Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.03.1957, Síða 2

Verkamaðurinn - 22.03.1957, Síða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 22. marz 1957 i VERfomiKiim fiitstjóri: ÞORSTEINN JÓNATANSSON. Útgefandi: Sósíalistafélag Akureyrar. BlaOstjórn: Björn Jónsson, Einar Kristjánsson, Jakob Arnason. Aígreiðsla: Hafnarstræti 88. Sími 1516. Pósthólf 21. Askriftarverð 40 krónur árg. Lausasöluverð 1. kr. eintakið. Akureyri. — Prentverk Odds Björnssonar h.f. Umskiptingur Áki er maður nefndur Jakobs- son, og munu flestir kunna á honum nokkur deili, þar sem hann hefur veriðallmjögáberandi maður í íslenzkri þjóðmálabar- áttu á síðari árum. Hann starfaði á sínum tíma mikið í Kommún- istaflokki íslands og síðar í Sósíalistaflokknum. Var hann þá ódeigur baráttumaður og harð- fylginn. Að tilhlutan sósíalista var hann gerður bæjarstjóri og síðar ráðherra í fyrsta skipti, sem sósíalistar áttu völ á að koma manni í þá stöðu. Hann stóð sig vel sem ráðherra og veitti mörgu góðu máli brautargengi. Hann var meðal annars svarinn andstæð- ingur erlendrar hersetu á landi okkar, og vegna ágreinings um þau mál við hina stjórnarflokk- ana fór hann úr ríkisstjórn ásamt með hinum ráðherra Sósíalista- flokksins. Var það enda eðlileg og rökrétt afleiðing af stefnu þeirra og skoðunum. Eln fyrir ári síðan hentu mann þennan ósköp mikil. Á einni nóttu breyfctist stefna hans og lífsskoðun öll. Hann sagði skilið við fyrri félaga og samstarfsmenn og gekk til fylgilags við „deyjandi flokk“, Alþýðuflokkinn svo- nefnda, og ákvað á samri stundu að fara í framboð fyrir hann á Siglufirði, í sínu gamla kjördæmi. Þó hafði Áki þessi lýst því yfir við gamlan vin sinn og félaga, einum eða tveimur dögum áður en framboðið var tilkynnt, að ekki kæmi til greina, að hann færi fram fyrir „kratana“, og virtist nánast hneykslaður yfir því, að nokkrum skyldi slík fá- ainna til hugar koma. Fró því er sagt í þjóðsögum vorum, að hér áður fyrri hafi það stundum komið fyrir, að skipt hafi verið um fólk, einkum börn, Þannig að álfkonur hafi tekið hið mennska barn, en skilið eftir í staðinn ódælan álf, sem að öllu ytra útliti var þó eins, en skap- gerð og innræti allt annað. Voru slik börn kölluð umskiptingar. — Engu er líkara en slík ósköp hafi hent Áka Jakobsson og hann sé nú ekki lengur sama persóna og menn áður þekktu, heldur um- skiptingur. Öll stefnu- og áhugamál Áka virðast nú önnur en áður var og innrætið virðist mjög hafa breytzt. Áður barðist hann dyggilega fyrir stefnumálum flokks síns og reyndist trúr hug- sjónum þeim, sem hann hafði bundið tryggðir við. Nú hefur hann ekki aðeins brugðist þeim hugsjónum og hafið baráttu gegn þeim á ýmsum sviðum, heldur virðist hann nú engum trúr. — Hann er félagi í Alþýðuflokknum, en boðar í ýmsum málum allt aðra stefnu en þá, sem Alþýðu- flokkurinn telur sína. Helzt virð- ist stefna hans eiga samleið með íhaldinu, enda er haft fyrir satt, og hefur ekki verið mótmælt, hvorki af Áka né íhaldinu, að þangað ætli hann næst að halla höfði sínu og hafi íhaldið boðið honum að verða í kjöri fyrir það á Siglufirði við næstu kosningar, en hann ekki neitað. Allt frá því að núverandi ríkis- stjórn var skipuð hefur Áki raun verulega verið í stjórnarandstöðu, enda þótt Alþýðuflokkurinn sé aðili að stjórninni, og hann hefur jafnvel flutt tillögur í þingflokki Alþýðuflokksins um, að stjórnar- samstarfinu skuli slitið og að tjaldabaki róið að því öllumárum. Fer ekki á milli mála, hverra er- inda hann gengur með þeirri bar- áttu. Á sunnudaginn síðasta birtist ritsmíð ein furðuleg eftir Áka í Alþýðublaðinu. Þar tekur hann upp ákveðna baráttu fyrir áfram- haldandi dvöl Bandaríkjahers hér á landi og telur ekki aðeins að hernum sé heimilt að hefja hér nýjar, stórfelldar hernámsfram- kvæmdir, heldur blátt áfram, að honum sé það skylt. Hann kveð- ur ályktun Alþingis frá 28. marz f. á. um brottför hersins endan- lega úr sögunni og ekki komi til greina að halda áfram að vinna að því að gera hana meira en orð in tóm. Undirtónninn í allri grein inni er sá, að það megi alls ekki koma fyrir að herinn fari af landi burt og leggi hér niður allar framkvæmdir. Óll er grein þessi í algerri mót- sögn við það sem að undanförnu hefur verið túlkað í Alþýðublað- inu og samþykkt flokksþings Al- þýðuflokksins á sl. hausti, þar sem ítrekuð var sú stefna, sem mörkuð var með samþykkt Al- þingis 28. marz, og 12. des. sl. sagði Alþýðublaðið m. a. um þessi mál: „Stefna ríkisstjórnar- innar í utanríkis- og varnarmál- um orkar heldur ekki á neinn hátt tvímælis. Hún var mörkuð í ályktun Alþingis frá 28. marz í vor og málefnasamningi Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins í kosningunum í sumar. Menn þurfa ekki að gera sig að þeim kjánum að spyrja um atriði, sem hafa verið og eru á vitorði allrar þjóðarinnar." Áki er því einnig í þessum mál- um í andstöðu við yfirlýsta stefnu Alþýðuflokksins, og skrif hans í Alþýðublaðinu á sunnudaginn eru aðeins þjónkun við íhaldið. — Kunnugir segja reyndar, að hann sé mest að hugsa um eigin hags- muni, og muni hafa komið mál- um þannig fyrir, að hann geti sjálfur grætt á því margar krón- ur, að hernámsliðið byggi höfn í Njarðvík. Hann muni hafa tekið að sér að annast þar vellaunuð þjónustustörf. Sé þetta rétt, er umskiptingurinn hugsjónasnauð- ur, en hugsar þeim mun meira um peninga. Áður átti Áki hug- sjónir, en þær hafá lent í álf- heimum. Umskiptingurinn hugsar aðeins um að safna þeim auði, \ sem mölur og ryð að lokum grandar, en heill og hamingja lands og þjóðar skipta hann litlu máli. Kannski er það að vonum, ef hann er raunverulegur um- skiptingur en ekki fæddur af þessarri þjóð. Allir eiga sér ein- hverja afsökun. ORÐIÐ ER LAUST — Hefurðu farið í landsgöng- una? — Hvenær ætlarðu að fara? Þessai' spurningai- og aðrar í sama dúr heyrast nú hvervetna. Áhugi fólks fyrir göngunni er mjög almennur og margir hafa nú vakið upp gamlar minningar með því að stíga á skíði, þótt þeir hafi látið það ógert árum eða áratug- um saman. Og ekki er áhuginn minnstur hjá börnunum. Þau vilja öll vera með, og er það vel. Um 800 manns luku göngunni hér um síðustu helgi, og voru þátt- takendur allt frá 3ja ára aldri til 84, og auk þessarra 800 voru margir á skíðum um helgina til að æfa sig áður en lagt yrði í sjálfa gönguna. Það er ánægjulegt að sjá, að hugmyndin um þessa göngu- keppni virðist hafa orðið upphaf verulegrar vakningaröldu í sam- bandi við skíðaíþróttina .— Þeir verða margir, sem kjósa að fara aftur, á skíðin, eftir að þeir hafa farið í gönguna, og þá er tilgang- inum með þessarri keppni náð. — En að undanförnu hefur t. d. hér á Akureyri verið alltof mikil deyfð yfir skíðaíþróttinni, en ein- mitt hér eru á hverjum vetri mikil og góð tækifæri til að iðka þá íþrótt, og ekki fer á milli mála, að hún er flestum íþróttum skemmtilegii og heilsusamlegri. Þess er því að vænta, að sem allra mestur árangur verði af þeirri vakningatilraun, sem forystu- menn á sviði skíðaíþróttarinnar hafa nú efnt til. Mikil þögn ríkir nú um Út- gerðarfélagið og málefni þess. — Ekki hefur enn heyrzt hvort bærinn ætlar að lána félaginu svo milljónum skiptir án allra trygg- inga, láta einfalda kvittun nægja, eða hvort félagið verður um leið og lánveitingin fer fram látið greiða bænum útsvör þau, sem það hefur innheimt hjá starfs- fólkinu en aldrei komið til skila. Væntanlega upplýsast þessi mál á bæjarstjórnarfundi n.k. þriðju- dag. Engin svör hafa enn borizt við fyrirspurnum þeim, sem Verka- maðurinn hefur beint til Útgerð- arfélagsins. Þau verða væntan- lega vel úr garði gerð, skýr og greinileg, þegar þau loks koma. Kirkjan. Messað á Akui'eyri kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. — Æskulýðsmessa. — Prófasturinn, séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum, predikar. — Akur- eyrarprestar þjóna fyrir altari. — Jaínframt því sem þetta er al- menn safnaðarguðsþjónusta, er hún sérstaklega ætluð skólafólki og öðrum æskulýð í bænum. IÐJU-klúbburinn verður n. k. sunnudagskvöld kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu. Spiluð verður félagsvist. Góð verðlaun. Dani d eftir. Ungfrú Laufey Pálmadóttir syngur með hljómsveitinni. STJÓRNIN. AF GÖMLUM BLÖÐUM (Þjóðólfur 21. september 1894.) „Hordauði í hegningarhúsinu á 18. öld. Meðferð sakamanna virðist hafa verið allill hér á landi á 18. öld. I' yrir smáafbrot voru allskonar pyntingar tíðkanlegar og þótti gapastokkurinn einna versta og smánarlegasta píslarfærið. Voru helzt settir í hann frillulífismenn, eða hórsekar konur. Hið síðasta dæmi þess að ménn hafi verið settir í gapastokk hér á landi, mun vera það, að Jón sýslumaður Guðmundsson í Vík í Mýrdal lét sam- kvæmt dómi setja Sesselju nokkra Árnadóttur í gapastokk við Dyrhólakirkju 2 sunnudaga í röð árið 1806, fyrir hórdóm og ranga barnsfaðernislýsingu. Varð allmikið stapp úr þessu og leysti biskup Sesselju frá opinberri aflausn, en sýslumaður brást reiður við, og ritaði stiptamtinu á þá leið, að biskupinn hefði engan rétt til að dæma um, hvort verzlega valdið heíði ranglega lagt þessa hegn- ingu á, og því síður að veita undanþágu frá aflausn án samráðs við stiptamtmann. Svaraði stiptamtið því engu, en kansellíið bauð (6. okt. 1807) að höfða mál gegn sýslumanni fyrir gapastokksdóminn, og voru því næst allar gerðir sýslumanns í þessu dæmdar ómerkar í landsyfirréttinum 8. ágúst 1808. Vitum vér ekki til, að nokkur sýslumaður eða prestur hér á landi hafi leyft sér að setja fólk í gapastokk eptir þann tíma. Eptir að hegningarhúsið var sett á stofn með konungsbréfi 20. rnarz 1759, og fangarnir fluttir í það, sem fyrst komst til fram- kvæmda um 1764, er svo að sjá, sem allur aðbúnaður þeirra hafi verið þolanlegur í fyrstu, að minnsta kosti í tíð Guðmundar stú- tents Vigfússonar, er þar var ráðsmaður (oeconomus) yfir 20 ár. Voru fangarnir þá allsjálfráðir og gátu börn með sakakonunúm í hegningarhúsinu. Þar á meðal átti Arnes Pálsson hinn alræmdi útileguþjófur og félagi Fjall-Eyvindar, 3—4 börn, sitt með hverri, meðan hann var í hegningarhúsinu. Er ekki að sjá, að neitt hafi verið um þetta fengizt. Árin 1783—85 gengu harðindi mikil yfir landið, eins og kunnugt er, og mun þá hafa versnað vistin í hegn- ingarhúsinu, því að áríð 1784 er getið um 2 fanga, er hafi dáið úr „vesöld“, það er að segja úr hor, en 1785 deyja þar 9 manns ýmist úr „vesöld eða óþrifum" eða „niðurgangi og vesöld", en þá var reyndar manndauði alstaðar mikill af harðæri. Vorið 1786 andaðist umsjónarmaður hegningarhússins, Bruun að nafni, danskur maður er tekið hafði við forstöðunni eptir Guðmund Vigfússon. Frá nýári 1786 til 16. apríl deyja enn 4 fangar úr „vesöld“, en í janúannánuði 2, 1 í ágúst og 1 í desember, eða alls 8 um árið, og var þó enginn mannfellir af harðrétti það ár, en margt fólk dó úr bólu. Eptir Bruun var Gunnai' stúdent Sigurðsson skipaður umsjónarmaður hegning- arhússins fyrst um sinn, og hélt hann þeim starfa eitt ár, eða þangað til í júnímánuði 1787, að honum var vikið frá, enda virðist stjórn hans hafa verið allill, og kastar þá fyrst tólfunum með hordauða fanganna, einkum á útmánuðum 1787. Deyja fangarnir þá svo unn- vörpum úr hor, að vér getum ekki stillt oss um að taka hér orðréttan kafla úr prestsþjónustubók Reykjavíkurprestakalls frá þeim tíma, og er hann allófagur. Þar segir svo: „23. Martii begrafinn tugthússlimur Christín Bjamadóttir 38 ára dó d(en) 16da ejusdem (þ. e. sama mánaðar) af hor og vesöld.“ „Sama dag begrafinn tugthússlimur Sigfús Gíslason 18 ára dó 19da ejusdem af hoi og vesöld.“ Sama dag begrafinn Magnús tugthússlimur Þorvaldsson 20 ára dó d. 20. Martii af hor og vesöld.“ „Sama dag begrafinn tugthússlimur Hannes Grímsson 33 ára dó o. 20. Martii af hor og vesöld.“ „23. Aprilis begrafinn tugthússlimur Jón Einarsson um 30 aldur dó d. 21ta ejusdem af hor og vesöld." „2. Maii begrafinn tugthússlimur Sigfús Björnsson 27- ára dó d. 29. Aprilis af hor og vesöld.“ „3. Junii begrafinn tugthússlimur Valgerður Þórðardóttir 22 ára dó d. 30. Maii af hor og vesöld.“ Á rúmum 2 mánuðum (frá 16. marz—30. maí) þetta ár hafa þá dá- ið úr hor í hegningarhúsinu 7 menn, allir á bezta skeiði, og mega það fádæmi kallast, að þeir, er áttu að sjá um fangana, skyldu sleppa algerlega hegningarlaust fyrir slíkt athæfi. Þess ber og að gæta, að þetta ár dó enginn maður úr harðrétti í Reykjavíkursókn nema fangarnir; þá dóu nfl. í sókninni allt árið auk þeirra ekki nema 10 manns úr veikindum og er það harla lítið, og á þeim 2 mánaða tima, er fangarnir horféllu, dó aðeins eitt nýfætt barn í allri sókn- inni. . .

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.