Verkamaðurinn - 20.01.1940, Page 2
2
VERKAMAÐURINN
Aðalf undur
P. V. A., — fyrri hluti,
verður haldinn í Verklýðshúsinu á morgun,
sunnud. 21. jan., og hefst kl. 3.30 e. h.
D a g s k r á:
1. Yfirlit yfir rekstursafkomu félagsins síðastliðið ár.
2. Lagabreytingar.
Skorað á félagsmenn að mæta stundvíslega.
S t j ó r n i n.
VERKAMAÐURINN
Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritnefnd: Steingr. Aðalsteinsson,
Jakob Arnason
Ábyrgðarm.: Steingr. Aðalsteinsson.
Biaðið kemur út hvem laugardag.
Askriftargjaid kr. 6.00 árgangur-
inn. 1 lausasölu 15 aura eintakið.
Afgreiðsla í Verklýðshúsinu. Simi 293.
Prentverk Odds Björnssonar.
Erlendar freiiir.
Karl Gustav Mannerheim barón
er af sænskum ættum. Hann var
einn af nánustu vinum Nikulásar
II Rússakeisara. Álitið var að
Mannerheim hefði verið riddara-
liðsyfirmaður í her keisarans, en
í raun og veru var hann yfirmað-
ur vopnuðu lögreglvmnar. Það er
að vísu rétt að Mannerheim tók
þátt í rússneska-japanska stríðinu
og í heimsstyrjöldinni. En sagan
þegir hóflega um afrek hans í
baráttunni gegn hinum vopnuðu,
erlendu óvinum. Hinsvegar er það
vel kunnugt, að þetta eftirlætis-
goð keisarans, barðist af mestu
grimd gegn hinu óvopnaða fólki á
tímum byltingarinnar í Persíu,
samkvæmt skipun frá hinum ein-
ræðissinnaða yfirmanni sínum.
Frá sér numinn af ánægju yfn
hetjudug þjóns síns gaf Nikulás
II. honum gyltan rýting að laun-
um. Herleiðangurinn gegn upp-
reist Persíu var fyrsta reynslan
um hæfileika Mannerheims til aö
nota hnífinn. Bardagaeðli Mann-
erheims komst fyrst í algleyming
í Finnlandi 1918. Mannerheim
gósseigandi lét slátra 20 þús.
finskum verkamönnum og verka-
konum. Fólkið var skotið, hengt,
höggvið, tætt í agnir með hand-
sprengjum. Hermenn Mannei*
heims stungu augun úr hinum
dæmdu áður en þeir voru teknir
af lífi og skáru eyrun af þeim.
Særðir menn voru látnir ásamt
hinum myrtu í fjöldagrafir. Kon-
unum var nauðgað áður en þær
voru teknar af lífi. í Viborg voru
rússnesk skólabörn, sem voru
„tekin til fanga“, skotin sam-
kvæmt skipun Mannerheims.
Herforinginn, sem aldrei hafði
unnið sér frægð á vígvelli, sýndi
aftur á móti framúrskarandi
dugnað í styrjöldinni gegn konum
og börnum. Þegar borgarastyrj-
öldinni var lokið varpaði Manner-
heim 90.000 verkamönnum og
konum í fangelsi og fangaherbúð-
ir. Flest af þessu fólki lét lífið af
völdum hungurs, kulda og pynd-
inga.
Tanner, utanríkismálaráðherra
finsku Rytistjórnarinnar er einn
af auðugustu mönnum Finnlands.
Meðal annars á hann 30.000 hekt-
ara af landi í héraðinu Nyland,
ennfremur á hann hlutabréf í
mestu gróðafyrirtækjum í Finn-
landi.
Á síðasta ári voru 160 ný met í
íþróttum í Sovétlýðveldunum. M.
a. voru sett 45 met í frjálsum
íþróttum, 33 í sundi, 31 í þyngda-
lyftingu og 17 í hjólreiðum. í
þyngdalyftingu eiga Sovétríkja-
menn ekki færri en 22 heimsmet.
í frjálsum íþróttum skera þeir
einnig sérstaklega fram úr. Nina
Dumbadse setti nýskeð nýtt
heimsmet í kringlukasti kvenna,
kastaði hún 49.54 m. í stangar-
stökki stökk Nikolaj Osölin 4.30
m. hefir hann síðustu 3 árin verib
í röð bestu stangarstökkvara í
Evrópu. Bræðurnir Serafim og
Georgi Snamenski hlupu 10.000
m. á 30 mín. 44,8 sek. og 30 mín.
45,8 sek. og er það glæsilegur
árangur. Hlauparinn Pugalsjefski
hefir tvisvar sinnum hlaupið 2000
m. á 5 mín. 22,4 sek. og 1000 m. á
2 mín. 27,4 sek., er hann með
bestu hlaupurum í heimi á þess-
um vegalengdum. Skíðagöngu-
maðurinn W. Smirnof gekk rúm-
lega 50 km. á 3 klst. 16 mín. og
53 sek. og skíðakonan Bolotowa
gekk 15 km. á 1 klst. 16 mín. og
42 sek. Þetta var me^ bestu
íþróttaafrekunum í Sovétríkjun-
um s.l. ár, en það sem skifti mestu
máli var það að meðalárangurinn
var mun betri en áður. í héraðinu
Kiev fjölgaði íþrótafélögum og
klúbbum úr 510 upp í 633 og
virkum meðlimum úr 11.800 upp
í 17.708 og þannig voru framfar-
irnar yfirleitt annarsstaðar í Sov-
étríkjunum á íþróttasviðinu.
Þér fáið
föt yðar kemisk hreinsuð
og gufupressuð fljótt
og vel hjá
Gufupresson Akureyrar
sími 421.
Sendum gegn póstkröfu.
6ÓÖ il við sjó til leigu
frá 14. maí n. k. Ódýr
R. v. á.
Kvenkápur 03
Karlmanoafrakkar
ávalf fyrirliggjandi
B. LAXDAL.
Ást yfirstéttarinnar
á pöniiuiii.
Ríkið og Kveldúlfsklikan borga
enga uppbót d sddarverðið.
Tii dæmis um þá miklu ást, sem
burgeisarnir þykjast hafa á ísl. sjó-
mannastéttinni, skal nefnt eftirfarandi:
Útflutningsverðmæti sfldarafurðanna
frá s.l. sumri er yfir 20 milj. króna.
— Það er upplýst, á Alþingi, að síld-
arbræðslurnar hafa grætt, ekki minna
en kr. 4.50 á hverju innlögðu síldar-
máli sjómanna og útgerðarmanna —
og ein þeirra, Akranessverksmiðjan,
hefir borgað uppbót á innlagða síld til
hennar, sem þessu nemur — kr. 4.50
á mál.
Á Alþingi slást þingmenn Sósíalista-
flokksins fyrir því, að ríkisverksmiðj-
urnar séu látnar borga fulla uppbót
á það bræðsluverð, sem þær skömt-
uðu í sumar, en til vara, að þær
greiði kr. 1.50 á mál til uppbótar.
En burgeisarnir, sem þykjast elska
sjómennina svo heitt, neituðu að láta
greiða þeim nokkra uppbót á sfldar-
verðið — og sönnuðu þannig enn, að
þeir elska Kveldúlf og Co. meira en
sjómennint,
69
hann ástæðulaust, að því er nú virtist.
En Gyðingar fyrirlitu Antipas heitt og innilega
og slíkt uppátæki virtist ekki falla í góðan jarð-
veg, heldur vakti gremju og reiði. Og þegar Jesús
var leiddur aftur til fangelsisins, hrópaði ótöluleg-
ur fjöldi:
„Gef oss Jesús lausan! Gef oss son föðursins
lausan!“
Fyrirliði hermannanna gaf Pílatusi skýrslu um
atburðinn.
Þessi ósmekklegu og kjánalegu Austurlandalæti
gagnvart dauðadæmdum fanga, féllu Pílatusi
miður í geð.
„Mig langar svei mér að náða Galíleann“, sagði
hann. „Þá gæti eg náð mér niðri á fíflinu honum
Antipas“.
(Mér datt í hug önnur ástæða. Rómverska her-
fylkið í Jerúsalem var ekki ýkja stórt. Á hátíðum,
þegar pílagrímar þyrptust úr öllum áttum, myndi
það reynast hlægilega lítið).
Ópin og óhljóðin urðu fjöllunum hærri. Pílatus
tók sem skjótast ákvörðun. Hann stóð því upp og
gaf merki um að hann vildi segja nokkur orð.
Jafnskjótt hægðu öldur óhljóðanna, fremst í hópn-
um. Og þegar áheyrn fékst hóf Pílatus mál sitt:
„Samankomnu Gyðingar! Vegna hinnar miklu
hátíðar ætla eg í þetta skifti að vægja til og upp-
fylla ósk ykkar. Jesús Barrabas er Iaus!“
Mannfjöldinn laust upp gífurlegu fagnaðarópi.
Jesús var leystur úr böndum og leiddur burt.
Hann hvarf út í iðu fjöldans.
70
11. KAPÍTULI.
Hvert Jesús fór og hvað um hann varð, veit ég
ekki. Eg sá hann aldrei framar.
En þegar ég kom heim til fæðingarborgar minn-
ar, Tíberias, nokkrum árum seinna, varð ég meira
en lítið undrandi þegar ég heyrði, að gamlir á-
hangendur og vinir Jesú, í Galíleu, héldu að hann
hefði verið krossfestur. Þegar ég íhugaði málið
nánar fannst mér mjög eðlilegt að slík trú hefði
komið fram — já, mér fannst það sjálfsagt. Eng-
inn þeirra, sem voru nánustu samstarfsmenn Jesú,
höfðu fylgst með málaferlunum. Þeir kallast nú
lærisveinar spámannsins eða postular. Ekki vissi
neinn á þessum slóðum, um náðun Pílatusar.
Nokkru seinna komst ég að því að Símon fiskari
hafði falið sig, ásamt nokkrum öðrum, eigi fjarri
borginni. í fjarlægð sáu þeir krossa reista a
Hausaskeljastað — rétt fyrir norðan borgina — og
þar höfðu fangar þeir, sem tóku þátt í uppreist-
inni og ránunum, verið krossfestir. Og hvernig
áttu þeir að efast um að Jesús, aðalpaurinn, væri
meðal hinna krossfestu. Þeir sögðu því, í góðri
trú, að Jesús hefði verið krossfestur.
Nokkrir nánustu fylgjendur Jesús héldu fast
saman í einskonar bræðralagi hinna heilögu, sem
þeir nefndu svo. Símon fiskari var aðalmaðurinn
í þeim félagsskap. Mér til mikillar undrunar fyltu
þann hóp nokkrir bræður Jesús, sem trúðu ekki á
bróður sinn áður fyr. Þeir héldu að Jesús hefði
risið upp frá dau,ðum og þar með sannað guðlega