Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.11.1953, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 20.11.1953, Blaðsíða 1
Sósklistar! VERKRfllHÐURinil XXXVI. árg. Akureyri, föstudaginn 20. nóvemher 1953 44. tbl. Munið . félagsfundinn á sunnuraginn kl. 4 síðdegis í Asgarði. Áríðandi að allir mæti. Sjá dagskrá í auglýsingu í blaðinu í dag. k Hraðfrystihúsið og útgerðin Óábyggileg f rásögn Hauks Snorrasonar f rá fundi bæjarstjórnar með útgerðarmönnum 9. þ. m. um hraðfrystihúsmálið tekin til meðferðar Málum hallað í smáu og stóru. Fyrst skrökvar Haukur því, vís- vitandi, að hraðfrystihúsmálið hafi verið á dagskrá bæjarstjórnar í tilefni af tillögu fulltnia Alþýðu- flokksins í bæjarstjóm. Það sanna er, að málið var tekið á dagskrá bæjarstjórnar í tilefni af erindum frá Verkamannafélagi Akureyrar- kaupstaðar og Iðju, um að hraðað yrði undirbúningi hraðfrystihús- byggingar i bænum. Haukur hefur það upp eftir Helga Pálssyni, að hið nýbyggða frystihús Síldarverksmiðja ríkis- ins á Siglufirði, sem hefur 15 smá- lesta dagleg afköst, hafi kostað nm 3 millj. króna. En hefur svo upp eftir Guðmundi Jörundssyni að byggingarkostnaðurinn mundi nema 5 milljónum. Sá er þó mun- ur á heimiidum þessara manna um byggingarkostnaðinn, að Guðmund ur taldi sig hafa heyrt 5 millj. nefndar, en Helgi hafði talað sjálf- ur við framkvæmdastjóra Síldar- verksmiðjanna og fengið þessar upplýsingar hjá honum; enda er það staðfest með skýrslu stjórnar Síldarverksmiðjanna til útvarps og blaða, og a. m. k. flest blöð lands- ins birt sem ábyggilegar heimildir. Sagan endurtekur sig. Sagt er, að sagan endurtaki sig, og svo hefur orðið í þessu efni. Fyrir einu og hálfi ári boðaði frystihúsnefnd til fxmdar með stjórn Útgerðarfélagsins og fleiri útgerðarmönnum. Voru þá lagðar fram áætlanir Gisla Hermannsson- ar verkfræðings Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna um byggingar- kostnað og rekstur hraðfrystihúss hér á Akureyri með sömu afköst- um og hið nýja hraðfrystihús Síld- arverksmiðjanna á Siglufirði. Var byggingarkostnaður áætlaður tæp- ar 4% millj. króna. Þá staðhæfðu húsbændur Hauks, að það væri áreiðanlega helming of lágt, og báru fyrir sig álit starfsmanns KEA. Nú hefur reynslan frá Siglu- firði staðfest að áætlun Gísla Hermannssonar hefur sízt verið of lág. Vantrú útgerðarmanna. Ritstjóri Dags segir, að útgerð- armenn hafi lýst vantrú sinni á rekstursmöguleikum frystihúss á Akureyri, og tekur því til stuðnings upp eftir þeim nokkrar setningar, teknar úr samhengi, sem geta stutt andstæðinga þessa hagsmunamáls almennings og útgerðarinnar. M. a. hefur hann það eftir framkvæmda- stjóra Útgerðarfélagsins, að eftir áætlun hans geti rekstur togara sem veiðir fyrir frystihús ekki bor- ið sig, og eftir þessari áætlun hans ætti að verða ca. 10 þús. kr. halli á einni veiðiferð á þorskveiðum, en ca. 42 þús. kr. á karfaveiðum. En auk þess að taka þessa ályktun framkvæmdastjórans úr samhengi við annað er hann sagði um þetta, skrökyar heiðursborgarinn réttum helming, þannig, að áætlunin var um mánaðarekstur á togara, eða tvær veiðiferðir í stað einnar. Það sem Guðmundur Jörundsson sagði um Ameríkumarkaðinn og sölu- tregðu þar kann að vera rétt. En það hefði ekki verið úr vegi að þessir sanntrúuðu tilbiðjendur Amerikana hefðu um leið skýrt frá því, að á sl. ári voru framleiddar yfir 7 þús. smálestir af karfaflök- um fyrir Ameríkumarkað, sem var a. m. k. tvöfalt við það, sem áður hafði verið selt þangað. Fyrir ver- tíðina varð að rýma frystihúsin hér heima fyrir vertíðaraflann, og var þá þessari framleiðslu dyngt til Bandaríkjanna í umboðssölu og hefur verulegur hluti þess legið þar óselt í nær heilt ár og vill Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna að sjálf- sögðu ekki senda nýja framleiðslu þangað meðan verið er að selja byrgðimar. Niðurstaða Dagsritstjórans. Niðurstöðurnar af þessari rit- smíð Dagsritstjórans eru sem sagt þessar: 1. Að hann ber einn fyrir því að byggingarkostnaður frystihússins á Siglufirði hafi orðið 2 millj. krón- um, eða 80% hærri en verksmiðju- stjóri ríkisverksmiðjanna hefur gefið upp til útvarpsins og blaða. 2. Að framkvæmdastjóri Ú. A. álíti að líklegur hallarekstur yrði á veiðum togara fyrir frystihús, en tvöfaldar þann áætlaða halla fram- kvæmdastjórans. 3. Að Ameríkumarkaðurinn sé ekki til að byggja á fyrir frysti- húsrekstur á Akureyri! Að sjálfsögðu hefur ritstjóri Dags mjög takmarkaða þekkingu á þessu málefni, sem vonlegt er, en hann hefur með fundargerð sinni sýnt ótvíræða hæfileika til að skrifa eins og húsbændurnir ætlast til af honum, og dregið upp algeriega einhliða og óábyggilega mynd af umræddum fundi, og hef- ur sú sannsögli, sem honum hefur sjálfsagt verið kennd ungum, ekk- ert ónáðað hann meðan á ritsmíð- inni stóð. Það sem Dagui sleppti úr ræðu forstjóra Ú. A. Þess má geta, sem gert er, en sem Dagur lætur ófrásagt, að fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélagsins taldi það hagkvæmt fyrir togaraút- gerðina, að hér væri frystihús, sem hefði nægan ís og tekið gæti við nokkrum hluta aflans. Gat hann 3ess að á þessu ári hefðu skip Út- gerðarfélagsins lagt upp saltfisk og fisk til herzlu lir 30 veiðiferðum, og hefðu verið fullir möguleikar á að leggja upp í frystihús t. d. 50 smál. í hverri veiðiferð, eða um 1500 smálestir af góðfiski og ný- veiddan fisk. Fer þetta álit saman við umsögn togaraútgerðarmanna á Suðurlandi, sem telja sér mikinn hag í því að geta selt allan auk- fisk, þ. á. m. ýsu, lúðu, karfa o. fl., og oft hluta af þorskinum, í frysti- húsin úr hverri veiðiferð. Hagur útgerðarinnar af frystihúsi. Þegar athugað er að útgerðin hér hefur mikið að vinna með rekstri hraðfrystihúss. Það fyrst, að fá nægan ís eftir hentugleikum sínum og geta hætt þeim vand- ræðaferðum með skipin, að ótöld- um töfum við að elta uppi ís fyrir skipin út og suður, sem áreiðan- lega kostar útgerðina stórfé. — 2. Að geta komið í fullt vcrð öllum aukfiski, sem að mestu er fleygt í sjóinn, nemur þetta einnig álitleg- um fjárhæðum fyrir öll skipin. — Og 3. Taka þátt í fleiri greinum út- flutningsframleiðslunnar og að standa, hvað það snertir, svipað að vígi og togaraútgerð annarra bæja, og minnka með því áhættuna sem er samfara einhæfri framleiðslu. Öll eru þessi mikilvægu atriði, bæði framkvæmdastjóra og meiri- hluta af stjórnendum Útgerðar- félagsins, að þeir vildu nokkuð til vinna að búa útgerðinni þá að- stöðu. Viðkomandi bliku á himni Bandaríkjanna um sölu íslenzka freðfisksins, sem dregið hefur upp fyrir augu Dagsritstjórans, þá er ástandið um sölu þessarar ágætu framleiðsluvöru okkar ekki verri en það, að nú er svo til öll fram- leiðslan seld. Og auðmennirnir, sem eiga flest stærstu frystihúsin, hafa oft verið gráðugir í fisk fyrir hús sín, en aldrei gráðugri en nú. Enda kaupa þeir t. d. karfann óslægðan nú á 850 krónur smál. í stað 650 í fyrra, og hafa keypt þorsk af bátum við Faxaflóa í haust á kr. 1,27 pr. kg., sem er hærra en áður hefur þekkzt hér- lendis. Þegar það er athugað, að árið 1950 gengu togaramir hérna á karfaveiðar hálft árið og fengu aðeins 425 krónur fyrir smálestina í Krossanesi, og var það þó hag- stæðasta rekstursár togaranna, þegar frá er talið fyrsta rekstursár 9 sjómenn íórust, er vélskipinu Eddu frá Hafnarfirði hvolfdi í fár- viðrinu aðfaranótt sl. mánudags Það hörmulega slys varð í fár- viðrinu sl. mánudagsmorgun, að síldveiðiskipið Edda frá Hafnar- firði fórst á legunni í Grundar- firði. Af 17 manna áhöfn skipsins fórust 9 menn en 8 björguðust. Um kl. hálffimm á mánudags- morguninn lá Edda um 300 faðma frá hafnargarðinum í Grafamesi. Skipstjórinn, Guðjón Iilugason, stóð í stjómpalli og var stýrimað- urinn á leið upp til hans. Nokkrir hásetanna voru á þilfari en flestir niðri í skipinu. Kom þá skyndilega sviptibylur, er lagði skipið á hlið- ina og hvolfdi því síðan. 15 skipverjar komust á kjöl skipsins og 11 þeirra tókst að kom- ast í annan nótabátinn, sem bund- inn var aftan í skipið, en hinn bát- urinn hafði áður verið höggvinn frá skipinu af ótta við að hann slægist í skrúfu þess. Svarta myrkur var á og veður- hæð mikil. Rak bátinn stjórnlaust Kaldbaks. Og þá hafði verksmiðj- an rúmlega 1 millj. kr. til afskrifta það ár. En nú á að vera ókleyft að stunda héðan þessar veiðar með meira en helmingi hærra verði fyrir aflann. Frá því í ágústmán- uði í sumar hafa 14 til 18 togarar stundað stöðugt karfaveiðar til frystingar og oftast aflað vel. Ekk- ert hefur heyrzt um tap á þeim rekstri, og ýmis einkafyrirtæki ver- ið hvað stöðugust við þá útgerð. Hvalreki fyrir kyrrstöðn- mennina. Dagsgreinin var hvalreki fyrir ýmsa hina skilningssljóu kyrrstöðu menn í þessu máli og hafa hampað henni framan í menn sigri hrósandi og Alþýðumaðurinn segir að róð- urinn gerist nú þungur. En í þessu máli verður róðurinn aldrei svo þungur, að árar verði lagðar í bát. Hér er um svo mikið og augljóst hagsmunamál að ræða. í fyrsta lagi fyrir útgerðina og framtíð hennar. I öðru lagi fyrir verkalýð bæjarins, sem býr langtímum við atvinnuskort. í þriðja lagi fyrir verzlunar- og iðnaðarmenn, sem eiga allt sitt undir lífvænlegri at- vinnu almennings. Og í fjórða Iagi fyrir bæjarfélagið, og þar með tal- ið starfsgrundvöll fyrir Krossanes- verksmiðjuna. Liðugheit eins leigupenna þeirra íhaldssömustu við að laga til, og birta þannig eina fundargerð, get- ur engan latt. Lokaróðurinn verður að herða og ræðararnir eru marg- ir, allur fjöldinn sem byggir bæ- inn. — T.H. yfir fjörðinn og bar að landi um kl. 11 um daginn, eftir að hafa strandað á skeri og setið þar fast- ur í tvær klukkustundir. Var það undan bænum Syðri-Bár er bátinn rak að landi gegnum brimgarðinn og leituðu skipverjar þar hælis, en 3 skipverjar voru þá látnir af vos- bús og kulda, þeirra er í bátinn komust upphaflega. Þeir sem fórust voru: Sigurjón Guðmundsson, 1, vélstj., Hafnarfirði, 34 ára giftur og átti 5 böm, ung. — Sigurður Guðmunds- son, 2. vélstj., Hafnarfirði, 28 ára, giftur, átti fósturbarn og foreldra á llíi. — Jósef Guðmundsson, (bróðir Sigurðar 2. vélstj.) Hafnarfirði, há- seti, ókvæntur. — Guðbjartur Guð mundsson, liáseti, 42 ára, Hafnar firði,giftur, átti 5 börn og íoreldra á lífi. — Guðbrandur Pálsson, há- seti, 42 áia, Hafnarfirði, giftur, átti 6 börn, flest ung, og aldraða móður á lífi. — Albert Egilsson, 30 ára, há- seti, Hafnarfirði, átti konu og 1 bam og móður á lífi. — Stefán Guðnason, háseti, 18 ára, frá Stöðv- arfirði, ókvæntur, á móður á lífi. — Sigurjón Benediktsson, háseti, 17 ára, Hafnarfirði, ókvæntur, átti foreldra á lífi. — Einar Ólafsson, há- seti, Sandgerði, 19 ára, lætur eftir sig unnustu og átti foreldra á lífi. Er þetta eitt hörmulegasta sjó- slys nú um langt skeið og þungur harmur kveðinn að Hafnfirðingum og raunar þjóðinni allri við hið sviplega fráfall níu vaskra manna á bezta aldri. 18 böra urðu föður- laus af völdum slyssins. Edda var 184 lestir, smíðuð 1944 í skipasmbíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði og var þá stærsta skip er smíðað hafði verið hér- lendis. Eigandi hennar var Einar Þorgilsson & Cö. í Hafnarfirði. Jól í nýja sjúkrahúsinu Sjúkrahúsnefnd hefur ákveðið að hefja flutning úr gamla sjúkra- húsinu og í nýja sjúkrahúsið um miðjan næsta mánuð, og er ætlun- in að flutningunum verði lokið fyr- ir jól og að nýja sjúkrahúsið taki formlega til starfa um áramótin. Slys í Krossanesi Það slys varð í Krossanesverk- smiðjunni sl. þriðjudagð að einn verkamannanna þar, Björn Gunn- arsson, Sandgerði, lenti með annan handlegg í tætara og brotnaði handleggurinn og höndin varð einnig fyrir miklum áverka. Var Bjöm fluttur á Akureyrarspítala. Slysið varð með þeim hætti að Birni skrikaði fótur og studdi höndinni í tætarann, með þeim af- leiðingum er að ofan greinir.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.