Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 28.01.1949, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 28.01.1949, Blaðsíða 4
Dagsbrún skorar á Alþýðusambandsstjórn að beita sér fyrir því að verkalýðsfélögin segi upp samn- ingum sínum, ef ekki fást leiðréttar þær miklu kjaraskerðingar er þau hafa orðið fyrir VERKAMAÐURINN Alþ j óðasamband verkalýðsins klofið Eftirfarandi tillaga var sam- þykktsamhljóða á mjög fjölmenu- um Dagsbrúnarfundi í gærkvöldi: „Um leið og fundurinn ítrekar fyrri mótmæli félagsins gegn hin- um nýju dýrtíðarlögum, sem Al- þingi samþykkti í desember sl. og ennfremur ósk félagsins til Alþing- is um ið samþykkja frumvarp þéirra Hermanns Guðmundssonar og Sigurðar Guðnasonar um að fellá niður þær greinar dýrtíðarlag- anna frá sl. vetri, sem binda kaup- gjaldsvisitöluna við 300 stig, þá lýsir fundurinn yfir undrun sinni á þeirri afstöðu er fram kemur í bréfi Alþýðusambandsstjórnarinn- ar til verkalýðsfélaganna, dags. 18. þ. m. I bréfi þessu kemur það fram, að sambandsstjórnin hefur tjáð ríkisstjórninni bréflega, að hún fallist á hið mikla launarán, er framkvæmt var með því að lög- binda kaupgjaldsvísitöluna við 300 stig og að launþegar eigi að gera síg ánægða með launabætur, sem nema 6 visitölustigum fyrir þær miklu kjaraskerðingar, er þeir hafa orðið fyrir vegna síaukinnar dýr- tíðar og stórlega falsaðrar visitölu. Fundurinn er þess fullvis, að þessi afstaða sambandsstjórnar er Ger í baukum Kanell Pipar kgg Hjartarsalt Ávaxtasaft PÖNTUNARFÉLAGH) og útibú. KEX margar tegundir. PÖNTUNARFÉLAGIÐ og útibú. Skósverta Þvottaduft PÖNTUNARFÉLAGIÐ og útibú. SÍTRÓNUR alveg sérstaklega góðar. PÖNTUNARFÉLAGIÐ og útibú. GÚMMÍLÍM í baukum. PÖNTUNARFÉLAGIÐ og utibú. í andstöðu við vilja yfirgnæfandi meiri hluta launþega i landinu, og skorar fundurinn því á sambands- stjórn, að endurskoða afstöðu sína á þann veg, að taka upp einarða baráttu fyrir því, að launþegar fái fullar bætur fyrir vxsitöluskerð- ingu og aukna dýrtíð. Fáist það hins vegar ekki fram, skorar fund- urinn á sambandsstjórn, að gang- ast fyrir því, að verkalýðsfélögin segi upp samningum sínum til að rétta hlut meðlima sinna og leggur fundurinn þá áherzlu á, að sem flest félög segi upp á sama tíma til að auðvelda baráttu þeirra.“ Þjónar atvinnurekenda fóru hin- ar verstu hrakfarir á fundinum, enda höfðu þeir sig litið í frammi. Dugði ekki til þó að Helgi Hann- I esson mætti þeim til halds og trausts, þvi að með naumindum tókst að afstýra því að honum væri kastað á dyr, þegar hann bað um orðið, kváðust Dagsbrúnarmenn ekkert hafa með verkfallsbrjótinn frá ísafirði að gera. Molasykur Strausykur Hveiti Haframjöl Baunir H rísgrjón Macaronur Kartöflumjöl PÖNTUNARFÉLAGIÐ og útibú. nýkomiðT IVÍOLASYKUR STRAUSYKUR FLÓRSYKUR HVEITI í smápokum HRÍSGRJÓN BAUNIR Verzl. Brynja. T* • v 1 n 111 hvítur, svartur. Verzl. Brynja. Nýkomið V innu vettlingar Vinnubuxur Kerrupokar. Verzlun Björns Gímssonar Simi 256. I Bandarískur áróður I í Akureyrarblöðum Menn rekur ef til vill minni til þess, að í Marshall-samn- ingnum svonefnda, eru ákvæði, sem lúta að því, að íslenzku rík- isstjórninni er lögð sú skylda á herðar, að halda uppi áróðri fyrir Marshall-áætluninni. Með þetta í huga geta menn ef til vill getið sér til, hver sé uppruni hinna bandarísku áróð- ursmynda, sem nú birtast i hverju tölublaði Islendings og Dags. Með myndum þessum fylgja textar, sem ritstjórarnir þurfa ekki annað en að þýða og þá geta þeir skreytt blöð sín myndum með fyrsta flokks bandarískum skýringum. Hins vegar væri fróðlegt að vita, hvað þessi blöð greiddu fyrir myndamótin eða hvort þau fá á þennan hátt sinn hluta af fram- lagi Bandaríkjanna til áróðurs erlendis. k----- ------- -------^ O Lán til húsabygginga (Framhald af 1. síðu). anna svíkja svo til 100% það ákvæði máíefnasamningsins. Málið var því tekið til umræðu 0 á fundi Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna þann 23. þ. m. og þar gerð svohljóðandi samþykkt einróma: „Fundur í Fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna á Akureyri, haldinn 23. jan. 1949, skorar á bæjarstjórp Akureyrar að verja fé því, sem hún hefur ætlað til íbúðarhúsabygg- inga á vegum bæjarins, til þess að lána það samvinnubyggingarfélög- um í bænum, eða einstaklingum, sem þurfandi eru aðstoðar, til að koma sér upp húsnæði, svo fremi að bæjarstjórn hyggist ekki að byggja íbúðir á þessu ári. Ennfremur vill fundurinn skora á bæjarstjórn, að aðstoða bygging- arfélög í bænum við útvegun lána til íbúðarhúsabygginga. Þá vill fundurinn beina því til bæjarstjórnar, að hún hlutist til um, að Byggingarfélag Akureyrar byggi íbúðarhús í samræmi við hið háa framlag bæjar og rikis til þess félags, en láti fjárfestingarleyfi sín ekki ónotuð, svo sem verið hefur síðastliðið ár.“ Einnig sendi Byggingarsam- vinnufélag verkamanna bæjar- stjórn umsókn um lán. Mál þetta var svo tekið fyrir í bæjarráði í gær og hlaut hinar beztu undirtektir. Má því gera ráð fyrir, að næsti bæjarstjórnarfund- 'ur afgreiði málið þannig, að lána annað hvort Byggingarsamvinnufé- lagi verkamanna allverulega upp- hæð gegn 2. veðrétti eða einstakl- ingum innan félagsins. Verður eftir atvikum að telja, Fulltrúar Alþýðusambanda Bret- lands og Hollands og bandaríska samb. CIO gengu fyrir nokkru af fundi framkvæmdanefndar Al- þjóðasambands verkalýðsfélaga í París, er hinir fulltrúarnir fjórir í nefndinni neituðu að greiða at- kvæði um brezka tillögu um að leggja sambandið niður. Fulltrúar Alþýðusambanda Sov- étríkjanna, Kina, Italíu og Frakk- lands héldu áfram fundarstörfum. Þeir neituðu að greiða atkvæði, þar sem framkvæmdanefndin hef- ur ekki vald til að leggja Alþjóða- sambandið niður. Di Vittorio hráðabirgðaforseti. Deakin, brezki fulltrúinn, sem gejik af fundi, var forseti Alþjóða- sambandsins. Fulltrúarnir, sem sátu kyrir, kusu Di Vittorio, aðal- ritara Alþýðusambands Italíu, bráðabirgðaforseta í stað hans og ákváðu, að kalla framkvæmdaráð sambandsins saman til fundar í París. I framkvmdaráðinu eiga sæti 26 fulltrúar. Siang Kai-Shek verði handtekinn fyrir stríðsglæpi Kínversku kommúnistarnir hafa nú svarað beiðni stjórnarinnar um vopnahlé játandi og munu viðræð- ur um það hefjast innan skamms. Kommúnistarnir hafa gert það að skilyrði fyrir vopnhléi, að Siang Kai-Shek og elzti sonux- hans verði handteknir og þeim refsað fyrir stríðsglæpi. ★ LEIÐRÉTTING. I síðasta tbl. „Verkam.“, í grein- inni um Mindszenty kardinála, stóð: „Hann var heitur aðdáandi Mussolini, „hinn mikla velgjörðar- mann hinnar nýtízku Italíu“.“ En átti að vera: „Hann var heitur að- dáandi Mussoilni og kallaði hann í bók sinni, „Móðirin" „hinn mikla velgjörðarmann hinnar nýtízku Ítalíu“.“ að þetta sé bezta lausnin, sem hægt mun að fá é þátttöku bæjarins í út- rýmingu húsnæðisvandi'æðanna. Um starfsemi Byggingarsam- vinnufélags verkamanna verður nánar rætt síðar hér í blaðinu. Rafmagnsskortur enn Vélabilun og klaka- stífla ollu Fyrra fimmtudag bilaði há- spennukefli í eldri vélasamstæð- unni í Laxárorkuverinu og olli það mjög miklum rafmagnsskorti í bænum. Var viðgerð ekki lokið fyrr en á sunnudag, en þá tók ekki betra við, því að krapastífla var þá aftur komin í upptök Laxár, svo að full spenna var ekki komin á bæj- arkerfið fyrr en um og eftir miðja viku. Alþýðusambands- stjórnin gefur út reglu- gerð um allsherjar- atkvæðagreiðslu við stjórnarkjör Alþýðusambandsstjórnin hefur sent sambandsfélögunum reglugerð með fyrirmælum um allsherjarat- kvæðagreiðslu við stjórnarkjör. Sýnir þetta vel taugaóstyrk þjóð- stjórnarliðsins og ótta þess við verkalýðinn. Með þessu kosningafyrirkomu- lagi er fyrir það girt að félagsmenn fái að ræða störf fráfarandi stjórn- ar og mál félagsins áður en kosning fer fram, og mun þjóðstjórnarliðið í Alþýðusambandsstjórninni vafa- laust telja sér hag í því að félags- menn ræði mál sín sem minnst. Af þessari reglugerðarútgáfu sést hvert stefnir: Stjórn Alþýðusam- bandsins hyggst að hafa sem mest afskipti af málum félaganna með alls konar tilskipunum og fyrir- mælum. Diesel-togara Guðm. Jörundssonar hleypt af stokkunum Hinum nýja togara Guðmundar Jörundssonar var hleypt af stokk- unum fyrra laugardag og hlaut hann nafnið „Jörundur". „Jörund- ur“ er búinn öllum nýtízku tækj- um, m. a. tækjum til mjölvinnslu úr úrgangi. Gert er ráð fyrir að togarinn komi hingað í apríl og verður hann þriðji togari Akureyr- ar. Beitusíld frá Noregi Svo er nú komið, að þar sem vetrarsíldin hefur alveg brugðist, að flytja verður inn beitu frá Nor- egi. Hefur sérstakri nefnd verið falið að annast framkvæmdir í því máli. Síldar er nú víða leitað, en ekki hefur sú leit borið árangur svo að teljandi sé. I Tilboð óskast Óskum eftir tilboði vegna Fjórðungssjúkrahúss Norðurlands um smíði á 100—200 hurðum. — Tilboðið má einnig miða við, að verktaki leggi til efni í hurðirnar. — Nánari upplýsingar gefur byggingameistari bæjarins og undirritaður. Akureyri, 26. janúar 1949. GUNNAR JÓNSSON.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.