Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.03.1957, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 22.03.1957, Qupperneq 1
VERKflmflDURinn XXXX. árg. Akureyri, föstudaginn 22. marz 1957 11. tb.. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN' Öllum |>eini, sem fylgjast vilja með íslenzkum stjórnmálum, er nauð- synlegt að lesa Þjóðvilj- ann. Askriftarsími á Ak- ureyri 1516. „Á kostnað höfundar” Viðtal við Rósberg G. Snædal um nýja bók frá hans hendi, útgáfu ljóða almennt o. fl. Blaðið hefur fregnað, að von sé á nýrri ljóðabók, eftir Rósberg G. Snædal, og af því tilefni snúið sér til hans og rabbað við hann um bækur hans og fleira í því sam- bandi. Þú ætlar að fara að gefa út ljóðabók á næstunni, er það ekki rétt hermt? — Jú, eitthvað verður maður að reyna, mixtúru eða skammta, sagði læknirinn. Eg er haldinn þeirri áráttu, eins og fleiri höf- undar að vilja helzt yrkja og skrifa fyrir fleiri en sjálfan mig. Og hún verður prentuð „á kostnað höfundar“, eins og þar stendur? — Jú, allt á sam'a stað, eg hef neyðst til að gefa út bækur mínar sjálfur og lítið reynt við önnur forlög, því að eg veit um mörg miklu þekktari og betri skáld en mig, sem þaðan hafa farið bón- leiðir til búðar sinnar. Það kling- ir alls staðar þetta: Þýðir ekki að gefa út Ijóðabók, nema eftir Davíð eða Tómas. Hitt verður heldur ekki umflúið að venjulega tapa höfundarnir stórfé, þegar þeir ráðast í útgáfu bókar og svo hefur verið með mig. En þetta er sjálfskaparvíti og tjóar víst ekki að tala um. Mig dreymir alltaf um eins konar útgáfubandalag ungra höfunda. Hvernig ætti það að starfa? — Því er ekki fljótsvarað, en eg álít, að með miklu starfi mætti takast að ná til svo margra ljóða- unnenda um land allt, að útgáfa svo sem tveggja til þriggja bóka á ári frá hendi ungra höfunda ætti að geta borið sig. Taka ekki bókaverzlanirnar al- mennt bækur ykkar til sölu, þótt þið gefið þær út sjálfir? — Jú, þær gera það, en venju- lega hverfá þær að baki stærri bóka, sem útgefendur hafa fjár- magn til að auglýst mikið. Og reynzlan er sú, að frá mjög mörg- um bók salanna berast engin upp- gjör eða þá seint og síðar meir eftir mikinn eftirrekstur og fyrir höfn. Við hljótum því jafnan að verða að treysta mest á söluna til kunningja og áskrifenda. Þú hefur gefið út nokkrar bækur áður? — Já, þetta er að nafninu til sú sjötta í röðinni, en tvær þeirra eru lítil vísnakver, sem naumast geta borið bókamafn. Eru ekki ljóðin í þessari nýju bók frá „síðustu og verstu tím- um“? — Það get eg nú varla sagt. Það eru nú liðin átta ár frá því að fyrsta ljóðabók mín kom út, en á þeim tíma hef eg lítið stundað ljóðagerðina, en meir fengizt við sögur og ýmislegt annað. Eg hef yfirleitt ekki ort kvæði, nema mér hafi fundizt eg þurfa þess. Einhver efni hafa sótt svo fast að mér, að eg hef að lokum ekki fundið frið fyrr en ljóðið var búið að fá á sig form og eg er viss um, að í þessarri bók verða mín beztu ljóð hvort sem eg yrki lengur eða skemur. En hvað viltu svo segja um ljóðagerðina almennt? — Eg álít það staðreynd, að aldrei hafi á íslandi verið betur ort en í dag, hvað sem menn segja um rímuð ljóð eða atóm- ljóð, þá er það víst, að allir hinna betri ljóðskálda vanda nú miklu betur verk sín heldur en t, d. Grímur og Matthías. Hitt er svo annað mál, hvort efni þeirra kvæða, sem nú eru ort, samsvarar vinnunni, sem höfundarnir leggja í þau. Hefur þú fengizt við atómkveð- skap, eða er kannski eitthvað af slíkum ljóðum í hinni nýju bók? — Nei, ég er líklega orðinn of gamall til að kasta ríminu, en eg er hvorki með eða á móti hinni nýju ljóðagerð, því að mér finnst að formið skipti skáldið aldrei höfuðmáli, heldur hitt, hvort það hefur einhvern boðskap að flytja, sem almennur ljóðalesandi getur notið. Eg er yfirleitt á móti öllum „línum“ í ljóðagerð, hvort sem þær eru gamlar eða nýjar. Verður þetta stór bók, og er nokkuð ákveðið um nafn hennar? — Hún verður fimm arkir, en nafnið hef eg ekki ákveðið enn- þá. Ætlar þú aðeins að selja hana til áskrifenda? — Já, e'g ætla að prófa þann hátt í þetta sinn, því að eg veit ekkert ömurlegra fyrir höfunda, en það, að bækur þeirra liggi í stórum upplögum fyrir hunda og manna fótum, en engum til gagns eða ánægju. Telur þú það rétta kenningu, að áhugi almennings fyrir ljóða- gerð fari þverrandi? — Á því er enginn vafi, að (Framhald á 4. síðu.) Árshátíð Sósíalista- félagsins Árshátíð Sósíalistafélags Akur- eyrar verður haldin í Ásgarði annað kvöld og hefst hún kl. 8.30 með sameiginlegri kaffidrykkju. Meðan setið verður yfir borð- um fara fram ýmis atriði til skemmtunar og fróðleiks, og verður þetta helzt: Björn Jóns- son, alþm., flytur ávarpsorð, frú Sigurveig Jónsdóttir syngur nýj- ar gamanvísur, Rósberg G. Snæ- dal flytur skemmtiþátt: „Frá landsgöngunni“. Auk þess verður samtalsþáttur o. fl. Allir félagar Sósíalistafélagsins og Æskulýðsfylkingarinnar eru að sjálfsögðu velkomnir með gesti sína, en þægilegra væri fyrir þá, sem starfa að undirbúningi sam- komunnar, að sem flestir til kynntu þátttöku sína á skrifstofu félagsins, sími 1516. Mikill áhugi fyrir skíðaíþróttinni Stökk- og svigkeppni um næstu helgi Almenn bólusetning gegn mænuveiki hefst hér í bænum í næstu viku, svo sem nánar er auglýst á 4. síðu blaðsins í dag. Getur nú hver sem þess óskar látið bólusetja sig gegn þessarri veiki og vill blaðið hvetja alla þá, sem ekki hafa fengið mænuveiki, til að notfæra sér þetta tækifæri. Óvenjumikill áhugi er ríkjandi um þessar mundir fyrir skíða- íþróttinni og er fjöldi manns á skíðum um hverja helgi og æf- ingar stundaðar af kappi. Landsgangan. Það fer ekki á milli mála, að Landsgangan, sem Skíðaráð ís- lands efndi til, og nú fer fram um allt land, á verulegan þátt í þeim áhuga, sem nú ríkir fyrir þessarri íþrótt, og hefur fjöldi fólks á öll- um aldri nú farið á skíði vegna hennar. Nú hafa um hálft þriðja þúsund manna lokið göngunni hér í bæ, og ef áframhaldandi verður góð þátttaka, mun hlutur Akureyringa ekki verða lakastur í þeirri keppni. En það fara ýmsir á skíði, þótt ekki sé aðeins til að komast þessa 4 kílómetra. Skíðakapparnir, þeir sem reglulega stunda skíðaíþrótt- ina láta einnig mikið að sér kveða um þessar mundir, og væntanlega fer þeim fjölgandi, sem þann hóp fylla. Stórhríðarmótið. Síðastl. sunnudag var svig- keppni Stórhríðarmóts Akureyr- ar háð í gilinu ofan við Knarrar- berg. Helztu úrslit þeirrar keppni urðu þessi: A flokkur: X. Hjálmar Stefánss., KA, 95.3 sek 2. Birgir Sigurðss., Þór, 100.5 sek. 3. Bragi Hjartars., Þór, 100.6 sek. Verðlagseftirlitið í höndum almennings Aðild verkalýðsfélaganna til að auðvelda framkvæmdina Braut A-fl. var um 300 m löng, með 52 hliðum. B flokkur: Kristinn Steinss., Þór, 96.5 sek. Páll Stefánsson, Þór, 96.7 sek. 3. Reynir Pálmas., KA, 100.0 sek. Braut B-fl. var um 250 m löng með 46 hliðum. C flokkur: Viðar Garðarss., KA, 77.4 sek. 2. Grétar Ingvarss., GA, 87.8 sek. Hörður Sverriss., KA, 89.9 sek. Brautin var um 200 m löng með 41 hliði. Drengir (eldri flokkur) 1 ívar Sigmundss., KA, 33.5 sek. 2 Vignir Kárason, KA, 34.5 sek. 3. Guðm. Kristjánss., KA, 35.7 sek Drengir (yngri flokkur) 1 Magnús Ingólfss., KA, 39.2 sek. 2. Þórarinn Jónss., KA, 45.6 sek. 3. Jóh. Karl Sigurðss., KA, 52.3 4. Sig. Haraldsson, KA, 58.5 sek. Stökkkeppni um næstu helgi. Um næstu helgi fer fram stökk- og svigkeppni hér ofan við bæ- inn. Verða þar margir keppend- ur, auk Akureyringa, taka þátt í keppninni Reykvíkingar, Dalvík- ingar og Ólafsfirðingar. Nýlega óskaði Alþýðusamband íslands eftir því við verkalýðsfé- lögin um land allt, að þau til- nefndu fulltrúa af sinni hálfu til að starfa að verðlagseftirliti í samvinnu við hið opinbera verð- lagseftirlit ,en í lögum frá 22. des. sl., er svo ákveðið, að verðlags- eftirlit ríkisins leiti samvinnu við verklýðsfélög og önnur hags- munasamtök neytenda. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna á Akureyri ræddi mál þetta á fundi 6. þ. m. og samþykkti að fela starfsmanni félaganna ásamt tveimur konum, sem stjórn Full trúaráðsins fengi til starfa með honum að þessum málum, að koma fram sem fulltrúar allra verkalýðsfélaganna ’ bænum þessum vettvangi. Eftirlitsnefnd þessi, eða sam- starfsnefnd verðlagseftirlitsins, er nú fullskipuð, og eiga sæti í henni: Jón Ingimarsson, Byggðaveg 154. Sími 1544. Guðlaug Jónasdóttir, Glerárg. 18. Sími 2077. Margrét Magnúsdóttir, Hrís- eyjargötu 8. Sími 1794. Gert er ráð fyrir, að fulltrúar þessir verði m. a. eins konar tengiliður milli meðlima verka- lýðsfélaganna og verðlagseftir- litsins, komi umkvörtunum á framfæri og gefi upplýsingar, ef- tir því sem unnt er á hverjum tíma. (Fréttatilkynning frá Fulltrúa- ráði verkalýðsfélaganna.) EYSTEINN ÞORÐARSON skíðakappi. íslandsm. í svigi og stökki 1956. Skíðastökkiff hefst á laugardag- inn kl. 8 e. h., og mun Islandsmeist- arinn í þeirri grein, Eysteinn Þórff- arson, Rvík, verffa meðal keppenda. Keppt verffur í eldri og yngri flokk- um. Á sunnudag fer fram keppni í stökki kl. 2 viff Miffhúsaklappir, og kl. 4 verffur keppt í svigi sunnan og ofan viff Miffhúsaklappir, neðan viff Fálkafell. Þar verffur einnig ís- landsmeistarinn, Evsteinn Þórffar- son, nieffal keppenda, en hanti er (Framhald á 4. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.