Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.09.1939, Síða 4

Verkamaðurinn - 02.09.1939, Síða 4
4 VERKAMAÐURINN Bólsturgerðin er flutt í H afn arstræti 8 7 (verzlunarhús Jóns G. Guðmanns) KARL EINARSSON Sími 313. Sósíalistaíélag Akureyrar heldur fund í Verklýðshúsinu sunnud. 3. sept. kl. 3,30 e.h. FUNDAREFNl: 1. Félagsmái. . 2. Heimsástandið. Félagar, sem eru í bænum, eru hvattir til að sækja fundinn. S T J ó R N I N. Hraðferðir — — Steindórs e í Frá Akureyri: p u F r á Akranesi: Alla sunnudaga Alla sunnudaga Alla mánudaga Alla mánudaga Alla fimtudaga Alla miðvikudaga Alla laugardaga Alla föstudaga Alll hraðferðir um Akranes. Sjóleiðina annast m.s. Fagranes. Afgreiðsla á AkureyrC Bifreiðastöð Oddeyrar. STEINDÓR. unum í verð« — því ekki hefði þurft annað en að auglýsa þærll! Minnir þetta nokkuð á hið fræga »úrræði< Erlings i rafveitu- málinu, þegar hann ráðlagði að »síma bara< eftir peningum til rafveitubyggingarinnar 11! og hefði liklega hvorutveggja orðið að svipuðu gagni. En fyrst Erlingur er að væla þetta, er skorað á hann að tilfæra hvað »Verkam.« hefir ofsagt, um þetta mál, i garð innflutnings- nefndar og rikisstjórnar. Geri hann það ekki, skoðast það sem sönnun þess að »tudda- skaparins« sé annarstaðar að leita, en hjá »Verkam.« eða »Steingrimi fjárhagsnefndarmanni«. Styrjaldaræði Hitlers... (Framh. af 1. síðu). hungurskömtun nazistayfirvald- anna. Hitler hefir útnefnt Göring sem eftirmann sinn og Rudolf Hess eftirmann hans, ef eitthvað skyldi koma fyrir þá Hitler og Göring! Nýfastu fregnir. í nótt voru öll ljós slökt í Lon- don og hverskonar varúðarráðstaf- anir aðrar gerðar. Um 400 þús. börn voru flutt frá London í gær og í dag er brottflutningunum haldið áfram- Þýskir flugmenn hafa gert loft- árrásir á margar óvíggirtar borgir í Póllandi enda þó nazistastjórnin væri búin að tilkynna að loftárás- ir yrðu aðeins gerðar á víggirtar borgir. Þýsku árásarflugvélamar voru víða hraktar til baka. Það hefir vakið mikla athygli að margar þýsku sprengikúlurnar hafa ekki sprungið. í Danzig segjast Pólverjar hafa hrakið nazistana til baka þrívegis. Ennfremur hefir pólski herinn hrundið árásum nazistahersins sem gerði innrás frá Austur- Prússlandi og Slovakíu. Margar þýskar flugvélar hafa verið skotn- ar niður, m. a. 7 í Cracow og 4 í Gdynia. Forseti Póllands og Rydz-Smigly herforingi hafa haldið útvarps- ræður og kvatt þjóðina til að veita innrásarliðinu öflugt við- nám. Roosevelt ávarpar Bandaríkja- þjóðina á morgun. Fregn frá Stokkhólmi hermir að almenn- ingsálitið í Bandaríkjunum sé óð- um að breytast á þá leið að hlut- leysislögunum verði breytt og Bretum og Frökkum hjálpað um matvæli, lán og hergögn, en jafn- framt sé sterk alda í þá átt að Bandaríkin sendi aldrei framar herlið á blóðvellina í Evrópu. í nýlendum Bretlands og sambands- löndum fer fram margskonar stríðsundirbúningur- Ástralía og Nýja Sjáland hafa lýst yfir hern- aðarástandi. í írska fríríkinu hefir varalið verið kvatt til vopna. Senatið í Burma hefir lýst yfir stuðningi við Breta. Rauði herinn mátti ekki . . . . (Framh. af 1. síðu). enska stjórnin að setja Póllandi skilyrðin um það hvernig sú að- stoð yrði veitt, og það væri aug- ljóst að England gæti ekki varið landamæri Póllands nema með hjálp Rauða hersins. Þessu svar- aði Chamberlain engu. Hann, full- trúi enska íhaldsins og auðvalds- ins, vissi eins og pólska herfor- ingja- og aðalsmannastjórnin að það var alltof hættulegt fyrir yf- irstéttir þessara landa að leyfa kúguðu pólsku bændunum og verkamönnunum að hafa náin kynni og samstarf við Rauða her- inn. Það gat haft hættulegar af- leiðingar. Heldur vildu þessar í- haldsstjórnir völd fasistanna. RABARBARI kostar aðeins 30 811. h|á «F6ni Gnðmann biglfirðingar samein- aðir................... (Framh. af 1. sfðu). þessu óskiljanlega framferði, krefst fundurinn að ríkisstjórnin taki málið til meðferðar á ný og veiti leyfi til þess að endurbyggja „Rauðku“ með 5000 mála afköst- um á sólarhring og leggja að öðru leyti engan stein í götu málsins. Ennfremur skorar fundurinn á stjórn Útvegsbanka íslands h. f. að standa við áður gefin loforð um ábyrgð á erlenda láninu til endurbyggingar „Rauðku“. „Almennur borgarafundur, hald- inn á Siglufirði 27. ágúst 1939, skorar á Þormóð Eyjólfsson að leggja niður umboð sitt í bæjar- stjórn Siglufjarðar. Lítur fundur- inn svo á, að hann sé algerlega búinn að fyrirgera rétti sínum sem bæjarfulltrúi með framkomu sinni í „Rauðku“-málinu og ýms- um fleiri velferðarmálum Siglu- fjarðar. Fundurinn skorar enn- fremur á bæjarstjórn Siglufjarðar að samþykkja samskonar áskor- un'*. 26 humarinn eigi almennilega skel. Að vísu er eg rétttrúaður Júði, en takmörk eru þó fyrir öllu“. Að því er snerti leikhús og opinberar skemtanir, þá voru tekin humartök á þessum málum. Rétt- trúaðir Júðar máttu alls ekki, samkvæmt réttu lagi, sækja leikhús og hringleiki, en engu að síð- ur fóru þeir þangað. Appollos og eg urðum engar undantekningar. Við skemtum okkur prýðilega. Við horfðum á marga gleðileiki Menanders, sem nú eru týndir. Þeir voru taldir hálfúreltir, en vel var þó hægt að skemta sér, þegar bestu leikarar, sem uppi hafa verið, léku hlutverkin, á fremsta leiksviði veraldar. Minna var gaman að sorgleikj- um gullaldarskáldanna. í þeim var heilmikið af söng, feikna aríur og þvílíkt, svo að það urðu eins- konar óperur. En eg hefi aldrei söngelskur verið. Sorgleikirnir áttu erfitt með að keppa við hina léttúðarfullu látbrigðaleiki með skrautlegum út- búnaði. Þar gafst á að líta brennandi hallir, grimmar orustur og fíla, sem dönsuðu á streng. Margir kusu helst að sjá ósiðsamlega skrípaleiki. Eftir leikhústíma — en þá var altaf leikið um hábjartan dag í glaða sólskini — borðuðum við, þegar svo bar undir, góðan miðdag á skrautleg- ustu veitingahúsum heimsborgarinnar. Egyptskir töframenn, negraheljarmenni, magadansmeyjar og allskonar fjölleikafólk skemti gestunum. Og ástin — fyrsta ást mín! Eg gæti auðveldlega skrifað heila minningabók um glaðvær stúdentsár í Alexandríu. En — þessi litla bók á að segja frá persónulegum kynnum við Jeaús, sem aldrei 27 hepnaðist að koma til Alexandríu — svo að eg verð að fara fljótt yfir. Eg var fimm eða sex ár í borginni. Við pabbi skrifuðumst stöðugt á, svo að eg fylgdist vel með því sem heima gerðist hjá fjölskyldu minni og öðrum. Pabbi sagði með að rómverski landshöfð- inginn, sem gerði Jósep frænda að æðstapresti — og við höfðum því samúð með — hefði látið af embætti. Eftirmaður hans væri einhver Pontius, með eftirnafninu Pílatus. Enginn kannaðist við þessa mannspersónu. (Efraím hélt þó að Pontíar- nir væru af eldgamalli og tiginni höfðingjaætt, sem væri nú bláfátæk. Ef hinn nýi landshöfðingi væri þeirrar ættar, mátti búast við ránum og féfletting- um í stórum stíl. Ef til vill var hann nýr á nál- inni, en ekki var það betra. 1 öðru bréfi — hinu síðasta sem eg fékk fra honum í Alexandríu — skrifaði faðir minn, sem var þó alls ekki gamall orðinn, að heilsan væri farin að bila og kraftarnir að fjara út. Þegar eg las bréfið, grét eg ákaft, og strax var ákveðið að eg færi heim. Síðast í bréfinu skrifaði faðir minn: „Hér í Galí- leu starfar enn einu sinni nýr „barabba“. Hver heldur þú að það sé? Enginn annar en Jesús, sonur Jóseps múrara. Þú manst víst eftir honum. Hann er elsti bróðir Símonar vinar þíns“. („Barabba“, sem þýðir „sonur föðursins“, var auknefni, sem við rétttrúaðir Júðar gáfum hinum fölsku Messiasarpostulum, sem nefndust „guðs

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.