Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.01.1940, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 20.01.1940, Qupperneq 1
VEMR0UR1IUI XXIII. ARG. Laugardaginn 20. janúar 1940. 3. tbl. Hversvegna parf Ól. Thors að stela fé úr rihissiól lil slysavarna sióinnum? Eru sjómennirnir ekki svo mikilsvirði íslensku þjóðfélagi, að þingmenn gætu verið þektir fyrir að ætla fé á fjárlögum, til verndunar lífi þeirra? Byggingavinnan i bænuin. Svo bar við fyrir skömmu síðan, að atvinnumálaráðherra „þjóð- stjórnarinnar“, Ólafur Thors, var sendur í útvarpið til að betla fé frá almenningi, svo hægt væri aö gera út björgunarskútuna „Sæ- björgu, til aðstoðar veiðiflotanum við Faxaflóa, nú á vetrarvertíð- inni. Eins og tíðkast við slík tæki- færi, sló Ólafur sjómönnum mikla „gullhamra11, uns hann lýsti því yfir, að vegna þessara „hraustustu sjómanna heimsins" hefðu hinir eðallyndu ráðherrar „þjóðstjórn- arinnar“ leiðst til að stela úr rik- issjóði 2000 krónum til styrktar því, að EINN björgunarbátur gæti verið með íslenska veiðiflotanum á vetrarvertíðinni. Þetta viðhorf valdhafanna til öryggismála sjómanna á íslenska veiðiflotanum mundu ókunnugir sennilega skilja svo, að ekki ylti á miklu fyrir íslenska þjóðfélagið, Hvort „sjóararnir“ ná landi eða ekki. En ef athugaðar eru tekjur þjóðarinnar af sjávarafurðum, verður nokkuð annað uppi á ten- ingunum. Samkvæmt hagskýrslum voru t. d. fluttar út íslenskar vörur á 10 fyrstu mánuðum s. 1. árs, fyrir 52,6 milj. króna — þar af sjávar- afurðir fyrir 46,8 miljónir, þ. e. um 90% alls útflutningsins. í þeim hlutföllum hafa útflutn- mgsverðmæti sjávarafurðanna yf- irleitt verið hér, undanfarin ár. Er ekki hneyksli, að sú stétt manna, sjómennirnir, sem afla þjóðfélaginu þessara geysiverð- mæta, skuli RAUNVERULEGA vera svo lítilsvirt af valdhöfunum (þrátt fyrir „gullhamrana“ við viss tækifæri, og „krókódílatárin“ við önnur) að ekkert fé skuli ætl- að úr ríkissjóði til björgunarstarfs meðal veiðiflotans? Og er það ekki bara kóróna þessa svívirðingu, þegar ráðherr- arnir fara til og stela úr ríkissjóði 2. þús. krónum, til þessara mála — gegn því, að almenningur leggi ntfalda upphæð á móti? Ber ekki svipað vitni um um- hyggju valdhafanna fyrir lífi sj.ómanna, að eitt af „bjargráðum" i.þj óðst j órnar “-herranna er að taka varðbáta ríkisins frá eftir- lits- og björgunarstarfi — og leigja þá út til veiðiskapar? Sjómennirnir og öll alþýða mega ekki lengur una við slíkar aðgerðir. Það má ekki eiga sér stað, að björgunarstarf með hin- um stóra veiðiflota sé látið tak- markast við þá skildinga, sem al- menningur aurar saman. Það verður að gera kröfu til, að hið opinbera leggi fram nægilegt fé til að halda uppi sómasamlegri Djörgunarstarfsemi með veiði- flotanurfi — og að það fé sé sett á fjárlög, svo ráðherrarnir þurfi ekki að stela úr ríkissjóðnum. Hljómleikar. Síðastliðinn sunnudag héldu þau hljómleika í Nýja-Bíó: ungfrú Sigríður Guðmundsdóttir og hr. Robert Abraham. Söng ungfrúin ýms lög eftir Hándel, Gluck, Mozart, Sehubert, Brahms og Hugo Wolf, og tvö þýzk þjóðlög auk tveggja ís- lenzkra laga („í dag skein sól“ eftir Pál ísólfsson og „Þess bera menn sár“ eftir Árna Thorsteins- son). . Hr. Abraham lék undir af sinm alkunnu snilld, og auk þess lék hann tvö einleikslög: Fantasíu í c-moll eftir Mozart og Sorgar- göngulag eftir Mendelssohn. Man ég ekki til, að ég hafi heyrt honum takast öllu betur, og er þá mikið sagt. Voru bæði þessi fögru og tilkomumiklu tónverk fluti með þeim karlmannlega myndug- leik og næmu tilfinningu, sem jafnan einkennir leik hr. Abra hams. Ungfrú Sigríður hefir áður sungið hér. Hún hefir mjög blæ fagra og þróttmikla sopranrödd, sem hún beitir mjög smekkvis- lega. Söngur hennar er eðlilegux og látlaus, og ber hvergi á þeirri tilgerðu tilfinningasemi, sem mörgum viðvaningum hættir til. Lögin og textana flutti hún af góðum skilningi, Má einkun. nefna: Canzona úr „Brúðkaupi Figaros“ eftir Mozart og Feld- einsamkeit eftir Brahms. Eg hefi verið beðinn . um upp- lýsingar viðvíkjandi byggingar- Starfsemi í Akureyrarkaupstað undanfarin ár, og einkum með til- liti til atvinnu í sambandi við hana. Akureyri hefir stækkað ört síð- astliðinn áratug. Fólki hefir fjölg- að í bænum um 150 manns á árx að meðaltali. íbúðum hefir fjölg- að að meðaltali 7 síðustu árin um 24. Mun húsnæði því írekar hafa þrengst hér þennan tíma, miðað við það að 5 manns séu meðaltal fjölskyldu. Að öðru leyti hefir byggingarstarfsemi í kaupstaðn- um verið tiltölulega mikil. Munar þar mestu hve mikið K. E. A. og S. í. S. hafa byggt. Mörg árin munu þessi félög hafa lagt til 40% af heildarframkvæmdum. Síðast- liðin 2 ár mun hér hafa verið lagt byggingar nálægt 700 þúsund krómxr hvort árið. En að meðal- tali 7 síðustu árin mun það vera nálægt xk miljón kr. á ári. Kostnaður við nýbyggingar mun í stórixm dráttxxm skiftast í þess- um hlutföllum. Fyrir innkeypt efni 40% Fyrir verslun og tolla 20% Ýms vinnulaun 40% Sxðastliðin tvö ár munu því hafa veitt íbúum þessa bæjar um 300 þúsund kr. árstekjur af bygg ingaratvinnu. Vinnulaun þessi skiftast milli faglærðra hand- verksmanna, verkamanna og öku- manna. Eflaust er hluti faglærðu handverksmannanna langstærstur, og það eru þeir sem hafa alla sína atvinnu af þessari starfsemi. Byggingarstarfsemin hefir mynd að svo verulegan þátt í atvinnulífi bæjarins, að það mun láta nærri, að 10% af bæjarbúum hafi lifað af þessari atvinnu. Yfirstandandi erfiðleikar kreppa að á öllum sviðum. Þó mxxn engin ein at- vinnugrein verða jafn hart úti. Nú mun þegar vera bannað að selja byggingarefni til annars en að fullgera þau hús, sem nú eru í smíðum. Framundan er því fyrir- sjáanleg algerð stöðvun. Það er því tímabært að tekið væri til at- hugunar hvað hægt er að gera til úrlausnar þessxxm málxxm. Halldór Halldórsson. Láiið ekki siié ykkur á Þessir hljómleikar voru einhver bezta skemmtun, sem hér hefn lengi verið á boðstólum, enda var þeim mjög vel tekið. Á þriðjudagskvöldið voru hljóm- léikarnir endurteknir og tókust einnig prýðilega. Því miður var aðsókn minni en hefði átt að vera, er svo góð söng- skemmtun var á boðstólum. Akureyri 18. janúar 1940. Á* S> í síðasta blaði var sagt frá því, hvernig löggjafarvaldið hefir skamtað úr hnefa kaupgjald handa verkafólkinu — þannig að bættur verði, með kauphækkxm, viss hluti dýrtíðarinnar, eins og vitrir“ menn úrskurða að hún sé a tilteknum tímxxm. En af því kaup verkafólks er í mörgum liðum — mismunandi fyrir ýmsa vinnu, og eftir því hvenær unnið er — er nauðsyn- legt, að hver og einn sé vel á verði fyrir því, að hann fái í hverju tilfelli þá kauphækkun, sem honum þó ber, samkvæmt lögunxxm. Til þess að gera verkafólki þetta auðveldara-, telur „Verkam.“ rétt að birta yfirlit yfir tímakaup verkafólks, hér á Akureyri, við þá vinnu, sem helst kemur til greina á yfirstandandi kaupgjalds- tímabili — eins og það nú er með þeirri 9% viðbót, sem náðarsam- legast er leyfð. I. KAUP KARLMANNA: 1. Almenn dagvinna kr. 1.64 á klst. 2. Almenn eftirvinna kr. 2.29 á klst. 3. Dagkaup við afgreiðslu skipa kr. 1.80 á klst. 4. Eftirvinna við skip kr. 2.56 á klst. 5. Dagvinna við uppskipun á kol- um, kolun skipa og við cement kr. 1.96 á klst. 6. Eftirvinna við sama kr. 2.73 á klst. 7. Helgidagax inna kr. 3.27 á klst II. KAUP KVENNA: 1. Almenn dagvinna kr. 0.98 á klst. 2. Uppskipun og móttaka á fiski kr. 1.09 á klst. 3. Eftirvinna kr. 1.36 á klst. 4. Helgidagavinna kr. 1.91 á klst. Þetta kaup er skyldugt að greiða fyrir þá vinnu, sem unnin hefir verið síðan um áramót, og unnin verður fram til marsmánaðarloka næstkomandi. Þá kemur nýr úrskurður „kaup- lagsnefndar“ um stig dýrtíðárinn- ár, og þá sennilega nýjar breyt- ingar á kaupgjaldinu.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.