Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.11.1940, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 30.11.1940, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Alyktun iun stjórnmálavið- horfið og verkefni Mksins. Samþykt einróma á 2. þingi Sósíalistaflokksins 20. nóvember 1Q40. Annað þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins lítur svo á, að flokkurinn og stjórn hans hafi réttilega aldrei hvikað frá þeirri stefnu, er hann setti sér í upphafi: að sameina alla íslenska sósíalista í einn flokk, að sameina verklýðsfélögin og að sameina alla alþýðu landsins í baráttunni fyrir bættum kjörum, auknum lýðrétt- indum, almennum framförum og sjálfstæði þjóðarinnar. Hefir bar- átta flokksins fyrir sameiningu verkalýðsfélaganna nú borið þýð- ingarmikinn árangur í þeirri skipulagsbreytingu sem forustu- menn Alþýðuflokksins hafa séð sig neydda til að gera á Alþýðu- sambandinu. Þingið telur að tekist hafi giftu- samlega að afstýra þeim tilraun- um, sem gerðar hafa verið innan frá og utan frá til að kljúfa flokk- inn og koma honum á kné, og samþykkir gerðir flokksstjórnar- innar í þeim efnum. En síðan flokkurinn var stofn- aður hafa orðið svo stórstígar breytingar, að algerlega ný við- horf og ný verkefni blasa við hon- um. Starfskráin, sem sett var á stofnþinginu, er því að sjálfsögðu úrelt í ýmsum greinum og hlýtur að endurskoðast rækilega, enda þótt þau umbótamál, sem þar eru talin, hljóti framvegis eins og hingað til að vera í fyrstu röð í dægurbaráttu flokksins. Síðan flokkurinn var stofnaður hafa gerst eftirfarandi atburðir: Ný heimsveldastyrjöld hefir brot- ist út og land vort er hertekið af erlendu setuliði, en öll viðskifti við meginlandið, sem voru um það bil helmingurinn af öllum við- skiftum við önnur lönd — eru nú með öllu úr sögunni. Allir aðrir stjórnmálaflokkar en Sósíalista- flokkurinn hafa sameinast í eina afturhaldsfylkingu, sem hefir unnið markvíst að því að afnema þau réttindi og þær hagsbætur, sem íslensk alþýða hefir aflað sér á undanförnum áratugum, nema úr gildi lýðréttindi landsmanna og ofsækja verkalýðshreyfinguna, jafnframt því, sem þessir valdhaf- ar hafa haft nána samvinnu við hervald það, sem svift hefir ís- land sjálfstæði sínu, og aðstoðað það til að ná takmarki sínu og ætla sér auðsjáanlega að taka áfram þátt í því að versla með landið, þegar stórveldin nota það sem skiftimynt sín á milli, eins og England virðist nú gera með ísland gagnvart Bandaríkjunum. Verkalýðsfélögin hafa verið svift samningsfrelsi sínu, hugsanafrels- ið í landinu takmarkað á alla lund og það sem eftir er af rit- frelsinu og málfrelsinu í yfirvof- andi hættu. Gífurlegur stríðsgróði fárra manna verður þess valdandi, að atvinnutækin safnast á færri og færri hendur, stórútgerðin verður óháðari bönkunum og rík- inu en áður, sem aftur hefir í för með sér aukinn stéttamismun og skarpari stéttamótsetningar, jafn- fram því sem vald einkaauðvalds- ins yfir bönkunum og ríkinu verður fastara og öruggara og þetri ráð á því a8 auka hi8 opin-. bera mútukerfi. Samtímis versnar hlutur almennings, dýrtíðin vex ákaft og hið raunverulega kaup lækkar vegna kaupþvingunarlag- anna. Sósíalistaflokkurinn er nú eini flokkurinn í landinu, sem berst fyrir hagsmunum almennings, al- mennum framförum og sjálfstæði þjóðarinnar, jafnframt því, sem hann er flokkur hinnar sósíalis- tisku byltingar. í tveggja ára bar- áttu við skefjalaust afturhald hef- ir hann fengið eldskírn sína, sem heilsteyptur sameiningarflokkur íslenskra sósíalista. í stjórnmála- baráttunni standa þannig tvær fylkingar hvor andspænis annari, annarsvegar Sósíalistaflokkurinn, sem er fulltrúi fyrir hagsmuni yf- irgnæfandi meirihluta þjóðarinn- ar, og hinsvegar hið sameinaða þjóðstjórnarafturhald, sem er full- trúi fyrir hagsmuni örfárra stór- atvinnurekenda og þjónustumanna þeirra. Erjur þjóðstjórnarflokk- anna til að villa á sér heimildir fyrir kosningar breyta þar engu um. Þegar svo er komið málum, er það augljóst, að samfylking milli Sósíalistaflokksins og forustu- manna þjóðstjórnarflokkanna get- ur ekki komið til greina. Hitt er jafn augljóst, að mikill meirihluti þess fólks, sem fylgir þjóðstjórnar- flokkunum, á að réttu lagi samleið með Sósíalistaflokknum. Það er því verkefni flokksins að finna leiðir til samstarfs við þetta fólk í hinni daglegu hagsmunabaráttu og baráttunni fyrir málstað ís- lendinga. — II. þing Sósíalista- flokksins lýsir því yfir, að flokk- urinn er reiðubúinn til samstarfs við öll þau samtök og alla þá ein- staklinga meðal þjóðarinnar, sem með honum vilja vinna, og í næstu kosningum er hann fús til samvinnu við alla þa, sem án til- lits til mismunandi lífsskoðana vilja leggja hönd á plóginn til að vinma að ósigri þjóðstjórnaraftur- haldsins, til þess að greiða götu frjálsu samstarfi íslenskrar al- þýðu fyrir hagsmunum sínum og frjálsu samstarfi íslensku þjóðar- innar fyrir sjálfstæði sínu og al- mennum framförum. Eins og að undanförnu hlýtur flokkurinn að leggja höfuðáhersl- una á starfið í verkalýðshreyfing- unni, jafnframt því, sem alla möguleika verður að nota til að starfa meðal bænda, smáútvegs- manna og annara millistétta. En flokksmenn verða að gera sér ljóst, að skilyrðið fyrir því, að tak- ast megi að skapa víðtækt og traust bandalag milli verkalýðs- ins, bændanna og annara milli* stétta, er sterk og sameinuð verka- lýðshreyfing og öflugur verka- lýðsflokkur. Heimsvaldastyrjöld sú, sem nú geisar, hlýtur að kveða upp dómsorð fyir auðvaldsskipulaginu og verða upphaf nýs tímabils só- síalistiskra byltinga. Land vort og framtíð þjóðarinnar er nú sam- tvinnuð örlögum hinna stóru auð- velda Evrópu og Ameríku og verkefni þau, sem bíða íslenska verkalýðsins snar þáttur þeirra sögulegu átaka, sem verða mun hlutskifti verkalýðsins í þessum löndum. Flokkur vor þarf því að leggja mikla áherslu á að ala meðlimi sína upp í anda hinnar sósíalistisku alþjóðahyggju og leggja ríka áherslu á hið sósíalis- tíska uppeldi og fræðslu. Öll starfsemi flokksins verður að vera nátengd baráttunni fyrir hin- um sósíalistisku markmiðum, sem ekki eru lengur fyrst og fremst framtíðarmarkmið heldur hin eina úrlausn á vandamálum nú- tímans. Flokkurinn verður að gera íslenskri alþýðu ljóst, að só- síalisminn fellur henni ekki í skaut sem einhver gjöf frá útlönd- um, sigurinn yfir auðvaldinu og framkvæmd sósíalismans getur aðeins orðið verk íslenskrar al- þýðu, enda þótt hún í þessu starfi sínu sé háð þeim skilyrðum, sem fyrir hendi eru í nágrannalöndun- um, og henni geti aðeins orðið sigurs auðið í samstarfi við verka- lýð þessara landa. Og Sósíalista- flokkurinn verður að gera sér ljóst, að framtíð sósíalismans á íslandi er algerlega undir því komin, hversu vel hann reynist forustuhlutverki sínu vaxinn. Höfuðverkefnum flokksins í nánustu framtíð má skifta í þrjú aðalatriði, sem þó eru nátengd hvert öðru og verða ekki aðskilin í starfi flokksins: I. Baráttan fyrir daglegum hags- munum og réttindum alþýðunnar í landinu gegn afturhaldinu, hinni opinberu spillingu og fasistisku þróun. II. Baráttan fyrir sjálfstæði landsins. III. Undirbúningur alþýðunnar undir valdatökuna og framkvæmd sósíalismans. í einstökum atriðum verður flokkurinn að leggja áherslu á eftirfarandi mál: 1. Djarfleg barátta fyrir hags- munum og rétti íslendinga í við- skiftunum við breska setuliðið eða hvert það hervald, sem tökum nær á íslandi. 2. Frelsi og eining verkalýðsam- takanna og afnám ófrelsisákvæða vinnulöggj afarinnar. 3. Hækkuð laun með vaxandi dýrtíð. 4. Barátta gegn atvinnuleysinu, fyrir auknum verklegum fram- kvæmdum, fyrir aukningu fiski- flotans, nýjum verksmiðjum fyrir sjávarútveginn og annari hagnýt- ingu landsgæða. 5. Barátta gegn dýrtíðinni, af- nám innflutningshaftanna. 6. Barátta gegn drottnun Thors- ara- og Landsbankaklíkunnar í fjármála- og atvinnulífi þjóðar- innar. 7. Barátta gegn spillingunni og mútukerfinu í opinberu lífi. 8. Barátta fyrir lýðréttindum fólksins, gegn einræðis- og of- sóknarstefnu þjóðstj órnarliðsins. 9. Barátta fyrir endurbótum á tryggingarlöggjöfinni og fátækra- löggjöfinni, fyrir ráðstöfunum til að tryggja fólki sæmilegt húsnæði og annari félagsmálalöggjöf. 10. Barátta fyrir margháttuðum ráðstöfunum til hagsmuna fyrir fátæka bændur, umbótum á skip- un afurðasölunnar, umbótum á jarðræktarlögunum, gegn niður- skurðinum á framlögum til land- búnaðarins o. s. frv. 11. Barátta fyrir því að efla menningu þjóðarinnar, fyrir því að gera hin þjóðlegu verðmæti að sameign fólksins, fyrir því að opna alþýðunni aðgang að æðri skólum, en afnema takmörkunar- og útilokunarákvæði afturhaldsins á því sviði. 12. Víðtæk sósíalistisk fræðslu- og uppeldisstarfsemi innan flokks- ins. Það er hlutverk flokksins, að sameina alla alþýðu um þessa stefnu, skapa SAMFYLKINGU FÓLKSINS um hagsmuni sína og málstað íslendinga. Ný bók »Máls og Menningar«. „Mál og Menning“ hefir nú gef- ið út fyrra bindið af ritsafni Jó- hanns Sigurjónssonar. Hefir for- maður „Máls og Menningar“ séð um útgáfuna og gerir grein fyrir tilhögun hennar í formálsorðum fyrir þessu fyrra bindi, auk þess ritar Gunnar Benediktsson, skáld, ágæta og ýtarlega grein um Jó- hann og verk hans. í þessu bindi eru þrjú fyrstu leikrit Jóhanns, þau er prentuð voru. Eru það „Bóndinn á Hrauni“, „Fjalla-Eyvindur“ og „Rung læknir", en hið síðast talda hefir ekki áður birst á íslensku, en þýðinguna hefir Magnús Ás- geirsson annast. Jóhann Sigurjónsson er eitt ást- sælasta skáld, er þjóðin hefir eign- ast og vinnur „Mál og Menning" því mikið nytjastarf með því að gefa út ritsafn hans. Eggert Stefánsson, söngvari er fimtugur á morgun, 1. desember. Sextugsafmœli átti s.l. miðviku- dag Friðrik Bjarnason, tónskáld í Hafnarfirði.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.