Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.12.1940, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 28.12.1940, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 VERKAMAÐURINN Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Steingr. Aðalsteinsson, Jakob Árnason. Ábyrgðarm.: Steingr. Aðalsteinsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftargjald kr. 6.00 árgangur- inn. I lausasölu 15 aura eintakið Afgreiðsla í skrifstofu Sósialistafélags- ins, Qránufélagsgötu 23. Frentverk Odds Björnssonar. »Áíið tr 11 í aldanna skaut«. „Gleðilegt nýtt ár ,og þökk fyr- ir það gamla“. Þessi sömu orð hljóma hringinn í kring á jarðarhnettinum um hver áramót. Þetta er fyrsta kveðja dagsins þegar nýtt ár fæðist og tekur völdin. „Eins og hver einn sáir, svo mun hann og uppskera“. Þetta óumbreytilega lögmál lífsins, sem spámennirnir túlkuðu endur fyrir löngu, gildir líka enn þann dag í dag, og sakir þess verður nýja árið, er fæðist, líka að taka við syndum fyrirenn- ara síns. Mannkynið uppsker á hinu komandi ári eins og það sáði til á hinu hverfandi, þetta er hið óumbreytilega réttlæti, er gilt hefir gegnum aldirnar. Morðtóla- konungar og valdsherrar auð- valdsins hafa á hinu hnígandi ári sáð dauða og tortímingu yfir sak- lausa alþýðu, konur og börn, og það efast enginn um, að þeir reyni að halda þeim leik áfram á komandi ári. En hvort uppskeru- tíminn verður ál[rinu, sem nú fer í hönd, það er öllum hulin gáta, en þó er eitt víst og það er, að hann kemur. Þeir, sem nú sá dauða yfir jörðina, munu hljóta tortímingu að launum. Þeir munu verða upprættir eins og illgresið úr akrinum, og rætur þeirra skulu verða brendar upp í eldi réttlæt- isins. Vopnaframleiðendurnir og aðrir sem hafa rakað saman miljónum á eymd og dauða fólksins í stríðs- löndunum, segja nú með blíðu bros á vör: „Gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir það gamla“. Það er brós vitfirringanna, sem ennþá fá að ganga lausir á jörðunni, sem þar birtist. Þeir gleðjast yfir gróðanum, er kostar miljónir mannslífa að skapa. Hér á íslandi hrópa stéttar- frændur þessara manna sömu orðin og að baki þeim liggur sama hugsunin. Það eru menn- irnir, sem rakað hafa hér saman miljónum á styrjöldinni. Menn- irnir, sem aldrei spyrja hvað gróðinn kostar mörg mannslíf og tár ekkna og munaðarleysingja, bara ef þeir geta handsamað hann. Þegar alþýðan um víða veröld segir nú um áramótin: „Gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir það gamla“, þá felst í þeim feg- inleiki yfir, að þetta ár með öll- um sínum hörmungum og erfið- leikum skuli nú liggja að baki, og vonin um að betra ár taki völdin. Það er þessi sama ódauðlega von, sem haldið hefir fólkinu uppi í gegnum allar hörmungar og þrengingar liðinna alda, og það er sú von, sem mun bera það fram til sigurs að lokum. Hér á Akur- eyri hljóma þessi sömu orð, og að baki þeim liggja sömu hugsan- irnar. Meirihluti bæjarstjórnarinnar gleðst nú í hjarta sínu um ára- mótin yfir því að hafa fengið tækifæri og notað það til að lækka hungurstyrkinn til gamal- menna og öryrkja, mitt í vax- andi dýrtíð. Þessir herrar reyna dyggilega að feta í fótsnor stóru bræðranna í auðvaldslöndunum, sem eru að reyna að svelta heilar þjóðir. Það er ekki viljann sem vantar hér, til að gera meira, heldur hitt, að valdssvið þeirra litlu er ekki stærra. Nú segja þessir kumpánar með blíðubros á vör: „Gleðilegt nýtt ár, og þökk fýrir það gamla“. Þeir gleðjast yfir því að ennþá skuli þó vera eftir ár af starfstíma þeirra, svo þeir geti enn einu sinni fengið tækifæri til að þjóna því villi- dýrseðli sínu, að troða á þeim, er minsta vörn geta veitt sér. Hvar sem við litumst um í auðvaldsheiminum, nú um þessi áramót, þá birtast okkur alstaðar þessar sömu andstæður, bara í mismunandi skörpum myndum. Annarsvegar alþýðan, og hins- vegar arðræningjarnir. Sumstaðar láta þessar ófreskjur sér nægja að lifa á svitadropum, blönduðum tárum. En annarsstaðar heimta þær blóð, meira og meira. Hver sá maður og hver sú kona, sem vill starfa í þjónustu lífsins í framtíðinni, bera nú fram þá ósk um þessi áramót, að tímabili auð- valds, arðráns og hverskonar hörmunga verði lokið á næsta og næstu árum, en að við taki sigur- ganga sósíalismans, ríki bræðra- lágsins. Með þessa ósk í huga skulum við bjóða hvert öðru gleðilegt nýtt ár. Verum samtaka om kaup- kröíurnar. Svo sem kunnugt er falla úr gildi, nú um áramótin, kaup- þvingunarlögin, sem undanfarið hafa hindrað verklýðssamtökin í að ákveða kaupgjald verkafólks, og valdið hafa því, að vinnulaun hafa L Æ K K A Ð, hlutfallslega, með vaxandi dýrtíð. Flest, ef ekki öll, verklýðsfélög á landinu hafa notað þetta tæki- færi til að segja upp kauptöxtum og vinnulaunasamningum, og er það, sennilega, í fyrsta sinn í sögu íslensku verklýðssamtak- anna, að lausn kaupgjaldsmála hafi legið fyrir samtímis um land alt. Þetta gefur meiri möguleika, en ella, til að samstilla krafta verk- lýðssamtakanna víða um land, í þeim átökum, sem verða kunna um kaupkröfurnar. Og væri Al- þýðusambandið orðið sá samnefn- ari íslensku verklýðssamtakanna, sem það á vera — OG VERÐUR Leikliúsið. (Framh. af 2. síðu). ráðskonu, hinnar sí-árvökru og umhyggjusömu húsmóður. Frúin er góðkunn hér á leiksviði og er talið, að þeim hlutverkum, er henni hafa verið fengin í hendur, hafi verið vel borgið og svo er einnig nú. Smá hlutverk, svo sem Kolmondin skrifari (Jóhann Kristjánsson), spaugileg „typa“. Karl ökumaður (Júl. Oddsson), Elísabet, ung stúlka (Kristín Jens- dóttir) og vinnupilturinn (Sig. Guðlaugsson), eru öll leikin með samræmi og alúð. Er ánægjulegt til þess að vita hve miklum árangri er hægt að ná, þar sem um marga viðvaninga er að ræða meðal leikendanna. Leiktjöld eru máluð af Vigfúsi Þ. Jónssyni, málarameistara, hefir hónum vel tekist að vanda. Blómaangan og laufilmur berst að vitum manns, svo vorlegir eru lit- ir og línur. Það, sem eg get varla látið fara fram hjá mér, án þess að finna að, er dansinn. Nú á þessari miklu dansöld verður maður að gjöra þær kröfur, ef verið er að troða með dans upp á leiksvið, að hann sé lýta-lítill. Dansinn er svo merkileg íþrótt, en því aðeins er hann falleg íþrótt, já, meira að segja yndislega falleg, að honum sé sýndur sómi og ekki komið með hann á leiksvið nerrta að alúð hafi verið lögð við æfingar, en það virðist hafa mistekist í þetta skifti. Meðal annars er nauðsyn- legt, þegar dansa á hópdans að mætast með allar hendur í einum miðdepli, að þeir sem darísa séu á líkri hæð, t. d. stúlkur allar jafn háar, piltar allir jafnháir, en nokkru hærri, en stúlkurnar, þá er hægt að mynda hinar fögru línur, sem þessi íþrótt krefst. Þetta tek- ur leikfélagið vonandi til athug- unar. Svo kæra þökk fyrir ánægjulegt kvöld og gleðilegt nýtt ár. S. Þ. AÐ VERA — mundi það leysa hér af hendi þýðingarmikið hlut- verk fyrir launþegana ,um land alt. En jafnvel þó enn sé ábótavant í því efni, horfir þó miklu betur en áður — eftir umskipulagningu Alþýðusambandsins. Og ef verk- lýðsfélögin, hvert um sig, hafa skilning á nauðsyn einingar og samstarfs á stéttarlegum grund- velli — og einstaklingarnir-skilja nauðsyn þess, að fylkja sér um félögin — þarf ekki að efast um, að sæmilegum kaupkröfum verð- ur fram komið. Stærsta verklýðsfélag landsins — verkamannafélagið „Dagsbrún“ í Reykjavík — hefir stilt kröfunni um kauphækkun í fullu samræmi við dýrtíðina, og stytting vinnu- dagsins í 8 kl.st, án skerðingar á dagkaupi. Við allsherjaratkvæða- greiðslu hafa 1100 félagsmenn samþykt að grípa skuli til vinnu- stöðvunar, nú um áramótin, ef atvinnurekendur ekki hafi þá gengið að þessum kröfum. Það virðist því mega reikna með, að þessum kröfum verði fram komið í Reykjavík — og þær kröfur eiga verklýðsfélögin út um land að gera að sínum kröfum, og knýja þær fram. Verkamenn og konur! Sameinist því öll um kröfurnar: KAUPHÆKKUN í FULLU SAM- RÆMI VIÐ DÝRTÍÐINA. STYTTING VINNUDAGSINS 1 8 KL.ST. ÁN SKERÐINGAR Á DAGKAUPI. »Allir eittv-klúbburinn heldur dans- leik í Skjaldborg í kvöld. Verkakveonafél. »Eining« heldur fund fimtudaginn 2. jan- úar 1941 í Verslunarmannahús- inu kl. 3.30 e. h. F u n d a r e f n i: 1. Kaupgjaldsmál. 2. Ýms félagsmál. 3. Skemtiatriði. Áríðandi að allar félagskonur mæti! Stjórnln. Fregnmiði .,Verkam/‘. (Framh. af 1. síðu). Foreldrar á Akureyri! Sýnið að þið meiið islendingseðlið meira en skripaleiki erlends innrásarhers. Látið ekkert barna ykkar sækja samkomuna.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.