Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 21.11.1958, Page 2

Verkamaðurinn - 21.11.1958, Page 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 21. nóv. 1958 ORÐIÐ ER LAUST =- —— ———-———-——-. Veðráttan er enn hin ákjósan- legasta það sem af er þessum vetri. Að vísu hefur verið nokkuð umhleypingasamt, en frost hafa lítil verið og snjór á láglendi að- eins einn og einn dag. Hlýir vindar hafa jafnharðan gert hann að engu, og þegar þetta er ritað sézt varla snjór til fjalla, hvað þá í byggð. Kristján Kristjánsson, Kristján á BSA, mun nú vera að leggja niður að m^stu eða öllu allan rekstur sinn hér í bæ og flytjast til höfuðstaðarins, þar sem hann hefur einnig haft umfangsmikinn rekstur með höndum um langt skeið og hefur nú í byggingu þar eitthvert stærsta hús, sem byggt hefur verið á íslandi. Hann er nú að selja eignir sínar hér, m. a. til þess að afla fjár til byggingar stórhýsisins syðra. Kristján hefur boðið Akureyr- ai’bæ til kaups BSA-verkstæðið við Strandgötu og hefur það ver- ið allmjög umrætt í bænum að undanförnu, hvort rétt væri, að bærinn réðist í þau kaup eða ekki. Málið hefur ennþá ekki verið tekið til afgreiðslu hjá bæj- arstjórn, en eitthvað verið rætt í bæjarráði. Sagt er, að sumir ráðamenn bæjarins vilji, að hús- eign þessi verði keypt og notuð sem geymsluhúsnæði fyrir vélar bæjarins, Rafveituna og Vatns- veituna, en verkstæðið verði lagt niður sem slíkt. Ef að þessu ráði yrði horfið, væri með því verið að leggja nið- ur eitt af þremur aðal-bifreiða- verkstæðum bæjarins, og er fljót séð, að slíkt myndi valda mikl- um vandræðum fyrir bifreiðaeig- endur. Það hefur ekki verið of mikið verkstæðispláss í bænum að undanfömu fyrir sífellt vax- andi fjölda bifreiða, svo að það má sízt minnka. Þá væru enn- fremur þeir iðnaðarmenn, sem þarna vinna, gerðir atvinnulausir og sennilegt, að einhverjir þeirra hyrfu úr bænum. í stuttu máli: Eitt nauðsynlegt atvinnufyrir- tæki hyrfi úr bænum. Bæjarfé- lagið má sízt stuðla að því að svo verði. Fremur væri hægt um það að ræða, að bærinn keypti verk- stæðið til að reka það áfram. Yrði þá gert ráð fyrir því, að þar færu fyrst og fremst fram við- gerðir og viðhald á véla- og bif- reiðakosti bæjarins, en að öðru leyti annaðist verkstæðið þjón- ustu fyrir almenning, svo sem verið hefur. En í því sambandi ber á það að líta, að fjárráð bæj- arins eru mjög takmörkuð, en það kostar mikið, að kaupa verk- stæðið og nauðsynleg áhöld, ásamt birgðum varahluta, svo að unnt sé að reka það. Það er því hæpið, að þetta komi heldur til greina eins og málum er nú hátt- að, enda þótt það væri á ýmsan hátt æskilegt, að bærinn gæti eignast og rekið fullkomið verk- stæði. Á það ber einnig að líta, að hafi bæjarfélagið einhver pen- ingaráð umfram það, sem þarf til brýnustu rekstrarþarfa, verður að treysta á forystu hans öðrum fremur til að byggja upp nýjar atvinnugreinar í bænum, svo að tryggð verði nauðsynleg atvinnu aukning í bænum á næstu árum. Bygging dráttarbrautar og bygg- ing niðursuðuverksmiðju eru t. d. verkefni, sem bæjarfélagið verður að láta til sín taka, og þau verkefni krefjast bæði mikils stofnfjár. Sennilega verður því, enn um sinn að láta einstaklingsframtak- inu eftir rekstur bifreiðaverk- stæða í bænum, enda þótt dálít- ið valt sé að treysta því, eins og Kristján Kristjánsson sannar nú á áþreifanlegan hátt. Kaupfélag Eyfirðinga hefur einnig létt und- ir á þessu sviði, þar sem það rek- ur nú mjög myndarlegt verk- stæði, Þórshamar. Ber að vona, að ekki verði samdráttur á þessu sviði, þó að bærinn geti ekki hlaupið undir bagga. En það, sem alls ekki má koma fyrir, er, að bæjarfélagið leggi sitt lóð á meta skálar til þess að drepa niður atvinnurekstur í bænum, eins og verða mundi, ef það keypti BSA- verkstæðið til að gera það að geymsluhúsi. Bæjarfélagið hlýtur jafnan að hafa nokkuð annað viðhorf til atvinnurekstrar og atvinnufyrir- tækja en einstaklingar. Það verður að taka tillit til hags- muna fjöldans, en má ekki ein- blína á hagsmuni bæjarfélagsins sem fyrirtækis, enda þótt æski- legast og bezt sé, að þetta tvennt fari saman. Einstaklingar, sem stofna til atvinnurekstrar horfa hins vegar fyrst og fremst, og oftast ein- göngu, á það, hvernig fyrirtæki þeirra geti skilað mestum arði, án tillits til þess, hver áhrif rekstur þess hefur fyrir aðra. — Þess vegna láta heldur einstakl- ingar, sem atvinnurekstur hafa með höndum, sér ekki fyrir brjósti brenna að leggja hann niður, ef illa gengur eða þeir sjá tækifæri til að leggja fé sitt í ábatasamari fyrirtæki. Þannig er Kristján Kristjánsson nú að flytja fjármagn sitt og atvinnu- rekstur til Reykjavíkur af því að þar blæs betur fyrir fjáraflamenn en hér nyrðra. Það skiptir hann persónulega engu, hvort ein- hverjir taka við atvinnufyrirtæki hans hér og halda rekstrinum áfram eða ekki. Hann er engum skuldbundinn hvað reksturinn snertir. Þannig er það um hið marglofaða einstaklingsframtak. Því er valt að treysta. I þessu sambandi má einnig nefna annan mann, sem hér hafði til skamms tíma verulegan at- vinnurekstur með höndum, en hefur nú lagt hann niður af því að hann skilaði litlum arði. Guð- mundur Jörundsson gerði togar- ann Jörund út héðan og allmikil vinna var hér í sambandi við þann rekstur. En útkoman var ekki eins ákjósanleg og Guð- mundur hefði viljað og vonaði að yrði. Þá seldi hann togarann á annað landshom. Sú atvinna, sem hann veitti er horfin. Ef tog- arar Utgerðarfélagsins hefðu einnig verið eign einstaklinga eða hlutafélaga óháðra bæjarfé- laginu, hefði sennilega farið eins með þá, og hér væri nú enginn togari. Þarna kemur greinilega fram sá reginmunur, sem er á bæjarrekstri og einstaklings- rekstri. Því er að vísu ekki að neita, að fyrirtæki einstaklinga eru oft eins vel og betur rekin en fyrir- tæki í almenningseign. Kemur þar sennilega mest til greina. að hver er sjálfum sér næstur og hugsar bezt um eigin hag. Þegar að því kemur að hugsa um ann- arra hag reynast mennirnir mis- jafnlega og oft tekst misjafnlega um val forstöðumanna fyrir op- inberum fyrirtækjum. En þegar vel tekst til, reynast þau fyrir- tæki auðvitað eigi lakar en fyr- irtæki einstaklinganna. Og á milli skilur, að ekki er hætta á, að opinber fyrirtæki séu lögð niður eða flutt úr einum lands- hluta í annan af þeirri ástæðu einni, að þar sé í augnablikinu hæga að hafa af rekstri þeirra meiri ágóða. Ef bæjarfélagið ræki hér véla- og bifreiðaverkstæði myndi aldr- ei koma til greina, að sá rekstur yrði fluttur úr bænum, jafnvel þótt meira væri upp úr sambæri- legum rekstri að hafa annars staðar. En bæjarfélagið er fátækt og í mörg hom að líta. Þess vegna er ekki hægt að kaupa upp fyrirtæki einstaklinganna, þó að þau séu boðin föl, og þess vegna verður enn að treysta á framtak einstaklinganna, m. a. til að reka BSA-verkstæðið áfram. Alþýðublaðið hefur að undan- förnu tekið upp allnýstárlegan fréttaflutning og ósmekklegan. Það hefur m. a. birt tilhæfulaus- ar æsifréttir héðan af Akureyri og úr Eyjafirði. Fyrir ekki löngu síðan sagði það frá ferð setts sýslumanns að Freyvangi til eft- irlits með skemmtanahaldi þar. Samkvæmt frásögn blaðsins átti sýslumanni að hafa verið neitað um inngöngu í húsið, en honum tókst þó að komast inn um bak- dyr. En er dyraverðir urðu þess varir, að hann var inn kominn tóku þeir hann ómjúkum hönd- um og hentu honum út um aðal- dyrnar og varð fyrst ljóst, hvert verk þeir höfðu unnið, er sýslu- maður lá í svaðinu utan dyra. Eitthvað á þessa leið er frásögn blaðsins, að viðbættum sterkum lýsingarorðum og fleira orð- skrúði. En tilefni „fréttar" þess- arrar er það eitt, að sýslumaður fór, ásamt formanni barnavemd- arnefndar hér, fram í Freyvang eitt laugardagskvöld fyrir skömmu til að fylgjast með sam- komuhaldi þar og kynna sér af eigin raun, hvort settum reglum þar um væri framfylgt. Ætti það út af fyrir sig ekki að vera frétt- næmt, en frásögnin af móttökum þar er uppspuni frá rótum. Hann varð þar ekki fyrir neinum vandræðum, heldur var þvert á móti vel tekið. Onnur fregn sama eðhs kom í Alþýðublaðinu fáum dögum seinna. Var þar sagt frá því, að hestamenn á Akureyri hefðu haldið árshátíð í Alþýðuhúsinu 8. þ. m. og hefði drykkjuskapur orðið svo mikill, áflog og önnur ólæti, að samkoman hefði leystzt upp og lögreglan hefði orðið að beita kylfum til að ryðja sér braut inn í húsið til að skakka leikinn. Hefðu síðan margir fengið gistingu í Steininum, en lögreglan keyrt aðra heim til sín. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að Hestamannafélagið hér í bæ hélt afmælisfagnað umrætt kvöld, og fór sú samkoma ágæt- lega fram. Meðan hún stóð yfir þurfti aldrei að kalla lögreglu á vettvang og dyraverðir hússins þurftu ekki að hafa afskipti af nokkrum manni. En tilefni Al- þýðublaðsfréttarinnar mun vera það, að þegar síðustu samkomu- gestirnir voru að yfirgefa húsið, kom hinn verri maður upp í ein- um þeirra og hann fann hjá sér ómótstæðilega löngun til að reyna kraftana. Urðu af því til- efni nokkrar stympingar í and- dyri hússins, sem lauk með því að dyraverðir stjökuðu umrædd- um manni og fylgifiskum hans út og skelltu í lás. En þar sem stympingamar héldu áfram úti fyrir, hringdu þeir í lögregluna til að láta hana skakka leikinn. Urðu þá nokkur átök milli sam- komugestanna annars vegar og lögreglunnar hins vegar. Voru tveir menn „settir inn“ um nótt- ina og einhverjir fleiri hlutu kærur fyrir framkomu sína gagn vart lögreglu og dyravörðum. Þetta er sem sagt sannleikur- inn að baki æsifréttarinnar í- Alþýðublaðinu. Þeir, sem ekki þekkja til, hvemig samkoma þessi fór fram, geta ekki annað en álitið, eftir frétt Alþýðu- blaðsins, að samkomunni hafi orðið að ljúka fyrir ákveðinn tíma vegna almennra drykkju- láta og óspekta. Er þannig ómak- lega kastað steinum að saklausu fólki. Og slík blaðamennska er stórlega vítaverð og ósæmileg hverjum þeim blaðamanni, sem ekki vill teljast óvalinn rógberi og löðurmenni. Fréttaburður eins og þessi, sem nú hefur verið bent á tvö dæmi um hjá Alþýðublaðinu, setur einnig blett á íslenzka blaða- mannastétt í heild og ættu sam- tök blaðamanna að veita þeim, sem slíka fréttamennsku stunda, verðuga ofanígjöf, en almenning- ur mun veita blöðum þeirra manna, sem slíkan fréttaburð stunda, verðuga ráðningu með því að hætta að trúa því, sem í þeim stendur. En meðal annarra orða, skyldi ekki fara að þrengjast um rúm í Alþýðublaðinu, ef það tæki upp þann sið að segja frá hverju at- viki, þegar lögreglan þarf að hafa afskipti af ölvuðum mönnum á almannafæri og ef til viðbótar yrði greint frá því hverju sinni, þegar dyraverðir samkomuhúsa þurfa að fjarlægja ölóða menn af samkomum. Vissulega væri æskilegt, að þetta væri svo fátítt, að annáls- vert væri, ef fyrir kæmi. En því miður er ekki svo. Á þessarri miklu víndrykkjuöld, og íslend- ingar kunna sérstaklega illa með vín að fara, eru þetta algengari atvik en svo, að yfirleitt verði tölu á þau komið. í síðustu Dóms málaskýrslum, sem fjalla um tímabilið 1946—1952, er frá því greint, að á því tímabili hafi samtals 19.691 maður verið kærður fyrir ölvun. Það væri mikið fréttaefni fyrir Alþýðu- blaðið að skýra frá öllum þeim atvikum, ekki sízt, ef svo vel væri í stílinn fært, sem gert hef- ur verið í sambandi við fréttim- ar af afmælishófi hestmanna. — Ennfremur myndi það fylla marga dálka, ef birta ætti lyga- sögur um allar ferðir sýslumanna og bæjarfógeta. En í sambandi við þessa ferð sýslumanns að Freyvangi er ekki hægt að ganga fram hjá, að víðar en í Alþýðublaðinu hafa heyrzt óánægjuraddir og aðfinnslur vegna þess, að hann skyldi heim- sækja þennan skemmtistað, m. a. kom slíkt fram í einu bæjarblað- anna. Þetta er undarlegt og ómaklegt. Það er m. a. hlutverk hvers sýslumanns og bæjarfógeta að fylgjast með því, að settum lög- um og reglugerðum sé framfylgt, og þá ekki síður í sambandi við skemmtanahald en annað. Og það ætti að vera hverjum manni fremur virðingarauki en álits- hnekkir að hann leitist við að standa sem bezt í stöðu sinni. Það er flestum kunnugt hér í bæ, að dansleikir í félagsheimil- inu að Freyvangi voru að verða allilla þokkaðir af flestum hugs- andi mönnum, og ekki sízt for- eldrum barna, sem þangað voru tekin að venja komur sínar ýmist í leyfi eða óleyfi foreldra. — Ástæðan til þess, að samkomu- hald þarna var að fá á sig illt orð, var sú, að þar skorti ýmsar þær reglur, sem nauðsynlegar og sjálf sagðar eru á slíkum stöðum. Fyrir nokkru síðan bætti sýslumaður nokkuð úr í þessu efni og ákvað, að börnum innan 16 ára aldurs mætti ekki leyfa aðgang að dansleikjum í sveitun- um fremur en í bænum og enn- fremur, að engum skyldi leyfa aðgang eftir hálf tólf á kvöldin. Einnig auglýsti hann það á bif- (Framhald á 4. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.