Verkamaðurinn - 16.10.1943, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN
3
VERRAMAÐURINN
Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar.
Ritstjóri: Jakob Arnason,
Skipagötu 3. — Sími 466.
Blaðnefnd: Sverrir Áskelsson,
Loftur Meldal,
Lárus Björnsson.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Lausasöluverð 30 aura eintakið.
Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags
Akureyrar Verklýðshúsinu.
Prentverk Odds Björnssonar.
Nú lýgur Herlegdáð
að konginuni.
Sagan hermir að Herluf Daa,
höfuðsmaður á Bessastöðum, full-
trúi höfðingjavaldsins í byrjun 17.
aldar, hafi gripið til þeirra ráða, að
rægja andstæðinga sína í eyru kon-
ungs, fil þess að reyna með því að
koma fram málum sínum. Atti
hann í útistöðum við Odd biskup
Einarsson, í Skálholti og Árna lög-
mann, son hans, en þeir feðgar
voru báðir hinir merustu menn.
Svo er sagt, að eitt sinn, er Herluf
Daa sat á tali við konung og rægði
þá feðga í eyru hans, hafi Árna
Oddssyni verið gengið fram hjá
herberginu, er þeir töluðust við í,
en ghiggi verið opinn svo Árni
heyrði orðaskil. Kallaði hann þá
inn um gluggann: „Nú lýgur Her-
legdáð að konginum".
Eins og vænta mátti hefir „Dag-
ur“, einkafyrirtæki Hriflu-Jónasar,
tekið sér Herlegdáð til fyrirmyndar
í tilefni af því, að þrír þingmenn
Sósíalistafl. — Sigfús Sigurhjartars.,
Áki Jakobsson og Einar Olgeirsson
— hafa borið fram frumvarp á Al-
þingi um breytingar á gildandi
mjólkurlögum.
Herlegdáð laug að konungi i
trausti þess, að enginn væri við-
staddur, sem gæti skýrt konungi
rétt og satt frá málavöxtum.
,,Dagur“ flytur bændum og búa-
liði ’ hrein og klár ósannindi um
innihald og tilgang frumvarps
Sósíalistanna í trausti þess, að
bændur eigi þess ekki kost, að fá
að vita hið sanna og rétta í þessu
máli.
Eins og frumvarpið ber með sér,
er aðaltilgangur þess, að afnema
þann galla á mjólkurlögunum, að
neytendur ráða nú engu um dreif-
ingarkostnað mjólkurinnar. Er
ætlast til með frumVarpinu, að úr
þessu verði bætt með því að bæjar-
stjórnir og hreppsnefndir í bæjum,
er telja yfir 1000 íbúa taki í sínar
hendur sölu og dreifingu mjólkur-
innar. „Dagur“ heldur því fram,
að það sé hin mesta ósvinna, að
neytendurnir annist sjálfir dreif-
ingu á mjólkinni í kaupstöðum og
kauptúnum. „Dagur“ getur þakk-
að Vilhjálmi Þór, atvinnumálaráð-
herra, fyrir að mjólkursölumálin
eru nú komin á dagskrá. Eins og
.kunnugt er, var mjólkursölunefnd,
er hafði með höndum stjórn mjólk-
ursamsölunnar í Reykjavík og
Hafnarfirði .skiptið 7 mönnum.
áttu neytendur 2, og skipaði hæjar-
stjórn Reykjavíkur annan en Al-
þýðusambandið hinn. Með þessu
HITT OG ÞETTA.
(Framhald af 2. síðu).
hlýtur að taka enda um leið og
borgaralega framleiðsluskipulagið“.
Kommúnistaávarpið.
Fyrir nokkru síðan hóf nýtt tíma-
rit göngu sína í Reykjavík. Nefnd-
is tþað „Straumhvörf“. Ætlaði það
aðallega að láta til sín taka þjóðfé-
lags- og menningarmál. Aðstand-
endur þess voru nokkrir ungir
Framsóknarmenn í höfuðstaðnum,
sem dreymdi um það hlutverk, að
leiða þjóð sína út úr eyðimörkinni.
í þessu sambandi dettur mér i hug
saga af kerlingu einni, sem lagði af
stað heiman frá sér með hest í togi,
en er hún kom á leiðarenda kom
það í ljós, að hestinn vantaði, hafði
kerla teimt beislið eitt mestalla
leiðina. Heimanför ungu Fram-
sóknarpiltanna, sem hugðust teyma
þjóð sína — hvert þeir ætluðu með
hana veit enginn, ekki einu sinni
þeir sjálfir — virðist ekki ætla að
fyrirkomulagi var þó viðurkendur
réttur neytenda til þess að fylgjast
með Starfsemi mjólkursölunnar.
En Vilhjálmur Þór var ekki ánægð-
ur með þetta. Han ntaldi, að neyt-
endur varðaði ekkert um þessi mál.
Það væri þeim alveg óviðkomandi,
hvort mjólkin væri léleg, vatns-
blönduð og óhrein og dreifingar-
kostnaður óhæfilega hár. Notaði
hann því vafasama heimild í mjólk-
ursölulögunum til þess að koma
mjólkursölunni í Reykjavík algjör-
lega í hendur framleiðenda og
sparkaði fulltrúum neytenda úr
samsölustjórninni.
Það er ekki nema sjálfsagður
hlutur, að neytendurnir annist
sjálfir dreifingu á mjólkinni. Það
er hagsmunaatriði fyrir þá, að
dreifingarkostnaðurinn sé sem
lægstur og mjólkin sem best. Það
er hagsmunaatriði fyrir bóndann,
að neytendurnir séu sem ánægðast-
ir með dreifingu á mjólkinni og
með mjólkina sjálfa. Með gildandi
mjólkursölulögum hefir Framsókn-
arfl., sem er fylgislaus í Reykjavík,
fengið þar einræðisvald í mjólkur-
sölumálunum. Hann hefir notað
sér þessa aðstöðu til þess að æsa
bændur og neytendm hvora á móti
öðrum. Hann gerir þetta af póli-
tískum ástæðum. Þetta þröngasjón-
armið Framsóknar hefir orðið til
þess að flokkurinn hefir engu
skeytt um það, Jró hann með þessu
framferði sínu ha.fi skaðað bæði
bændur og neytendur. Hann hefir
komið því til leiðar, að dreifingar-
kostnaðurinn er hærri í Reykjavík
en annarsstaðar ,að mjólkin þar er
óhreinni og lélegri en ananrsstaðar
og jafnvel blönduð vatni að einum
Jariðja. Hann hefir áorkað því, að
tilfinnanlegur mjólkurskortur er í
langstærsta kaupstað landsins, svo
tilfinnanlegur, að menn fá með náð
að miskun eitt glas af mjólk á dag
öðru hvoru á matsöluhúsunum í
Reykjavík.
Verði þetta frumvarp sósíalista
að lögum, er þar með stigið stórt
spor í þá átt, að skapa betri sam-
vinnu bænda og neytenda, sem
mun stuðla að bættum hag beggja
í þessum málum.
verða öllu frækilegri en ferð kerl-
ingar, því að ósýnt er hvort þeim
tekst að halda beislinu, hvað þá
meiru.
Nú mun vera farið að vinna við
að setja niðu nýju vélasamstæðuna
í Laxárstöðina, svo að vænta má, að
nægilegt rafmagn fáist áður en
margir mánuði rlíða. Mun margur
verða feginn, ekki síst húsmæðurn-
ar. Vert er þó að'minnast þess, að
jressi þægindi eru dýru verði keypt
og munu bæjarbúar verða þess
áþreifanlega var'ir.
Skammsýni og aumingjaháttur
Sjálfstæðis- og Framsóknarfulltrú-
anna í bæjarstjórn er búið að kosta
bæjarbúa um miljónir. Bæjarbúar
ættu ekki að gleyma því, að það
var þessi sjálfsglaða afturhaldsbreið-
fylking, sem valdið hafði, og fanst
raforkuþörf bæjarbúa fullnægt um
ófyrirsjáanlega framtíð, með þeim
vélum, sem nú eru þrautpíndar,
eins og frekast má verða, með þeim
árangri, að varla er hægt að sjóða
mat við rafmagn. Annars er það
viðkvæðið hjá þeim háu herrum
núna, að alt sé þetta þrælbeininu
honum Eysteini að kenna, því að
hann hafi ekki viljað leyfa ríkis-
ábyrgð, svo að hægt væri að kaupa
strax þessar viðbótar-vélasamstæð-
ur. Aumingja Eysteinn, að fá nú
þennan vitnisburð frá sínum eigin
flokksmönnum. — Sannleikurinnv
mun þó hafa verið sá, að hvort-
tveggja var, að Eysteinn hafði bæði
lítinn skilning og vilja, til þess að
greiða fyrir slíku nauðsynja- og
framtíðarmáli og þetta var fyrir
Akureyri og nærsveitir, og svo hitt,
að slælega hafi verið gengið fram í
því að fá þessa margumtöluðu rík-
isábyrgð, svo að hvað sem sök Ey-
stein slíður í þessu máli, er hún
engin afsökun fyrir hinni óverjandi
framkomu Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarvaldhafanna i þessu máli.
Z.
NÆR OG FJÆR.
(Framhald af 2. síðu).
um litla stillingu og lítiS vit — og sem
betur fer, eru þeir fáir, sem sýna slíkt
hátterni. En hitt er engu að síður leiðin-
legt og vítavert, þegar sæmilega skírir
menn taka þann kostinn að ausa eintóm-
um illyrðum og skömmum yfir andstæð-
inga sína. Það sýnir ekkert annað, en að
málstaðurinn er slæmur og rökin engin.
Þetta mætti hinn línhvíti spekingur
„fokdreifanna" festa sér í minni og yfir-
vega, áður en hann gerir eða lætur gera
samanburð á sér og Ibsen næst.
Einhverntíma í fyrrasumar kvartaði
Jóh. Fr. yfir því í „Degi“, að sér, „skil-
vísum kaupandanum“, væri ekki sendur
„Verkamaðurinn“ heim, þegar hann
hefði inni að halda árásir á sig eða
skammir. Sama mætti nú ritstjóri
„Verkam.“ segja, því að í tvö síðustu
skipti, sem „Dagur“ hefir komið út, var
hann ekki sendur heim til ritstj. „Verka-
m.“. Það er nú langt frá því, að vér tök-
um þetta óstint upp og sjálfsagt er að-
eins um óviljaverk að ræða eða sleifar-
lag á útburði blaðsins hér í bænum. —
Oss finst þó, að þegar blaðið hefir birt
svívirðilegar dylgjur um þann, sem séð
hefir um útgáfu „Verkam." undanfarnar
Rennilásap
nýkomnir.
VÖRUHÚS AKUREYRAR
Barnanáttföt
ýmsar stærðir, nýkomnar.
FJÖLBREITT ÚRVAL.
VERZLUMN LONDON
Kjóítöl
til sölu.
GUFUPRESSUN AKUREYRAR.
Smoking og
kfólhnapp asell
Vöruhús Akureyrar
S t ú 1 k a
óskast nú þegar, eða frá næstk.
mánaðamótum.
Gufupressun Akureyrar.
Tilkynning
Þeir, sem áttu ralmagnsáhöld
á Raftækjavinnustofunni, svo
sem: Ofna, strokjám, suðu-
plötur o. fl. tali við mig sem
fyrst, fá þeir þá afhent þau
áhöld, er ekki eyðilögðust í
brunanum.
ATH:
Það, sem ekki verður sótt fyrir
20. þ. m. verður selt fyrir við-
gerðarkostnaði.
SAMÚEL KRISTBJARNARSON.
HERBERGI
óskast til leigu. — R. v. á.
vikur, Rósberg Snædal, sveitunga og
lærisvein Jóh. Fr., hefði það verið skylda
hvers heiðarlegs manns að leggja jafnvel
heldur meiri áherslu á það, að blaðið
kæmist til hans, en inn á annaðhvert
sveitaheimili í landinu. Jóh. Fr. veit það
vel, að aðstöðumunur hans og Rósbergs
er mikill, þar sem „Degi“ er ausið um
allar sveitir landsins, og alveg sérstak-
lega í Húnaþingi, þar sem Rósberg er
kunnugastur og hefir ábyrgðarstarfi að
gegna. Hann hefir hinsvegar litla mögu-
leika á að svara dylgjum og ásökunum
Jóhanns, sakir þess, að „Verkam.“ er
fyrst og fremst bæjarblað. Hlutur Jó-
hanns er því lúalegri, sem han veit þetta
og vægast sagt verður talinn ódrengskap-
ur af lakara tagi, þegar skólastjóri beitir
, nemanda sinn slíkum níðinjstökum.