Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.06.1943, Síða 2

Verkamaðurinn - 12.06.1943, Síða 2
2 VERKAMAÐURINN Ályktun forsætis framkvæmdanefndar A1 þjóðasambands kommúnista, samþykkt 15. maí 1943 Hér fer á eftir ályktun forsætis framkvæmdanefndar Alþjóðasam- bands kommúnista, er samþykt var 15. maí 1943: „Það var sögulegt hlutverk Al- þjciðasambands kommúnista er skipulagt var 1919 sem afleiðing af pólitísku hruni yfirgnæfandi meiri- hluta gömlu verkalýðsflokkanna frá 1914. að vernda Maxismann fyrir þeim rangfærslum er tækifærissinnuð öfl innan verkalýðshreyfingarinn- ar höfðu í frammi. að hjálpa til að sameina frum- herja verkalýðsins í hinum ýmsu löndum í sanna verkalýðsflokka og hjálpa þeim til að skipuleggja bar- áttu verkalýðsins fyrir efnalegum og pólitískum hagsmunum hans, baráttuna gegn fasisma og -styrjöld þeirri er fasistar voru að undirbúa; að styrkja Sovétríkin sem megin- vörn gegn fasismanum. Alþjóðasamband kommúnista sýndi frá byrjun fram á, að liið sanna eðli „Bandalagsins gegn Al- þjóðasambandi komrnúnista" var styrjaldarundirbúningur af hálfu Hitlerssinna. Löngu fyrir stríð sýndi Alþjcrðasamband kommún- ista fram á moldvörpustarfsemi Hitlerssinna í löndum utan Þýska- lands, er reynt var að fela með áróðri um ímyndaða íhlutun Al- þjóðasambands kommúnista um innanlandsmál þessara ríkja. En löngu fyrir stríð varð það stöðugt Ijósara, að með því að inn- anlandsmál jafnt og alþjóðleg af- staða ýmissa ríkja varð stöðugt flóknari, hlaut hverskonar alþjóð- leg miðstöð að mæta ósigrandi hindrunum í tilraunum að lausn vandamála verkalýðsstéttarinnar í hverju einstöku landi. Djúptækur mismunur í sögulegum þróunar- ferli hinna ýmsu ríkja heimsins, eðlismismunur og jafnvel mótsagn- ir í þjóðskipulögum þeirra, mis- munandi stig og hraði í efnalegri og pólitískri þróun og loks mis- munandi stéttarvitund og skipu- lagning verkalýðs þeirra, sköpuðu ólík úrlausnarefni fyrir verkalýð hinna einstöku landa. Öll atburðarás síðasta aldar- fjórðungs og hin áunna reynsla Al- þjóðasambands kommúnista hefir sýnt að þau skipulagsform fyrir sameiningu verkalýðsins er valin voru af fyrsta þingi Alþjóðasam- bandsins, og sem svöruðu til þarfa upphafstíma endurfæðingar verka- lýðshreyfingarinnar, voru orðin of þröng fyrir þróun hreyfinganna í hinum ýmsu löndum, gerðu vanda- mál þeirra flóknari, og gátu jafn- vel orðið hindrun á frekari eflingu verkalýðsflokka innan hinna ein- stöku landa. Heimsstyrjöldin, er Hitlerssinn- ar hófu, hefir aukið mjög aðstöðu- mismun hinna einstöku landa, og dregið greinilega merkjalínu milli þeirra þjóða er hera uppi Hitlers- kúgunina og hinna frelsisunnandi þjóða, er sameinuðust í voldugt bandalag gegn Hitlerismanum. í löndum fasistabandalagsins er það fyrsta verkefni verkalýðsins og alls heiðarlegs fólks að leggja sinn skerf til ósigurs þess bandalags með því að beita vinnusvikum og skemdar- verkum gegn hernaðarvél fasista innan frá, og hjálpa til að steypa stríðssekum ríkisstjórnum. í lönd- um bandalagsins gegn fasismanum er það hins vegar helg skylda alls fjöldans, og þá fyrst og fremst rót- tækra verkamanna, að styðja á all- an hátt hernaðarráðstafanir ríkis- stjórna þessara landa, er miða að fljótvirkri tortímingu fasistábanda- lagsins og tryggingu vinsamlegrar samvinnu milli þjóða á jafnréttis- grundvelli. Samt má ekki gleyma því, að einnig í þeim löndum, sem mynda bandalagið gegn fasisman- um ,eru einnig fyrir hendi mismun- andi aðstæður. í löndum, sem eru hernumin af Hitlerssinnum og hafa mist sjálfstæði sitt, er það t. d. aðalhlutverk róttækra verkamanna og alls fólksins að efla vopnabar- áttu sem þróist upp í þjóðfrelsis- strfð gegn Hitlers-Þýskalandi. Jafnframt hefir frelsisstríðið gegn Hitlerskúguninni, er vakti til baráttu heilar þjóðir og sameinaði þær í voldugu bandalagi gegn fas- ismanum, án tillits til flokka eða trúarbragða, gert það enn Ijósara, að þjciðarvakning og herkvaðning fjöldans til skjóts sigurs yfir óvin- unum, getur orðið best og árang- ursríkast framkvæmd af forustuliði verklýðshreyfingarinnar í hverju landi, innan ramma hvers ríkis. Sjöunda heimsþing Alþjciðasam- bands kommúnista, er háð var 1935, tók til greina breytingar þær, er orðið höfðu á heimsástandinu og verkalýðshreyfingunni, breyt- ingar ,er kröfðust meiri sveigjan- leika og sjálfstæðis af deildum sam- bandsins við lausn þeirra vanda- mála, er bera að höndpm, og lagði þá þegar áherslu á að framkvæmda- nefnd Alþjóðasambandsins yrði, er hún gerði ályktanir um hin ýmsu viðfangsefni verkalýðshreyfingar- innar, „að ganga út frá raunveru- legum aðstæðum og sérstökum skil- yrðum í hverju landi og yfirleitt forðast beina íhlutun um skipulags- mál kommúnistaflokkanna“. — Framkvæmdanefnd Alþjctðasam- bandsins hafði fyrir augum þess- konar tillit er hún samþykti ákvörðun Kommúnistaflokks Bandaríkjanna um úrsögn úr sam- bandinu, í nóvember 1940. Með Marxismann að leiðarvísi, í samræmi við kenningar Marxism- ans-Lenínismans, hafa kommúnist- ar aldrei barist fyrir viðhaldi skipu- lagsforma, seih orðin eru úrelt; þeir láta ætíð heildarhagsmuni verka- lýðshreyfingarinnar, sérkenni hverra sögulegra aðstæðna og þau viðfangsefni, er beint leiða 'áf þeim aðstæðum, sitja í fyrirrúmi fyrir ytri formum hreyfingarinnar og starfsháttum. Þeir muna fordæmi Marx, er sameinaði hinn róttæka f jær. Forkólfar Framsóknar hafa ekki átt orð til að lýsa því, hve þeir séu dyggir og einlægir lýðræðissinnar, friðsamir og sanngjarnir menn. En bölvaðar stað- reyndirnar eru þeim oft óþægilegar. Hér er eitt nýjasta dæmið um, að orð og at- hafnir Framsóknarpostulanna fara ekki saman. Samband íslenskra samvinnufé- laga þykist vilja vinna að því, að al- menningur borði kjöt, og birti í því til- efni auglýsingu í „Degi“ og „íselndingi" með svohljóðandi niðurlagsorðum: „Hvetjið almenning til að borða kjöt.“ Auglýsinguna mátti hinsVegar ekki birta í „Verkam." eða „Alþm.“ Bendir þetta ótvírætt til þess, að Jón Árnason og V. Þór, einræðisherrar í S. I. S., séu eindregið þeirrar skoðunar, að alþýða bæjarins hafi ekki gott af því að borða kjöt sambandsins, eða hafi ekki efni á því. Það mun rétt, að margt verkafólk á erfitt með að kaupa mikið af kjöti með núverandi verði, og jafnvel þó það hafi ráð á því, þá er það alls ekki lífsnauð- syn. Verkafólk í bænum getur hæglega komist af, án þess að kaupa freðkjöt og saltkjöt Jóns Árnasonar, V. Þór og Hriflu-Jónasar. „Verkam." sér þessvegna enga ástæðu til þess, að hvetja lesendur sínar til að kaupa og borða kjöt S. í. S. úr því að Jón Árnason og V. Þór sjá ekki ástæðu til að auglýsa í „Verkam.“. verkalýð í Alþjóðasamband verka- manna, og þegar Fyrsta alþjóða- sambandið hafði lokið því scigulega ldutverki, að hafa stuðlað að þróun verkamannaflokka í ríkjum Ev- rc>pu og Ameríku, og skapast liöfðu aðstæður til að mynda þjóðlega fjöldaflokka verkamanna, kom til leiðar upplausn Fyrsta alþjóðasam- bandsins, þar sem þau skipulags- form svöruðu ekki lengur til að- stæðnanna. Með tilliti til þeirra athugana, er hér hafa verið fram færðar, og með hliðsjón af auknum pólitísk- um þroska kommúnistaflokkanna og forustumannavals þeirra í hin- um einstöku löndum, — með tilliti til þeirrar staðreyndar, að í núver- andi styrjöld hafa nokkrar deildir sambandsins lagt til að Alþjc')ða- samband kommúnista, sem for- ustumiðstöð hinnar alþjóðlegu verkalýshreyfingar, yrði leyst upp, leyfir framkvæmdanefnd Alþjc')ða- sambands kommúnista sér, vegna þess að ekki er hægt að kveðja sam- an þing af styrjaldarástæðum, að leggja fyrir deildir sambándsins eftirfarandi tillögu: Að Alþjóðasamband kommún- ista, sem forustumiðstöð verkalýðs- hreyfingarinnar, verði leyst upp, og deildir sambandsins leystar frá skuldbindingum er leiða af lögum og þingsamþyktum sambandsins. Forsæti framkvæmdanefndar Al- þjc')ðasambands kommúnista eggj- ar alla fylgjendur Alþjóðasam- bandsins á að einbeita kröftum sín- um til alhliða átuðnings og virkrar þátttöku í frelsisstríði þjóðanna gegn fasistabandalaginu, í því skyni að flýta fyrir tortímingu erkióvins allrar alþýðu, þýska fasismans, bandamanna hans og leppa“. Alyktunin er undirrituð af for- sætismönnum framkvæmdanefndar Alþjóðasambands kommúnista. Og vér erum vissir um, að lesendur „Verkam.“ munu vera oss sammála um, að þeir geti komist af án þess að borða kjöt V. Þór og Hriflu-Jónasar, og hagi sér samkvæmt því. Fyrir nokkrum árum neyddist „Verka- m.“ til að svara auglýsingabanni eins fyr- irtækis, hér í bænum, með því að hvetja lesendur sína til að kaupa ekki vörur frá fyrirtækinu. Þessum átökum lauk með því, að fyrirtækið neyddist til að fara að auglýsa aftur, jafnt í „Verkam.“, sem öðrum blöðum, enda var það þá búið að tapa milli 10—20 þús. kr. á styrjöldinni við neytendur. Engu skal um það spáð, hvað Jón Árnason og V. Þór ætla að skaða S. í. S. mikið áður en þeir taka upp háttu siðaðra manna og fara að birta auglýsingar S. I. S. í „Verkam.“. í hirðisbréfi Hriflu-Jónasar, sem birt er hér í blaðinu í dag, segist gamli mað- urinn hætta að skrifa í Tímann, af þvi að þess gerist ekki þörf, þar sem Fram- sókn eigi nú völ á svo mörgum ritfær- um mönnum í höfuðstaðnum, og muni hann því framvegis skrifa í <,,Dag“. — Aumingja Jóhann Frímann, vesalings Eydal, skinnið hann Haukur. Þarna gaf Hriflumaðurinn þeim laglega á hann. Jónas reynir, í hirðisbréfinu, að telja mönnum trú um, að hann hafi góðfúslega hætt að skrifa í Tímann, eftir að hafa skrifað í hann í 26 ár. Hann er formaður flokksins. Tíminn er aðalblað flokksins. Og svo er nú hann Jónas okk- ar fæddur með þeim ósköpum, sem allir þekkja. Hver skyldi þá, að öllu þessu athuguðu, trúa því, að karlinn hafi ótilneyddur hætt að skrifa í Tím- ann. „Dagur“, sem kom út í fyrradag, mintist ekki á það með einu orði, að Jónas hafi verið rekinn frá Tímanum, og að hann ætli að skrifa í „Dag“ framveg- is. Er nú af sem áður var. Einhverntíma hefði það þótt þess vert, að birta á fremstu síðu í „Degi“ frétt um, að sjálf- ur formaður flokksins yrði fastur „sjálf- boðaliði" við „Dag“. Margir Framsóknarmenn standa gap- andi yfir þeirri fregn, að Rauðsmýrar- maddaman skuli hafa verið rekin frá Tímanum. Þetta er sannarlega ekkert undrunarefni, ef menn vita það, að Reykvikingar höfðu nýlega svonefnda hreinlætisviku — og losuðu sig þá eðli- lega við alt það sorp og skarn, sem þeir gátu. — Hitt er svo annað mál, hvort ekki hafi verið nóg af því áður í „Degi“. „VINNAN“, blað Alþýðusambands ís- lands, 4. tölubl., er nýlega komið út. — Efni þessa blaðs er m. a.: Friðrik Hall- dórsson: Hetjur hafsins. Guðgeir Jóns- son: Verum á verði — Eflum samtökin. Bjarni Þórðarson: Bátasjómenn verða að hefjast handa. Alfreð Gíslason, læknir: Um blýeitrun. Jón Rafnsson: Sameining verkalýðsins á Akureyri. Henrik Ibsen: Þorgeir í Vik (þýðing Matth. Joch.). Mannkynssaga. 1. bindið af Mann- kynssögu Máls og menningar er nýlega komið út. Hefir Ásgeir Hjartarson sam- ið þetta bindi. Gert er ráð fyrir að mann- kynssagan öll verði 6. bindi.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.