Verkamaðurinn - 25.04.1942, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN
66 listamenn kæra
fyrir Alpingi.
Grunsamleg meðferð á Menningar-
sjóði undir forustu Hriflu-Jónasar.
Hér íara á eftir kaflar úr rökstuddu ákæruskjali, sem
Bandalag íslenzkra listamanna hefir sent Alþingi
vegna framkomu og starfshátta Menntamálaráös.
Til alþingis.
Frá því Menntamálaréð var
sett á laggirnar hafa ytri kjör ís-
lenskra lista verið allmikið komin
undir ráðsmensku þess, og þó
einkum hin síðustu ár, er alþingi
hefir falið því nær öll afskifti rík-
isvalds af listastarfsemi í landinu
og stuðningi við hana. Það er því
engin furða, þótt Bandalag ís-
lenskra listamanna telji sig starfs-
háttu Menntamálaráðs nokkru
skifta og hafi reynt að fylgjast
með þeim eftir föngum, en sam-
vinna við ráðið um þetta hefir
reynst heldur erfið. Vér undirrit-
aðir félagar í Bandalaginu viljum
nú nefna fáein atriði í þessum
starfsháttum, sem vér teljum þess
verð, að hið háa alþingi gefi þeim
gaum.
Á síðastliðnu ári skoruðu ís-
lenskir myndlistamenn á alþingi,
í samræmi við fyrri tilmæli í
svipaða átt, að hlutast til um, að
Menntamálaráð tæki sér ráðu-
naut, sem sérstakt skynbragð
bæri á myndlist. Þessu var vel
tekið og slíkri áskorun frá
menntamálanefnd n. d. beint til
ráðsins. Þá áskorun hefir ráðið virt
alveg að vettugi. Einu áhrif henn-
ar urðu þau, að árið 1941 var eng-
in mynd keypt af neinum mynd-
listamanni. Það er samt bersýni-
legt hversu brýn þörf ráðinu er á
leiðbeiningu einhvers smekkvíss
manns í þessu efni, og hefir for-
maður ráðsins lýst því átakanlega
í nýútkominni blaðagrein. Hann
játar þar, að ráðið hafi glæpst á
að kaupa myndir eftir þrjá nafn-
greinda málara, en verk „þessara
náunga“ séu „flest .... geymd í
dimmum kjallara, þar sem þau
angri ekki fegurðartilfinningu
sæmilega mentaðra manna“ (Tím-
inn, 26. mars, 1942). Hreinskiln-
islegar er ekki hægt að játa van-
mátt ráðsins, ekki síst, þegar þess
er gætt að fyrir einum hálfum
mánuði hafði Menntamálaráð enn
ratað í þá ógæfu að falast eftir
myndum til kaups af öllum þess-
um þremur náungum. Vér von-
um að hið háa alþingi gangi nú
fastar eftir því, að ráðinu verði
fenginn öruggur leiðbeinandi,
sem afstýrt gæti slíkum slysum
framvegis.
Þá vill Bandalagið vekja at-
hygli hins háa alþingis á því, að
sjálfur formaður ráðsins, sem ætla
má að megi sín þar ekki minna, en
samstarfsmenn hans, hefir á síð-
ustu árum skrifað ýmsar greinar
um íslenska list og listamenn, sem
vér teljum alveg óviðurkvæmileg-
ar af manni í slíkri stöðu. Þar er
meðal annars veitst mjög freklega
að ýmsum listastefnum og ein-
stökum listamönnum, því er ann-
að veifið haldið fram, að engu
máli skifti, hvort listamenn reyni
að afla sér mentunar í grein sinni
eða ekki, og stundum hefir for-
maðurinn ráðist með hatrömum
brigslyrðum á listamenn rétt áður
en þeir komu til umræðu við út-
hlutun listamannalauna af ráði
því, er hann veitir forstöðu. Ef
þessar greinar væru ekki eftir
mann, sem gegnt hefir hárri virð-
ingarstöðu og hlotið að leggja sig
eftir mannasiðum, heldur óvalinn
blaðamann, mundi margt í þessum
árásum vera talið strákslegt. Sá
beigur virðist hafa sótt meir og
meir að formanninum, að menn
geti ekki verið honum ósammála
um neitt né gert neitt, sem honum
er ekki að skapi, nema þeir séu
kommúnistar eða verkfæri í hönd-
um kommúnista. Kveður svo
ramt að þessu, að þegar einn
skrifstofustjóri í stjórnarráðinu
svarar fyrirspurn varðandi em-
bættissvið hans, er kommúnistum
um kent. Vér, sem ritum hér und-
ir, erum af ýmsum ólíkum stjórn-
málaflokkum og teljum þær skoð-
anir alveg óviðkomandi lista-
stefnum, starfsemi Menntamála-
ráðs og öðrum andlegum hlutum.
Slík bardagaaðferð er ekki annað
en margþvælt áróðursbragð, og
yfirleitt hyggjum vér að þessi
bardagahugur formanns Mennta-
málaráðs samrýmist illa stöðu
hans. Hann ætti að vera upp yfir
slíkt framferði hafinn. Hann er nú
dómstjóri í einskonar hæstarétti
í íslenskum listamálum, til dóm-
starfa þykir sérstök þörf á hlut-
lausri athugun og rólegu skap-
lyndi, og vér hyggjum, að dóm-
greind hans á listir sé ekki meiri
en svo, að hann þurfi hennar við
allrar og óskertrar í starfi sínu.
Það væri tvímælalaust ávinningur
fyrir íslenska listastarfsemi og
traust almennings á Menntamála-
ráði, ef hið háa alþingi sæi einhver
ráð til þess, að vitsmunir og still-
ing nefnds formanns yrði fyrir
sem minstum truflunum fram-
vegis.
Uin reikninga Menningarsjóðs,
sem Menntamálaráð ræður yfir
og formaður þess er gjaldkeri fyr-
ir, þótt ráðið sé vitanlega alt
ábyrgt um stjóm hans, skal það
tekið fram, að þessir reikningar
hafa aldrei síðan 1936 verið
sendir til venjulegrar endurskoð-
unar í fjármálaráðuneytinu, ekki
verið birtir svo sem lög sjóðsins
mæla fyrir, og eru ekki enn
komnir í vörslur fjármálaráðu-
neytisins. Hvað þessu ráðlagi
veldur er oss eðlilega að litlu leyti
kunnugt. En áhugaleysi ráðsins að
fá reikningana birta gæti staðið í
sambandi við ráðstafanir, sem al-
menningi þykir ekki koma við.
Svo er fyrir mælt, að af sameigin-
legum sjóði megi taka fé til óhjá-
kvæmilegra útgjalda sbr. athuga-
semdir við fjárlagafrumvarp
1932). Árið 1940 hefir kr. 792.18
verið varið til veisluhalda. Fyrir
óhjákvæmilegum útgjöldum af
slíku tagi þekkjum vér enga heim-
ild í lögum, og með því lága verði,
sem þá var á matvörum og
drykkjarföngum, er það allrífleg
risna handa svo fáum mönnum.
Vér vitum, að bak við oss
stendur ekkert pólitískt vald né
flokkur og vér ætlum oss ekki þá
dul að gefa hinu háa alþingi nein-
ar reglur um ráðstöfun þessara
mála né að gera til þess frekari
kröfur en áður er vikið að. Hitt
vitum vér, að sumt í starfsháttum
Menntamálaráðs, einkum að því
leyti, sem þeir mótast af gerræð-
islegri vanstillingu formanns þess,
finst oss lítt við unandi, teljum
það skaðlegt heilbrigðum þroska
íslenskra lista og ósamboðið vel
háttuðu þjóðfélagi. Það virðist m.
a. öllum fyrir bestu að allir reikn-
ingar Menningarsjóðs, meðal ann-
ars um hina umfangsmiklu bóka-
útgáfu hans og um kaup á lista-
verkum, komi hreinlega fram í
dagsins ljós, svo að engar grun-
semdir né getgátur komist þar að.
Vér treystum hinu háa alþingi að
athuga þessi mál með ró og rétt-
sýni, því að hverjum alþingis-
manni hlýtur að vera það áhuga-
mál, að Menntamálaráðið alt og
hver einstaklingur þess ræki því
samviskusamlegar skyldur sínar
sem alþingi hefir sýnt því meira
traust með síauknu valdi í íslensk-
um menningarmálum.
Reykjavík, 29. mars 1942.
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
Jóhannes úr Kötlum.
Sigurður Helgason.
Halldór Kiljan Laxness.
Sigurður Nordal.
Halldór Stefánsson.
Stefán Jónsson.
Steinn Steinarr.
Ólafur Jóh. Sigurðsson.
Þórbergur Þórðarson.
Tómas Guðmundsson.
Theódór Friðriksson.
Gunnar Benediktsson.
Kristmann Guðmundsson.
Jón Magnússon.
Magnús Ásgeirsson.
Magnús Stefánsson.
Þórunn Maénúsdóttir.
Guðmundur Böðvarsson
(staðfest með símskeyti).
Guðmundur Darúelsson
(staðfest með símskeyti).
Guðmundur Gíslason Hagalín.
með fyrirvara um orðalag og
einstök atriði (staðfest með
símskeyti).
Kristján Guðlaugsson.
Margrét Jónsdóttir.
Gunnar M. Magnúss.
Jakob Thorarensen.
Gurmar Gunnarsson
(staðfest með símskeyti).
Eg mótmæli meðferðinni á
18. gr. fjárlaga og þeirri and-
legu kúgun, sem formaður
menntamálaráðs beitist fyrir.
Helgi Hjörvar.
Jakob Jóh. Smári.
Davíð Stefánsson
með fyrirvara (staðfest með
símskeyti).
Ásgrímur Jónsson.
Kristín Jónsdóttir.
Jóhann Briem.
Jón Engilberts.
Gunnlaugur Óskar Scheving. .
Nína Tryggvadóttir.
Snorri Arinbjarnar.
Þorvaldur Skúlason.
Ásmundur Sveinsson.
Jón Þorleifsson.
Marteinn Guðmundsson.
Árni Kristjánsson..
Björn Ólafsson.
Páll ísólfsson.
Karl O. Runólfsson.
J
Rögnvaldur Sigurjónsson.
Emil Thoroddsen.
Árni Björnsson.
Pétur Á. Jónsson.
Helga Laxness.
Guðm. Matthíasson.
Björgvin Guðmundsson
með fyrirvara (staðfest með
símskeyti).
Þorsteinn Ö. Stephensen.
Lárus Pálsson.
Jón Aðils.
Gestur Pálsson.
Alda Möller.
I. Waage.
Lárus Ingólfsson.
Emilía Borg.
Arndís Björrísdóttir.
Þóra Borg Einarsson.
Anna Guðmundsdóttir.
Brynjólfur Jóhannesson.
V. Gíslason. 1
Regína Þórðardóttir.
Har. Á. Sigurðsson.
CHEVIOT
FÓÐUR
ULLARTEPPI
MILLIFÓÐUR
(hárdúkur)
Pöntunarfélagið.