Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.06.1945, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 16.06.1945, Blaðsíða 1
VEHKfflnflffliRinn XXVIII. árg. Laugardagýin 16. júní 1945 23. tbl. Sósíalistaflokkurinn á Siglufirði er stærsti flokkur bæjarins. Deildarstjórinn í matvörudeild Kaupfélags Siglfirð- inga, þar sem vörurýrnunin var aðallega, er Framsókn- armaður og kaupfélagsstjórinn sömuleiðis í næst síðasta tbl. lét „Dagur" ljós sitt skína yfir Kaupfélag Siglfirð- inga í tilefni af því að breiiðfylking Framsóknar, Sjálfstæðisfl. og Al- þýðuflokksins í félaginu fékk um 40 atkvæða meirihluta í þessu 700 manna félagi í kosningum fulltrúa á aðalfund þess. „Dagur" má gjarna raupa af þess- um „mikla" sigri, sem er ekki meiri en það, að hann sýnlir að Sósíalista- flokkurinn er stærsti flokkurinn á Siglufirði og var allt að því eins sterkur innan Kaupfél. Siglfirðinga eins og allir hinir þrír flokkarnir í saméiningu. í sambandi við þessi kosningaúr- slit hrúgar „Dagur" allskonar -ósannindum og blekkingum upp — og sakar sósíalista um hvers kyns óstjórn, vanþekkingu og f jölskyldu- sjónarmið. Skal hér vikið að þessum sann- leikskornum „Dags". 1. Vörurýrnunin var um 60 þús. kr. síðastliðið ár, en ekki 130 þús. eins og „Dagur" staðhæfir. Hún var aðallega í matvörudeildinni, en deildarstjórinn þar, Björn Dúason, er alkunnur Framsóknarmaður en deildarstjórinn ber fyrst og fremst ábyrgð á rýrnuninni í þeirri deild, en hefir ekki getað gert grein fyrir hennli enn. 2. Kaupfélagsstjórinn, Sigurður Tómasson, sem er Framsóknarmað- ur, hefir í yfirlýsingu, sem hann birti í Siglufjarðarblöðunum, vísað tiil föðurhúsanna staðhæfingunum um, að bókfærslan hafi verið í megnasta ólagi hjá aðalbókhaldara félagsins, Jóhannesi Jósefssyni. Rétt er líka að gta þess, að Jóhannes var ekki pakkhúsmaður hjá P. V. A, þegar hann var ráðinn til Kaupfél. Siglf., hann var afgreiðslumaður í búð P. V. A. fyrir mörgum árum híðan. Og ekki mun það ofmælt, að hann er stórum mentaðri maður og betur að..sér en núverandi ritstjóri „Dags", þó ýmislegt sé vel um þann pilt. 3. Verðið, sem greitt var fyrir síld- arsöltunarstöðina var að vísu hátt, en þó ekki hærra en það, að hægt mun vera að selja stöðina hvenær sem er fyrir sama verð og mundu áreiðanlega margir verða um boðið. og hinir þektu Framsóknarmenn, Filiðleifur Jóhannesson og Skafti Stefánsson, lýstu ánægju sinni yfir kaupunum. Þá er það staðleysa í „Degi", að Þóroddur Guðmundsson sé aðaleigandi í hlutafélagi því, er keypti stöðina. Það er hinsvegar kaupfélagið, sem. á helming hluta- bréfanna, en hinh helminginn um 60 einstaklingar. Þá verður að telja það broslega málafæislu, að skamma sósíalista fyrst fyrir að stöð- in sé keypt svo háu verði, að ekkert vit sé í því, en skamma þá síðan fyr- ir að þeir hafi búið svo um hnútana að kaupfélagið fái nær ekkert af væntanlegum hagnaði af rekstri stöðvarinnar! 5. Það er Framsóknarmaður úr Reykjavík, Stefán að nafni, sem sneri sér tiil Sigurðar kaupfélags- stjóra og fór þess á leit, viðhann, að kaupfélagið stofnaði með sér gróð- urhúsfyrirtæki og sagði, að sér litist best á að setja upp gróðurhús hjá svonefndri Gilslaug. Kaupfélags- stjórinn fékk strax áhuga fyrir mál- inu og ræddi það við ýmsa menn, og varð ofan á, að stofna félag til að koma upp gróðurhúsinu með þátt- töku kaupfélagsins. Upptökin voru því hjá Framsókn. 6. Framsóknarmaðurinn Sig. Tómasson hefir í fyrnefndri yfirlýs- ingu m. a. lýst því yfir, að hann hafi eindregið verið því meðmæltur, að kaupfélagið keypti vöruleifar versl- ananna Önnu 8e Gunnu og Geisl- ans, og telur að þessi kaup, sem gerð voru til að ráða bót á húsnæð- isvandræðum vefnaðarvörudeildar- innar, hafi frekar verið hagkvæm fyrir kaupfélagið en hitt. Þá má líka geta þess að Þóroddur Guð- mundsson greiddi ekki atkvæði um þau kaup, en allir aðrir, sem mættir voru samþyktu þau, þar á meðal Hjörleifur Magnússon, sem nú var í kjöri af hálfu breiðfylkingarinnar við fyrnefndar kosningar. Væri æskilegt að „Dagur" gæfi nánari skýringu á í hverju kúgun Þórodd- ar í þessu máli hafi verið fólgin. Má segja að málfærsla „Dags" í þessum málum beinist, þegar öllu er á botninn hvolft, fyrst og fremst gegn Framsókn og er það maklegt. Fjölbreytt hátíðahöld á þjóðhátíðar- daginn 17. júní. Iþróttabandalag Akureyrar gengst fyrir þeim. Að þessu sinni hefir íþróttabanda- lag Akureyrar forgöngu hátíðahald- anna hér á Akureyri á þjóðhátíðar- daginn á morgun, 17. fúní. Fer hér á eftir tilhögunarskrá hátíðahald- anna: Kl. 10 f. h. Skrúðganga frá Iþróttahúsinu, um Kaupvangs- stræti, norður Hafnarstræti og austur Gránuféla°s- suður Norðurgötu, upp Brekkugötu Skrifstofa og afgreiðsla * „Verkamannsins" er flutt í Hafnarstræti 88. — Inngangur að sunnan. Smíði Hótel Norðurland lokið. Nýlega var að fullu lokið við alla innréttingu og skreytingu Hótel Norðurlands og í tilefni af því bauð hlutafélagið, er á hotelið, blaðámönnum, tiðindamanni út- varps og mörgum fleiri til kvöld- verðar í samkomusal hótelsins. Jón Þorsteinsson, kennari, sem er einn í stjórn hlutafélagsins, bauð gestina velkomna og drap jafnframt á hina miklu nauðsyn þess, að koma upp vönduðum húsakynnum í þessum bæ, sem óefað myndi verða mikill ferðamannabæ. Auk hans tóku til raáls m. a. Steinn Steinsen, bæjarstjóri, og bankastjór- arnir Ólafur Thorarensen og Bern- harð Stefánsson. Milli ræðuhald- anna voru sungin ýmis lög, en Jó- hannes Þorsteinsson hljómsveitar- stjóri lék undir. Að loknum kvöldverði skoðuðu gestirnir hótelið hátt og lágt. Er frá- fangur þess í hvívetna hinn snyrti- legasti. Forstofur og gangar eru skreyttir litmyndum eftir * Hsjuk Stefánsson, sem vöktu og vekja munu mikla athygii. Gistiherberg- in, sem eru 24, eru búin mjög að- laðandi og hagkvæmum húsgögn- um. Adam Magnússon trésmíðameist- ari sá um smíði hótelsins og smíði húsgagna, en Ingimar Jónsson ann- aðist annaðist bólstrun þeirra. Hrólfur Sturlaugsson sá um raf- lagnir og Gunnar Austfjörð um rörlagningar, en um málningu annaðist Haukur Stfeánsson. Er húsið hafði verið skoðað hófst dans og var stiginn langt fram eftir nóttu. Veitingar allar voru hinar rausnarlegustu og nutu gestirnir að öllu leyti hirinar ágætustu gest- risni. Framkvæmdastjóri hótelsins er frú Helga Marteinsdóttir, en í stjórn hlutafélagsins eiga einnig sæti Ragnar Magnússon, Elín Guð- mundsdóttir og Jón Þorsteinsson. Strandgötu, suður Skipagötu og upp Kaupvangsstræti til kirkju. — Bæjarbúar! Fjölmennið í skrúð- gönguna! Kl. 11 f. h. Guðsþjónusta í kirkj- unni. Kl. 2 e. h. Hátíðahöld við sund- laug bæjarins. Hácíðin sett: Ár- mann Dalmannsson. Karlakórar: „ísland ögrum skorið". Fánahyll- ing: Skátar. Lúðrasveitin: „Rís þú unga íslands merki". Lýðveldis- ræða: Davíð Stefánsson, skáld. Lúðrasveitin: „Ó, guð vors lands". Minni Jóns Sigurðssonar: Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti. Karla- kórar: „Landið mitt fagra". Sund- sýning: 10x35 metra boðsund. Karlakórar: „Eg vil elska mitt land" o. fl. Kl. 4.30 e. h. íþróttasýningar á túnunum suður af sundlauginni: íslensk giíma (drengir), stjórnandi Sverrir Magnússon. Lúðrasveit: „Hve glöð er vor æska". Fimleika- sýningar: Kvennaflokkur íþrttafél. Þór, stjórnandi Steinunn Sigur- björnsd. Kvennaflokkur Mennta- skólans, stjórnandiÞórhildur Stein- grímsdóttir. Kvennaflokkur Gagn- fræðaskólans, stjórnandi Þórhallla Þorsteinsd. Karlaflokkur íþróttafél. Þór, stjórnandi Tryggvi Þorsteins- son. Lúðrasveit: „Táp og fjör". Kl. 8.30 e. h. Samkoma í Sam- komuhúsi bæjarins: Kantötukór Akureyrar syngur. Erindi um Jón- as Hallgrímsson: Gunnar Gunnars- son, skáld frá Skriðuklaustri. Kan- tötukór Akureyrar syngur. Kl. 8.30 e. h. Kvikmyndasýning í Nýja-Bíó, Olympíumynd frá 1936. Kl. 10 e. h. Dans á Hótel Norður- land, og á palli á hátíðasvæðinu. Aðgöngumiðar að Samkomuhús- inu og dansleiknum á Hótel Norð- urland verða seldir í tjaldi á há- tíðasvæðinu og við innganginn. Naumast ætti að þurfa að hvetja bæjarbúa til þess að taka almennan þátt í hátíðahöldunum og sýna með því skilning sinn á gildi þessa minn- isstæða dags í sögu íslensku þjóðar- innar. Jónsmessumótinu í Vaglaskógi frestað. Vegna ýmissa orsaka hefir orðið að fresta Jónsmessumóti sósíalista, sem ákveðið var að halda í Vaglaskógi 24. þ. m., m. a. vegna annara hátíðahalda hér í bænum þann dag. Ekki er enn að fullu ákveðið hvaða dag fjórðungsmótið verð- ur, en það verður að sjálfsögðu eins f ljótt og kostur er á, og verður þá auglýst í blöðum og útvarpi.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.