Verkamaðurinn - 12.06.1943, Page 3
VERKAMAÐURINN
3
Tekst afturhaldinu enn að hindra byggingu
nýja sjúkrahússins?
VERKAMAÐURINN
Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritstjóri: Jakob Árnason,
Skipagötu 3. — Sími 466.
Blaðnefnd: Sverrir Áskelsson,
Loftur Meldal,
Lárus Björnsson.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Lausasöluverð 30 aura eintakið.
Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags
Akureyrar Verklýðshúsinu.
Prentverk Odds Björnssonar.
Slæm
samviska
„Og þa hefir endirinn oft orðið
sá, að alþýðan hefir vopnast sínum
einu handbæru vopnum. Með
skóflur, 1 jái og heykvíslar reiddar
um öxl, hefir hún géngið þungum
skrefum á vinnustöðvar opinberra
stjórnenda og hreinsað þar til með
óblíðum höndum.“
Þannig farast einum gæðingi
Framsóknarfl. orð í Tímanum 4.
þ. m„ eftir að hann hefir gefið
heldur soralega lýsingu á ástand-
inu á hærri stöðum i höfuðstaðn-
um. Ekki eru nú horfurnar glæsi-
legar fyrir afturhaldið í Framsókn
og vini þess í Sjálfstæðisfl. og Al-
þýðufl. Engin ástæða er til að efast
um, að greinarhöfundur sé ekki
kunnugur spillingunni, sem dafnað
hefir svo mæta vel í kringum ríkis-
stjórnirnar og marga trúnaðar-
menn þeirra undanfarin ár.
Framsókn hefir ekki átt minstan
þátt í því, að auka hverskonar spill-
ingu á æðri stöðum, Enginn ís-
lenskur stjórnmálaflokkur hefir
komist þar með tærnar, sem lnin
hefir hælana. Hún hefir „þverbrot-
ið alla viðurkenda mannasiði og
leikreglur í viðskiftum við borgar-
ana“. Hún hefir á allan hugsan-
legan hátt ofsótt pólitíska andstæð-
inga sína, jafnframt því, sem hún
hefir beitt takmarkalausum mút-
um til að afla sér fylgis. Ofsóknir
formanns flokksins gegn mætustu
listamönnum þjóðarinnar og rit-
höfundum, er eitt gleggsta dæmið
um leikreglur Framsóknar. Þessir
„mannasiðir" Framsóknar gegn-
sýrðu svo meirihluta Alþingis, að
sett voru lög einungis til að klekkja
á mönnum, sem eitt höfðu það til
saka unnið, að vera á annari skoð-
un en Jónas Jónsson frá Hriflu í
Suður-Þingeyjarsýslu. Hæstiréttur
hefir nú kveðið upp þann úrskurð,
að lögin séu skýlaust brot á stjórn-
arskrá hins íslenska ríkis. Þetta er
táknrænt dæmi um þann fúa og þá
spillingu, sem gegnsýrir lífið á
hærri stöðum. Það er ekki einstakt.
Stjórnarskráin hefir ekki aðeins
verið hrotin með setningu hinna
svokölluðú næturlaga. Hún var
„lögð til hliðar“, stungið undir stól,
þegar Framsókn, Sjálfstæðisfl. og
Alþýðufl. þorðu ekki að ganga ti
kosninga, og frestuðu' þeim þess-
vegna, þvert ofan í óyggjandi
ákvæði stjórnarskrárinnar.
Vonandi tekst Guðjóni F. Teits-
syni að kenna Framsókn „alla við-
urkenda mannasiði og leikreglur í
viðskiftum við borgarana“ svo end-
Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar var eitt aðaláróðursefni Frarn-
sóknar (og Sjálfstæðisfl.), að ef
kjósendur hindruðu að verklýðs-
flokkarnir, og þá fyrst og frernst
Sósíalistafl., kæmust í meirihluta í
aæjarstjórn Akureyrar, eða ykju
þar mjög mikið áhrif sín, þá væri
þar með tryggt að lokið yrði við
byggingu nýja sjúkrahússins; .en
eins og bæjarbúum er kunnugt
hefir þetta árum saman verið eitt
brýnasta, ef ekki mest aðkallandi
nauðsynjamál, ekki einungis Akur-
eyrar heldur jafnvel Norðlendinga-
fjórðungs. Færi hins vegar svo, að
verklýðsflokkarnir næðu meiri
hluta í bæjarstjórninni, myndu
þeir ekkert, annað gera en að rífa
niður, og þess vegna væri þar með
alveg öruggt að þá yrði ekkert af því
að nýja sjúkrahúsið yrði bygt.
Þannig var áróður kosningasmala
Framsóknar- og Sjálfstæðisfl.-brot-
anna.
Það var svo sem ekki í fyrsta
skifti sem þessir ,,tveir“ flokkar
léku þennan leik. Fyrir hverjar bæj-
arstjórnarkosningar nokkur undan-
farin kjörtímabil lofuðu þessir
flokkar háttvirtum kjósendum, að
nýtt, fullkomið sjúkrahús skyldi
verða bygt. Allir vita hverjar efnd-
irnar urðu og allir vita hvernig úr-
slitin urðu hér á Akureyri í síðustu
bæjarstjórnarkosningum. Samfylk-
ing afturbaldsins náði þar enn einu
sinni sterkum meirihluta. Með því
fékk hún enn einu sinni aðstöðu til
þess að koma áhugamálum sínum í
framkvæmd. Hún fékk m. a. að-
stöðu til þess að efna loforð sitt í
sjúkrahúsmálinu. Fn hvar eru
efndirnar? Og hvaða líkur eru til
þess að þetta marggefna og marg-
svikna loforð verði efnt á næst-
unni? Enn sem fyrri er það áhuga-
mál afturhaldsins að efna ekki
þetta lofoið.
Þó að gífurlegt fjármagn lxafi
safnast saman í landinu á síðast-
liðnum árum, og þrátt fyrir að
þörfin fyjir nýtt sjúkrahús er nú
brýnni en nokkru sinni fyrr, þá ból-
ar ekki á því ennþá, að þetta gamla
og nýja kosningaloforð verði efnt.
Samfylking afturhaldsins var nú
síðast búin að lofa, að sjúkrahús-
ið skyldi verða bygt á þessu ári. En
fullvíst má telja, samkvæmt þeim
upplýsingum, sem blaðið hefír
fengið, að enn mun svo fara, að
irinn verði ekki sá, að alþýðan
neyðist til að taka sér skóflu, ljái
og heykvíslar í hönd til þess að
hreinsa til með á „vinnustöðvum
opinberra stjórnenda“.
íslensk alþýða er mjög friðsöm
og þolinmóð að eðlisfari og kýs
ekkert annað frekar, en vandamál
þjóðarinnar séu leyst á friðsamleg-
an hátt. En þolinmæði hennar get-
ur þrotið. Þetta ættu Framsóknar-
lorkólfarnir að reyna að skilja og
hágá Ser svo síðan samkvæmt því,
á þánn hátt, að ástunda í hvívetna
skyldurækni og réttlæti í stað svik-
semi og ranglæti.
ekkert verði úr framkvæmdum í
surnar.
\rerði reynslan sú, að ekkert
verði byrjað á byggingunni á þessu
sumri, má svo fara, að mörg ár líði
uns sjúkrahúsinu veiði komið upp.
Afturhaldið, sem ekki hefir haft
manndóm í sér til þess að koma
þessum loforðum sínum í frain-
kvæmdá þeim mestu peningaveltu-
árum, sem gengið hafa yfir þetta
land, mun ekki reynast auðfúsara
til þjóðhoHra athafna, þegar dreg-
ur að lokum þessarar styrjaldar, og
ennþá síður, þegar henni er lokið
og kreppan kgmur á sviði f jármála
og atvinnumála, en hún er öruggur
fylgifisktir styrjaldarinnar í auð-
valdsríkjunum. Jafnvel hér á okk-
ar fámenna og náttúruauðuga
landi, þekkjum við þennan hvim-
leiða fylgihnött. Kreppurnar, sem
sigldu í kjölfar heimsstyrjaldarinn-
ar 1914—18 voru þó að líkindum
barnaleikur hjá þeirri kreppu, er
vænta má í lok núverandi styrjald-
ar.
Af framangreindum ástæðum
verður því ekki neitað, að horfurn-
ar í ‘sjúkrahússmálinu eru hinar
ískyggilegustu.
NYKOMIÐ:
Þurrkuð Epli
Súkkulaði
Kremkex
Pöntunarfélagið
Fyrirspurn svarað
I síðasta tölubl. „Verkamannsins“ er
fyrirspurn til húsaleigunefndar Akur-
eyrar, hvort rétt sé, að húseigandi nokk-
ur í Munkáþverárstræti Háfi leigt utan-
bæjarmönnum íbúð í hús-i sínu og nefnd-
in hafi meira að segja léyft það.
Nefndinni er ekki kunnugt um þetta,
en biður hinsvegar fyrirsþyrjanda góð-
fúslega að upplýsa hana um, bréflega
eða munnlega, hvort þessu sé þannig
varið og hver maðurinn sé. Hitt ex; aftur
á móti rétt, að nefndin hefir leyft manni
nokkrum að taka eitt herbergi á leigu
yfir sumarið, af xbúð húseiganda, sem
eigi var leigt áður, með því tilskyldu, að
hann reisi íbúðarhús hér í bænum í
sumar.
Nefndin er þakklát fyrirspurnum eða
upplýsingum um auð húsnæði eáa brot
á húsaleigulögunum, því að ókteift er
henni að fylgjast með öllum' húsnæðis-
breytingum jafnótt og þær gerast.’
ðo.k.ic.
SAMNINGUR
bÍKrgtfi.n.uóoi«
:5öl æu jraiad
. ,m! i ^ ðsvr’líd.
utn kaup og kjör verkakvenna á Akureyri, milli verkakvennafélagsins
„Eining“ annarsvegar og Vinnuveitendafélags Akuréyrar og Kaupfé-
lags Eyfirðinga, Akureyri, hinsvegar.
I. ALMENN VINNA:
Grunnkaup á klst.
Almenn dagvinna og vinna við hraðfrystingu fiskjar .... kr. 1.35
Eftirvinna .............................................. — 2.03
Nætur- og helgidagavinna ............................... — 2.70
II. ÍSHÚSVINNA, ÖNNUR EN HRAÐFRYSTING FISKJAR:
Dagvinna ............................................ kr. 1.64
Eftirvinna .............................................. — 2.46
Nætur- og helgidagavinna ............................. — 3.28
Fyrir að beinskera síld.............................. ákg. 0.075
Fyrir að leggja þá síld í tunnur.................á tn. — 2.55
III. KAUP ÞVOTTAKVENNA:
Dagvinna við þvott og hreingerningu................'. . . kr. 1.56
Eftirvinna ............................................ — 2.34
Nætur- og helgidagavinna ............................. -— 3.12
A alt ofanskráð kaup greiðist full dýrtíðaruppbót, samkvæmt vísi-
tölu kauplagsnefndar, og skal ávalt miða við visitölu næsta mánaðar
á undan.
Um orlofsgreiðslur skal farið eftir lögum þar um.
Félagsbundnar konur í verkvennafélaginu „Eining“ og þvotta-
kvennadeild þess .skulu sitja fyrir vinnu hjá samningsaðilum.
Vinnudagur kvenna reiknast eftir sömu reglum og vinnudagur karl-
manna á Akureyri. Einnig skulu gilda sömu reglur og hjá karlmönnum
um vinnunótur, gjalddaga kaups og slysabætur.
Samningur þessi gildir til 1. nóvember næstk. Hafi. honum þá ekki
verið sagt upp, af öðrum hvorum aðila, með mánaðar fyrirvara, fram-
lengist hann til næstu áramóta. Síðan framlengist hann um hálft ár í
senn, sé honum ekki sagt upp með mánaðar fyrirvara.
Akureyri, 5. júní 1943.
F. h. verkakvennafél. „Eining“
• Elisabet Eiríksdóttir. Lísbet Tryggvadóttir.
F. h. Vinnuveitendafélags Akureyrar
J. Karlsson.
F. h. Kaupfélags Eyfirðinga, Akureyri
Jakob Frímarmsson.