka hrökkva skamt handa 80 miljóna þjóð. Enda er þetta ekki nema lítið brot af þeim vörum, er Þjóðverjar flytja inn árlega. Árið 1937 fluttu Þjóðverjar inn vörur alls fyrir kr. 5472 miljónir marka. Á 11 fyrstu mánuðum árs- ins 1938 fluttu þeir inn alls vörur fyrir 4961, sennilega hafa þeir flutt inn í des. s.l. álíka mikið og í desember 1937, mun því inn- flutningurinn 1938 hafa verið alls 5412 miljón mörk. Rússnesku vör- urnar sem Þjóðverjar eiga að fá eru aðeins um einn sextugasti hluti af öllum innflutningi Þjóð- verja. 59 sextugustu partana hafa Þjóðverjar aðallega fengið frá Bretlandi, Frakklandi og Svíþjóð og öðrum lýðræðisríkjum Vestur- Evrópu, m. a. frá íslandi. Ofangreindar tölur um innflutn- ing Þýskalands eru teknar úr mánaðarskýrslu eða riti (Bulletin) Þjóðabandalagsins. Brunalii og bændur f ■ ■ Frá því var sagt í 33. tölublaði að þegar heybruninn varð í Bandagerði fyrri þriðjudagsnótt (ekki fimtudagsnótt, eins og stóð í 33 tölublaði) hafi bóndinn þar Jónas Sveinsson, viljað fá slökkvi- lið bæjarins til hjálpar, en ekki fengið — slökkviliðsstjóri mun þó hafa gefið kost á að koma með dælu og slöngur, gegn 20 kr. greiðslu á klst., auk tímakaups til slökkviliðsmanna, er þangað færu. Jónasi þótti þetta harðir kostir — og er mála sannast, að ein- staklingar, sem sjá eigur sínar brenna, geta ekki keypt svo dýra aðstoð, upp á von og óvon um árangur. Hinsvegar verður að játa, að ekki ber Akureyrarkaupstað nein skylda til að kosta brunavamir utan umdæmis bæjarins — og ekki að vænta, að hann geri það (Framh. á 3. aíðu).

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.