Verkamaðurinn - 22.08.1947, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN
A u g 1 ý s i n g
frá viðskiptanefnd um veitingu
gjaldeyris- og innflutningsleyfa.
Fyrst um sinn verða engin gjaldeyris- og innflutnings-
leyfi veitt til vörukaupa.
Auglýst verður þegar veitingar hefjast aS nýju. Þýðingar-
laust er því að senda nefndinni slíkar umsóknir að svo stöddu.
. Reykjavík, 16. ágúst 1947.
Viðskiptanefndin.
Tilkynning
frá Fjárhagsráði
Fjárhagsráð vill vekja atbygli á því, að í Reykjavík og ná-
grenni er frestur til að skila umsóknum um fjárfestingarleyfi
útrunninn föstudaginn 15. ágúst, en annars staðar á landinu
25. ágúst.
Þeir aðilar, sem eru byrjaðir á framkvæmdum eða hafa á-
kveÖið að hefja framkvæmdir eru því alvarlega áminntir að
senda umsóknir sínar fyrir tilskilinn tíma, þar sem fjárfest-
ingaríeyfi verða ella ekki veitt.
Sérstök umsóknareyðublöð um fjárfestingarleyfi liggja
frammi hjá Fjárhagsráði og úti á lafldi hjá trúnaðarmönnum
verölagsstjóra og bæjarstjórum.
Þá skal og á það bent, að framkvæmdir án fjárfestingar-
leyfis eru lögbrot, sem varða refsingu.
Reykjavík, 12. ágúst 1947.
Fjárhagsróð.
TILKYNNING
frð FjðrhagsrðOi
Ríkisstjórnin hefir í dag sett reglugerð um skömmtun á
nokkrum byggingarvörum. - '
Samkvæmt 2. gr. reglugerðarinnar skulu allir þeir, sem verzla
með hvers konar trjávið, krossvið og hvers konar þilplötur,
sement og steypustyrktarjárn, gefa viðskiptanefnd skýrslu um
birgðir sínar eins og þær voru áður en viðskipti hefjast 12.
ágúst 1947. Skýrslu þessari skal skila fyrir 14. ágúst 1947.
í Reykjavík skal skila skýrslum þessum til viðskiptanefndar
á SkólavörÖustíg 12, en utan Reykjavíkur skal skila skýrslum
til sýslumanns eða bæjarfógeta. Ef ekki er unnt að skila skýrsl-
um fyrir 14. ágúst, skal senda sýslumanni upplýsingarnar í
símskeyti.
Skylt er að gefa sundurliðaða skýrslu, þar sem tilfært er
vöruheiti og magn hverrar einstakrar vörutegundar.
Sement og steypustyrktarjárn skal talið í kílógrömmum.
Trjáviður alls konar skal talinn í teningsfetum, og jafngildir
einn standard 165 teningsfetum. Krossviöur, masonit, karlit,
tex, asbestplötur og aðrar þilplötur og einangrunarplötur skulu
tilfærðar eftir tegund, þykkt og ferfetafjölda.
Fyrst um sinn mun öllum fyrlrspurnum um byggingarefnis-
skömmtun þessa svarað hjá Fjárhagsráði. Einnig liggja þar
frammi eyðublöð fyrir verzlanir og aðra til notkunar við
skömmtunina.
Reykjavík, 12. ágúst 1947.
Fjárhagsróð.
Auglýsing frá Viðskiptanefnd.
um yfirfærslu á vinnulaunum.
Viðskiptanefndin mun ekki sjá sér fært, vegna gjaldeyris-
ástandsins, að veita nein gjaldeyrisleyfi til yfirfærslu á vinnu-
launum erlendra manna annarra en sérfræðinga, sem sérstak-
lega eru ráðnir til þess að vinna ákveÖin störf í þágu atvinnu-
lífsins.
Geta þeir, sem áttu umsóknir um slík leyfi hjá Viðskiptaráði,
skoðað auglýsingu þessa sem synjun á þeim umsóknum.
Sama máli gegnir um yfirfærslur vegna erlendra listamanna,
íþróttamanna o. s. frv., ef um yfirfærslu er að ræða þeirra
vegna.
Menn eru því alvarlega varaðir við að stuðla að því að er-
lendir menn komi hingað í atvinnuleit, á einn eða annan hátt,
með það fyrir augum að fá vinnulaun sín yfirfærð.
Viðskiptanefndin.
Reykjavík, 11. ágúst 1947.
Tilkynning |
frá Síldarverksmiðjum ríkisins um verð á síldar- |
I mjöli. |
Ákveðið hefir verið, að verð á 1. flokks síldarmjöli á inn- &
jk lendum markaði verði krónur 82.57 per 100 kíló fob. verk-
smiðjuhöfn, ef mjölið er greitt og tekið fyrir 15. september
næstkomandi. Sé mjölið ekki greitt og tekið fyrir þann tíma X
é bætast vextir og brunatryggingarkostnaöur við mjölverðið, $
& sé mjölið hins vegar greitt fyrir 15. september en ekki tekið v
fyrir þann tíma þá bætist aðeins brunatryggingarkostnaður x
é við. Allt mjöl verður að vera pantað fýrir 30. september og &
\ greitt að fullu fyrir 1. nóvember næstkomandi. Pantanir óskast o
% sendar oss sem fyrst. x
Siglufirði, 9. ágúst 1947.
| Síldarverksmiðjur ríkisins. |
ooooooooooooooooooooooooooooooooooeoooooooooooooooooo<
Auglýsing
frá viðskipfanefnd um skömmfun
á skófafnaði.
Samkvæmt heimild í reglugerö útgefinni í dag um skömmt-
un á skófatnaði,-hefir verið ákveðið, að frá og með 15. ágúst
1947 skuli stofnauki númer 11 á núgildandi matvælaseöli gilda
sem innkaupaheimild til 1. inaí 1948 fyrir einu pari af skólfl,
sbr. þó 2. gr. reglugerðarinnar.
Reýkjavík, 14. ágúst 1947.
Viðskiptanefndin.
Tilkynning
frá FjárhagsráDi
Fjárhagsráð vill vefcja athygli á því, að tilgangslaust er að
senda umsóknir um fjárfestingarleyfi fyrir öllum nýjum hús-
byggingum og þeim öðrum byggingum, sem verulegt magn af
byggingarefni þarf til að ljúka, nema þeim fylgi teikningar.
Reykjavík, 14. ágúst 1947.
Fjárhagsráð.