Verkamaðurinn - 23.10.1943, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN
Herlúðurinn í Degi
Fyrir nokkru var á það bent <
grein í þessu blaði, að blaðið
,,Dagur“ á Akureyri telcii yfirvof
andi árás á sjálfstæði íslands af
hendi Sovétríkjanna, og að stjórn
þeirra hefði í þjónustu sinni mörg
þúsund íslenzkra manna („komm-
unista“), er væru ráðnir í því að
beita samskonar starfsaðferðum og
þýzku nazistarnir beita í herteknu
löndunum, þar sem framferði
þeirra er verst, — beita slíkum að-
ferðum til að gera ísland að hjá-
lendu Sovéttíkjanna. Vitnað var í
ummæli í ritstjórnargrein í ,,Degi“,
sem taka af öll tvímæli um það, að
þetta er álit blaðsins. Hefir „Dag-
ur“ aldrei gert neina athuga-
semd við ofanskráðá skýringu á af-
stöðu ritstjóranna til Sovétríkjanna
og til margra þúsunda af íslenzkum
þegnum, þ. e. áð þeir skoða Sovét-
ríkin sem hið skæðasta fjand-
mannaríki og ,,kommúnistana“hina
verstu glæpamenn. Þá var og á það
bent, að „Dagur“, sem talinn væri
stuðningsblað þess af íslenzku ráð-
herrunum, er fer með utanríkismál,
mundi tæpléga' leyfa sér að bera
eitthvert voldugasta ríki heimsins
slíkum sökum, án þess að hafa til
þess samþykki utanríkisráðherrans,
og að líklegast mætti þykja, að
blaðið hefði upplýsingar um fyrir-
ietlanir So\étstjórnarinnar frá hon-
um. Ekki hefir „Dagur“ heldur
gert neina athugasemd við það.
Hljóta sönnunargögn þau, er rit-
stjórarnir hafa í höndum að vera
óvenjulega sannfærandi, því að til
munu vera í íslenzkum lögum
ákvæði um refsingu fyrir niðrandi
ummæli um stjórnendur erlendra
ríkja, og er hætt við, að þau um-
mæli um Sovétstjórnina, að hún
hafi hér á landi þúsundir flugu-
manna, sem eigi að beita sömu
starfsaðferðum og nazistarnir hafa
verstum beitt, séu refsiverð sam-
kvæmt þessum lögum, ef eigi tekst
að færa óyggjandi sönnur á þau.
Nú er það komið í Ijós, að „Dag-
ur“ ætlar ekki að láta sitja við orð-
in tóm, heldur gera þegar í stað
viðeigandi hemaðarráðstafanir
gagnvart hinu volduga og hættu-
lega óvinaríki, Rússlandi. í 43.
tölublaði Iians birtist grein eftir
„yfirritstjóra“ blaðsins, er hann
nefnir: Ófei iir í Skörðum og Þor-
geir á Ljósavatni.
Þessi grei., er fyrir margra hluta
sakir eftirtc'.tarverð, þó mun eigi
gerð hér a > umtalsefni kenning
höfundarins um Þorgeir á Ljósa-
vatni.
Áður hafa birzt eftir þenna sama
„yfirritstjór;." greinar um hnefa
Ófeigs, sem i.ændur eigi að sýna og
beita, ef þöi f gerist. Oft er þörf, en
nú er nauð yn, segir máltækið.
þessari (orðrétt): „Enn er sótt að
íslandi af crlendu kúgunarvaldi.
íslgnzk bændastétt er í fremstu víg-
línu. Henni er boðið að láta óðul
sín, atvinnu, manndóm og frelsi.
Bændastéttin hefir um tvo vegi og
tvö fordæmi að velja. Hún getur
tekið upp vörn með framsýni í and-
legum úrræðum og skipulegri hag-
nýtingu valdsins og sigrað eins og
Ófeigur í Skörðum. F.n hún getur
lagst flöt, breitt feld yfir höfuð sér
og lýst því yfir, að hún vilji ekki
verjast, þó að hún eigi tilveru sína
og sinna í augljósri hættu. Bænda-
stéttin á þá að hylja sjálfa sig, for-
tíð sína og framtíð. Hún á að gefast
upp fyrir hinni skipulögðu erlendu
kúgun, sem beitir enn nákvæmlega
sömu útbreiðslutækjum eins og sá
valdhafi, sem kvaldi andstæðinga
sína, brenndi þá, lét hunda slíta þá
í sundur eða kastaði þeim fyrir
björg.“ (Leturbreyting gerð hér).
Þessi ummæli „yfirritstjórans“
taka af öll tvímæli um jrað, að sá
skilningur á ummælum ,,Dags“, er
kom fram í ofannefndri grein í
„Verkamanninum", er réttur. Verð-
ur að telja Framsóknarflokkinn
ábyrgan fyrir þeim ásökunum, sem
formaður hans ber hér fram, því að
hann hefir allra manna mest lýst
þeirri hættu, er hann telur landinu
stafa af yfirgangi Rússa, og því,
hvernig þeir stjórni,,kommúnistun-
um“ á íslandi, Stalin ráði því meira
að segja, hvaða skáldrit séu gefin
hér út. Og flokkurinn tekur á sig
alla ábyrgð á orðum J. J. með því
að kjósa hann fyrir formann.
Líklega má leita um allan heim
án þess að finna dæmi þess, að
„ábyrgur" stjórnmálaflokkur hafi
skrifað á líkan hátt um erlent stór-
veldi.
En „Dagur" kann líka ráðin gegn
yfirgangi og hryðjuverkum Rússá
á íslandi. Bændurnir eiga að vera í
fremstu víglínu og sýna Rússum og
öllum þeirra bandamönnum (lík-
lega þá einnig Bretum, Bandaríkja-
mönnum, Norðmönnum o. s. frv.)
krepptan hnefa Ófeigs í Skiirðum
og beita honum, ef á þarf að halda
(þ. e. ef Rússar leggja eigi á flótta,
þegar þeir sjá hinn ógurlega hnefa).
Allur þessi mikli herbúnaður
gegn Rússum og flugumönnum
þeirra á íslandi minnir mjög á ann-
an hernað: hernaðinn á 17. öldinni
gegn árásum djöfulsins' og flugu-
manna hans, galdramannanna.
Og barátta ,,I)ags“ gegn Rússum
og /,,kommúnistunum“ minnir al-
veg sérstaklega á baráttu hinna
merku kennimanna, séra Páls < Sel-
árdal og séra Jóns píslarvotts. gegn
„kommúnistum“ þeirra tíma, hin-
um hræðilegu flugumönnum Sat-
ans, galdramönnunum.
Kommúnisti.
Hjónaefni: Ungfrú ísafold Jónatans-
dóttir, Ak.‘ og Þór Pétursson, bifreiðar-
stjóri, Hjalteyri.
Nær og fjær.
Guðm. Björnsson, bóndi í Görðum,
ritar athyglisverða grein í Þjóðviljann
19. þ. m. Ræðst hann þar á uppbóta- og
styrkjastefnu ríkisstjórnarinnar og gömlu
þjóðstjórnarflokkanna. Segir Guðm. m.
a.: „Allur landslýður hatar þær ráðstaf-
anir, þvx allir sjá, að þær eru ekki annað
en „blöff“ eða feluleikur."
Hér fer á eftir kafli úr grein þessa
bónda:
„Svo er dálítið spaugilegt að líta á
hvernig þessi ráðstöfun verkar á verslun-
armátann. Það eru víst dæmi þess, að
bóndi leggi inn í sláturhús það kjöt, sem
hann ætlar sér til heimilis, til þess að fá
uppbótina á það: Hann getur lagt inn
kjötið á kr. 5.75 pr. kg„ kaupir það út
aftur á kr. 6.00, en fær í uppbót ca. kr.
2.00. Getur hann því reiknað sér það til
heimilis á kr. 4.00 i staðinn fyrir kr. 5.75.
Svo er það mjólkin. Það væri fróðlegt
að vita hvort hið opinbera greiðir
uppbót ó þá mjólk, er setuliðið kaupir,
það væri eftir öðrum sóma. En mér
þætti sennilegt, að þá 1000 lítra, er sagt
er að setuliðið kaupi af Mjólkurbúi
Flóamanna fái það ca. 1 kr. pr. líter, og
ef mjólkin ætti raunverulega nú að selj-
ast á kr. 1.70 á markaði kauptúnanna,
gerir það 70 aura mismun, er þjóðarbúið
skaðast um, eða rúmlega tvær og hálfa
millj. kr. árlega, fyrir utan það, að böm
kaupstaðabúa líða mjólkurskort. Hvort
setuliðið kaupir mikið kjöt af lands-
mönnum er mér ekki kunnugt, en Gunn-
;ar Thoroddsen mundi eflaust kalla það
orðhengilshátt að tala um það, þótt
landsmenn töpuðu nokkrum tugum þús-
unda é þeirri sölu.
„Norðri“ sendi blaðinu nýskeð eftir-
farandi stökur, ásamt þeirri skýringu, að
3 þær fyrstu hefðu fæðst í síðustu Al-
þingiskosningum.
Þegar Jónas receptin ritar
rétt fyrir nýjar kosningar
snúast landsins veðurvitar,
voðalegt er skýjafar.
Þeir eygja varla eina smugu
út úr þessum hrunadans
og gína yfir falskri flugu
Framsóknar og Tímamanns.
A kosningum alstaðar
iða kringum sálirnar.
A sóknarþingum síungar
sjónhverfingar Jónasar.
Utvaldir sem aðgæta
auman búskap hér og þar.
Vilja þeir ekki verðbæta
vaðal Hriflu-Jónasar?
/Vorðri.
Eftir að fokdreifaskáldið beið algjör-
an ósigur í orustunni við Rósberg
G. Snædal hefir heldur en ekki hlaupið
á snærið hjá „Degi“. I Ameríku er mað-
ur að nafni Joseph E. Davies. Var hann
um skeið sendiherra í Moskva. Er hann
að því leyti frábrugðinn Jóh. Frímann,
að hann hefir haft siðferðilegt þrek til
þess að viðurkenna að margt sé vel gert
hjá bolsevikum, og er þetta því virðing-
arverðara, þar sem Davies er eindreginn
íhaldsmaður, sem aldrei hefir reynt að
fela sig undir sauðargæíu þeirri, sem hér
á landi er alþekt vegna starfshátta Fram-
sóknar-„samvinnu“manna. En þó Davies
hafi margt vel og viturlega sagt, er fjarri
því að alt sem hann segir sé bygt á
traustum grunni. „Dagur“ er hinsvegar
þeirrar skoðunar, að alt sem þessi mað-
ur segir sé óhagganlegur vísdómur í aug-
um sósíalista, úr því að þeir hafa leyft
sér að vitna í sum ummæli hans.
í síðasta tbl. „Dags“ er birt svar fró
Davies við spurningu, sem amerískt blað
lagði fyrir hann. Birtir „Dagur“ svarið
athugasemdalaust og verður ekki annað
af því ráðið, en að „Dagur“ sé Davies
þar algjörlega sammóla. Heldur Davies
því þar fram, að einkaframtakið, eða
samkepnisstefnan, sé betra fyrirkomu-
lag en samvinna og sósíalismi. Mörgum
mun einnig veitast erfitt að trúa því, að
óheiðarleg samkepni, einokun og sérrétt-
indi einstakra stétta sé útilokað í Banda-
ríkjunum. Verður ekki annað sagt, en að
Jóhann Frímann hafi þarna veitt vel og
fengið fæðu við sitt hæfi og væntum vér
þess að honum verði gott af, sár hans frá
viðureigninni við Rósberg grói svo fljótt,
að hann geti reynst fær um að hjólpa hr.
Davies til þess að varðveita einkafram-
takið og samkepnina á hinum „sérrétt-
indalausa,, ameríska grundvelli.
70 lára varð í fyrradag Stefán Jóhann-
esson, Aðalstr. 17, fyrrum bóndi í Stóra-
dal í Eyjafirði.
Bréfberastaríiö. Guðm. B. Árnason,
sem um langt skeið hefir gegnt bréf-
■ berastarfinu hér i bænum, hefir nýlega
látið af því starfi, en við því hefir tekið
Kjartan Ólafsson, Spítalaveg 15.
Hraðferðir milli Akureyrar og Reykja-
víkur eru nú aðeins 4 sinnum í viku og
annast B. S. A. þær einvörðungu.
Rjúpnaveiðar hafa verið leyfðar fró
16. þ. m. til ár„:nó..;.''
Sundskýlur
nýkomnar
Vöruhús Akureyrar
Sítrónur
Pöntunarfélagið
ATVINNA
Mann vantar okkur til að
kynda miðstöð í vetur.
ÚTBÚ BÚNAÐARBANKA
ÍSLANDS, Akureyri.
Avaxtadrykkurinn bezti er Apelsin
ÖL- & GOSDRYKKJAGERÐ AKUREYRAR