Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.02.1945, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 17.02.1945, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Pólskir liðsforingjar frá Bretlandi ganga í her Lublinstjórnarinnar VERKAMAÐURINN. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritstjóri: Jakob Amason, Skipagötu 3. — Sími 466. Blaðnefnd: Sverrir Askelsson, Loftur Meldal, Lárus Bjömsson. Blaðið kemur út hvern laugardag. Lausasöluverð 30 aura eintakið. Afgreiðsla í skrifstofu Sósíalistafélags Akureyrar, Verklýðshúsinu. Prentverk Odds Björnssonar. -----%---------------------------- Á bæjarstjórnin ekki að sinna nauðsynleg- um málum? Fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi lág erindi frá Sjómannafélagi Ak- ureyrar, þar sem þess var óskað að bæjarstjórn Akureyrar gerði ráð- stafanir til þess að hingað til bæj- arins yrðu fengin rninst 2 skip frá Svíþjóð. Erindinu var vísað til nefndar. í ritstjórnargrein „Dags“ 8. þ. m. eru vangaveltur um atvinnumál bæjarins og m. a. farið svofeldum orðum um erindi sjómannafélags- ins: „Sjómannafélag Akureyrar ósk- aði þess, að bæjarstjórnin festi kaup á tveimur skipum frá Svíþjóð. Ætlast mun til, að bæjarsjóður geri síðan út þessi skip. Þeir flokkar, sem fara með meirihlutavald í nú- verandi bæjarstjórn, eru andvígir bæjarrekstri í því formi. Þetta vandamál verður því ekki leyst með því, að samþykkja áskoranir til bæj- arstjórnarinnar um að hún fari að gera út á síld- og þorskveiðar. Bæj- arstjórnin telur það ekki hlutverk sitt og mikill meiri hlutí borgar- anna mun fylgja því sjónarmiði. Nú neitar enginn nauðsyn þess, að útgerð aukist héðan úr bænum. Hvaða leið á að fara til þess?“* 1 erindi sjómannafélagsins er ekkert, sem gefur ástæðu til að staðhæfa, að sjómenn ætlist til að bæjarsjóður geri umrædd skip út, ef bæjarstjórnin sýndi þá hagsýni og röggsemi, að festa kaup í skip- unum. Og þó svo væri, að sjómannafé- lagið ætlaðist til að bæjarsjóður gerði skipin út væri slíkt síður en svo goðgá. „Dagur“ viðúrkennir „nauðsyn þess, að útgerð aukist héðan úr bænum“. Og segir meira að segja, að enginn neiti því að þörf sé á að útgerðin aukist. En samt sem áður, er það staðreynd enn í dag, eins og ,,Dagur“ játar, að „bæjarstjórnin telur það ekki hlutverk sitt.“ Með öðrum orðum: „Dagur" segir, að það sé ekki hlutverk bæjarstjórnar Akureyrar að ljá því máli lið sem enginn neitar að sé nauðsynjamál. Þessi yfirlýsing „Dags“ mundi koma Akureyringum kynlega fyrir sjónir, ef þeir væru ekki fyrir löngu búnir að þekkja bæjarstjórn Akureyrar af aðgerðaleysi hennar, sofandahætti og afturhaldssemi um langt skeið. En úr því að útgerð er óumdeil- * Leturbreytingar (Pólitísku nátttröllunum, er skrifa „Dag“ væri holt að lesa þetta í stað þess að birta „gamlar lummur" frá Berlín um pólsku málin). Pólskir liðsforingjar, þjálfaðir í Bretlandi, sem látnir voru svífa nið- ur í fallhlífum yfir Póllandi, berj- ast nú í her Póllands undir stjórn bráðabirgðastjórnarinnar. Þeir voru meðlimir í leynisam- tökum Mikolajczyks, fyrverandi forsætisráðherra ú11 ag;y>tjórnarinn- ar í London, og Sosnkowskis hers- höfðingja, fyrverandi yfirhershöfð- ingja London-stjórnarinnar. Henry Shapiro, fréttaritari Brit- ish United Press í Póllandi, hefir talað við allmarga þeirra, sem hafa sagt skilið við London-stjórnina og gegna nú ábyrgðarstöðum í pólska hernum. Níu af hverjum tíu fylgismönn- um Sosnakowskis í hinum frelsuðu anleg nauðsyn, hversvegna er slíkt mál þá ekki verkefni fyrir bæjar- stjórn? Á bæjarstjórn Akureyrar einungis að ljá þeim málum lið, sem ekki eru nauðsynjamál? Og hversvegna? „Dagur“ hefir enn ekki treyst sér til þess að færa rök fyrir því hversvegna það sé ekki hlutverk bæjarstjórnar Akureyrar að gera alt sem hún orkar til að út- gerðin í bænum aukist. Það er staðreynd, að útgerð er að- alatvinnuvegur Islendinga, að það er fyrst og fremst sjávarútvegurinn sem tryggir lífsafkomu þjóðarinnar I og hefir gert það um langt skeið. Framtak einstaklinganna eða fé- lagasamtaka í þessu efni hefir brugðist hrapallega hér á Akureyri. Samt sem áður segir „Dagur", að það sé ekki hlutverk bæjarstjórnar að stuðla að aukinni útgerð, sem enginn neiti að sé nauðsynjainál Þetta er þá stefna Framsóknar í atvinnumálum. Hún, sem stjórnar þessunr bæ, ásamt Sjálfstæðispeð- unum, getur stært sig af því, að at- vinnuleysi er nú mest á Akureyri í öllum kaupstöðum landsins og þeg- ar Sjómannafélag Akureyrar, sem telur um 130 meðlimi, og Verka- mannafélag Akureyrarkaupstaðar, sem hefir um 350 meðlimi, senda bæjarstjórn eindregin tilmæli um, að hún beiti valdi sínu og áhrifum til að efla atvinnuvegi bæjarins, þá er ,,Dagur“ látinn tifkynna með því að ráðandi meirihluti bæjarstjóm- arinnar telji það ekki hlutverk sitt að sinna nauðsynjamálum. En hinsvegar má henda 1 miljón í hótel í stað þess að kaupa fyrir þá upphæð nokkur nýtípku fiskiskip. Atvinnuleysingjarnir og hávaði þeirra, sem eiga eftir að greiða hin „lágu“ útsvör, sem bæjarstjórnin þarf að innheimta í kassann frá getulitlum einstaklingum af því að útgerðin hefir dregist saman, álíta að hagkvæmara hefði verið fyrir bæjarfélagið að fá fiskiskipin á tindan hótelinu. En fiskidallar hefðu máske ekki orðið eins glæsi- leg auglýsing fyrir K. E. A. i augum ferðamanna, landslilutum og meir en helmingur af liðsforingjum þeirra eru sagðir hafa gengið í her bráðabirgða- stjórnarinnar. Talsmenn bráðabirgðastjórnar- innar siigðu Shapiro, að allir fylgis- menn Mikolajczyks í Póllandi hefðu lýst yfirstuðningi sínum við bráðabirgðastjórnina. Blaðamenn á staðnum sammála. „Við erum ekki í neinum vafa um, að hið sanna og frjálsa Pól- land, sem mestu varðar, er hér á hinni frelsuðu, pólsku jörð, en ekki neinsstaðar í útlegð“. — Með þess- um orðum lætur Stefan Litauer, fréttaritari News Chronicle, í ljós næstum samhljoða dóm bretskra og og amerískra íréttaritara, er ferðast hafa um hin frjálsu héruð Póllands. „Hér tekur enginn mark á hin- um ótímabæru og ómerkilegu mót- mælum skipbrotsmannanna í Lon- don gegn pólsku bráðabirgða- stjórninni", segir Stefan Litauer ennfremur. John Parker fréttaritari Times segir pólsku þjóðina hafa lagt all- an ágreining á hilluna. William Lawrence, fréttaritari N. Y. Times, skýrir frá því, hvað fréttariturunum var fagnað hjart- anlega við komuna af „bændum með sigg í lófum, sem hafa nýlega fengið sinn hluta af stóru jarðeign- unum“. Nær og f jær „Dagur“ veður elginn um „leiðir í at- vinnumálum“, er þar grunt rist, en gusu- gangurinn er því meiri. Meðal annars er svo spaklega að orði kveðið: „Komm- únistar hafa að vísu stundað gamla iðju, hafa heimtað allt af öðrum, en ekkert af sjálfúm sér. Að þeirra áliti á bæjar- stjórnin að verða allsherjar atvinnurek- andi. Bæjarsjóður á að ráðast í hvers- konar fyrirtæki og bargaramir að verða launþegar hjá þeim. í þessum kröfum kommúnista hefir hvorki gætt hófsemi né raunhæfrar undirstöðu". ★ Slagorðið um, að kommúnistar heimti alt af öðrum, er nú orðið of slitin flík, enda ekki notuð nema þegar rök þrýtur. Staðhæfingin um, að það sé álit komm- únista að bæjarstjórnin eigi að verða allsherjar atvinnurekandi á við engin rök að styðjast. Sósíalistar líta þannig á, að atvinnureksturinn eigi að vera í höndum samvinnufyrirtækja, bæjarfé- laga, ríkisins og einstaklinga. En bregð- ist einstaklingar þeir og félög, sem hafa yfir miklu fjármagni að ráða skyldu sinni í atvinnumálunum, þá ber bæjarfé- lagi og ríkdnu að taka við. ★ Sósíalistar hafa borið fram þær kröfur að atvinnulausum mönnum sé trygð at- vinna til að vinna fyrir lífsnauðsynjum heimila sinna. Þetta kallar „Dagur“ að „gæta ekki hófsemi“! Hann um það. — Mikið á annað hundrað verkamenn munu nú ganga atvinnulausir hér í bæ. „Dagur“ kallar slíkt ástand óraunhæfa undirstöðu til að byggja á kröfur um aukna atvinnu. Hann um það. En það var einu sinni til maður í Þýzkalandi, sem hélt þessu sama fram, miklu sterk- ari maður en ritstjóri „Dags“. Þýska þjóðin gleypti slagorð hans. Hún er nú að súpa seyðið af fávisku sinni og kommúnistahataranna. ★ En nú er öldin önnur. Nátttröll Fram- sóknar verða innan skamms að víkja úr bæjarstjórninni eða að breyta um stefna í atvinnumálum. Straumurinn liggur til vinstri, til nýrra athafna, dáða og fram- fara. Alþýða þessa bæjar verður ekki mettuð með þrotlausum „Dags“-vaðli um að engar leiðir í atvinnumálunum séu til aðrar en þær, að láta menn vera atvinnu- lausa, því það sé ekki hlutverk bæjar- stjórnar að ljá þeim málum lið, sem allir séu sammála um að séu nauðsynjamál. ★ Fokdreifaskáldi „Dags“ klígjar ekki við öllu. Þegar hann er í vandræðum með að hnekkja ummælum kunnra, enskra blaða um Grikklandsmálin, sem „Vm.“ birti í síðasta tbl., þá grípur hann til þess ráðs að staðhæfa að þetta séu kommúnistablöð! (New Statesman and Nation og Cavalcade). Ef fræðslan í Iðn- skólanum er bygð á jafngóðum grunni, þá er vafalítið að eins gott væri að hafa skólann á hóteli eins og sumir skólastjór- ar kváðu nú vilja. ★ En fokdreifaskáldið lætur sér ekki nægja þessi vesalmannlega staðhæfing. Til viðbótar fullyrðir hann að grísku föð- urlandsvinimir, eða E. L. A. S.-mennim- ir öðru nafni, hafi stungið augun úr ýms- um samlöndum sínum og dregið sjúka menn út úr spítölum og myrt þá. Grísku E. L. A. S.-mennirnir gætu áreiðanlega með jafngóðum sanni staðhæft að skóla- stjóri Iðnskólans hafi framið slíkan verknað á samlöndum sínum. ★ Vér héldum að Finnagaldurinn væri úr sögunni. Þegar hann var í algleym- ingi, var það eftirlætisiðja margra svo- kölluðu mentamanna þessa bæjar, að ljúga binum ótrúlegustu sögum upp á Rússa og kommúnista. Allir muna sög- urnar um útbúnað Rauða hersins og að hann væri rekinn áfram af pólitískum eftirlitsmönnum Stalins og að uppreist myndi brjótast út í Sovétríkjunum, því þar væri ajt í handaskolum og allur al- menningur andvígur kommúnisma, en væri bara haldið í skefjum með harð- stjóm. Nú eru Finnagaldursmennirnir komnir aftur á stúfana. Nú ausa þeir grísku kommúnistana og aðra, sem barist hafa gegn Þjóðverjum auri. ★ Jóhanni Frímann er ekki ofgott að þjóna lund sinni á þennan hátt. Þjóðir Evrópu munu þar ekki fylgja „línu“ hans. Jóhann mun reka sig á það næstu mánuði og ár, að það sem „Times“ (kannske það sé líka orðið kommúnista- blað!) sagði nýlega í athugasemd við orðsendingu Péturs konungs, þegar hann mótmælti samkomulagi Subasics forsæt- isráðherra síns við Tito, en „Times“ fór- ust svo orð: „í Jugóslavíu, eins og ann- ars í hinni endurleystu Evrópu, verður hver bráðabirgðastjóm, sem á að verða starfi sínu vaxin, að myndast utan um hinn harða kjarna þjóðfrelsishreyfingar- innar“. Þó Hitler og Jóhann séu sáróá- nægðir með „hinn harða kjama“ og brigsli honum um morð og hverskonar hryðjuverk mun reynslan þó verða sú, að (Framhald á 4. sífiu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.