Verkamaðurinn - 20.04.1940, Page 2
2
VfiRKAMAÐURINN
Aðalfundur
i N autgrlparæktarfélagi Akureyrar
verður haldinn n.k. sunnudag þ. 21. þ.m. kl. 2 síðd. í Skjaldborg.
' D A G S K R A:
1. Jóhann Porkelsson héraðslæknir, erindi.
2. Eyvindur Jónsson ráðunautur, erindi.
3. Venjuleg aðalfundarstört, svo sem reikningar
félagsins. um starfsemina o.fl.
4. Önnur mál er fram kunna að koma.
óskað er að kúaeigendur í bænura og konur þeirra fjölsæki fund-
inn og mæti stundvislega.
STJÓRNIN.
Sösíalistafélag Akureyrar
heldur sumarfagnað
síðasta vetrardag í Verklýðshúsinu. Hefst samkoman
kl 8,30 e. h. — Margt verður til skemmtunar.
Kaffidrykkja,
söngur,
smáleikur o. fl.
Félagar íjölmenniö! Nefndin.
Frá
stórvelda-
styrjöldinni.
Engin stórtfðindi hafa borist síðustu
daga. Utvarpsfregnirnar eru á þann
veg, að erfitt er að vita hvað er satt
og hvað er logið. Bera þær glögt
vitni um menningarástand auðvaldsríkj-
anna.
Bandamenn halda því fram, að þeir
hafi sett lið í land á mörgum stöðum
í Noregi vestanverðum, en ekki er það
viðurkent nema að litlu leyti af Pjóð-
verjum. Bandamenn viðurkenna að
Pjóðverjar sæki fram í Suður-Noregi,
en framsókn þeirra virðist vera hæg
og vörn Norömanna harðvítug.
Bretar telja sig hafa unnið mikinn
sigur á þýska fiotanum í Narvik, en
Pjóðverjar bera á móti þvf. Quisling-
stjórnin er farin frá völdum og hefir
önnur nazistastjórn eða stjórnarnefnd
verið sett á laggirnar í stað hennar.
í Hollandi var í gær lýst yfir hern-
aðarástandi í öllu landinu. f Svíþjóð
er varúðarráðstöfunum haldið áfram.
Fregn hermir að Þjóðverjar hafi beðíð
Rússa um afnot af höfninni í Múr-
mansk og farið fram á að fá að flytja
herlið eftir járnbrautinni frá Leningrad
til Múrmansk, en Rússar hafi neitað
og lýst yfir að þeir vildu vera hlut-
lausir í styrjöldinni.
í Rúmeníu hefir opinberlega verið
mótmælt fregnum um að Rússar hafi
borið fram kröfur á hendur Rúmenfu.
Meifihluti Sjálfstæöis-
flokksins eru nazistar.
I sambandi við skrif »lsl.« í
gær ætti blaðið að rannsaka
hversu margir nazistar eru i
Sjálfstæðisfélögunum t. d. hér á
Akureyri. Deild úr Sjálfstæðis-
flokknum starfar t.d. undir nafn-
inu »Skjaldborg«. Nýlega var
annað nazistafélag stofnað hér i
bænum á vegum Sjalfstæðis-
flokksins þar sem mikill meiri-
hluti stjórnenda er úr nazista-
skólafélagi Brynleifs og Svatars.
1 útvarpsfregnum var þess get-
ið að fylgismenn Quislings væru
aðallega yngri menn úr flokki
norskra ihaldsmanna. Skyldi það
ekki vera svipað með Sjálfstæðis-
flokkinn hérna.
Mjólkin hækkar.
Mjólkin hefir nú verið hækkuð upp
í 36 aura lítrinn, heimflutt í flösk
um eða seld f lokuðum flöskum í
búðum. Mjólk, sem send er kaupend-
um f brúsum, 10 Itr. eða meira og
mjólk, sem seld er kaupendum í lausu
máli í mjólkurbúð Samlagsins, kostar
34 aura Itr. Mjólkin fæst þó ekki
keypt á 34 aura á flöskur. Er það
gert til þess að kaupendur kaupi frek-
ar mjólk á 36 aura. Mjólkin hefir nú
hækkað um 20% frá því f haust, en
kaup verkamanna í dagvinnu um
16%. A'þýðuflokkurinn, Framsókn og
Sjálfstæðisflokkurinn eru allir samsek-
ir. Peir bera ábyrgðina á ástandinu í
landinu. Peir atjórna ðllu niður á við,
Uppbót
á ellilaun og örorku-
bætur.
Bæjarstjórn samþykti, á fundi sínum
s.l. þriðjudag, að greiða uppbót á elli
laun og örorkubætur til fulls samkv.
heimild i nýafgreiddum lögum um
það efni — en það er, að uppbótin
nemi sömu hundraðstölu og hækkun
á framfærslukosnaði, á hverjum tíma,
samkvæmt úrskurði »kauplagsnefndar«.
Hlutaðeigendur eiga því nú að fá
greitt 12% uppbót fyrir fyrstu 3
mánuði þessa árs, en 21% uppbót
yrir mánuðina april, maí og júní.
Eru menn þegar búnir að bíða of
lengi eftir þessari litlu þátttöku, hins
opinbera í dýrtíðarerfiðleikum gamat-
menna og öryrkja.
„Eitt yfir alla“.
(Framh. af 1. síðu).
við, og raftaugakerfi bæjarins aukið
samsvarandi, sköpuðust við það skil-
yrði til að fullnægja, svo viðunandi
væri á stríðstfmum, h taþörf bæjarbúa,
með rafmagni.
Á öðrum stað í blaðinu er sagt frá
andstöðu forráðamanna bæjarins gegn
þessu nauðsynjamáli. Ef til vill gæti
almenningur enn hrundið þeirri and-
stöðu, ef hann gengi fram af einurð
og festu. En takist það ekki, verður
næsta krafan að vera, að við hagnýt-
ingu þeirrar raforku, sem nú er hægt
að framleiða, verði virkilega látið eitt
yfir alla ganga, þannig, að A L L IR
bæjarbúar fái hennar sem jöfnust not
til upphitunar — og þeim fátækustu
þá jafnframt séð fyrir tækjum til
notkunar.
Petta er að vísu aðeins eitt mál af
mörgum, sem varðar mjög afkomu
almennings. En hvernig með það
verður farið, getur verið nokkur mæli-
kvarði á vilja forráðamanna þessa
bæjar tii að láta eitt yfir alla ganga.
Kappskák. í eærkvöldi iór fram
kappskák nulii Skáktélags Akureyrar og
Menntaskólans. Úrslitin urðu þannig að
Skákfélagið hlaut 6 vinninga en Mennta-
skólinn 5.
Tetknlttýnintfar Iónskólans og
Gagnfræðaskólans verða opnar f Iðnskóla-
húsinu kl. 1—7 síðdegis á morgun.
Gíammoiplötiir
fást í
Pöntunarfélaginu.
Ábyrgðarmaður: Steingr. Aðalsteinsson.
Prentverk Odds Björnssonar.
heldur fund, f Verklýðshúsinu,
í kvöld kl. 8,30 e.h.
FUNDAREFNl:
Fyrsti maí.
Áríðandi að félagar mxti.
Molakaffi ókeypis.
Stjórnin.
Lífið herbeigi
111 lelgn R. v. A.
N o'taða r
þvolfapotfur óskasf
R. v. á.
89
ir þar, að Jesús hafi rekið víxlara og seljendur
fórnardýra af musterissvæðinu. Slíkt hefði reynst
óhugsandi, ef Jesús átti engu uppreisnarliði á að
skipa. Annars hefði musterisvörðurinn tekið hann
höndum samstundis. Jafnvel þótt guðspjöllin láti
hetju sína framkvæma alla hluti, eins og gerist i
æfintýrum, ætti þó athugull lesari að íhuga betur.
Loks hefir Lúkas tekið upp úr heimild, sem nú er
týnd, mjög einkennilega Jesúsetningu, er menn
hafa hingað til gefið lítinn gaum: „Sá, sem ekki á
sverð, verður að selja kápu sína og kaupa sverð“.
Næstu setningar eru styttar, afbakaðar og óskilj-
anlegar: „En þeir sögðu: Herra, sjá hér eru tvö
sverð. Hann svaraði: Það er nóg“. Af þessu má þó
skilja, að nokkur hluti áhangenda hans hafi verið
vopnum búinn, en það var alls ekki í andstöðu við
Jesús. — Þurfa fleiri eða greinilegri sannanir um
uppreisnartilraun? Besta sönnun fyrir því, að su
tilraun mishepnaðist, var að Rómverjar réðu yfir
Palestínu í nokkur hundruð ár, frá því Jesús var
handtekinn og dæmdur til dauða. Guðspjalla-
mennirnir, sem rituðu frásögur sínar, áratugum
seinna, eftir margskonar heimildum, töldu þó Jes-
ús son Guðs og samkvæmt því væri óhugsandi að
hann gæti hafa gert neina skyssu. Þeir gerðu alt,
sem hægt var, en heldur ekki meir, til þess að af-
má menjar um Messíasaruppreisnina. Það var þó
ekki hægt að láta hana hverfa, því að einhverja
ástæðu þurfti Pílatus, til þess að dæma Jesús af
lífi. Þar að auki var illvígt hatur komið upp á
milli Gyðinga og frumkristinna manna, á þeim
90
tíma, er guðspjöllin voru rituð. Guðspjallamenn
höfðu því hag af að hylja þá staðreynd, að Pílatus
hefði komið Jesús fyrir kattarnef. Júðum var
kent um — enda þótt þeir, samkvæmt fornn
heimild, sem lenti í gömlum guðspjallahandritum,
hrópuðu hástöfum: „Gef oss Jesús, son föðursins,
lausan!“
Nú hófu þeir Marin og séra Baldersen rökræður
um Barrabasgátuna, en vér sleppum því, til þess
að þreyta ekki lesendur á endurtekningum. Ef til
vill fanst séra Baldersen sumar þessar staðhæf-
ingar ærið nýstárlegar, enda hafði hann frekar
lagt stund á sálusorgarastörf og skákþrautasamn-
ingu, heldur en vísindalega guðfræði. Hinsvegar
kannast lesandinn við kramið. Engu að síður gekk
þó fram af presti, að Jesús Kristur væri sá sami
og „Jesús sonur föðursins“ og að hann hefði aldrei
verið krossfestur, en náðaður og sleppt aftur.
Kristindómurinn var þá reistur á röngum for-
sendum!
„Mér þykja það engin stórtíðindi“, sagði Jósep
Marin. „Öll veraldarsagan er leiksvið misgrip-
anna. Heimspekingurinn Gotanna, öðru nafni
Búddha, var samkvæmt bestu heimildum guðleys-
ingi. Nú á dögum tilbiðja hundruð miljóna hann
sem Guð almáttugan! Eg vil þó ekki taka að mér
að sanna eða afsanna krossfestingu Jesús. Hið
eina, sem vér vitum, er það, að til hafa verið
tvennskonar arfsagnir. Nútímalesanda þykir að
vísu einkennilegt að guðspjallamennirnir, sem
hyltu þá kenninjju að Jesús hefði verið krossfcst-