Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.03.1943, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 30.03.1943, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Uppboðiauglýsing. Opinbert uppboð verður haldið föstudaginn 16. apríl 1943 kl. 2 e. h. við Bílaverkstæðið Hamarinn Mjölnir hér og verður þar seld hæstbjóðanda BIFREIÐIN A 76, eign Jóhannesar Jónssonar, samkv. kröfu h.f. Hamarinn Mjölnir, til lúkningar aðgerðarkostnaði við bifreiðina kr. 3254.88 og upp- boðskostnaði. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 30. marz 1943. SIG. EGGERZ. BASAR heldur VERKAKVENNAFÉLAGIÐ „EINING“ í Verklýðshúsinu sunnudaginn 4. apríl n. k. kl. 2 e. h. Lögtak. Samkvæmt úrskurði, uppkveðnum í lögreglurétti Akureyrar 26. marz 1943, verða ógreidd sóknargjöld, kirkjugarðsgjöld og ut- anþjóðkirkjumannagjöld, sem féllu í gjalddaga árið 1942, tekin lögtaki á kostnað gjaldenda hafi þau eigi verið greidd innan átta daga frá birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 26. marz 1943. BÆJARFÓGETINN. Eioa Deir ekki sðkina, (Framh. af 2. síðu). nazistum þegar það er á allra vit- orði, að vinir nazismans innan Sjálfstæðisfl. sitja í veigamiklnm embættum, má þar nefna banka- stjóra, skólastjóra, skattdómara o. fl. Kann líka að vera, að útlending- ar hafi á sínum tíma veitt því at- hygli, hvernig Morgunblaðið og fleiri blöð Sjálfstæðisfl. skrifuðu um baráttu spanska lýðveldisins gegn fasistunum. Má vera að útlendingar hafi einn- ig gefið því gaum, hversu tamt börnum og unglingum yfirstéttar- innar hér á íslandi var að mála og teikna alstaðar hakakrossinn, heilsa með nazistakveðju og spila og syngja nazistasöngva. Að öllu þessu athuguðu er það áreiðanlega ekki ofmælt hjá „ís- lendingi", þegar hann segir, að það geti vissulega' „reynst örðugt að útrýma því áliti Bandaríkjaþjóðar á íslendingum, sem hér er gert að ' umtalsefni. . . . “ Og það er rétt hjá „ísl.“, að leiðin til þess er ekki kaffi- boðin, eins og greinarhöf. í Lesbók Morgunbl. leggur til. Og það verð- ur enn síður gert með því að blöð þriggja flokka þjóðarinnar flytj i látlaust bergmál frá Berlín gegn Sovétríkjunum, þeim eina aðila, sem berst heilsteyptur gegn naz- ismanum. Það er fyrst og fremst Sjálfstæð- isflokkurinn, sem á sökina á því, að Bandaríkjaþjóðirnar eru þeirrar skoðunar, að íslendingar hafi yfir- leitt samúð með nazismanum. Krókódflatár „ísl.“ megna ekki að kveða niður þá skoðun. Sjálfstæð- isflokkurinn getur ekki bætt fyrir brot sitt í þessu efni, nema með því að sýna í verki, að hann sé heil- steyptur andstæðingur nazismans, en það er hann ekki. Hann er gegn- sýrður af nazisma, og það enn þann dag í dag. Er þar hinn taumlausi fjandskapur gegn söfnuninni handa Rauða Krossi Ráðstjórnarríkjanna nærtækasta sönnunin. En það skal þó tekið fram, að drengilegar undantekningar finn- ast þó hvað það snertir í Sjálfstæð- isfl. — en ritstj. „ísl.“ er ekki að finna í þeim hóp, og má með en- demum heita, þegar hann leyfir sér að gefa í skyn að honum og hans flokki beri að þakka að söfnunin handa Rússum eyði hinni furðulegu kenningu um samúð íslendinga með nazistum, þegar sama blað er rétt áður búið að fara hamförum gegn fjársöfnuninni handa Rauða Krossi Ráðstjórnarríkjanna. Hvað skyldi einmitt styðja betur að hinni furðulegu kenningu“ en einmitt sú staðreynd, að blöð Sjálf- stæðisflokksins, Alþýðufl. og fleiri blöð hafa í þessu máli tekið ófeim- in undir hrópyrði dr. Göbbels í Berlín og snúist heiptarlega gegn því máli er frú Churchill og frú Roosevelt beita sér ötullega fyrir, snúast þar með um leið gegn mál- stað Bandamanna. Er að öllu þessu athuguðu nokk- ur furða, þó |lándaríkjamenn, sem ekki þekkja til skoðana íslenskrar alþýðu, skuli líta svo á að íslending- ar hafi alment samúð með nazist- unum? Atvinna Unglingur eða aldraður maður ósk- ast til að bera út blöð. Upplýsingar hjá ritstj. Fóöurblanda Pöntunarfélagið Bieh og blehbyttDr. tömar PÖNTUNARFÉLAGIÐ. Athuglð! BÚÐ P.V.A f BREKKU- GÖTU 1 (UPPI) HEFIR VERIÐ OPNUÐ AFTUR. Pöntunaríélagið. SAMEININ G ARMÁLIN. (Framhald af 1. síðu). þær, sem nú eru löglegir meðlimir þess, fengju að halda þeim félags- réttindum, ef þær óskuðu, en væri þó skylt að fylgja kauptöxtum og samþyktum „Einingar" um kaup og kjör. Auk þess rynnu að'sjálf- sögðu allar eignir, sjóðir og hús- eign Verkamannafélags Akureyrar til Verkalýðsfélags Akureyrar. Eins ög gefur að skilja eru allar þessar samkomulagshugmyndir því skilorði bundnar, að það verkalýðs- félag eða verkamannafélag, sem grundvallað yrði á fyrnefndum hug- myndum, yrði opið öllum, sem ættu rétt til að vera þar samkvæmt lögum Alþýðusambands íslands. Telurðu ekki sennilegt að full- trúar verkakvennafélagsins „Ein- ing“ hafi svipaða afstöðu til sam- einingar og þið í Verkamannafé- lagi Akureyrar? Jú, eg fæ ekki annað séð, en að þær „Einingar“-konur líti sömu augum á þetta mál og vilji alt til vinna að heilbrigð sameining fáist. í það minsta er mér ekki kunnugt um að þær séu mótfallnar neinni af þessum samkomulagshugmyndum. En hvað þá um Verkalýðsfélag Akureyrar? Um afstöðu þess vil eg ekki fjöl- yrði að þessu sinni, þó eg hinsveg- ar geti fullyrt, að fjoldi meðlima þess og allir bestu menn þess hall- ist að því, að einingin verði grund- völluð á einhverri þeirri samein- ingarhugmynd, sem hér hefir ver- ið drepið á. Um leið og vér kveðjum formann Verkamannafélagsins og þökkum honum fyrir upplýsingarnar, látum við í ljós þá von, að þess verði nú skamt að bíða, að algjör eining komist á í stéttarsamtökum verka- fólks á Akureyri. Hreinlæti er nauðsynlegt við mjólkurframleiðslu 6. Góð loftræsting er nauðsynleg fyrir heilsu kúnna. Gott og hreint loft er lífsnauðsyn fyrir allar lif- andi verur. An loftræstingar safnast raki í veggi, loft og gólf og getur jafnvel valdið veikind- um í kúnum. Ef loftræstingin veldur hægri og jafnari hreyfingu á loftinu um allt fjósið haldast innveggir allir þurrir. 7. Hrein og gerilsneydd áhöld skulu notast við mjaltir og meðferð mjólkurinnar. — Mjólkurfötur, könnur, síur og kælar eiga að skolast úr köldu vatni eftir notk un. Síðan skal þvo þessi áhöld með sápu og heitu vatni, og að síðustu skola þau með heitu \atni og þurrka þau. Ennfremur má skola þessi áhöld upp úr klór- upplausn, þegar búið er að þvo þau með sápu og heitu vatni. — Allar þessar ráðstafanir hjálpa til að gerilsneyða áhöldin. Eftir þessa hreinsun á að geyma þau í hreinni geymslu, þar sem hvorki raki né -ryk kemst að þeim. 8. Hvort heldur sem fjósamaðurinn eða mjaltakonan eru á íslandi eða annars staðar í heiminum, getur hann eða hún átt sinn mikla þátt í því, að framleiða hreina og örugga mjólk, með því að gæta þess, að klæðast hrein- um fötum, þegar mjólkað er. Hendumar skulu vera hreinar og þurrar meðan mjólkað er. Það sama á við um júgrið. Eins og 1 Ápsskemtun Sósíalistafélags Akureyrar verður haldin í Verklýðshúsinu n. k. laug- ardag kl. 8.30 e. h. Aðgöngumiðar seldir í Verklýðs- húsinu föstud. 2. apríl kl. 4—7. frekast er unt mun þetta draga úr þeirri hættu, sem er á því, að ryk falli í mjólkina meðan mjólk- að er. Fyrir hverjar mjaltir skal hirða og bursta kýrnar vel á leggjum, lendum, síðum og júgri. 9. Mjög þýðingarmikið atriði við framleiðslu á öruggri og góðri mjólk er það, að hún sé flutt strax að afloknum mjöltum á hreinan og afvikinn stað og kæld niður í 15 gráður Celsius (60 F.), eða meira, eins fljótt og hægt er. í kældri mjólk dafna gerlar síður en í volgri. Mjólkin helzt lengur sæt. Á hvaða tíma ársins sem er skal ávalt kæla mjólkina og geyma hana kalda, þangað til hennar er neytt. 10. Gæði mjólkurinnar fara eftir bragði, fitumagni, gerlafjölda og hitastigi hennar. Allra þessara atriða getur mjólkurframleiðand- inn gætt. Því mætti ætla, að sá mjólkurframleiðandi, sem gerir allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að framleiða hreina, örugga og kjammikla mjólk, fái meira fyrir sína framleiðslu, en hinn, sem er hirðulaus frá upphafi til enda.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.