Verkamaðurinn - 04.12.1943, Blaðsíða 1
XXVI. ÁRG. Laugardaginn 4. desember 1943. 46. tbl.
STALIN, CHURCHILL OG ROOSEVELT HITTAST
Opinberar tilkynningar um árangurinn af viðræðunum hafa enn
ekki verið birtar — Churchill, Roosevelt og Sjang Kaj Sjek höfðu
áður haldið fund í Cairo um sameiginleg áhugamál Bandamanna
Stalin.
Fyrir nokkrum dögum komu
þeir saman á fund í Cairo í
Egyptalandi, Churchill, forsætis-
ráðherra Bretlands, Roosevelt,
Bandaríkjaforseti og Sjang Kaj
Sjek, Generalissimo.
Fátt hefir enn spurst af þeim
fundi.
átrax og þeim fundi var lokið,
bárust fregnir um, að þeir Churc-
hill og Roosevelt hefðu haldið til
ónafngreinds staðar til fundar við
Stalin marskálk. Nokkru síðar var
það opinberlega staðfest í Was-
hington að Churchill, Stalin og
Roosevelt sætu á sameiginlegum
fundi, og er talið að fundurinn sé
haldinn einhversstaðar í Iran.
Engar opinberar tilkynningar
hafa enn verið birtar um árangur-
inn af þessum viðræðum.
Churchill.
SÍÐUSTU FRÉTTIR.
Um miðnætti s.l. nótt var tilkynt í
Moskva að Stalin hefði fyrir nokkrum
dögum setið róðstefnu í Teheran, höfuð-
borg Iran, með þeim Churchill og Roose-
Aðalforingi brezkra
fasista látinn laus!
Það var kratabroddurinn
Morrison, sem lét hann
lausan!
VERKAMENN KREFJAST ÞESS
AÐ HANN VERÐI SETTUR
STEININN AFTUR.
♦.
Nýlega gerðust þeir atburðir
Bretlandi, að einn af ráðherrun
um, Morrison, krataforingi, lét
leiðtoga bretsku fastistanna, Sir
Roosevelt.
velt og að rætt hefði verið þar um styrj-
öldina gegn Þýskalandi, einnig hefðu ver-
ið rædd mál stjórnmáia- og viðskiftalegs
eðlis. Fjöldamargir sérfræðingar sótu
einnig ráðstefnuna.
HÖRMULEGT SJÓSLYS
11 menn farast
Vélskipið „Hilmir“ frá Þingeyri
er talið af. Skipið fór frá Reykja-
vík á miðnætti fyrra fimtudag,
áleiðis til Arnarstapa á Snæfells-
nesi. Hefir ekkert spurst til skips-
ins síðan það fór frá Reykjavík, og
leituðu þó bæði flugvélar og skip
að því nokkra daga. Á skipinu voru
11 manns, 7 skipverjar, flestir frá
Dýrafirði, og 4 farþegar, þar af 1
barn 7 ára.
Vélskipið „Hilmir" var smíðað
í skipasmíðastöð K. E. A. hér á
Tanganum og var hleypt af stokk-
Stækkum „Verkam.“
870 krónur haia saínazt
Eins og skýrt var frá í afmælisriti
„Verkam." hefir Sósíalistafélagið
ákveðið að stækka blaðið utfi V4 ef
tekst að safna 5 þús. kr. í blaðsjóð-
inn. Er söfnunin nýlega hafin og er
búið að safna 870 krónum. Vantar
því enn 4030 kr. til þess að mark-
inu sé náð og er hér með skorað á
alla flokksmenn og aðra velunnara
blaðsins, að herða á söfnuninni nú
Þjóðviljinn stækkar
upp
8 síður
unum sl. haust; skipið var 87 smá
lestir.
Ekki er vitað á hvern hátt skipið
hefir farist, en miklar líkur eru til
að tundurdufl hafi tortímt því.
Frá Alþingi
Oswald Mosley lausan, en hann er | strax næstu daga svo um muni
af aðalsættum og stórauðugur
Samkvæmt þessu mætti búast við
að Bretar myndu sleppa Hitler
lausum, ef hann féllí þeim í hend-
ur, aðeins ef hann kendi lasleika.
Verkamenn hafa tugþúsundum
saman mótmælt þessu tiltæki
Morrisom.
Þeir, sem hafa ekki enn tekið
söfnunarlista, ættu að taka þá strax
á morgun, en þeir fást á afgreiðslu
blaðsins.
Ef hver einstaklingur gerir skyldu
sína, er það leikur einn að ná
markinu, en það er: 5000 kr. —
Verkamaðurinn ttxkkar um lA-
Frumvarp um drykkjumanna-
hæli hefir verið samþykt og afgreitt
sem lög frá Alþingi. Samkvæmt
þeim lögum á ríkið að taka við
hæli Stórstúkunnar í Kumbaravogi
og reka það á sinn kostnað. Til-
nefnir stúkan 1 mann í stjórnar-
nefnd hælisins en ráðherra 2.
Frumvarp um framlengingu
verðlækkunarskatts, sem samþykt-
ur var með dýrtíðarlögunum í
fyrra og borið fram af Bernh.
Stefánssyni og Þorst. Þorst., var felt
við aðra umræðu í Efri deild og er
því úr sögunni.
Þingið hefir nú til meðferðar
frumvarp þeirra Har. Guðm.,
Brynj. Bjarnas. og Hermanns Jón-
assonar um eignaaukaskatt, einnig
fjallar þingið nú um frumvarp
milliþinganefndar í skattamálun-
um.
Fjárlögin eru ekki komin til
þriðju umræðu, en koma það
sennilega eftir helgina.
Þinginu verður að líkindum slit-
ið um aðra helgi.
17.'f. m. var Þjóðviljinn stækk-
aður um helming og er hann nú 8
síður. Verð blaðsins er samt sem
áður óbreytt, 5 kr. á mánuði úti
um land.
Sú breyting hefir m. a. orðið á
ritstjórninni, að Sigurður Guð-
mundsson er nú ritstjóri blaðsins,
en stjórnmálaritstjórar: Einar Ol-
geirsson og Sigfús Sigurhjartarsop.
Hinum nýja ritstjóra farast m. a.
svö orð í sambandi við stækkun
blaðsins:
Stækkun Þjóðviljans gerir
kleift að hafa blaðið miklum mun
fjölbreyttara, rækja betur það hlut-
verk, að vera vopn til sóknar og
varnar fyrir íslensku verklýðshreyf-
inguna og komast nær því að upp-
fylla kröfur, sem gerðar eru til dag-
blaðs.
Þjóðviljinn ætlar framvegis mik-
ið rúm verklýðsmálum, stjórnmál-
um, menningarmálum, sérmálum
kvenna, íþróttum, ýtarlegum frétt-
um og greinum um alþjóðamál,
auk skemtiefnis, sem mjög verður
aukið. Nokkrir fremstu menn
landsins á sviði menningarmála
hafa lofað blaðinu stuðningi.Hall-
dór Kiljan Laxness og Kristinn
Andrésson rita vikulegar greinar.
Ritstjórn kvennasíðu, er kemur
tvisvar í viku, annast Rannveig
Kristjánsdóttir, kennari, Frímann
Helgason verður með íþróttasíðu
á hverri síðu. Heil síða verður tek-
in fyrir framhaldssögu, barnadálk
og smælki og annast Oddný Guð-
mundsdóttir rithöf. það efni“.
Afgreiðslu Þjóðviljans hér á Ak-
ureyri er í Verklýðshúsinu og í
Skipagötu 3 (sími 466).
Enginn, sem vill fylgjast vel með
innlendum og erlendum stjórnmál-
um og viðburðum, getur yprið án
Þjóðviljans.
Ofsóknir nazista
í Noregi
1500 STÚDENTAR VIÐ OSLÓ-
HÁSKÓLA HANDTEKNIR.
Ofsóknir nazista í Noregi færast
í aukana. Fyrir nokkrum dögum
handtóku þeir um 1500 stúdenta
við háskólann f Oslo og vörpuðu
þeim í fangelsi, en suma s£ndu þeir
til Þýskalands í fangabúðir.
Þessar aðfarir Þjóðverja hafa
mælst mjög illa fyrir í Svíþjóð og
Danmörku. Hefir sænska stjórnin
sent Þjóðverjum mótmæli gegn
framferði þeirra við stúdentana og
borið fram þá ósk, að þeir væru
látnir lausir.
Sænsk blöð ræða um að mót-
mæli ein dugi ekki og segja, að
Svíar hafi aðra leið, sem þeir geti
farið.