Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.11.1955, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 25.11.1955, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 25. nóv. 1955 VERKHfllflÐllRllin Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. Ritnefnd: Björn Jónsson (ábyrgðarmaður), Jakob Árnason, Einar Kristjánsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árgangurinn. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Egi Isstaðasa mþykkt Alþýðufl. Sfjórnmðlðólyktun Sósíalislafl. Fyrir nokkrum árum hélt félags- skapur einn austfirzkur fund að Egilsstöðum. Varð fundur þessi síðan landsfrægur og í minnum hafður fyrir það, að hann lét sig hafa það að „samþykkja“ að al- kunnar staðreyndir væru á allt annan veg en raunveruleikinn. Eru slíkar samþykktir síðan heitnar eftir fundi þessum og þykja jafnan gott aðhlátursefni, þótt þær beri játendum sínum miður góðan vitn- isburð um greind og geð. Þykir reynzlan vera sú, að haldlítið reynist að „samþykkja“ t. d. að hvítt sé svart, eða öfugt, hversu sem menn þrá slíkar litbreytingar. Því miður eru „samþykktir" af þssu tæi algengari en ætla mætti með svo vel menntaðri þjóð sem íslendingum og sannast þar að fleiri en börn, í eiginlegustu merk- ingu, falla fyrir þeirri freistni að mæla sem vilja, án tillits til raun- sanninda. Þetta henti líka meirihluta flokksstjórnar Alþýðuflokksins á landsfundi hennar fyrir fáum dög- um og það í sjálfri stefnuyfirlýs- ingu fundarins. Þar er birt sú ein- falda „samþykkt" að Sósíalista- flokkurinn sé ekki samstarfshæfur og því sé ekki hægt að mynda stjórn með honum meðan þing- menn hans segi sig ekki úr flokkn- umí! Auðvitað er „rökstuðningur- inn“ í samræmi við niðurstöðuna: Sósialistaflokkurinn er óhæfur til samstarfs vegna þess að hann fylgir rússneskri stefnu í utanrikis- málum!! Þótt íslenzkum alþýðumönnum sé raunar annað en hlátur í huga, nú þegar afturhaldið kreppir klær sinar æ fastar að lífskjörum þeirra, fer þó ekki hjá því að þessi nýj- asta Egilsstaðasamþykkt Alþýðu- flokksins veki hlátur sem bergmáli landshomanna milli. Alþýða Hafn- arfjarðar minnist þess, að einmitt það samstarf, sem flokksstjórnar- fundurinn „samþykkti" að ekki gæti átt sér stað, hefur nú verið staðreynd þar í bæ um 2ja ára skeið, hefur bjargað bæjarfélaginu frá íhaldsyfirráðum og lagt grund- völl að atvinnulegri uppbyggingu og almennum framförum. Verka- menn Rvíkur og Akureyrar minn- ast þess hvernig þetta sama bann- færða samstarf færði þeim sigur yfir auðmannaklíkum höfuðborg- arinnar í verkföllunum miklu sl. vor. Fólkið i verkalýðsfélögunum um allt land minnist árangursríks og ánægjulegs samstarfs Alþýðu- flokksmanna, sósialista og Fram- sóknarmanna og þess að árangrar hagsmunabaráttunnar urðu jafnan því meiri sem þetta samstarf var traustara. Ungu menntamennirnir í Háskólanum minnast með vel- þóknun samstarfs sósíalista, þjóð- varnarmanna og Alþýðuflokks- manna um málefni stúdenta. Þann- ig mætti fara margar hringferðir um landið og sjá því nær hvar- vetna staðreyndir þess samstarfs, sem mirihluti flokksstjórnar Al- þýðufl. sveitist nú við að afneita. Flestir munu og svo hamingjusam- ir að muna að Alþýðuflokksmenn og sósialistar sátu saman í ríkis- stjórn frá 1944—‘46 og að til þess samstarfs má rekja margt af því bezta, sem íslenzk alþýða hefur náð fram af hagsmunamálum sín- um og býr enn að. Það er að vísu engin afsökun til fyrir því að neita staðreyndum, en lítum samt á „afsökun" Haraldar & co.: „rússnesku stefnuna í utan- ríkismálum". Staðreyndirnar segja að stefna íslenzkra sósíalista í ut- anríkismálum sé byggð á hlutleys- isyfirlýsingunni frá 1918. Þeir vilja hafa frið og vinsamleg sam- skipti við allar þjóðir heims. Þeir vilja að hernámssamningnum verði sagt upp og ameríski herinn verði látinn fara af landi burt. Þeir vilja að Atlantshafssamningnum verði sagt upp og landi og þjóð haldið utan við allan vígbúnað og öll hernaðarbandalög. Þeir vilja ekki að komið sé á her eða her- skyldu. Þeir vilja fullt verzlunar- frelsi. Sé þetta rússnesk stefna, þá eru sósíalistar sannarlega ekki ein- ir um að hlýta fyrirmælum frá Sovétríkj., því að einmitt þessi stefna á vafalaust fylgi yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar, þ. á. m. flestra fylgjenda Alþýðuflokks- ins. Egilsstaðasamþykktir breytu engu um staðreyndir og stjórn- málaályktanri hægri manna Alþ.fl. ekki frekar en aðrar. Hversu mjög sem þeir þrá að rægja Sósíalista- flokkinn og þær þúsundir alþýðu- fólks, bæði í röðum Alþýðuflokks- ins og annarra flokka, sem byggja vonir sínar um sigur yfir aftur- haldsöflunum á því að traust sam- starf verði myndað með öllum íhaldsandstæðingum, heldur þró- unin áfram, byggð á staðreyndum fortíðar og nútíðar. Afl mannanna sem nú telja sig hafa öll völd í Al- þýðuflokknum, Stefáns Jóhanns, Haraldar og þeirra nóta, til þess að móta þróun íslenzkra stjórn- mála hefur aldrei verið mikið og þó aldrei vesælla en nú, er þeir neyta sinna síðustupólitískukrafta til þess að reyna að snúa við þeim juiiga straumi íslenzkrar alþýðu, sem nú sækir fram til einingar fyr- ir málstað sínum og beina honum til þjónustu við afturhaldið í Framsókn og sjálft íhaldið. Alþýð- an sjálf og ein ber í höndum sér það vald, sem dugar til þess að (Framhald af 1. síðu). endum leyft að setja leigjendur á götuna og hækka húsaleigu eftir vild, án leyfis stjórnarvalda. Þegar valdhafarnir neyddust til að láta undan kröfum fóklsins og Sósía- listaflokksins og gefa íbúðabygg- ingar frjálsar var hins vegar ekkert slakað á lánsfjárbanninu og menn hindraðir í að byggja. með þeim árangri að 1954 komst tala nýrra íbúða í Reykjavík enn ekki upp í það, sem hún var 1946, eða aðeins í 487, þótt yfir 600 sé lágmark þess er þurfti strax árið 1946. I stað þess að halda húsnæðismál- unum utan við braskið, sem eigi var aðeins nauðsynlegt vegna leigjenda og þeirra, er búa í eigin ibúðum, heldur og vegna útflutn- ingsins, — hafa valdhafarnir með sínu kalda stríði gegn alþýðunni megnað að gera nýbyggingu ill- kleifa efnalitlu fólki, húsaleigu í Reykjavík allt að því tí-falda við það sem var 1945 og dæma fleiri barnafjölskyldur til vistar í bragga ana en voru þar 1946. Hermangið er á síðustu tveimur árum orðið öruggasta górðaupp- spretta íslenzka auðvaldsins. Sá hluti auðmananstéttarinnar, er að hermanginu situr, safnar milljóna- gróða, meðan þorri atvinnurek- enda í sjávarútvegi og landbúnaði á það undir álögum og styrkjum, hvort atvinnurestukrinn ber sig. Hermang og einokunarvald, er fé- flettir atvinnulífið, er orðið sora- mark íslenzka auðvalddsskipulags- ins. Auk hins almenan arðráns er voldugasti hluti auðmannastéttar- innar þar með farinn að lifa sníkju lifi — sumpart á útlendu herveldi, sumpart á íslenzkum atvinnuveg- um, er það mergsýgur svo, að þeir standa ekki undir sér. Með yfirdrottnun hermangara- valdsins kemst íslenzka auðvalds- skipulagið á sitt vertsa spillingar- og hnignunarstig. 1944 átti hluti af íslenzku borgarastéttinni samstarf við verkalýðinn um nýsköpun at- vinnulífsins, m. a. að grundvöllun togaraútgerðar norðan-, austan- og vestanlands, en nú vofir eyðing byggðarinnar yfir ýmsum stöðum í þessum landsfjórðungum. íslenzka auðvaldsskipulagið, undir forystu hermangara- og einokunarvaldsins, er orðið bráð hætta fyrir eðlilega þróun íslenzks þjóðarbúskapar og þjóðlífs vors alls, — hætta, sem þjóðin verður að átta sig á í tíma. Vegna gróða af hernáminu munu nú ofstækisfyllstu fulltrúar her- námsflokanna halda áfram að berj- ast fyrir herstöðvum Bandaríkj- anna á Islandi, þótt sú átylla, er hernámsflokkarnir áður notuðu fyrir hernáminu, sé brott fallin. Þar með berjast þeir raunveru- lega fyrir herstöðvum Bandaríkj- anna á Islandi til langframa og al- gerri tortímingu sjálfstæðisins. Stjórnarfarið er orðið jafn gagn- rotið og gróðaaðferðirnar. Ríkis- valdið er stjórnarflokkunum fyrst og fremst ránsaðstaða, en á ekkert skylt við ábyrga þjóðarforystu. Svo skaðleg sem stjórn her- námsflokkanna hefur verið ís- lenzkri þjóð, svo óraunhæf hefur hún verið miðað við valdahlutföll í landinu. Allt frá því að amerískt auðvald hóf bein afskipti af innan- landsmálum Islands 1947 og skip- aði hernámsflokkunum að stjórna landinu gegn verkalýðnum og móta framtíðina, og hún mun nota það, hvort sem afturhaldi Alþýðu- flokksins líkar betur eða verr. Það er hægt að tefja myndun vinstri stjórnar á íslandi, en það er jafn fráleitt að hægri kratar geti hindr- að hana til langframa, þrátt fyrir allar sínar Egilsstaðasamþykktir. bannaði þeim því samstarf við Sósialistaflokkinn, hefur stjórnar- stefna auðvaldsins á Islandi verið sú að heyja vonlaus hjaðningavíg við sér sterkari þjóðfélagsöfl. Auð- valdið hefur að vísu megnað að vinna verkalýðnum og alþýðu allri mikið tjón í krafti ríkisvalds síns, en ekki getað stjórnað efnahags- málum landsins til lengdar. Stjórn- málaforysta íslenzks verkalýðs hefur verið það raunsæ, samtök verkalýðsins það sterk og baráttu- kjarkur hans svo mikill, að auð- valdið hefur því aðeins getað unn- ið honum tjón, að það beitti fyrir sig ríkisvaldinu (gengislækkun og kaupbinding, skipulagning at- vinnuleysis 1952, afnám húsaleigu laganna og skipulagning húsnæðis- okurs, afpám verðlagseftirlits og almenn vöruhækkun, vaxtahækk- un og lánsfjárbann o. s. frv.). Harðsvíraðasti hluti auðvalds- ins, er hefur hermangið og einok- unaraðstöðuna að féþúfu, ofstæk- isfyllstu forystumenn Sjálfstæðis- flokksins að málpípum sínum og Morgunblaðið að höfuðmálgagni sínu, bar nú fram æ háværarí kröfur um þingmeirihluta Sjálf- stæðisflokknum til handa, til þess að koma á þvi alræði braskaranna, er beitt geti verkalýðshreyfinguna hörðu, að suðuramerískum sið, lamað samvinnuhreyfinguna og brotið þjóðfrelsisbaráttu Islend- inga é bak aftur. Auðvaldið kaup- ir sér með spillingarkerfi helm- ingastaðaskiptanna liðsinni Fram- só.knar meðan það stefnir að þvi að ná þessu takmarki. Þa ðer stefnt markvisst að því að undirbúa jarðveginn fyrir al- ræði peningavaldsins. Spillingin og múturnar eru settar í kerfi eng- ir fjármunir eru sparaðir til þess að kaupa sannfæringu manna. Skipulega er unnið að því að sam- eina alla þræði efnahagslífsins í höndum einokunarauðvaldsins, þannig að allt framtak og fram- kvæmdir, smáar og stórar, séu komnar undir náð þess. Þannig er unnið að því að setja peningagild- ið í stað manngildisins á öllum sviðum þjóðlífsins. Fyrir afturhaldssamasta hluta íslenzka auðvaldsins er áframhald- andi hernám íslands og niðurlæg- ing íslenzku þjóðarinnar forsenda fyrir því að það sjálft fái haldið völdum sínum og gróðaaðstöðu. Geggn þssari hættu magnast nú mótspyrnan meðal þjóðarinnar. II. Þau 8 ár, sem liðin eru síðan kalda stríðið hófst, hefur Sósía- listaflokkurinn barizt fyrir alhliða nýsköpun atvinnulífsins, þegar hernámsflokkaranir hafa stöðvað þróun sjávarútvegsins og hamlað framfröum í öðrum atvinnugrein- um. Flokkurinn hefur barizt fyrir al- hliða aukningu viðskipta og eink- um eflingu öruggra markaða í al- þýðuríkjunum, þegar afturhaldið hefur með köldu viðskiptastríði reynt að loka þeim leiðum. Flokkurinn hefur öll þessi ár Iátlaust barizt fyrir að verja þá lífsafkomu, sem náðist 1942— 1947 og staðið í broddi fylkingar i þeim hörðu átökum er um það hafa orðið, ekki sízt í verkföllun- um miklu 1947, 1949, 1951, 1952, 1954, og 1955. Flokkurinn hefur aldrei hvikað frá þeirri stefnu hlutleysis og sjálf stæðis landsins, sátta- og friðar- stefnu Islands á alþjóðavttvangi, er hann markaði, þegar hann var stofnaður, endufltók við stofnun lýðveldisins og tókst að sameina þjóðina um árið 1945, er her- stöðvakröfum Bandaríkjanna var hafnað. Flokkurinn hefur þannig barizt fyrir hagsmunum og réttindum al- mennings, heiðri og heill þjóðar- innar, þegar allt hið kalda stríð yf- irstéttarinnar innanlands og utan beindist gegn hvorutveggja. Flokkurinn hefur allan þennan tíma einbeitt sér að því að skapa iningu í röðum verkalýðsins, er orðið gæti forysta fyrir alþýðu- stéttum landsins og öllum fram- sæknum öflum. Flokkurinn hefur aldrei látið hrekja sig yfir í neina einangrunarstefnu né gefizt upp fyrir ofsóknar- og gerningahríðum afturhaldsins. Árangurinn af réttri stefnu flokksins í einingarmálum alþýðu og sjálfstæðismálum þjóðarinnar kom skýrt í ljós á síðasta hausti, er einingaröflin í verkalýðshreyf- ingunni, vinstri armur Alþýðu- flokksins og sósíalistar og aðrir einingarsinnar náðu meirihluta á þingi Alþýðusambandsins og tók- ust á hendur stjórn Alþýðusam- bands Islands og forystu verka- lýðssamtakanna á íslandi. í krafti þeirrar einingar lagði verkalýður Reykjavíkur, Akureyrar og Hafn- arfjarðar til eins lengsta og harð- vítugasta verkfalls • íslandssögunn- ar vorið 1955. Afturhaldsöflin ákváðu að gera það verkfall að aflraun stéttanna. Og verkalýður- inn vann það með ágætri sam- heldni og fórnfýsi og sýndi þar með að verkalýðssamtökin eru sterkasta valdið í landinu. Auð- mannastéttir beitir nú öllum ráð- um með tilstyrk ríkisvaldsins til þess að ræna ávöxtunum af sigri vrkalýðsins. En jafnframt vex skilningur almennings á því, að til þess að tryggja árangur hagsmuna- baráttunnar, er nauðsynlegt að al- þýðan taki höndum saman, einnig á stjórnmálasviðinu. Flokksþingið minnir á stjórn- málaályktun síðasta flokksþings, álítur flokksstjórnina hafa starfað í anda hennar og fagnar sérstak- lega þeim mikla árangri, er náðst hefur á sviði verkalýðshreyfingar og stéttarbaráttu verkalýðsins. II. Höfuðverkefni flokksins á næst- unni er að koma á víðtæku sam- starfi alþýðustéttanna og allra framsækinna afla og ríkisstjóm á grundvelli þess samstarfs. Frum- skilyrði slíks samstarfs og slíkrar ríkisstjórnar er eining í verkalýðs- stéttinni, öruggt, pólitískt samstarf Sósíalistaflokksins og Alþýðu- flokksins. Flokksþingið minnir á stefnuskrá flokksins við Alþingis- kosningarnar 1953 og stjórnmála- ályktun síðasta flokksþings, sem hvort tveggja er enn í fullu gildi. Flokksþingið fagnar því frum- kvæði^ sem stjórn Alþýðusam- bands íslands hefur haft um tillög- ur að stefnuskrá vinstri ríkis- stjórnar og samninga vinstriflokka á þeim grundvelli og lýsir yfir samþykki sínu við afstöðu mið- stjórnar til stefnuyfirlýsingar Al- þýðusambandsstjórnar. Álítur þing ið hvort tveggja rétt og nauðsyn- legt, að koma á kosningabandalagi Sósíalistaflokksins, Alþýðuflokks- ins og Þjóðvarnarflokksins, þann- ig, að þeir bjóði fram sem einn kosningaflokkur, og að koma á vinstri ríkisstjórn svo skjótt sem kostur er á. Flokksþingiið leggur áherzlu á, að myndun slíkrar ríkisstjórnar og framkvæmd stefnuskrár þeirrar, sem nú er til umræðu, er þýðing- armesta hagsmunamál verkalýðs- hreyfingarinnar. Flokksþingið álítur það brýn- asta verkefni þjóðarinnar að mynda ríkisstjórn, sem hnekkir yf- irráðum hermangara- og einokun- arauðvaldsins, hefur að nýju upp- (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.