Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.12.1956, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 18.12.1956, Blaðsíða 6
6 VERKAMAÐURINN Þriðjudaginn 18. des. 1956 Vegna vörukönnunar verða sölubúðir vorar LOKAÐAR sem hér segir: Kjötbúðin og útibúið Ránargötu: Miðvikudaginn 2. janúar. Nýlenduvörudeildin: Miðvikudaginn 2. janúar og fimmtudag- inn 3. janúar. Útibúin á Oddeyri, í Brekkugötu, Innbænum, Hlíðargötu, Grænumýri, Glerárþorpi og Kjörbúðin Ráð- hústorgi.: Miðvikudaginn 2. janúar. Jám- og glervömdeildin: Miðvikudaginn, fimmtudaginn og föstudaginn 2.-4. janúar. Véla- og búsáhaldadeildin: Miðvikudaginn, fimmtudaginn, föstudaginn og laugardaginn 2.-5. janúar. Vefnaðarvömdeildin: Miðvikudaginn, fimmtudaginn, föstu- daginn, laugardaginn og mánudaginn 2.-7. janúar. Blómabúðin: Miðvikudaginn 2. janúar. Byggingavörudeildin: Miðvikudaginn, fimmtudaginn, föstu- daginn, laugardaginn og mánudaginn 2.-7. janúar. Skódeildin: Miðvikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. janúar. Lyfjabúðin, brauð- og mjólkurbúðir verða ekki lokaðar. Full reikningsskil á þessa árs reikningum verða að vera gerð fyrir 23. desember næstkomandi. Kaupfélag Eyfiröinga - Samkomulag orðið um næstu aðgerðir í efnahagsmálum (Framhald af 1. stðu). undanbragðalausar framkvæmdir þeirra úrræða, sem í tillögunum felast til bóta fyrir fólkið. Var það almennt álit fulltrúanna þar, að ef vel tækist um framkvæmd- ina væri hér stigið spor í rétta átt til að reisa við efnahagslífið í landinu og tryggja afkomumögu- leikana. Hér á Akureyri stóð til, að til- lögurnar yrðu ræddar af stjórn- um verkalýðsfélaganna og full- trúaráðinu á sunnudagskvöld, en sakir þess að ekki var flogið hingað frá Reykjavík þann dag og tillögumar bárust því ekki norður, féll fundurinn niður, en verður væntanlega haldinn strax Ú tvarpsumræður. Eins og áður er fram tekið munu tillögur ríkisstjórnarinnar verða lagðar fram á Alþingi í dag og verða þær þegar teknar til umræðu, þar sem óhjákvæmilegt er að þær verði afgreiddar fyrir jól, en tíminn nú orðinn skamm- ur. í símtali, sem blaðið átti við Börn Jónsson, alþingismann, í gær, skýrði hann frá því, að allar líkur væru til að útvarpsumræð- ur færu fram um mál þessi, og má segja að slíkt sé sjálfsagt, svo að þjóðin geti gert sér sem gleggsta hugmynd um ástandið Barnastúkan „Samúð“ 25 ára Bamastúkan Samúð nr. 102 á Akureyri minntist 25 ára afmælis síns á hátíðafimdi í Skjaldborg fyrra sunnudag. Á fundinum mættu reglufélagar úr fram- kvæmdanefnd Umdæmisstúku Norðurlands og fluttu henni ám- aðaróskir. Stúkan var stofnuð af Hannesi J. Magnússyni skólastj. 29. nóvember 1931, og var hann gæzlumaður hennar til áramóta 1948—49. Hún telur nú um 350 félaga og hafa 70 börn gengið í hana á síðastliðnu ári. Á síðast- liðnu vori hlaut hún verðlaun frá Stórstúkunni fyrir það, að 28 fé- lagar hennar höfðu gengið í und- irstúku á árinu. Fimdarsókn er góð í stúkunni og sjá börnin að mestu leyti sjálf um skemmtiefni á fudum. Gæzlumenn stúkunnar ORÐSENDING til húsráðenda og hús- mæðra frá Brunabótafélagi íslands Farið varlega með eldinn. Jóla- trén eru bráðeldfim. Ef kviknar í jólatré, þá kæfið eldinn með því að breiða yfir hann. — Setjið ekki kertaljós í glugga eða aðra staði, þar sem kviknað getur í gluggatjöldum eða fötum. — Brunabótafélag Islands ATHUCIÐ Akureyringar og aðrir við- skiptavinir, að Bifreiðastöð Oddeyrar h.f. hefur ávallt til taks góða bíla í lengri og skemmri ferðir. — Sérstaklega viljum við benda fólki á, að nú um jólin og framvegis, ef vel reynist, munum við hafa bíla á stöðinni til kl. 3 að nóttu, og verður þá einnig svarað í síma á þeim tíma, þegar bílar eru við. BIFREIÐASTÖÐ ODDEYRAR H.F. - AKUREYRI. Sími 1760. SKÓFATNAÐUR á böm og fullorðna. Inni- og útiskór. Hlífðar- og kulda- stígvél. NÝJAR VÖRUR alltaf að koma. Gleðileg jól. SKÓVERZLUN PÉTURS H. LÁRUSSONAR. ARAMOTAKLUBBURINN í Alþýðuhúsinu hefur að venju dansleik síðasta kvöld ársins. — Þeir, sem vilja vera þátttakendur, em vinsaml. beðnir að skrifa nöfn sín á lista, sem liggur frammi í Alþýðuhúsinu n.k. fimmtudags- og föstudagskvöld, 20. og 21. þ. m., klukk- an 8—10 e. h. SKEMMTINEFNDIN. og úr rætist um flutning hinna þýðingarmiklu plagga. og þær ráðstafanir, sem gerðar verða til úrbóta. eru þeir Eiríkur Sigurðsson og Gunnar Lórenzson,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.