Verkamaðurinn - 22.03.1957, Síða 3
Föstudaginn 22. raarz 1957
VERKAMAÐURINN
3
Undirróðursstarfsemi USA gegn
Sovétríkjunum
Skýrsla blaðafulltrúa við utanríkisráðuneyti Sovétríkjanna og frásagn-
ir fyrrverandi njósnara
Þann 6. febrúar sl. var haldinn
blaðamannafundur í Moskvu,
fyrir bæði innlenda og erlenda
blaðamenn, að tilhlutan upplýs-
ingaþjónustu utanríkisráðuneyt-
isins. Hér fer á eftir nokkur hluti
skýrslu þeirrar, sem forstöðu-
maður upplýsingaþjónustunnar
flutti á fundinum um njósna- og
undirróðursstarfsemi Bandaríkj -
anna í Sovétríkjunum, ásamt frá-
sögnum manna, sem verið háfa í
þjónustu amerískrá njósna-
hringa.
Skýrsla blaðafulltrúans.
Ein þeirra aðferða, sem óvinir
Sovétríkjanna beita til að ná
markmiði sínu, sem byggist á
mannhatri, er sem kunnugt er að
senda inn í landið njósnara og
unidrróðursmenn. Alla tíð frá
því að Sovétríkin urðu til hafa
hin árásarsinnuðu öfl heims-
valdasinna innan Vesturveldaijna
reynt að veikja Sovétríkin og
grafa undan styrkleika þeii-ra
innan frá.
Nú til dags koma árásarsegg-
irnir í Bandaríkjunum einkum
fram serri lýðæsingamenn og að-
alskipuleggjendur hins svonefnda
„leynilega stríðs“ gegn Sovét-
ríkjunum og öðrum sósíalistisk-
um ríkjum, og gegn öllum full-
valda og hlutlausum ríkjum.
I fyrsta skipti í sögunni hafa
Bandaríkin nú gert undirróðurs-
starfsemi gegn „óæskilegum"
ríkjum, ruddalega íhlutun um
innri mál stærri og smærri ríkja,
að ríkispólitík. Eg vil minna ykk-
ur á hina svonefndu „frelsunar-
pólitík“, sem leiðandi stjórnmála-
menn Bandarikjanna hafa sett
fram. í yfirlýsingu frá Hvíta
húsinu í ársbyrjun 1956 var það
blátt áfram orðað þannig, að
„frelsun" alþýðulýðveldanna væri
— þar til því marki væri náð —
höfuðmarkmið utanríkisstefnu
Bandaríkjanna.
„Frelsimar“-kenningin, þ. e.
undirróðursstarfsemi Bandaríkj-
anna gegn sósíalisku ríkjunum,
hefur íaunar verið stefna Banda-
ríkjanna gagnvart þessum lönd-
um í mörg ár og verið snar þáttur
í utanríkispólitík Bandaríkjanna.
1 augum ráðandi manna í Amer-
íku er þessi kenning eins konar
„lögfræiðleg ástæða“ til fjand-
samlegra aðgerða gegn Sovétríkj-
unum og alþýðulýðveldunum.
Það er alkunna, að Banda-
ríkjaþing ver hundruðum mill-
jóna af dollurum til undirróðurs-
starfsemi. Árið 1951 samþykkti
þingið svoneinda Kerstenbreyt-
ingu á „lögunum um gagnkvæma
tryggingu fyrir öryggi“. Höfund-
ur breytingarinnar skýrði hana
sjálfur þannig:
„Breytingartillaga mín við lög-
in um „gagnkvæma tryggingu
fyrir öryggi“, sem gerir ráð fyrir,
að veittar verði 100 milljónir
dollara til fólks, „sem heima á í
Sovétríkjunum, eða hefur flúið
frá Sovétríkjunum" eða öðrum
löndum, sem eru undir yfirráðum
kommúnista, er fram komin í
tvennum tilgangúí fyrsta lagi að
aðstoða fólk það, sem flúið hefur
frá hinum kommúnistisku lönd-
um, fyrst og fremst til að skipu-
leggja það af því, sem vill, til að
sameinast í þjóðlegum hrir, sem
barizt gæti við hlið herja Norð-
uratlantshaísbandalagsins; í öðru
lagi að veita raunhæfa aðstoð því
fólki handan járntjaldsins, sem
vinnur að því markmiði, að
steypa hinum kommúnistisku
stjórnum.“
Hér höfum við mjög greinilega
oð óheflaða yfirlýsingu frá opin-
berum aðila í Bandaríkjunum. —
Það er óhætt að fullyrða, að bæði
sjálf lögin og breyting þeirra eru
hið grófasta brot á frumatriðum
alþjóðaréttar ,og eru í raun réttri
árásaraðgerð.
Undirróðurs- og árásarher-
ferðin gegn hinum friðelskandi
ríkjum er framkvæmd af opin-
berum stjórnardeildum Banda-
ríkjanna. Einnig eru sömu öfl að
verki, dulbúin sem alls konar
„einka“nefndir, sjóðir og félög.
Má í því Sambandi nefna Ford-
stofnunina, Rockefeller-stofnun-
ina, Austur-Evrópu-sjóðinn,
Carnegie-sjóðinn o. s. frv. Þekkt-
ust þeirra stofnana, sem settar
hafa verið á fót til að kosta og
stjórna undirróðursstarfseminni,
er hin svonefnda „Krossferð fyrir
frelsið".
Þá má bœta við, að hinir aftur-
haldssömu ráðamenn í Banda-
ríkjunum hafa útibú frá áróðurs-
og njósnamiðstöðvum sínum í
Evrópu: „Frjáls Evrópa", „Frels-
un“ o. s. frv.
Þessi njósna- og áróðursstarf-
semi gegn sósíalistisku ríkjunum,
sem á sér ekkert fordæmi á frið-
artímum, þessi ruddalega íhlutun
um innri málefni fullvalda ríkja,
er þannig orðin einn aðal hyrn-
ingarsteinninn í opinberri, amer-
ískri utanríkispólitík.
Þegar rætt er um þá íhlutun
innri málefna Sovétríkjanna og
annarra sósíalistiskra ríkja, sem
rekin er af stríðsþyrstum sam-
tökum manna í Bandaríkjunum,
má einnig geta margendurtekinna
brota á lofthelgi Sovétríkjanna.
Á tímabilinu frá því í apríl 1950
til desember 1956 áttu sér stað a.
m. k. 12 slík tilfelli, sem vitað er
um.
í febrúar 1956 héldum við
blaðamannafund í tilefni grófra
brota af amerísskri hálfu á full-
veldi ríkis okkar. Eg minnist
þessa fundar, þar sem lögð voru
fram skjöl og áþreifanlegar sann-
anir fyrir því, að amerískir loft-
belgir höfðu verið sendir inn yfir
lönd Sovétríkjanna í njósnaskyni.
Þessu næst rakti blaðafulltrú-
inn mörg dæmi þess, er uppvís
hafa orðið, að Bandaríkjamenn
hafa sent njósnara, undirróðurs-
og skemmdarverkamenn inn í
lönd Ráðstjórnarríkjanna, og lauk
máli sínu á þessa leið:
Þær staðreyndir, sem eg nú
hef skýrt ykkur frá, eru aðeins
hluti af því, sem á hinum ýmsu
tímum hefur verið skýrt frá í
sovézkum blöðum. Allt vitnar
það um hina grófustu íhlutun af
hálfu Bandaríkjanna um innri
mll Sovétríkjanna og er í full-
kominni mótsögn við grundvall-
arreglur sáttmála Sameinuðu
þjóðanna og umgengnisvenjur
milli þjóða, sem hafa síri í milli
eðlilegt stjórnmálasamband.
Að lokum vil eg kynna fyrir
ykkur þá Jakuta, Kudrjatsev,
Novikov og Hmelnitski, sem am-
eríska áróðursdeildin sendi á
sínum tíma til Sovétríkjanna til
að leysa af hendi verkefni, sem
þeir sjálfir munu skýra frá.
Er blaðafulltrúinn hafði lokið
máli sínu, ávörpuðu Jakuta,
Kudrjatsev og Novikov blaða-
mennina.
Frásögn N. I. Jakuta.
Eg óskaði eftir að fá að tala á
þessum blaðamannafundi af því
að eg hef verið sendimaður am-
erísku áróðursdeildarinnar og var
sendur til Sovétríkjanna til að
framkvæma undirróðursstarf-
semi.
Mig langar að skýra ykkur frá
á hvern hátt eg var ginntur til
starfa fyrir áróðursdeildina,
hvaða verkefni mér voru falin, er
eg var á ólöglegan hátt sendur
til Sovétríkjanna, og hvers vegna
eg gaf mig fram við öryggisstofn-
anir þeirra.
Fyrst fáeift orð um sjálfan mig.
Eg fæddist 1921 í þorpinu Al-
eksejevka í Kumara-héraði við
Amur. Er eg hafði lokið hinu
fasta skólanámi lagði eg stund á
landafræði við háskólann í
Irkutsk þar til eg var kvaddur til
herþjónustu. Móðir mín á nú
heima í Irkutsk, en faðir minn
lézt á styrjaldarárunum.
Þegar eg var á vígstöðvunum
1941, særðist eg og var tekinn til
fanga af Þjóðverjum. Eg var sett-
ur í fangabúðir í þorpinu Kras-
noje í grennd við Smolensk. Af
kjarkleysi féllst eg á að starfa í
þjónustu þýzka hersins. Það, sem
kom mér til að stíga þetta spor,
var hin illa aðbúð í fangabúðun-
um, þar sem allar horfur voru á,
að eg sylti í hel. Þegar stríðinu
lauk, var eg í Þýzkalandi þar sem
kerfisbundið var unnið að því að
gera mig fjandsamlegan Sovét-
ríkjunum, og eg var hræddur af
leiðtogum ýmissa útflytjendasam
taka, og fyrir áhrif þeirra lét eg
hjá líða að snúa aftur til míns
föðurlands.
í árslok 1945 réðist eg til starfa
við viðgerð þýzka flugvallarins
Riem við Miinchen fyrir Amer-
íkumenn.
Þarna við Miinchen kynntist eg
1946 hvítliða-útflytjandanum
Boldyrev. Hann var þá fulltrúi
stóreignamanns nokkurs, hins
fyrrverandi rússneska fursta
Beloselskij. Þessi Baldyrev átti
’að ráða fólk til vinnu fyrir Belo-
selskij i Suður-Ameríku og Af-
ríku, og hét því allsnægtum.
Eg' trúði Boldyrev og fékk
vinnu í Casablanca. Eg var fimm
ár í Marokkó og vann þar ýmsa
erfiða vinnu, einkum við bygg-
ingar.
1951 kom hvítliða-útflytjandinn
Bajdalakov til Marokkó. Hann
notfærði sér það, að mig langaði
til að læra og að eg var mjög illa
staddur efnalega, og ráðlagði mér
að fara til Vestur-Þýzkalands,
Þar skyldi eg fá efnalega aðstoð
og tækifæri til náms.
í ársbyrjun 1952 kom eg til
Frankfurt am Main og gaf mig
fram við Bajdalakov, sem sendi
mig til hvítliða-útflytjandans
Okolovitj.
Okolovitj tók við mér og sendi
mig til Bad Homburg í nágrenni
Frankfurt am Main, þar sem eg
átti að nema við svonefnda „Stofn
un til að læra um Sovétríkin" á
Kaiser Friedrich Promenade 57—
59. — í rauninni var þetta dulbú-
inn njósnaraskóli, þar sem fólk
eins og eg gekk fyrst í gegnum
eins konar próf, og var innrætt
andúð á sovétskipulaginu. Haldn-
ir voru yfir okkur andsovézkir
íyrirlestrar og lífinu í Sovétríkj-
unum lýst á rangan og villandi
hátt. Þannig var reynt að auka
hatur okkar í garð Sovétríkjanna.
Eftir þriggja mánaða undirbún-
ing í Bad Homburg fór Okolovitj
með mig til Bad Wiessee við
Miinchen og fékk mig þar i hend-
ur amerískum kafteini, Holliday,
sem stjórnaði þar menntun flugu-
manna í hærra settum amerísk-
um njósnaraskóla þar sem eg átti
nú að ganga á námskeið í njósn-
arafræðum.
Skömmu áður en við höfðum
lokið námi við njósnaraskólann
tilkynnti Holliday mér og félaga
mínum Kudrjatsev, að við ættum
að reka undirróðursstarfsemi
okkar í Moskvu og' héruðunum
þar í kring.
Ameríska áróðursþjónustan
fékk okkur það verkefni að
njósna í Sovétríkjunum, saffta
nákvæmum upplýsingum um
flugstöðvar hersins, tölu og gerð
flugvéla, sem þar væru, og jafft-
framt að fá ákveðnar upplýsingar
um staðsetningu radarstöðva og
þýðingarmikilla iðjuvera.
Eitt þeirra aðalverkefna, sem
ameríska áróðursdeildin lagði
fyrir okkur, var að ná sambandi
við sovétborgara, sem fengjust til
að mynda ólöglega undirróðurs-
hópa og framkvæma skemmdar-
verkastarfsemi, útbreiða andsov-
ézk æsingablöð, sem Ameríkan-
arnir létu okkur í té, og að skipu-
leggja vopnaðar aðgerðir, sem
miðuðu að því að steypa sovét-
stjórninni. Við áttum að vinna að
þvi að gera heiðarlega borgara
grunsamlega. Þar að auki áttum
við að leitast við að komast yfir
\ ýmis skjöl og skilríki, svo sem
vegabréf, skírteini hermanna og
verkmanna, nafnskírteini o. s. frv.
Ameríska áróðursdeildin útbjó
hvern okkar með sérstöku út-
varpsviðtæki og senditæki fyrir
njósnara, vopnum (þar á meðal
hljóðlausum), dulmálslyklum,
ósýnilegu bleki, fölsuðum sovét-
skilríkjum, ýmsum eyðublöðum
frá stofnunum í Sovétríkjunum,
miklu af ýmiss konar fölsuðum
stimplum, myndamótum með
sovétfjandsamlegu efni, miklum
upphæðum í sovétgjaldeyri og
gulli ásamt utanáskriftum í
Belgíu, Vestur-Þýzkalandi, Hol-
landi og Noregi, sem við áttum að
nota til að koma á framfæri í
pósti þeim upplýsingum, sem við
kæmumst á snoðir um, og þá átt-
um við að nota ósýnilega blekið.
Njósnaraútbúnaðinn afhenti
okkur amerískur lautinant, Paul,
af birgðum hjá ameríska setulið-
inu í Miinchen.
21 .apríl 1953 fórum við Kudr-
jatsev með amerískri fjögurra
hreyfla flugvél til Grikklands, og
þaðan vorum við fluttir aðfara-
nótt 24. apríl með annarri amer-
iskri flugvél, sem ekki bar þjóð-
ernismerki, til Krasnodarsvæðis-
ins.
Eftir að við höfðum verið settir
niður á sovézkt land ferðuðumst
við um tíma til ýmissa þorpa og
flökkuðum um, því að við óttuð-
umst að við yrðum handteknir.
Þegar við yfirgáfum föðurland
okkar geisaði þar stríð, og við
höfðum séð borgir og þorp, sem
nazistarnir höfðu eyðilagt. Sovét-
borgarar sem heima áttu á her-
numdu svæðunum voru píndir og
kvaldir af nazistum og bjuggu við
sult,
Sú mynd, er við nú sáum þegar
við aftur stóðum á landi Sovét-
ríkjanna, var samt öll önnur. Við
stóðum orðlausir, þegar við sáum
að á þeim stutta tíma, sem liðinn
var frá stríðslokum, háfði sovét-
fólkið fullkomlega byggt upp allt
það, sem eyðilagt hafði verið í
stríðinu. Þegar við nú stóðum
frammi fyrir hinum sanna raun-
veruleika, sáum við hversu herfi-
lega amerísku áróðursmennirnir
höfðu blekkt okkur, hvernig þeir
höfðu baktalað þjóð okkar og
leitast við að útrýma öllu því,
sem sovézkt var í okkur, öllu,
sem okkur var kært og heilagt,
og fá okkur til að gleyma, hvar
við höfðum fæðst, lifað og gengið
í skóla fyrir stríðið.
Við Kudrjatsev ræddum þetta
oft og komumst loks að þeirri
niðurstöðu, að við hlytum að
segja skilið við hina slæmu for-
tið. Við fundum, að við gátum
ekki unnið landi okkar tjón,
fengizt við njósnir, skemmdar-
verk og myrt sovétborgara. Við
gáfum okkur því fram við yfir-
völdin.
Okkur var gert mögulegt að
jafna sakirnar við föðurlandið
með heiðarlegi'i vinnu, og fyrir
það þakka eg Sovétstjórninni.
í lok ræðu sinnar skýrði Jakuta
svo frá, að hann ætti nú heima í
Moskvu og ynni við vísindastofn-
un, en væri jafnframt að undir-
búa sig undir núm við æðri
menntastofnun.
(Framhald á 4. síðu.)