Verkamaðurinn - 13.01.1940, Síða 3
VERKAMAÐURINN
3
Bernhard Shaw
segir álil silf á Fiimlandsixiáluiiuiii.
VERKAMAÐURINN
Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritnefnd: Steingr. Aðalsteinsson,
Jákob Árnason
Ábyrgðarm.: Steingr. Aðalsteinsson.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Áskriftargjald kr. 6.00 árgangur-
inn. I lausasölu 15 aura eintakið.
'Afgreiðsla í Verklýðshúsinu. Sími 293.
Prentverk Odds Björnssonar.
Er kaupgjaldsmálum
verkalýðsius
betur komið í höndnm
broddanefndarinnar
heldur en hjá fijálsum
samtökum verklýös-
stéttarinnar sjáltrar?
„Verklýðs“-málgagnið „Alþýðu-
maðurinn“ leggur sig mjög fram
s.l. þriðjudag til að gylla fyrir
verkafólki ráðstafanir löggjafar-
valdsins í kaupgjaldsmálunum.
Telur blaðið að með þeim sé
miklu betur séð fyrir hagsmunum
verkafólksins heldur en verklýðs-
samtökin sjálf mundu hafa getað,
ef kaupgjaldið hefði verið gefið
frjálst!!! kauphækkun verði „í
samræmi við vaxandi dýrtíð“!l!
— og það, sem er best af öllu, að
„verklýðsfélögin losni við alt
stapp út af þessum málum“!!!
Fyrir alt þetta beri mikið að
þakka Alþýðuflokksmönnunum á
Alþingi, sem lagt hafi sig í mikl-
ar raunir til að létta áhyggjum af
verklýðssamtökunum og koma
málum þeirra í þetta dásamlega
horf!
„Samræmið“ milli kauphækkun-
ar og dýrtíðar er nú reyndar ekki
meira en svo — þegar hann gáir
betur að — að kaupið hækkar um
aðeins nokkurn hluta af dýrtíðar-
aukningunni. „Alþm.“ telur að
hér hafi verið „tryggt að dýrtíðin
verði aldrei á árinu bætt minna
en að þremur fjórðu“ — en
„möguleikar séu á, að kaupupp-
bótin verði nokkuð meiri við hin-
ar síðari hækkanir á árinu“.
ÞETTA ER BLEKKING.
Á öðrum stað hér í blaðinu er
sýnt fram á, að raunverulega er
kaupuppbótin miklu minna en %
dýrtíðaraukningarinnar, vegna
þess, að við útreikninginn er
gengið út frá miklu lægra verð-
lagi löngu liðins tíma.
Sömuleiðis verður kaupuppbót
verkamannsins raunverulega
minni, því meir sem dýrtíðin vex
— þ. e. a. s. hún hrekkur skemur
til að fullnægja þörfum hans.
En þessar blekkingar „Alþýðu-
mannsins“ eru þó hégómi, hjá
hinu, þegar hann, sem málgagn
„verklýðsflokks“ fagnar því, að
verklýðsfélögin séu losuð við að
stappa í hagsmunamálum með-
lima sinna. Fagnar því, að grund-
vellinum sé kippt undan starfsemi
þeirra — þau fjötruð í lagaviðjar
hrörnandi yfirstéttar, og meðlimir
Blaðamaður frá enska sfórblað-
inu Daily Mail hitti nýlega Bern-
ard Sbaw að máli og lagði íyrir
hann nokkrar spurningar:
— Hvernig getið þér varið árás
Sovét-Rússlands á Finnland?
Það er næsta auðvelt, svarar
Shaw. Fávís stjórnarvöld réðu
Finnlandi lokaráð. Finnar hefðu
átt að ganga að tilboðum Rússa.
þeirra látnir eiga afkomu sína
undir náð stéttarandstæðingsins.
Meiri fyrirlitningu á verkalýðn-
um sem stétt — dýpri lítilsvirð-
ingu á þjóðfélagslegu hlutverki
hans — meira vantraust á sam-
takamætti hans er tæplega hægt
að hugsa sér.
En um leið lýsir þetta, betur en
alt annað, hugsunarhætti þeirra
„verklýðsforingja“, sem ætla sam-
tökum verkalýðsins ekkert annað
takmark en að koma sínum eigin
persónum í þá aðstöðu að geta
gert gróðavænlega verslun við
valdhafana — þar sem kliptur og
skorinn skamtur erfiðismannsins
er gjaldeyrir fyrir góða stöðu og
þægilegt líf.
En vonandi hefir íslenski verka-
lýðurinn, alment, það mikinn
skilning á þjóðfélagslegu hlut-
verki sínu, og það mikið traust á
samtakamætti sínum, að hann uni
ekki til lengdar þeirri forsjá, sem
honum er búin í umræddri laga-
setningu — né þeirri forustu sam-
taka sinna, sem vegsamar slíkan
aðbúnað — heldur heimti í eigin
hendur ráðstöfun brýnustu hags-
munamála sinna, og skipi þeim á
þann veg, er sé samboðið þýðing-
armestu stétt þjóðfélagsins
Þeir hefðu átt að vera vitrari
nágrannar. Það er sennilegt að
finnska ríkið hefði ekki vísað
hinum rússnesku tilboðum á bug
ef framkoma þess hefði stjórnast
af finnsknm hagsmunum einum
saman.
Rússar halda að Finnar reikni
með stuðningi Ameriku og Vest-
urveldanna Ekkert stórveldi gæti
unað við landamæri, sem liggja
þannig að frá þeim sé hægt að
•.kjota á borg eins og Leningrad,
og alira sist þegar hlutaðeigandi
stórveldi veit, að þjóðin, sem býi
ninumegin við landamæi in.hvei su
smá, sem bún kann að vera, hlýt-
ur fákænni stjórn, sem knýr hana
tii að þjóna hagsmunum stór-
velda, sem eru þvi fjandsamleg.
— Styður Ameríka Finnland,
spyr blaðamaðurinn.
— Að minsta kosti lita Finnai
svo á, annars betði þessari fá-
mennu þjóð ekki komið til hug-
ar að haga sér eins og hún het-
ur gert í garð margfalt stærri
þjóðar.
Ameríka hefur látið i ljós mik-
inn áhuga fyrir Finnlandsmálun-
um. Öðru máli gengdi um Pól-
tandsmálin. Pólland var ginnt út
i stríðið með ioforðum og samn-
ingum, sem ekki var hægt að
eína. Pannig er þessu ekki farið
tneð Finnland. Málið liggur of-
ur einfaldlega þannig fyrir, að
Rússland hefur áhuga fyrir sínu
öryggi, og það var mjög heimsku-
legt af Finnum að taka ekki til-
boðum Rússa um landskipti.
Stðustu fregnir herma að hin
heimska stjórn Finnlands hati
sagt af sér. Rússar staðhæfa að
engin skynsamleg ástæða geti ver-
ið fyrir því að Finnar vildu ekki
samkomulag önnur en sú, að þeir
hafi leyft Ameríku og Vesturveld-
unum að nota land sitt. Það var
ajörsamlega ómögulegt að Finnar
sjáltir færu að raðast á Rússa.
Af þessu draga Rússar þá álykt-
un, að Finnar hafi neitað að
koma fram sem góðir grannar,
af því að þeir treystu á stuðning
Vesturveldann. Aðstaða Rússlands
er erfið, en það er staðráðið í
að trygöja landamæri sín.
Mjólkurvörur tiækka.
Samkvæmt samþyktum svo-
nefndra þingmanna hækkar mjólk
í Reykjavík í dag. Kostar nú lít-
erinn þar 44 aura í stað 40 áður.
Hér á Akureyri mun almenningur
verða aðnjótandi þessarar bless-
unarráðstöfunar Sig. Ein. Hlíðar
og stallbræðra hans, nú úr helg-
inni.
„Réttur".
Nýtt hefti af „Rétti“ kom út
milli jóla og nýjárs. Er það síðara
hefti árgangsins 1939. Hefst það á
langri og ýtarlegri grein eftir Ein-
ar Olgeirsson er hann nefnir
„Valdakerfið á íslandi 1927—
39“, er sýnt þar fram á hvernig
núverandi ofbeldisstjórnarfar á
íslandi hefir þróast smátt og
smátt undir leiðsögn „Rauðsmýr-
armaddömunnar“. Hefir greinin
verið sérprentuð. Þá er ennfremur
grein um nútímastefnur í uppeld-
ismálum, eftir Gils Guðmundsson,
saga eftir J. B. Hreggviðs og löng
grein eftir Indverjann R. Palme
Dutt: Styrjöldin og sósíalisminn.
67
Þá svaraði Jesús lágum rómi: „Rétt er sem
þú segir“.
Pílatus hélt áfram: „Þú ert sonur iðnaðarmanns
frá Galíleu?“
Jesús kinkaði kolli til samþykkis.
„Hvernig datt þér slík firn í hug?“
En Pílatus fékk ekkert svar. Jesús þagði. Engin
orð toguðust út úr honum.
Pílatus las upp dóminn:
„Þú hefir kallast konungur Gyðinga. Þú hefir
æst til uppreisnar og blóði var út helt. Hegningin
er krossfesting“.
Meðal áheyrenda ríkti kvíðavænleg þögn. Að
vísu bjuggust allir við þessum úrslitum. Við öðru
var ekki að búast. En brátt tók að heyrast hótandi
kurr frá því fólki, sem lengst stóð fjarri. Sumir
þeirra hrópuðu:
„Gef oss Jesús Barrabas lausan! Gef oss Jesús,
son föðursins, lausan!“
Þeir, sem hrópuðu, trúðu því naumast lengur
að Jesús væri Messías. Alt fram til þessa tíma
höfðu eingöngu Svika-Messíasar komið fram.
Fæstir héldu þessvegna að Jesús, „sonur föðurs-
ins“, myndi láta Messíasardrauminn rætast. Engu
að síður túlkaði slíkur maður löngun Gyðinga-
þjóðarinnar, til þess að losna undan oki erlendra
drottna. Messíasarnir gátu því allir sem einn,
vænst samúðar hjá almúganum, ef þeir urðu fyrir
barðinu á Rómverjum. Og mér var svipað innan-
brjósts og öðrum löndum mínum.
68
„Flytjið fangann á brott!“ sagði Pílatus. „Kom-
ið með þann næst»“.
En nú tróð sér fram maður. Hann var hirðmað-
ur Heródesar Antipasar. Antipas var nýkominn til
Jerúsalem. Skyldi hann standa fyrir ýmsum helgi-
siðum, semja við Pílatus, sýna honum auðsveipni
og leita vináttu og náða hjá þessum mektarmanni.
Boðberinn bar fram óskir herra síns, með slepju-
legri mælgi. Antipas vildi gjarnan sjá Jesús og
tala við hann, áður en krossfestingin færi fram.
Og Jesús var í rauninni þegn Antipasar, svo að
Pílatusi fanst bænin alls ekki ósanngjörn.
Jesús var leiddur fram fyrir Heródes, undir
ströngu hermannaeftirliti. Mikill mannfjöldi fylgdi
á eftir til hallar Heródesar mikla, en þar dvaldi
Antipas, þegar hann kom til Jerúsalem. Eg kom í
humátt á eftir.
Ekkert veit eg hvað þeim fór á milli. En stuttu
seinna sá eg skósveina Antipasar ýta Jesús fram á
hallarsvalir, eins og til sýnis. Hann var klæddur
sem kjánakóngur, með ennisdjásn úr þyrnum. Og
hirðmaður sá, er sendur var til Pílatusar, kallaði
glymjandi geldingarröddu:
„Heill þér, sonur Davíðs! Húrra fyrir konungi
Gyðinganna!“
Antipas hafði aldrei mist þá von að verða kon-
ungur Gyðinga og ráða jafnstóru ríki og Heródes
gamli, Jerúsalem og Júdea meðtalin. Hann notaði
meira að segja tækifæri til að níðast á keppinaut
sínum á svona drengilegan hátt, Enda þótt þessi
keppinautur væri úr sögunni, hræddist Antipas