Verkamaðurinn - 01.05.1940, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN
3
£)
VERKAMAÐURINN
Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritnefnd: Steingr. Aðalsteinsson,
Jakob Árnason.
Abyrgðarm.: Steingr. Aðalsteinsson.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Áskriftargjald kr. 6.00 árgangur-
inn. 1 lausasölu 15 aura eintaldð
Afgreiðsla i Verklýðshúsinu. Simi 293.
Prentverk Odds Björnssonar.
ErilÉar styrjaldar-
ástandsios
Urræði valdhafanna
eru: Að gera ekkert.
Verkalýðurinu verður
ati kreffast vinnu og
brauðs.
Alþýða manna hér á landi hefir
fengið að kenna allverulega á afleið-
ingum styrjaldarinnar, sem geysar um
grannlöndin, og er þó sennilega minst
séð af þeim erfiðleikum enn.
Meðan styrjöldin seig að, og flestar
þjóðir kepptust um að búa sig undir
hana, með því að birgja sig upp að
neytsluvörum og efnivörum til fram-
leiðslu sinnar — lokaði íslenska »þjóð-
stjórnin* augunum fyrir því, sem að
fór, og hafðist ekkert að. Pessvegna
hefir almenningur orðið að kaupa
nauðsynjar sínar uppsprengdu verði,
þegar frá stríðsbyrjun. Og þessvegna
stendur íslenski iðnaðurinn, nú þegar,
frammi fyrir hráefnaskorti, sem dreg-
ur mjög úr framleiðslu hans, og hend-
ir iðnaðarfólkinu, atvinnulausu út á
götuna. Jafnvel sú atvinnugreinin, sem
undanfarin ár hefir »bjargað landinu«
— síldarútvegurinn — er í yfirvof-
andi hxttu um að fá ekki nauðsynjar
sínar, og teppast að meiia eða minna
leyti af þeim sökum.
Ástandið gefur því fult tilefni til,
G. Dimilroff:
Um hvað er barist?
Þessari spurningu velta menn um viða veröld að sjálf-
sögðu fyrir sér. Framtiðin veltur á því að nœgilega margir
komist að réttri niðurstöðu i þvi efni. Dimitroff hetjan frá
Leipzig, svarar spurningunum með fáum orðum á eftirfaraadi
hátt i grein sinni: „Striðið og h'm alþjóðlega verklýðsstétt".
sem ekki getur notast nema við sé
bcett, þykir »ekki borga sig« að gera
það.
Þannig er F R A M T A K íslensku
valdhafanna.
En af AFTURHALDI eiga
jeir nóg, og við það eru öll þeirra
»úrræði< miðuð.
Þessvegna mæta þeir auknu atvinnu-
leysi með því að skera niður verkleg-
ar framkvæmdir. Húsnæðisleysi með
jví að neita um byggingarefni og
og svifta menn lögbundnum styrkjum
til húsabóta í bæ og bygð. Viðleitni
til aukinnar ræktunar með því að
skera niður ræktunar- og nýbýlastyrki
o. s. frv. o. s. frv. — Og til þess
að reyna að komast hjá skipulögðum
andróðri alþýðunnar gegn slíkum að-
gerðum, og baráttu hennar fyrir al-
mennum framförum, er
hún svift almennum mannréttindum,
sem stjórnarskráin ákveður henni, eða
hún hefir áunnið ser með samtökum
sínum. Lífrænan skáldskap er reynt
að kveða niður með sultarsvipunni,
og frjálshuga æska kúguð í skólum
landsins — eða rekin þaðan, ef hún
ekki lætur kúgast.
En það er alþyðunnar að taka i
taumana. — Ef hún er einhuga, þá
er líka valdið hennar. í einhuga sam-
tökum alþýðunnar býr sá kraftur, sem
breytt getur til batnaðar öllu viðhorfi
íslensku þjóðarinnar. Sem sett getur
almennar framfarir og heilbrigt at-
hafnalíf, í stað afturhalds og aðgerða-
ieysis, frelsi og jafnrétti, í stað þving-
unarlaga og forréttinda, skilyrði til
sjálfsbjargar, í stað sultarpírings opin-
berrar framfærslu.
Og það er einmitt í dag — 1. maí
á a'þjóðlegum hátíðis- og baráttudegi
verkalýðsins, sem alþýðan á að reisa
slíkar kröfur — og taka ákvörðun um
að fylgja þeim fram til sigurs.
Þessvegna akureyrsk alþýða:
Úl á göluna í dag — með
kröfur um betra og hell-
brigðara lif.
Aðeins blindir sjá ekki, og ein-
ungis opinberir vindbelgir og
svikarar, geta mótmaelt því, að
núverandi styrjöld milli Englands
og Frakklands öðru megin og
Þýzkalands binu megin, er háð
um nýlendur og hráefnalindir,
um yíirráðin yfir siglingaleiðun-
um, uin undirokun og arðrán er-
lendra þjóða. Eins og kunnugt er,
er England voldugt riki með ný-
lendur sem telja yfir 480 miljónir
ibúa, meðan Frakkland ræður
yfir nýlendum, þar sem 70 milj-
ónir manna búa. Þýskaland, sem
með fyrstu heimsvaldsstyrjöldinni
var rænt öllum nýlendum sínum,
ber nú fram kröfur um skiftingu
nýlenduherfangsins, sem hinir
ensku og trönsku heimsvaldsinn-
ar hafa milli banda. Burgeisa-
stéttir Englands og Frakklands
eru hinsvegar ekki fúsar að láta
af höndum hinar geysimiklu
eignir sínar. Þær vilja aleinar
ráða yfir hinum hundruðum
miljóna nýlenduþrælum, vilja
halda heimsvaldastöðu sinni ó-
haggaðri, vilja tryggja sér mögu-
leika fyrir nýjum landvinningum,
vilja lama keppinauta sína og
gera þá sér háða. í þessu er fólg-
ið eðli núverandi styrjaldar. Hin
hernaðarlega barátta milli styrj-
aldarríkjanna snýst um yfirráðin
í Evrópu, um nýlendueignirnar
f Afriku og öðrutn hlutum heims-
ins, um olíu, kol, járn og gúmf,
en als ekki um verndun »lýð-
ræðis;ns«, »frelsisins«, »þjóðrétt-
arins«, eða um tryggingu fyrir
sjálfstæði smárikjanna og smá-
þjóðanna, eins-og borgarablöðin
og leiðtogar sósialdemokrata, er
svlkja verklýðsstéltina, tilkynna
með óhljóðum sínum.
með suðursól
til leigu. Aðgangur að eldhúsi
getur komið til mála-
K. v. á.
Vinnuskyrtur,
Samfestingar,
Húfur,
Drengjabuxur,
Herratreflar.
93
94
að leitað væri úrræða til hins ýtrasta
— og að hagnýttir væru til fulls all-
ir þeir möguleikar, sem íyrirfinnast í
landinu sjálfu, til framleiðslu almennra
nauðsynja og til atvinnuaukningar
fyrir landslýðinn,
En hvaða ráðstafanir gera valdhafar
rfkis og bæja til þessara hluta?
Að því er séð verður: sáralitlar
eða engar.
Byggingarefni fyrirfinst í landinu,
en það er engin tilraun gerð til að
vinna það. Hitt er látið nægja, að
banna innflutning á erlendu bygging-
arefni — og leiða þar með húsnæð
isvandrxði og húsaleiguokur yfir al-
þýðuna, og atvinnuleysi yfir þann
mikla fjölda manna, sem haft hefir
lífsframfæri af byggingariðnaðinum.
Málmar eru hér í jörðu — senni-
lega meiri en nokkur veit — en vald
hafarnir vilja ekki við þeim líta, né
leyfa að þeir séu unnir.
Island er frægt fyrir jarðhita sinn.
í honum geymast geysileg verðmæti.
En hann er látinn ónotaður að mestu.
íslensku fossarnir búa yfir næstum
óþrjótandi orku, sem hagnýta má á
ýmsan hátt. En það þykir >of dýrt*
að beisla þá.
Jafnvel hér á Akureyri, þar sem
lagt hefir verið f virkjun talsvert fé,
Til allrar hamingju kom Lotta gamla með ljúf-
fengan aukarétt. (Eg hefi gaman að endurlífga
minningar mínar um gómsætar krásir frá stú-
dentsárum í Alexandríu. Veitingahúsið „Gullfas-
ani“ var tilkomumesti matsölustaður borgarinnar.
Það hafði aðsetur í höll Antoníusar og Kleopötru,
en hún var reist á hólma nokkrum við hafnar-
mynnið. Þar að auki kom Blasíus presti til hjálp-
ar með lipurð og nærgætni, en mér þótti afar
vænt um).
„Ó já“, sagði hann. „Nú á dögum heyrast hinar
og þessar kenningar um Jesús. Flestar eru þó
eintómar ágiskanir, gæti eg trúað. Einungis guð-
fræðingum tekst að dæma um þær, en ekki er nú
svo sem bráðnauðsyn að svo langt sé farið. Allir
geta verið sammála um að Jesús hafi verið
fremsta fyrirmynd allra manna. Eg las um daginn
í blaði: Kannske er hann ekki sonur Guðs — sér-
fræðingar verða að útkljá það vandamál — en
hann er, án samanburðar, siðgæðisþroskaðasta
persóna veraldarsögunnar“.
Enginn andmælti Blasíusi. Jósep Marin sat
grafkyr og glápti, hálf utan við sig, út í bláinn.
Eg lypti glasi mínu og bað gestina bragða á Búrg-
undarvíninu. Glösin voru tæmd í hátíðlegri þögn.
Mér datt í hug það atvik, er faðir minn (undir-
ofursti Jágerstam, en ekki Jónas rabbí í Tíberías)
skálaði fyrir Drottni á föstudaginn langa.
Hin hátíðlega þögn var rofin af Jonnu Jensen.
Ungfrúin spurði: „Hvaða matur er þetta? Hann
er ágætur, en úr hverju er hann búinn til?"
Eg skýrði frá því, að Alexandríudvöl mín hefði
komið mér í kynni við hinn ljúffenga rétt. Og
Lottu tókst prýðilega matreiðslan.
„Hvenær varst þú í Alexandríu, Jágersam?“
spurði Kaspar. „Aldrei hefi ég heyrt um það fyr“.
„Jæja“, sagði ég. „Eg hefi nú ferðast mjög um
æfina. Eg vár síðast í Alexandríu árið 1914, rétt
áður en stríðið braust út. Mér fanst borgin mjög
breytt og naumast til batnaðar. Kanopas-gata var
endurskírð og kölluð Rosette-gata — hafið þið
heyrt annað eins. „Gullfasaninn“ var ekki lengur
til. Kleopötruleikhúsinu hafði verið breytt í bíó.
Lík Alexanders mikla, sem áður fyr var til sýnis
í glerkistu, ásamt skírnarvottorði, er sannaði hann
óskilgetinn Seifsson, var horfið á burt. Vitann
fræga var hvergi að sjá“.
Nú var steikin borin fram (elgssteik a la Oscar
II.) og samræðan drukknaði í hávaða. Ekki leið þó
á löngu áður en talið barst að Jesú. í þetta skifti
hóf Kristensen yngri umræður og séra Baldersen,
sem hafði aldrei verið í samkvæmi með þvílíku
áhugaliði á Jesú, undraðist enn á ný og varð á-
hyggjufullur.
„Hvað segið þér, ungi vinur? Ætli siðgæði
kristninnar sé tekið að láni frá seingyðinglegum
guðræknisritum? Hvaðan í ósköpunum fenguð þér
þá vitneskju?“
Kristensen yngri játaði fúslega að Jósep Marin
hefði frætt sig á því, en hann væri líklega ekki sá
fyrsti, sem hefði komist að þeirri niðurstöðu.
„Nei“, sagði Marin. „Mér ber ekki heiðurinn.