Verkamaðurinn - 07.02.1947, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN
ÆSKU LÝÐSSÍÐAN
———— ■■■1 Ritstjóri: Þorsteinn Jónatansson —
Er Sjálfstæðisflokkurinn
umbótaflokkur??!!
í „íslendingi" sl. miðvikudag birt-
ist smágrein, sem nefnist: „Komm-
únistar vilja ekki umbætur". Rit-
stjórinn lætur í veðri vaka, að til-
efni þessa greinarkorns 'sé athuga-
semd, sem birtist hér fyrir nokkru,
við grein, sem Indriði Þorsteinsson,
fyrrv. form. „Varðar“, skrifaði í „Is-
lending" og var í nokkuð öðrum
dúr en venja er um skrif þess blaðs.
í grein þeirri, sem nú birtist í
„ísl.“, er því haldið fram, að sósíal-
istar (í greininni nefndir kommún-
istar) séu andvígir öllum umbótum
í atvinnumálum og aukinni vel-
imegun, en berjist fyrir fjárhagslegu
hruni og öngþveiti. Eg vil leyfa mér
að birta hér nokkurn hluta þessarr-
ar greinar, þar segir:
„Flestir, sem öfgalaust hugsa um
þessi mál, hafa gert sér grein fyrir
því, hvað kommúnistar raunveru-
lega vilja í atvinnu- og umbótamál-
um núverandi þjóðskipulags. Tak-
mark kommúnista hefur alltaf ver-
ið það sarna, að gera sem flesta
óánægða með kjör sín, egna stétt
gegn stétt og skapa sem mest öng-
þveiti. Því eins kæra kommúnistar
sig ekki um umbætur, því að þeir
vita, að aukin velmegun og bætt
efnahagsleg afkoma allra þegna
þjóðfélagsins, verður til þess að
grafa undan þeirra eigin flokki.“
Þarna er ekki hikað við að halda
því fram, að sósíalistar vilji engar
umbætur. Athugið þetta, lesendur
góðir, og athugið síðan, hvort þið
getið með góðri samvizku bent á
nokkurn íslenzkan stjórnmála-
flokk, sem á síðastliðnum árum
hefur barizt fyrir umbótum á öllum
sviðum atvinnulífs og menningar-
lífs þjóðarinnar af meiri einbeitni
og stórhug, en einmitt Sósíalista-
flokkurinn.
Nýsköpunarstefnan svonefnda,
sem á sl. tveim árum hefur aflað sér
mjög mikils fylgis meðal þjóðarinn-
ar, er komin frá Sósíalistaflokknum.
Það var Einar Olgeirsson, sem fyrst-
ur manna hóf baráttu fyrir henni.
Þá var hann nefndur skýjaglópur
og hræsnari, en síðar, þegar stefnan
tók að eignast almennt fylgi með
þjóðinni, fóru aðrir flokkar, Sjálf-
stæðisfl. og Alþýðufl., að eigna sér
frumkvæði að henni, enda þótt þeir
eftir sem áður ynnu bæði leynt og
ljóst gegn framkvæmd ýmissa þýð-
ingarmikilla atriða og tefðu fram-
kvæmdir eftir föngum. Nei, flestar
umbætur í atvinnumálum þjóðar-
innar á síðastliðnum árum eru Sós-
íalistaoflokknum að þakka, ýmist
beinlínis eða óbeinlínis fyrir áhrif
hans, þar sem aðrir flokkar hafa
ekki þorað að leggjast gegn mörg-
um umbótamálum, sem sósíalistar
hafa barizt fyrir, af ótta við þjóðina.
Sósíalistar hafa fyrstir komið með
tilylögur til úrbóta, hinir hafa sam-
þykkt þær með hangandi hendi. —
Vegna þess, að sósíalistar voru í rík-
isstjórn, áttu þeir líka hægara með
að ýta á eftir. Nú, þegar hrein aftur-
haldsstjórn er sezt ag völdum, er að-
staða sósíalista erfiðari, og það mun
sannast, að draga mun úr nýsköp-
unarframkvæmdum á næstunni.
Sósíalistar hafa barizt, berjast og
munu berjast fyrir aukinni velmeg-
un alls almennings í landinu. Og
þannig munu þeir vinna flokki sín-
um og þjóðinni í heild mest gagn.
Hins vegar er það sjálfstæðisflokk-
urinn, sem stendur gegn framförun-
um. Það er hann, sem kýs að við-
halda fátækt og fáfræði hjá hinum
vinnandi stéttum, til þess að geta
látið þær þræla fyrir burgeisana í
Reykjavík, sem stjórna flokknum,
og til þes sað geta keypt atkvæði
þeirra sér til stuðnings um kosning-
ar. Þetta vita foringjar Sjálfstæðis-
flokksins að er sannleikur. Þess
ivegna forðast þeir sem mest þeir
geta að ræða innanlandsmálin í
blöðum sínum, en fylla þau í þess
stað níði um Ráðstjórnarríkin og
leitast við að fá fólk til að trúa
þeirri ógeðslegu lygi, að sósíalistar
á íslandi lúti valdboðum þaðan.
Þetta gera þeir aðeins af því, að þeir
þora ekki að rökræða um landsmál-
in af ótta við að vekja til fulls dórn-
greind almennings í landinu. Þeir
vita, hvaða dóm þeir verðskulda og
þeir vita, að sá dómur fellur jafn-
skjótt og augu almennings hafa
opnast til fulls fyrir hinni svívirði-
legu starfsemi þessarra flokka. Þeir
ivita, að þá fá heildsalar og braskar-
ar ekki lengur tækifæri til að lifa á
kostnað annarra. Þá fá engir að lifa
lengur sem blóðsugur á almenn-
ingi.
Magnús Jónsson, sem hefur valið
sér það hlutverk að gerast hér á Ak-
ureyri talsmaður gróðabrallshyskis-
ins, telur að sósíalistar hafi unnið
að því að gera menn óánægða með
kjör sín. Þetta er rétt, Magnús Jóns-
son, sósíalistar hafa unnið að því að
gera þá óánægða með kjör sín, sem
órétti hafa verið beittir. Og það má
Magnús vita, að sósíalistum er ekki
á móti skapi að æsa þá, sem kúgað-
ir eru, gegn kúgurum sínum. Kúg-
arar alþýðunnar á íslandi eru flest-
ir flokksbræður Magnúsar Jónsson-
ar. Hann hefur kosið að gerast tals-
maður þeirra og er því meðsekur.
Sumir þessarra manna vita ekki,
hvað þeir eru að gera og fá þess
vegna kannski fyrirgefningu í öðru
lífi, en aðrir ivita, hvað þeir eru að
gera og fá því enga fyrirgefningu,
hvorki þessa heims né annars.
Hvorum hópnum fylgir Magnús
Jónsson?
Suðurnes
Já, margt er sa£t um Suðurnesin enn,
og sunnanblöðin þjófa kalla mertn.
(Þeir hafa verið finéralan&ir tyrr,
en færisþjófurinn má liééja kyrr.)
Oé það er Ijótt að eréja Guðmund í.
(En enéinn maður gefur neitað þv't,
að öll vér borin erum þó í synd,
og allir skapaðir í drottins myrtd.)
Oé alltaf eru byssur brúkleéar,
og bandarískar vörur nothæfar.
(Þó konur ræni hjörtum hermanna,
það heyrir fremur undir prestana.)
En þá eru hinir 32.
Það hafa enéir stolið meiru en þeir.
(Oé Bandaríkin bætur hlutu þar,
þó byssur hverfi oé nokkrir skaftpottar.)
Því hvað er fé hjá frelsi, éóðir menn?
— Við fáum máske að reyna þetta senn.
(Og örðugt myndi að stela því frá þeim,
ef þýfið yrði sótt með valdi heim.)
Því hrópar fólkið sært á seldri jörð.
Þeir sváfu fast, er skyldu standa vörð.
Sjá, þarna bíða 32.
Á þjóðin öll að hvería, eða þeir?
K. E.
Fréttir
Kvikmyndastofnun ríkisins. —
Hannibal Valdimarsson hefur bor-
ið fram á Alþingi frumvarp, þar
sem hann leggur til að kvikmynda-
rekstur í landinu sé þjóðnýttur:
komið sé á fót kvikmyndastofnun
ríkisins, sem „skal keppa að því að
gera kvikmyndir að sem almenn-
ustu og þjóðlegustu menningar-
tæki, hliðstæðu útvarpi og skól-
um.“ Hannibal leggur til að hagn-
aði af rekstri kvikmyndastofnunar
ríkisins verði varið til að styrkja ís-
lenzka leiklist, hljómlist og aðrar
skyldar listgreinar. — Vonandi ber
Alþingi gæfu til að samþykkja
frumvarp þetta.
*
Bragi Sigurjónsson er nú orðinn
ritstjóri „Alþýðumannsins". í síð-
ustu Æskulýðssíðu var þess getið,
að nefnt blað hefði engan ritstjóra
eða hans væri að minnsta kosti
hvergi getið í dálkum þess, en nú
hefur það kosið að taka upp háttu
annarra blaða í þessu efni og er
vonandi, að svo verði á fleiri svið-
um.
*
„Vörður“, félag ungra sjállfstæðis-
manna hefur haldið aðalfund sinn
og var Magnús Jónsson, ritstjóri,
kjörinn formaður þess. Indriði
mun hafa þótt of frjálslyndur til að
gegna formennsku áfram, en Magn-
ús ritstjóri treyst sjálfum sér bezt til
að sýkja hugi ungmennanna með
siðfræði auðvaldsins.
*
Frá F. U. F. og F. U. J. hefur
ekkert heyrzt, það sem af er þessum
vetri. Æskulýðssíðunni er ekki
kúnnugt, hvort félög þessi eru alveg
dáin, en þau munu hafa þjáðst af
alvarlegri uppdráttarsýki.
Frá Æ. F. A.
Næsti fundur verður þriðjudaginn
11. þ. m. — Dagskrá:
Félagsmál.
Stjórnmálaviðhorfið.
Gleraugnalestur.
Fundurinn verður í Hafnarstræti
88 og hefst kl. 9 e. h. — Menn eru
beðnir að onæta stundvíslega. —
Nýir félagar velkomnir.
STJÓRNIN.
Uppboð
Opinbert. uppboð verður haldið að Norðurgötu
13 hér í bæ miðvikudaginn 12. þ. m., og hefst það
kl. 1.15 síðdegis.
Seldir verða ýmsir munir tilheyrandi dánarbúi
Kristjáns heitins Mikaelssonar, þar á meðal hólf í
veiðarfæraskúr á Oddeyrartanga, trillubátur, veið-
arfæri o. fl.
Greiðsla fer fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn á Akureyri, 4. febr. 1947.
Friðjón Skarphéðinsson.
Auglýsið í „Verkamanninum"