Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.04.1940, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 20.04.1940, Blaðsíða 1
tfERKHIUHÐURI Itn KXIII. ÁRG. Laugardaginn 20. apríl 1940. 16. tbl. Bæjarsljórn vill ekkl einu sinni rannsaka möguleika t'yrir siækkun Laxár- rafstöðvarinnar. Kolasalarnir eiga heldur að fá §lríð$gróðann. „Eitt yfir allau. í stríðsbyrjun, þegar vitað var að dýrtíðin mundi mjðg færast í aukana. og hætta var á að skortur yrði á ýmsum nauðsynjum, gáfu stjórnar- vðidin dt kjörorðið um, að eitt skyldi yfir alla ganga. Póttust þau mundu gera ráðstafanir til þess að svo yrði og þyrfti þá bara þegnskap einstakl- inganna tii þess að alt væri f lagi, Pað mun sönnu næst, að haldist hafi nokkurnveginn f hendur sieifar- lagið á »ráðstöfunumt »þjóðstjórnar- innarc og þegnskapur þeirra einstakl inga, sem peningaráð höfðu til að byrgja sig upp að nauðsynjum — eða leggja í rekstur sem stríðsgróða- von var af — án tillits til afkomu annara. Mætti nefna þess æði mörg dæmi en skal þó ekki út i það farið að þessu sinni. En nú, þegar styrjöldin hefir breiðst út til Norðurlanda og — að minsta kosti í bili — slitið helstu viðskifta- æðar okkar, og þar með enn torveld að afkomuna — er meiri þörf en nokkru sinni áður, að kjörorðið »eitt yfir allat verði meira en meiningar- laust slagorð. Nú verður alþýðan, fyrir alvöru, að taka stjórnendur op inberra mála á orðinu og krefjast þess, að þetta fallega kjörorð komi fram f verkum þeirra — eða láta þá gjalda þess ella i missi mannaforráða. Eítt af þvf, sem almenningur getur síst án verið — næst matarpíringi og nauðsynlegustu fötum — er hitagjafi á heimilin. Á stríðstfmum er hinsveg- ar erlent eldsneyti með allra dýrasta varningi, og oft torfengið. Pað er því ekki hvað síst ástæða tit að beita kjörorðinu »eitt yfir al!a« á þessu sviði. Akureyrarkaupstaður er svo lánsam- ur að hafa lokið byggingu nýrrar raf veitu. Að hinu leytinu tókst svo ólán- lega til, að látið var vatita vélasam- stæðu, sem virkjunin þó að öðru leyti yar bygð fyrir. Vaeri þessari véiasamstæðu nú bætt (Framh. á 2. síðu). Fyrirspurn tll sljórnar Rauða Kross delldarinnar off sljórnar Nonœna félagslns á Akureyri. Hversvegna gengst Rauða Kross- deildin og Norræna félagið ekki fyrirsöfnun til styrktar frændum vorum Norðmönnum? Er það af þvi að þeir séu óskyldari oss en mongólaþjóðin Finnar, eða hafi komið svo illa fram við okkur fslendinga ? Eða er það af því að stjórnir ofannefndra fé laga hafi samúð með nazistunnm? Verkamaður, A fundi bæjarstjórnar s. I. þriðju- dag var loksins tekið fyrir erindi Sósíalistafélags Akureyrar, frá 3. mars s. I., — um að gerðar yrðu ráðstaf anir til að fá viðbótar vélasamstæðu i Laxárrafstöðina, fyrir næsta vetur, og framkvæmd samsvarandi aukning á innanbæjarkerlinu. Ra'veitunefnd hafði fjallað um er- indið — og afgre ddi það til bæjar- stjórnar á þann auðvelda hátt, að staðhæfa að stækkunin kæmi ekki til rnála, vegna þess hve dýr hún yrði. Engin kostnaðaráxtlun fylgdi þess- ari staðhæfingu, og við umræðurnar kom í Ijós, að rafveitunefnd hafði ekki gert sér neina ákveðna hugmynd um það, annarsvegar hverjir mögu- leikar væru fyrir stækkuninni, hins vegar hvers virði hún væri fyrir bæj arfélagið og bæjarbúa, á slíkum tím- um, sem nú eru framundan. Kemur þar glögt fram sama aftur haldssjónarmiðið og ræður gerðum bæjarstjórnarinnar, yfirleitt, þ. e. að víkia undan erfiðleikunum, í þeirri gagnlegu trú, að alt fari einhvernveg inn! Ennfremur sú hagfræði hugleys- ingjans, að neita að kaupa dýran hlut — til þess að verða að kaupa annan miklu dýrari! Steingr. Aðalsteinsson lagði fram eftirfarandi tillögu: »Með tilliti til mikillar eftirspurnar eflir rafmagni til hitunar, og mikillar nauðsynjar bæjarbúa á að fá það samþykk'r bæjarstjórn að fela rafveitu- nefnd og bæjarstjóra að rannsaka ýt- arlega, hverjir möguleikar eru á að fá viðbótar vélasamstæðu í Laxárstöð- ina, fyrir næsta vetur, og efni til samsvarandi aukningar á rafveitukerfi bæjarins. Verði árangur rannsóknarinnar lagð- ur fyrir bæjarstjórn svo fljótt sem kostur er á.« Tillaga þessi var feld með 8 atkv. gegn 2. — Með henni voru Steingr. og Magnús Gíslason. Porst. Porst. greiddi ekki atkvæði en talaði gegn stækkun stöðvarinnar. Eftir að þetta mál hafði verið af greitt, á þann veg, sem að ofan seg ir, flutti Steingr. Aðalsteinsson eftir- farandi tillögu: »Par sem bæjarstjórn hefír ekki séð sér fært að gera neinar ráðstafanir ti að fullnægt verði beiðnum fjölda bæjarbúa um rafmagn til hitnnar — Drátt fyrir geypiverð, og ef til vill a'gera þurð á erlendu eldsneyti — á- kveður hún að boða innan skamms tjl almenns borgarafundar, þar sem almenningi sé gerð nánari grein fyrir tessu máli. Er bæjarstjóra og raf- veitunefnd falið að boða til fundarins og undirbúa hann að hálfu bæjar stjórnar.* Til þess að losna við frekari um ræður um málið, flýtti aftu haldið sér að vísa þessari tillögu til »hitaveitu- nefndar® — og var það samkvæmt uppástungu Erlings Friðjónssonar. Að vísu verður ekki séð, að »hita- veitunefnd« komi neitt við að gera almenningi grein fyrir afstöðu bæjar- stjórnar f rafveitumálinu. En það er eins og bæjarfulltrúum »þjóðstjórnar<-flokkanna tinnist lítil nauðsyn á, að afgreiðsla þeirra á mál- um bæjarstjórnar byggist á almennri skynsemi eða rökum. lí hvcfju byiir »kaup!ags- nelnil« úl Eiliniisa sína nm veiðvísiiöluna? 1 kaupþvingunarlötum »þjóð- 'tjornar«-afturhaldsins er m»‘ll >ívo fyrir, að »kauplagsnefnd« skuli reikna út hækkun fram- taerslukoslnaðar með aðstoð Hag 'tofu íslands Nú helir visitala Haystofu ís- lands tekið þeim breytingum, frá þvi í marsmánuði HI39 og ti1 marsmánaðar s 1, að matvöru vísitalan hefir hækkað úr 193 stigum i 255 stig, eða um 32 7o E dsneytisvisitalan hefii hapkk að Úr 171 stigum i 3l2 stig, eða um 73,5"/o Fatnaðai vísitalan hefir hækkað úi 281 stigi i 340 stig. eða um 2Vlo Meðaltals hækkun, samkvæn.t þessu. er 30,0ð/o — en »kaup- lagsnefnd# telur hækkunina vera aðeins 21°/o. A hveiju byggist sá útreikningur? ædd 27. sept. 1856. - Dáin 16. mars 1940. 16. mars síðastl. barst sú fregn út um landið, að Bríet Bjarnhéðinsdóttir væri dáin. Hún var sú kona, sem átti sterkust ítök í hjörtum allra hugsandi, íslenskra kvenna, við hennar nafn, er bundin öll barátta ísfensku kvenþjðð- arinnar fyrir frelsi og réttindum og við alia hennar sigra. Saga Brfetar er saga brautryðjand- ans og hugsjónakonunnar, sem ekki lét sér nægja að sjá takmarkið f fjarska, heldur barðist af eldmóði fyrir að ná >ví. Með óbilandi kjarki og viljafestu, ásamt skörpum gáfum, tókst henni að vinna bug á aldagömlum venjum og hleypidómum, sem fjötrað höfðu kon- una í hin sterkustu þrældómsbönd og haldið henni lokaðri innan fjögra veggja heimitisins. Án þess að taka tillit til andstöðu kyrstöðumannanna og tómlæti kvennanna byrjaði hún á að tala opinberlega og rita og til þess að ná til sem flestra og skapa sér vopn í baráttunni, stofnaði hún »Kvenna- blaðíð« og »Kvenréttindafélag tslands* og með þessari þróttmiklu og mark- vissu baráttu tókst henni að vekja áhuga kvennanna og safna þeim undir merki kvenfrelsisins, einnig að vinna þessum málum fylgi nokkura frjáls- lyndra borgara og með þeirra aðstoð fengust jafnréttislög kvenna staðfest á þingi þjóðarinnar, einmitt á því þroska- stigi borgarastéttarinnar hér, þegar hún var frjálslynd umbótastétt. — Við kon- ur, sem uppskerum ávöxt alls þessa mikla og fórnfúsa starfs frú Bríetar, tökum það sem sjálfsagðan hlut að hafa jafnan rétt við karlmenn á sem flestum sviðum; jafnan rétt mentunar, starfs, atkvæðis og kjörgengis. Nú þykir ekki lengur neitt hlægilegt eða fjarstætt, þótt konur tali á mannfund- um og séu kosnar í trúnaðarstörf. Alt þetta var óþekt fyrir fáum áratugum. Nú ber okkur skylda til fyrst og fremst að vernda þessi fengnu réttindi, vera á verði gegn öllum árásum á kjör okkar og almenn mannréttindi, og til þess að geta það, þurfum við að nota okkur þessi fengnu réttindi betur en hingað til hefir verið gert. Regar við nú minnumst hinnar horfnu kvenhetju getum við á engan hátt betur Heiðrað minningu hennar og sýnt þrkklæti okkar f verki, en með þvf að ha da hátt þvf merki, sem hún hóf á loft, og láta aldrei falla á það. E. E. f luomódels ýflii q. Flufimódelsýning er nú haldin þessa agana í Samkomuhúsi bæjarins. Sýn- ing þessi var haldin í Reykjavík ný- lega og vakti feikna effirtekt. Rarf ekki að efa að Akureyringum leiki forvitni á að Ifta á sýninguna, sérstaklega yngri kynslóðinni.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.