Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.06.1955, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 24.06.1955, Blaðsíða 2
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 24. júní 1955 VERKfMRinn Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Björn Jónsson (ábyrgðarmaður), Jakob Árnason, Einar Kristjánsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. - Sírni 1516. - Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árgangurinn. — Lausasöluverð 1 kr. emtakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Tryggjum sigrana með myndun vinstri stjórnar 19. júní þankar Það fer ekki fram hjá þeim, sem eitthvað hlusta eftir tali fólks, að meðal alls almennings er nú mjög rætt um hversu brýn þörf sé, að mynduð verði vinstri stjórn í land- inu. Alþýðu manna er það ljóst, að núverandi stjórnarvöld hafa á því fullan hug að ræna verkafólk ár- angrinum af kaupgjaldsbaráttunni miklu í vor. Við slíku mátti raunar búast. Sú ríkisstjórn, sem nú situr að völdum, ber ekki umhyggju fyr- ir hag fjöldans. Hennar ær og kýr eru hagsmunir braskaranna, auð- mannanna. Fyrir þá er hún reiðu- búin að gera það sem vera skal og íhaldsstjórn finnur alltaf einhver ráð til að svipta alþýðuna að meira eða minna leyti árangrinum af hagsmunabaráttu hennar. Á síðasta Alþýðusambandsþingi tókst fagleg eining verkalýðssam- takanna. En það er ekki nóg. Stjómmálaleg eining verður einn- ig að takast. Þetta var verkalýðsfé- lögunum að miklu leyti ljóst í vet- ur, þegar lagt var út í þá kaup- gjaldsbaráttu, sem háð var í vor. og var þá víða í félögunum rætt um nauðsyn stjórnarskipta í land- inu til að verndaþá þá sigra, sem vinnast myndu. Þetta mál var t. d. rætt á aðalfundi Verkamannafé- lagsins hér, þegar tekin var ákvörð- un um uppsögn samninga, og var þar samþykkt svohljóðandi tillaga. „Aðalfundur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, haldinn 30 jan. 1955, telur að reynsla síðustu ára og viðbrögð núverandi ríkis stjórnar við fyrirætlunum verka- lýðsfélaganna um kjarabætur nauðvöm vegna vaxandi dýrtíðar og hrakandi lífskjara, sanni að full ur árangur af kjarabarattu verka- lýðsstéttarinnar verði því aðeins tryggður, að henni se fylgt eftir með stjórnmálalegri einingu allra þeirra afla, sem samleið eiga með alþýðunni og samtökum hennar Telur fundurinn að Alþýðusam- bandi íslands beri að vinna að því að koma á stjórnmálabandalagi með verkalýðsflokkunum og öðr- um sem til greina gætu komið með það takmark fyrir augum, að tryggja hagsmuni alþýðustéttar innar á löggjafarþingi þjóðar- innar.“ Þetta voru vissulega orð í tíma töluð, enda sjá það nú fleiri og fleiri, að myndun vinstri stjórnar, vinstri samfylkingar t landinu, er knýjandi nauðsyn. Alþýða manna úr hinum ýmsu flokkum stóð sam- an, sem einn maður væri, í þeim verkfallsátökum, sem áttu sér stað á síðastliðnu vori. Það er fullvíst að alþýðan getur einnig staðið Mikið stærri hópur íslenzkra kvenna, en við í fljótu bragði ger- um okkur grein fyrir, hefur enga hugmynd um, hvers vegna 19. júní var valinn af kvennasamtökunum til þess að vera helgaður baráttu- málum íslenzkra kvenna. Þó var okkur þennan dag af- hentur lykillinn að lausn flestra okkar stærstu vandamála hefðum við aðeins kunnað að nota hann réttilega. 19. júní 1915 tók gildi ný stjórn- arskrá fyrir ísland og eitt af hinum nýju ákvæðum hennar var það, að konur fengu kosningarétt og kjör- gengi til Alþingis. í stjórnar- skránni var svo á kveðið að konur rækilegrar yfirvegunar, þó það verði ekki gert hér, að f jöldi kvenna, sem hafa það sem kallað „góða atvinnu", 3—4000 kr. tekjur á mánuði, lýsa yfir því, að jað borgi sig ekki fyrir þær að gifta sig, því að það myndi lækka svo þeirra lífsstig. Það hlýtur að vera eitthvað bog- ið við það þjóðfélag, sem skapar slíkt ástand. Á þeim 40 árum, sem liðin eru síðan konur fengu kosn- saman um að kjósa sína eigin full- trúa til Alþingis, menn, sem hún getur treyst til að standa sviklaust I skyWu fá kosningarétt með sömu verði um hag hennar. Ef Sósíalistaflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Þjóðvarnarflokkur- inn kæmu fram sem ein heild í kosningum til Alþingis, myndi kjörfylgi þeirra verða meira en íhaldsins. Ef þeir stæðu saman í kosningum, yrðu þeir sterkara afl á Alþingi en Sjálfstæðisflokkurinn, sem aðeins nýtur góðs af sundr- ungu vinstri aflanna. Og því verð- ur ekki trúað að óreyndu, að erfið- ara sé fyrir þessa flokka að standa saman í þingkosningum en í harð- vítugri stéttabaráttu. Það er gefinn hlutur, að vilji vinstrisinnaðra kjosenda um land allt er, að þessi samstaða verði tryggð. Og ef stjómmálaforingjar flokkanna skilja þetta ekki og koma því í framkvæmd, verður fólkið að fá nýja forystumenn til þess. Með því móti einu að koma á kosningasamvinnu allra vinstri manna í landinu og síðan myndun vinstri stjórnar geta alþýðusam- tökin haldið áfram sókn verkfall- anna miklu og tryggt sér nýja sigra. Samstjórn vinstri flokkanna, sem ætti öruggt fylgi verkalýðssamtak- anna og bændaalþýðunnar, yrði sterkasta stjóm, sem mynduð hefði verið á íslandi; stjórn, sem hefði fólkið við sjó og í sveit að bakhjarli. Amtsbókasafninu berst góð gjöf Menningarsjóður Kaupfélags Eyfirðinga hefur afhent Amtsbóka- safninu hér ágæta gjöf, en það er lesvél, sem notuð er til filmulest- urs. Fyrir rúmu ári síðan eignaðist safnið mjög mikið safn af filmum af handritum úr Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni. Eru þar kirkju- bækur allar, ættfræðirit, dóma- bækur, skiptabækur o. fl. Er að öllu þessu hinn mesti fengur fyrir fræðimenn hér nyrðra. Lesvélar „Gera skal girðingu.. a Núverandi utanríkisráðherra lof- aði því eitt sinn að mjög yrði dreg- ið úr og jafnvel komið í veg fyrir allar ferðir amerískra hermanna út af Keflavíkurflugvelli. Skyldi með því orðið við mjög háværum ósk- um alls þorra landsmanna, sem óska þess sízt af öllu að hafa her- mannadót þetta fyrir augum sér og vilja helzt ekkert hafa saman við það að sælda. í þessu sambandi lofaði utanríkisráðherra því, að sett yrði gaddavírsgirðing um- hverfis Keflavíkurflugvöll og taldi að þá myndi mjög draga úr ferð- um þessarra hermanna út fyrir tak- mörk vallarins. Hann hefur víst gleymt því sá góði maður að þarna er einn stærsti flugvöllur heims og nægur kostur flugvéla er auðveld- lega lyfta sér yfir nokkurra feta háa gaddavírsgirðingu. Reykvíkingar telja, að síður en svo hafi dregið úr ferðum her- manna þangað við tilkomu hinnar merku gaddavírsgirðingar og nú hafa hermenn vallarins tekið að skilyrðum og karlar. En það hefur þáverandi meirihluta Alþingis þótt full djarft. Þegar semja skyldi kjör- skrá í fyrsta sinn samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá, átti aðeins að taka á kjörskrá konur, sem þá væru 40 ára og eldri. Næsta sinn skyldi svo taka 39 ára konur og síðan koll af kolli þar til allar þær konur, sem voru 25 ára þegar stjórnarskráin gekk í gildi, væru komnar á kjörskrá. Með stjórnar skrárbreytingu 1920 var þessum fíflskap þó hætt og öllum konum eldri en 25 ára veittur kosninga réttur til Alþingis og hefur síðan ekki verið gerður munur á kosn- ingarétti karla og kvenna á Islandi. Algengt er að heyra það, og ekki síður hjá konum en körlum, að öll kvenréttindabarátta sé löngu orðin óþörf. Við höfum þegar öðlast öll réttindi, sem við höfum með að gera. Fólk bendir á, og með miklum rétti, að konur geti stundað svo að segja hvaða nám sem er og fengið aðgang að næstum öllum greinum atvinnulífsins. En við rekum okk- stundum allóþyrmilega á þá | staðreynd, að réttur til að gera eitthvað er eitt, aðstaða til að not- færa sér þennan rétt allt annað. í | sambandi við menntunina er margt að athuga. Menntun er dýr. Til að notfæra sér þann rétt þarf mikið I fé, sé möguleiki að útvega féð | koma til athugunar atvinnuhorfur að námi loknu, launakjör og mögu- leikar á að sameina það þrennt að I vera hússmóðir, móðir og stunda | atvinnu utan heimilis. Það er efni, I sem ástæða væri til að taka til ingarétt á íslandi, hefur orðið slík þær, sem notaðar eru til lesturs á bylting í atvinnulífinu og gerbreyt- I fiirnum þessum, eru dýrar, og sá ing á lifnaðarháttum þjóðarinnar, j safnig ser ekki fært að eignast nema eina þeirra. Er gjöf Menning- arsjóðs KEA því harla kærkomin og safninu mikilvæg. Fylgdi gjöf- inni ádráttur um aðra vél seinna. Vil eg fyrir hönd Bókasafnsnefnd- ar færa Menningarsjóði innilegar þakkir fyrir þennan höfðingsskap og hugulsemi í garð safnsins, sem vera má öðrum til fyrirmyndar. Erlendis er það altítt að menn- ingarstofnanir, svo sem söfn bóka, lista og náttúrugripa njóti styrktar og gjafa, atvinnufyrirtækja og ein- staklinga í ríkulegum mæli. Nú hefur Menningarsjóður KEA rutt brautina hér á myndarlegan hátt. Steindór Steindórsson. leggja leiðir sínar til fleiri staða. Um nokkrar síðustu helgar hafa bandarískar flugvélar flutt hingað hópa hermanna, sem hér hafa dvalið yfir helgarnar og sýnt sig á götum og mannamótum, bæjarbú- um til angurs og leiðinda. Ætli utanríkisráðherra að reyn- ast orðum sínum trúr og koma í veg fyrir þau leiðindi og vandræði, sem af hermannaflakki þessu stafa, verður hann að gera ákveðnari og öruggari ráðstafanir til þess, en hingað til hafa verið gerðar. Það er krafa okkar Akureyringa, og það er sanngjörn krafa, að þeg- ar í stað verði tekið fyrir allar her- mannasendingar hingað til bæjar- ins. Okkur þykir vænt um þennan bæ og viljum ekki láta erlenda soldáta bletta fegurð hans. að slíks munu óvíða dæmi á svo skömmum tíma, nema í löndum sósíalismans. Þessi breyting kem- ur ekki hvað sízt fram í viðhorfinu til heimilanna. Heimilislífið og heimilishaldið hefur tekið geysileg- um breytingum. Með tilkomu hinna margvíslegu heimilisvéla, stórbættu húsnæði, nýungum i framleiðslu fatnaðar og matvæla og mörgu fleiru, hefur stór hópur íslenzkra húsmæðra eignast frí- stundir frá heimilishaldinu, frí stundir, sem þær mjög gjarnan vilja nota til að vinna hver eftir sinni getu við hagnýt störf í þágu þjóðfélagsheildarinnar. Það er ömurlegt tímanna tákn, að á sama tíma og tveir höfuðat- vinnuvegir þjóðarinnar, sjávarút- vegurinn og landbúnaðurinn, hrópa vinnuafl, meðan togurunum er lagt fyrir skort á sjómönnum og út- lendingar eru fluttir inn til að vinna í sveitum landsins, þá er vinnuaflið önnum kafið við hern- aðarframkvæmdir hjá hernámslið- inu, suður í Keflavík, norður í Að- alvík, austur í Hornafirði og út á Langanesi. Á sama tíma og þörfin á vinnuafli stendur atvinnuvegun um fyrir þrifum, sitja þúsundir kvenna víðs vegar á landinu og þrá ekkert heitar en að verða þátttak endur í framleiðslusögu þjóðarinn- ar og uppbyggingu heilbrigðra at- vinnuhátta. Til þess að gera þetta mögulegt þarf skipulagningu og fyrst og fyrst og fremst skilning á því, sem þjóðarheildinni er fyrir betzu, en þann skilning virðist núverandi ráðamenn algerlega skorta. Þeir, sem setja hagsmuni hinna fáu og stóru, yfir hagsmuni hinna mörgu og smáu, þeir, sem hika ekki við að fórna hagsmunum alls þorra þjóð- arinnar fyrir sérhagsmuni örfarra valdasjúkra stóreignamanna, verða að víkja, og það er á okkar valdi að víkja þeim. í 40 ár höfum við haft í höndunum lykilinn að lausn vandamálanna án þess að hafa hirt um að læra að nota hann rétt. Von- andi notum við þessi tímamót til þess að taka málin til alvarlegrar yfirvegunar og höfum lært að beita vopninu rétt þegar næsta tækifæri býðst. G. Gv. Frá kirkjunni. Sökum prtsta- stefnunnar verða báðir sóknar- prestarnir fjarverandi fram yfir næstu helgi. Á mcðan má vitja vottorða úr kirkjubókum til séra Filiðriks J. Rafnar, Útskálum, Glerárþorpi. Sími 1223. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Edda Indriðadóttir, Akureyri, og Helgi Hallsson, Siglufirði. Gallup Ætlunin er að eftir hálfan mán- uð taki til starfa Gallupstofnun hér á landi. Hefur forstöðumaður norsku Gallupstofnunarinnar verið hér að undirbúa málið. Gallupstofnanir eru starfandi í flestum Vestur-Evrópulöndum, Bandaríkjunum, Kanada og Ástral- íu. Þær eru sjálfstæðar stofnanir hver í sínu landi, en hafa þó sam- vinnu og hittast forstöðumennirnir til skrafs og ráðagerða. Skoðanakönnun Gallupstofnan- anna er fyrst og fremst tvenns kon- ar, menn eru spurðir um alls konar almenn mál og í öðru lagi um álit varningi. Vöruframleiðendur og seljendur láta spyrja um álit fólks vamingi þeim sem þeir fram- leiða, og greiða þeirf stofnununum gjald fyrir, eru þau aðaltekjur Gallupstofnananna. í fyrstu umferð skoðanakönnun- ar hér geta menn átt von á því að vera spurðir um álit sitt á gerðar- dómi í vinnudeilum, hvaða blöð þeir lesi, hvað þeir lesi í blöðun- um, hvort þeir hlusti á útvarp og þá jafnframt á hvað þeir hlusti sér- staklega. Síðar verður vafalaust kannað pólitískt fylgi flokka. Segir Balstad að niðurstöður skoðana- könnunar fyrir kosningar í Noregi komi mjög vel heim við úrslitin í Noregi, en annars staðar hefur vilj- að við brenna að svo reyndist ekki. Niðurstöður kosningafylgis eru birtar fyrir kosningar í Bandaríkj- unum og Bretlandi, en ekki fyrr en eftir kosningar í Noregi. Gallupstofnunin hér mun hafa samvinnu við Hagstofuna, verður landinu skipt í svæði og spuming- ar sendar til hópa manna, sem eiga að sýna „þverskurð" af þjóðfélag- inu. Með upplýsingar þær, sem svör- in veita, á að fara sem trúnaðar- mól.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.