Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.08.1948, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 06.08.1948, Blaðsíða 4
 Aðeins þrír til fjórir verkamenn frá Akureyri hafa Ennfremur vill stjórn Verka- mannafélagsins lýsa i.ndrun sinni yfir því, að fyrrnefnt erindi félags- ins, dags. 24. maí 1948 skuli ekki Hvað hefir orðið af erindi Verkamannafé- enn hafa verið tekið fyrir til af- greiðslu í bæjarstjórn eða bæjar- lagsins og Bílstjórafélagsins? ráði. Samkvæmt bréfi atvinnumálaráðherra til bæjarstjórnar Akureyrar, var það talið sjálfsagt að verkamenn, iðnaðarmenn og bílstjórar frá Akureyri sætu fyrir vinnu við Laxárvirkjun- ina. Framkvæmdin hefur samt orðið þannig, að aðeins 3—4 verkamenn héðan úr bænum hafa fengið þar vinnu. Verka- mannafélagið og Bílstjórafélagið sendu bæjarstjórn erindi um þetta seint í maí, en þau hafa hvorugt verið tekin til afgreiðslu í bæjarráði eða bæjarstjórn. Stjórn Verkamannafélagsins hef- ur nú ítrekað fyrra erindi sitt. Þann 24. maí sl. sendi Verka- mannafélag Akureyrarkaupstaðar Bæjarstjórn Akureyrar eftirfarandi bréf: „Á fundi í trúnaðarmannaráði félags vors, sem haldinn var 23. þ. m., var eftirfarandi tillaga sam- þykkt einróma: „Fundur trúnaðarmannaráðs Verkamannafélags Akureyrarkaup- staðar, haldinn 23. maí, samþykk- ir að skora á Bæjarstjórn Akur- eyrar að halda fast við þá afstöðu, að verkamenn, bílstjórar og iðn- aðarmenn héðan úr bænum sitji fyrir um vinnu við hina nýju Lax- árvirkjun, enda telur Verkamanna- félagið, að svo framarlega sem bærinn leggur fé til virkjunarinn- ar og telzt eigandi hennar að ein- hverju eða öllu leyti, þá beri verkamönnum héðan úr bænum forgangsréttur til vinnunnar, sam- kv. samningum félagsins við Ak- ureyrarbæ. Ennfremur er hér að ræða um mikið hagsmunamál fyrir bæjarfélagið, sem forráðamönnum bæjarins ber skylda til að gæta.“ Samþykkt þessi tilkynnist yður hér með. Virðingarfyllst." (Undirskriftit). Erindi svipaðs efnis var sent af bílstjórafélaginu. Á fundi sínum í gær samþykkti stjórn Verkamannafélags Akureyr- NÝJA BÍÓ sýnir í kvöld MARGIE Amerísk kvikmynd frá 20th Century Fox, í eðlilegum litum Leikstjóri Henry King Kvikmyndastjóri Walter Morosco Aðalhlutverk: Jeanne Crain Glenn Langan Lynn Bari OLÍUDÚKAR fást í Verzlun Björns Grímssonar SÍMI 256 / Brúnt leðurveski með 90 krónum tapaðist frá matvörudeild KEA út Hafnarstræti. Skilist gegn fundarlaunum á afgr. blaðsins eða lögreglustöð- ina. arkaupstaðar að senda bæjarstjórn eftirfarandi bréf: „Stjórn Verkamannafélags Ak- ureyrarkaupstaðar vill hérmeð ítreka erindi sitt frá 24. maí sl. varðandi vinnu við hina nýju Lax- árvirkjun. Samkvæmt bréfi atvinnumála- ráðherra til Bæjarstjórnar Akur- eyrar í vor, telur hann sjálfsagt að verkamenn af Akureyri sitji fyrir vinnu við virkjunina, en reyndin hefur orðið sú, að aðeins 3—4 verkamenn héðan hafa enn getað fengið vinnu þar, þráít fyrir all- margar umsóknir um vinnuna fró prýðilega færum verkamönnum. Þar sem Akureyrarbær er vænt- anlegur eigandi eða meðeigandi að virkjun þessari, telur stjórn Verka- mannafélags Akureyrarkaupstaðai að bæjarstjórn beri skylda til að standa betur á verði u.n hagsmuni bæjarmanna í þessu e'.ni en verið hefur og sérstaklega þegar þess er gætt að senn mun sumaratvinna margra verkamanna og sjómanna á enda eftir tekjurýrt sumar hjá mörgum hverjum. Bæjarstjórn felldi að leyfa Flugfél. íslands uppfyllingu sunnan Strandgötu Fyrir bæjarráðsfundi þann 15. júlí sl. ló erindi fró Flugfélagi Is- lands, þar sem farið er fram á, að félaginu sé leyft að fylla upp sunn- an Strandgötu, vestan olíustöðvar B. P. og Shell ca. 80 metra langa uppfyllingu og það langt í sjó að hægt sé að byggja þar flugskýli. Bæjarráð féllst á að ieyfa þetta, að fengnu samþykki Skipulags- nefndar og Brunabótafelagsins, en frestaði ákvörðun um það, hvort flugskýlið yrði leyft á uppfylling- unni, eða norðan Strandgötu milli Grímseyjarsunds og Laufásgötu. Undir þetta skrifuðu bæjarstjóri og Tryggvi Helgason með fyrir- vara. í bæjarstjórninni fékk þetta mál svo þá afgreiðslu, að það var fellt með 4:2 atkvæðum, lét bæjar- stjóri þess getið við umræður, að hann teldi með öllu óverjandi að láta flugskýlið vera norðan við göt- una, því að þá yrðu flugvélarnar að fara yfir hana í hvert skipti, sem þær væru látnar inn s skýlið, eða teknar út. Undarlegt er það, að bæði „Dag- ur“ og „Islendingur" sögðu, að þetta hefði verið samþykkt í bæj- arstjórninni. Hvaðan skyldi þeim hafa komið þær upplýsingar? V irðingarfyllst.“ (Undirskriftir). Tveir merkir læknar látnir Fyrra þriðjudagsmorgun- lézt í Landsspítalanum Steingrímur Matthíasson læknir og rithöfund- ur. Steingrímur var þjóðkunnur maður, bæði sem læknir og ekki sígur fyrir bækur sínar. Steingrím- ur hafði dvalið lengr í Danmörku, en var nýkominn heim er hann lézt. Hann var 73 ára að aldri. Þá er einnig nýlátinn í Reykja- vík dr. med. Gunnlaugur Claesesn. Dr. Gunnlaugur Claesen var þjóð- kunnur maður, ekki aðeins vegna læknis- og heilbrigðisstarfa sinna, heldur og vegna afskipta sinna af opinberum málum. Hann var frjólslyndur og víðsýnn og einarð- ur í baráttu sinni gegn hvers konar kukli og hleypidómum. Með hon- um er hniginn í valinn einn merk- asti maður íslenzkrar læknastéttar. Dr. Gunnlaugur Claesen var 66 ára að aldri. Páll Ásgrímsson KVEÐJUORÐ. Það barst til vor fregn, að einn þjóðfélagsþegn, sem var þekktur af fjölda manns hér, væri leystur frá þraut, hefði liðið á braut til landa, sem manns auga ei sér. Glaða söngdísin ein vai hans unnusta hrein og um æfinnar lífsstundir sönn. Hennar hugljúfu boð veittu lífinu stoð, léttu skapið í tímanna önn. Þeir sem þekktu hann mest munu þakka’ ’or.um bezt fyrir þolgæði á tónlis. urbraut. Og við geymum hans starf og þann gleðinnar arf, sem hann gaf oss og hugur vor naut. Myndi það ekki fár, sem um fimmtíu ár hlýðir fast sinni köllun sem hann? Víkur aldrei af braut, beitir þrótti gegn þraut þar til lfsvon í bládjúpið rann? Þökk fyrir samfylédina. Söngvinur. • _________________ ÚR ÝMSUM ÁTTUM Frá og með 25. júní sl. lækkaði verð á kjöti, alls konar kjötvörum og eggjum í samvinnubúðunum í Moskva og Leningrad um 10— 15%. — (Þeim ísl. samvinnumönn- um, sem styðja stjórn faktúrufals- aranna er sérstaklega hollt að VERKAMADURINN Vitamálastjóra falið að panta efni til Torfunefsbryggjunnar Einnig 900 metra af járnteinum til dráttar- brautarinnar á Oddeyrartanga Vitamálastjóra hefur nú verið falið að útvega allt efni, sem þarf til endurbyggingar Torfunefs- bryggjunnar, en eins og kunnugt er, hefur Vitamálaskrifstofan gert all- ar teikningar og áætlanir um þá endurbyggingu. Enn hefur ekki tekist að útvega lán til þessara framkvæmda, en í trausti þess, að það fáist hefur vitamálastjóra ver- ið falin efnisútvegun. Þá hefur Vitamálastjóra einnig verið falið að útvega allt að 900 metrum af járnteinum til dráttar- brautarinnar á Oddeyrartanga, en á fundi hafnarnefndar þann 14. júlí sl. mætti Magnús Konráðsson verkfræðingur og lagði íram teikn- ingar að mannvirkjum þar. Nefnd- in ákvað á þeim sama fundi að haga útgreftri á Oddeyrartanga þannig, að hægt verði að koma fyrir annarri minni dráttarbraut jafnframt aðalbrautinni. Júníhefti Landnemans Nýlega er komið út 6. tbl. „Land- nemans“, tímarits Æskulýðsfylk- ingarinnar. Af efni þess má nefna: Svar ðskast, fáéln orð tll ufígrá sósíaldemokrata eftir Ásmund Sig- urjónsson; Bret Harte: Frökrn Mix eftir ch-rl-tt- þr-nt-; Stolið stælt frumsamið eftir Sigga Jóns; Kvöld, kvæði eftir Jónatan Jónsson; Rík- isstjórn íslands gerir'nýjan smán- arsamning við Bandaríkajstjórn; Drauminn um íslenzka barrskóga verðum vér að gera að veruleika eftir Sigurð Blöndal; Fiölskyldan, smásaga úr stríðinu eftir Nikolai Tikonov. Þá eru Fylkingafréttir, Rabb, gettu nú, myndasíða eftir Bidstrup o. fl. Fjölmargar myndir prýða heftið, sem er hið vandaðasta að öllum frágangi að vanda. skrifa þetta bak við eyrað, ekki sízt þar sem sú vísa stjórn hefur nú hækkað kjötið um 100 prósent). í byrjun þessa mánaöar var und- irritaður verzlunarsamuingur milli Sovétríkjanna og Hollands. Gildir hann um 20 mánaða skeið og jafn- vel lengur, hvað sumar hollenzkar útflutningsvörur snertir. Sovétríkin selja Hollendingum kornvörur, timbur, Kalísaltpeter, járnmangan, asbest, tjöru o. fl. vörur. — Hollengingar selja Sovét- ríkjunum hins vegar alls konar út- gerðarvörur, málingavörur, kinín, gúmmkaðla, síld. (Stjórn faktúru- falsaranna segir að það sé ómögu- legt að selja Rússum s'.ld — hvað mikið sem blöð faktúrufalsaranna níði þá og rægi! — Máske hafa Hollendingar farið öðruvísi að). Pólland er nú stærsti kolaút- flytjandi í Evrópu. Á fyrsta fjórð- ungi þessa árs flutti Pólland út 5.779.000 ton naf kolum. Liggur mikið á! Fyrir bæjarráðsfundi þann 29. f. m. lá bréf fró nefnd, sem ríkis- stjórnin hefur skipað til að undir- búa framkvæmdir við kaup hinna nýju togara, um það, hvort bæjar- stjórnin hefði óskir eða tillögur í sambandi við byggingu hinna nýju skipa, sem fælu í sér breytingar frá því, sem í aðalatriðum var lagt til grundvallar við byggingu ný- sköpunartogaranna frá 1945. Bréf þetta var dagsett 20. júlí og var óskað svars fyrir 1. ágúst. í trausti þess, að freslurinn yrði framlengdur, vísaði bæjarráð þessu erindi til umsagnar framkvæmda- stjóra og stjórnar Útgerðarfélags Akureyringa og skipstjóra Kald- baks, en á bæjarstjómarfundinum upplýsti bæjarstjóri, að ekki myndi fást það mikil íramlenging, að unnt yrði að hafa tal af skip- stjóranum. Þessi hraði, sem þarf að vera á þessu er með öllu óskiljanlegur og það er vita gagnslaust að vera leita álits bæjarstjórna eða annarra að- ila úti á landi, ef þeim er ekki gert kleyft að leita álits þeirra manna, sem sérþekkingu hafa á þessum málum. Og það er vissulega ný- mæli, ef verklegum framkvæmd- um er hraðað í höndum núverandi stjórnar. Jurtagróður á Mars, segir rússn- eskur vísinda- ' maður En engir menn eða æðri dýr Það vaxa jurtir á Marz, og þær eru fyrst og fremst blá-grsenar, ljósbláar og dökkbláar. Þetta er álit rússneska vísinda- mannsins G. A. Tikhov og gerði hann nýlega grein fyrir þessum staðreyndum í athyglisverðum fyr- irlestri, en þessar niðurstöður «ru árangurinn af margra ára athugun- um hans á plánetunum. Tfkhov er forstjóri hinnar stóru rannsóknarstofnunar í Alma-Ata í Mið-Asíu. Jurtagróðurinn, sem Tikhov tel- ur að hann hafi uppgötvað með sínum risastóru sjónaukum og spektroskópum, er mjög áþekkur þeim jurtagróðri, sem vex hér á jörðinni á heimskautasvaeðunum. Gróðrarskilyrðin á Marz eru bezt á heimskautasvæðunum, þvert á móti því, sem er hér a jörðinni. Athuganir Tikhovs fram að þessu hafa leitt í ljós, að ekki fyr- irfinnast mannverur eða æðri dýra- tegundir á Marz.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.