Verkamaðurinn - 31.03.1953, Blaðsíða 1
VEfffiflmflDM
XXXVI. árg.
Akureyri, þriðjudaginn 31. marz 1953
12. tbl.
Framboð Sósíalisíaflokksins á Akureyri:
Steingrimur Aðalsteinsson verður í kjöri í Al-
þingiskosningunum í sumar
Á fundi Sósíalistafélagi Akui-
cyrar, er haldinn var sl. sunnudag
var einróma sambykkt að Stein-
grímur Aðalsteinsson, alþingis-
maður, yrði í kjöri fyrir Sósíal-
istaflokkinn hér á Akureyri við
Alþingiskosningar þær, sem fram
eiga að fara í sumar, ef hann gæfi
kost á sér til þess. Hefur hann nú
orðið við þeirri ósk flokksins og
er framboð hans því ákveðið.
Steingrím Aðalseinsson þarf
ekki að kynna fyrir þeim Akur-
eyringum, sem komnir eru til vits
og ára. Hér í bænum og næsta
nágrenni hans hefur hann starfað
í verkalýðshreyfingunni frá
æskuárum og verið helzti for-
ustum. hennar um langan aldur.
Hann hefur átt hlut að eða
haft forystu í flestum sigrum
verkalýðshreyfingarinnar hér
síðan um 1930. Sjálfur hefur hann
alla tíð deilt kjörum með alþýð-
unni og gerþekkir baráttu henn-
ar á öllum sviðum.
Hér á Akureyri hefur Stein-
grímur verið frambjóðandi við
Alþingiskosningar síðan 1937 og
hefur átt sæti á Alþingi, sem
landkjörinn þingmaður frá 1942
og til þessa.
Á Alþingi hefur Steingrímur
reynzt hinn traustasti málsvari
verkalýðsins og flutt fjölda frum-
varpa um málefni alþýðunnar og
samtaka hennar.
hhhhhh . mmi
Það hefur fyrst og fremst verið
verkalýður Akureyrar, sem í
undanfarandi kosningum hefur
veitt Sósíalistaflokknum og fram-
bjóðanda hans, Steingrími Aðal-
steinssyni, brautargengi og eng-
inn dregur í efa að svo muni enn
verða. Aldrei hefur íslenzkri al-
þýðu verið meiri nauðsyn á því
en nú að fylkja sér einhuga um
flokk sinn og frambjóðanda hans.
stríðsóða herveldi bandaríska
auðvaldsins.
Sósíalistaflokkurinn hefur
markað stefnu sína í þessum
kosningum. Hann kallar allar
vinnandi stéttir íslands, mennta-
menn, millistéttarmenn og frjáls-
lyndari hluta borgarastéttarinnar
til samstarfs, til órjúfandi þjóð-
fylkingar fyrii- málstað íslands,
fyrir sjálfstæði og velmegun
þjóðarinnar.
Að baki þeim kjörorðum mun
þjóðin fylkja sér í vaxandi mæli
í komandi kosningum. Reynzla
hennar af stjórnum hinna sam-
vöxnu þríbura afturhaldsins, sem
selt hafa af hendi helgasta dóm
hennar, sjálfstæðið og dregið
lífskjör hennar niður á stig at-
vinnuleysis og eymdar, er orðin
nægilega dýrkeypt. í sigri Sósíal-
istaflokksins felst eina von þjóð-
arinnar um breytta stefnu í ís-
lenzkum stjórnmálum.
Á þann hátt einan, að gera sig-
ur hans sem mestan, getur hún
knúið fram vilja sinn, að hoi-fið
verði frá stefnu þjóðemislegrar
og efnahagslegrar niðurlægingar.
En sigur alþýðunnar í þessum
kosningum er ekki aðeins hags-
munamál verkalýðsins. Hann er
einnig brennandi nauðsyn allrar
hinnar frelsisunnandi íslenzku
þjóðar, sem nú berst fyrir lífi
sínu og framtíð og á í þeirri bar-
áttu í höggi við hið volduga en
Þjóðareining gegn
her í landi
Gunnar M. Magnúss rithöfund-
ur hefur undanfarnar vikur ritað
greinaflokk í Þjóðviljann undir
þessari yfirskrift. Hafa greinar
þessar vakið mikla athygli. cnda
er Gunna rallra manna fróðastur
um allt er að hemáminu lýtur og
sögu þess, en hann er, svo sem
alkunnugt er, höfundur hinnar
rniklu hernómssögu „Virkið í
norðri“.
Nii fyrir skömmu hefur Gunn-
ar tilkynnt að hann og ýmsir
andstæðingar hernámsins úr öll-
um stjórnmálaflokkum, boði til
ráðstefnu 5.—7. maí í vor, þar
sem mynduð verði fastmótuð
andspymuhreyfing gegn her-
náminu og sívaxandi ásælni
Bandaríkjanna. Verði hinum
ýmsu fjölmcnnu félagssamtökum,
sem lýst hafa yfir andstöðu við
hernámið boðin þátttaka og allri
hinni vaxandi þjóðfrelsishreyf-
ingu, sem hingað til hefur skort
skipulagningu, beint í einn og
sama farveg.
Ofsóknir hafnar
gegn róttækum
rithöfundum
1 vetur útilokuöu afturhalds- \
flokkarnir þr'tr fulltrúa sósíal- \
ista úr úthlutunarnefnd fista- ;
martnalauna og hefur nú komið
á daginn, að því ofbeldisverki
átti að fylgja örtnur og meiri.
Jóhannes úr Kötlum, stór-
brotnasta núlifandi Ijóðskáld Is-
lendinga, er lækkaður niður i 2.
fí. og settur þar við hlið Elin-
borgar Lárusdóttur og Steins
Steinarrs. Hins vegar sitja
Hagalín og Jakob Thorarensen
í 1. fl. við hlið hötuðskáldanna.
Halldór Stefánsson, snjallasti
smásagnahöfundur þjóðarinnar,
sem í fyrra hlaut 5,400 í lista-
mannalaun, hefur nú verið svift
ur launum sínum með öllu. —
Gunnar Benediktsson, okkar
listfengasti ritgerðahöfundur,
hefur einnig verið sviftur laun-
um sínum og fleiri hafa hlotið
sömu meðferð hjá nefndirmi,
svo sem Sigurður Róbertsson
og Gunnar M. Magnúss.
Flestir hafa þessir rithöfund-
ar sent frá sér bækur á sl. ári
sem í engu rýra það álit og vin-
sældir sem þeir hafa áður aflað
sér, nema síður sé.
Ljóst er öllum vitibornum
mönnum að sök þessara rithöf-
unda er engin önrtur en sú, að
hafa nú sem áður beitt Iist sinni
í þágu frelsisbaráttu þjóðarinn-
ar og hafa aldrei og verða aldrei
tit viðtals um afslátt frá við-
; hortum sínum og skoðunum.
Rfkisstjórnin bellar um meiri dollara
Skilyrði Bandaríkjanna: Nánari sanr
vinna hernámsflokkanna, stofnun
þýðuflokksfélags Reykjavíkur og
krafðist þar FJÖLMENNARA
ERLENDS HERLIÐS OG AÐ
STOFNAÐUR VERÐI INN-
LENDUR HER. (Skjóta má því
Morð nr. 1
Sá hroðalegi atburður hefur gerzt í Keflavík, að
Bandaríkjamaður og 17 ára íslenzkur piltur í slagtogi
með honum hafa framið það fáheyrða ódæðisverk að
berja sextugan mann í rot, veita honum meðvitundar-
lausum hnífsstungu á hálsinn og troða honum síðan í
yfirgefinn bílgarm, þar sem hann fannst að dauða kom-
inn. Gerðist þetta aðfaranótt 12. þ. m.
Hinn sextugi sjómaður, Ólafur Ottesen, sem fyrir
þessari ómannlegu árás varð, er nú látinn af sárum og
áverkum. Ólafur Ottesen er fyrsti Tslendingurinn, sem
fellur fyrir hendi Bandaríkjamanna síðan síðara her-
nám þeirra hófst, en á fyrri hemámsárunum drápu þeir
þrjá íslendinga og var einn þeirra 13 ára gamall dreng-
ur. Hinir tveir vom Gunnar Einarsson framkvæmda-
stjóri og Þórður Sigurðsson sjómaður. Báðir ungir
menn.
Ekki léttist sú ábyrgð, sem landsöluflokkarnir bera á
hernáminu og afleiðingum þess, við atburði sem þessa,
en þeir munu þó ekki láta slíkt á sig fá, heldur beita sér
af auknum krafti fyrir því að dreifa spillingarbælum
hersins, sem víðast um landsbyggðina. En landsmönnum
öllum, sem hafa óbrjálaða dómgreind ógnar, meir en orð
fá lýst, sú staðreynd að hin bandaríska ómenning skuli
svo hafa gerspillt nokkmm íslenzkum unglingum, að
þeir gerast jafnvel tilleiðanlegir til þess að aðstoða
„verndarana“ í morðtilraunum þeirra við lancla sína.
innlends hers, meiri stuðningur
við hernámsliðið
Ríkisstjóm úrræðaleysis, taum-
lauss Bandaríkjadekurs og mestu
óstjómar íslandssögunnar, sér
enga aðra leið út úr þeim ógöng-
um, sem hún er komin í, en að
skríða fyrir Bandaríkjunum og
biðja um meiri dollara! Út af síð-
asta betlinu sendi Bandaríkja-
stjóm upp hingað talsmann sinn,
Valdimar Björnsson, til þess að
kynna ríkisstjómnni og hernáms-
flokkunum öllum hverjar kröfur
Bandaríkin settu fyrir frekari að-
stoð, og kröfumar sýndu áþreif-
anlega, að Bandaríkin þykjast
hafa öll ráð hernámsflokkanna í
hendi sér og geta skipað þeim
fyrir verkum eftir vild.
Kröfur Bandaríkjanna.
Helztu kröfur Bandaríkjanna
fyrir meiri dollaraaðstoð eru
þessar: Þegar í stað verði rutt úr
vegi öllum hindrunum fyrir því,
að hemámsliðið geti hafizt handa
um stórframkvæmdir þær, er það
hefur á prjónunum, en þær eru
þessar helztar: herskipahöfn í
Njarðvíkum, veruleg stækkun
Þorlákshafnar, flugvöllur á Rang
árvöllum, radarstöð norðanlands.
Alla aðstoð kvað hann auðveldari,
ef komið væri upp innlendum
her. Mikla áherzlu lagði hann á,
hernámsflokkarnir þrír mynduðu
samsteypustjóm að kosningum
loknum og stæðu saman sem einn
maður út á við.
Valdimar kvað Bandaríkja-
stjórn reiða hernámsflokkunum
fyrri slælegan stuðning við her-
námsliðið og krafðist úrbóta í
þeim efnum. Einnig væri litið
mjög illu auga á vaxandi andúð
íslendinga gegn hernámsliðinu.
Undirtektimar.
Fundahöld mikil voru hjá her-
námsflokkunum um og eftir
komu Valdimars. Fremur lítið
hefur af þeim fundum spurzt, ut-
an að fallinn formaður Alþýðu-
flokksins — en formaður áfram í
reynd — Stefán Jóhann, flutti
klukkutíma ræðu á aðalfundi Al-
fram innan sviga, að Hannibal
hefur verið að burðast við að
mótmæla innlendum her í Al-
þýðublaðinu!!!) Ef að líkum læt-
ur, verða undirtektir hinna
flokkanna ekki síðri en Alþýðu-
flokksins.
Togarar
Útgerðarfélags Akureyrar hafa
landað hér undanfarna daga, salt-
fiski og nýjum fiski til herzlu.
Kaldbakur kom af veiðum 23.
þ. m. og landaði 143,2 tonnum af
saltfiski, 54 tonnum í herzlu og
75 tonnum af öðrum fiski. Sval-
bakur kom af veiðum sama dag
og landaði 159,7 tonnum af salt-
fiski, 30,5 tonnum í herzlu og 16
tonnum af ýmsum fiski. Harð-
bakur kom 27. þ. m. og var lönd-
un úr honum ekki lokið í gær,
en áætlaður efli var 140—150
tonn af saltfiski og um 20 tonn af
nýjum fiski.
Auk þessa hafa togaramir
landað slöttum annars staðar. —
Togarar Ú. A. munu halda áfram
veiðum í salt og til herzlu, jöfn-
um höndum.