Verkamaðurinn - 21.11.1958, Side 3
Föstudaginn 21. nóv. 1958
VERKAMAÐURINN
3
RæSa Björns Jónssonar á Alþingi
Soffía Stefánsdóttir
hjíikrunarkona
NOKKUR KVEÐJUORÐ.
(Framhald af 1. síðu.)
þessa átt erfitt uppdráttar. Þar
veldur áreiðanlega miklu um,
að þau fyrirtæki, sem þann iðnað
hafa rekið, hafa flest verið svo
smá í sniðum og byggð af van-
efnum, bæði fjárhagslega og
þekkingarlega. Vegna smæðar fyr
irtækjanna, og þar af leiðandi
hár framleiðslukostnaður, hafa
þau flest hlotið að byggja á inn-
anlandssölu, en lítið sinnt út-
flutningsframleiðslu. Þó liggur
fyrir að nokkur fyrirtæki hafa
framleitt einstakar vörutegundir
til útflutnings á samkeppnisfæru
verði, og eiga þó fátteameiginlegt
með þeim miklu, vélvæddu fyrir-
tækjum, sem víða eru í nágranna
löndunum og hafa með höndum
þvílíka framleiðslu, og sem taka
yrði til fyrirmyndar, ef gera á
niðursuðuiðnað að atvinnugrein,
sem verulega þýðingu hefði í út-
flutningsverzluninni.
Vaxandi eftirspurn eftir
niðursuðuvörum.
Á því er ekki vafi, að allar ná-
grannaþjóðir okkar, sem aðgang
eiga að síldarmiðum, stefna í sí-
fellt stærri mæli að því að auka
og efla niðursuðu á þessu hrá-
efni. Kemur þar m. a. til að kröf-
ur neytenda eru að breytast og
stefna meira en áður að því, að
vilja fá vel frágengnar og þrifa-
legar vörur í smekklegum um-
búðum, sem gefa traust
geymsluþol. íslendingar þurfa að
fylgjast með í þessarri þróun og
framkvæma nauðsynlegar breyt-
ingar smám saman, hliðstæðar
þeim, sem gerzt hafa með hrað-
frystingu þorsks og karfa. Slíkar
breytingar munu ekki gerast í
einu vetfangi, heldur stig af stigi.
Og ekki er ólíklegt að áhugi
beindist um sinn alveg sérstak-
lega að niðursuðu þeirrar síldar,
sem ekki verður nýtt viðunan-
lega á annan hátt, en veiðist
jafnframt lengri tíma úr árinu
og með minni tilkostnaði en
nokkur önnur síldartegund hér
við land.
Enn er sú ástæða ónefnd, sem
ekki sízt knýr á um aðgerðir í þá
átt, sem þál. gerir ráð fyrir.
Hætta á ofveiði.
Eins og eg hef greint frá er nú
hafin, með veiðunum sl. vetur,
vinnsla smásíldar í bræðslu, og
miklar líkur eru til að sú vinnsla
fari mjög vaxandi á næstu tím-
um, ef ekki verða möguleikar á
öðrum og hagstæðari vinnsluað-
ferðum. Kynni svo að fara, að
vaxandi bátafjölda, búnum stór-
tækum veiðarfærum, yrði beitt
til veiðanna og að mjög miklu
magni, e. t. v. hundruðum þús-
unda mála árlega, yrði ausið upp.
Að þróunin yrði slík, er næsta
líklegt, þar sem veiðar í bræðslu
hljóta alltaf að byggjast á miklu
magni, ef þær eiga að geta borið
sig. En þegar þess er gætt, að hér
er aðallega um að ræða eins og
tveggja ára síld, sem vegur að
meðaltali aðeins um 1/10 hluta
fullvaxinnar síldar sést fljótt að
orðið gæti um að ræða veiði-
magn, sem skert gæti allverulega
hinar eiginlegu síldveiðar síðar
meir. Er þar auðvitað bæði um
að ræða skerðingu á þeim ár-
göngum, sem veiddir eru hverju
sinni og svo skerðingu á vaxtar-
möguleikum síldarstofnsins, sem
kæmi fram enn síðar. Líkur hafa
verið leiddar að því, að við ís-
lendingar nýtum um 5% af síld-
arstofnum þeim, sem hér veiðast.
Með vaxandi tækni við veiðarn-
ar, t. d. ef okkur tækist að veiða
síld í flotvörpur, mundi þessi
hundraðstala geta hækkað mjög,
e. t. v. á allra næstu tímum, en
eftir því sem sú nýting vex verð-
ur æ hæpnara að veiða mikið
magn ungsíldar, a. m. k. ef ekki
er unnin úr henni verðmætari
vara en úr fullvaxinni síld.
Við flm. teljum að sú hætta
sem orðið gæti á ofveiði ung-
síldarinnar væri bezt fyrir-
byggð og á skynsamlegastan
hátt með því að koma á fullri
nýtingu hennar í góða mann-
eldisvöru og margfalda þannig
verðmæti hennar ,enda er full-
víst að það veiðimagn, sem
nægja mtmdi til slíkrar fram-
leiðslu, felur ekki í sér neinar
hættur fyrir síldarstofninn. —
Væri þá einnig frambærilegt,
er slíkri framleiðslu væri kom-
ið á fót, að takmarka veiðamar
við það magn, sem skaðlaust
yrði talið af fiskifræðingum.
„Það syrtir að
þá sumir kveðja.“
Mér varð við, sem eg stæði í
vermandi ilgeislum sólar, en svo
allt í einu fyndi nísandi norðan
gust næða um mig, þegar eg fékk
andlátsfregn vinkonu minnar,
Soffíu Stefánsdóttur hjúkrunar-
konu. Allir vinir hennar og
vandamenn vissu, að hún barðist
við hættulegan sjúkdóm, sem
fljótlega gat leitt hana til bana,
en vonin, „VerndarengiH" lífsins,
hélt okkur við þá trú, að við
fengjum að njóta hennar ennþá
lengi. Nú er hún dáin, horfin
sjónum okkar, sem hér stöndum
eftir og eigum um sárt að hinda.
En hún lét okkur ekki umkomu-
laus eftir. Hún gaf okkur þann
bezta arf, sem okkur gat hlotn-
azt, fagurt fordæmi og hlýjar
minningar, er við nú getum ylj-
að okkur við. Ekki hef eg hugsað
mér að lýsa hér ævi hennar, það
hafa aðrir gert, og ekki heldur
störfum eða framkomu, því að eg
veit að flestum Akureyringum
eru þau kunn eftir 20 ára hjúkr-
unarstarf hennar hér við barna-
skólann, þar sem hún vakti yfir
börnum þeirra eins og vökul,
kærleiksrík og leiðbeinandi
móðir. Og þess er eg fullviss, að
ekki aðeins ástvinir hennar og
vinir urðu harmi lostnir við and-
látsfregn hennar, heldur einnig
allar þær mæður, sem eiga lítil
börn í skólanum, sem sérstaklega
þurfa á slíkri handleiðslu að
halda. Eg veit líka, að Soffía á
þar mikið í sjóði. Öll þau hlýju
bros barnanna, sem hún hlynnti
að og þakklæti mæðra þeirra og
feðra.
Eg minnist eins draums, sem
Soffía sagði mér einu sinni. Hún
var á erfiðu ferðalagi og við
ýmsa erfiðleika var að etja, en í
hvert sinn, er tvísýnt var um sig-
ur, birtust henni lítil börn, sem
hjálpuðu henni á dásamlegap
hátt, og svo sagði hún: „Það
verða blessuð börnin, sem varða
mér veginn og opna fyrir mig
Gullna hliðið.“ Hún trúði á fram
hald lífsins og sigur kærleikans
og réttlætisins.
Soffía var í eðli sínu félags-
lynd, en hún hafði ekki þrek til
að starfa mikið út á við, því að
hún vildi ekki vinna þannig á
kostnað starfs síns eða heimilis,
en ein voru þó þau félagssamtök,
sem hún bauðst til að vinna í.
Það var mæðrastyrksnefndin. —
Þar vann hún í mörg ár með elju
og áhuga og mátti hún með réttu
kallast okkar vökumaður. Engin
var kunnugri ástæðum fólks í
bænum en hún. Það las hennar
glögga og vökula auga í gegnum
bömin, sem hún annaðist í skól-
anum.
Seinasta ferðin hennar í þeim
erindum, að létta erfið kjör, var
nú fyrir nokkrum dögum til
einstæðrar móður með 4 böm.
Ekki hafði eg hugmynd um, að
svo illa stæði á fyrir þeirri konu,
sem raunin var, og er þetta að-
eins eitt dæmi af mörgum, þar
sem hún vissi betur en við hinar
og lét okkur vita. Nú kveðjum
við hana allar, konurnar í nefnd-
inni, með þakklátum huga fyrir
öll hennar fórnfúsu störf og biðj-
um guð að blessa störf hennar og
okkar allra, sem vinnum í anda
kærleikans.
Soffía Stefánsdóttir var mj®g
skemmtileg og gáfuð. Hún var
vel hagmælt og hafði mjög gam-
an af að kasta fram bögum, sem
oftast voru léttar og glensfullar,
en voru sv® ekki festar á blað,
og sé eg nú eftir, að þær skuli
flestar glataðar. Eg hlakkaði ætíð
til þess að hitta Soffíu hér í skól-
hanum, eiga með henni stutta
málfundi í frímínútum, gleðjast
með henni eða hryggjast eftir því
sem á stóð. Við urðum fljótt
mjög nánar hvor annarri og held
eg að þar hafi Húnavatnssýslan
blessuð átt sinn þátt í, því að
báðar erum við þaðan sprottnar
og héraðstengslin eru sterk.
En hvað sem því olli, að við
urðum vinkonur, þakka eg þér,
kæra Soffía mín, allar samveru-
stundirnar, þakka þér alla þína
tryggð, kærleika og fórnfýsi, og
eg veit, að nú færð þú nóg að
starfa guðs um geim, bæði fyrir
okkur, sem hér erum enn, og
hina, sem farnir eru, og þurfa
þín með. Guð blessi ástvini þína
og styrki þá í sorg þeirra.
Ingibjörg Eiríksdóttir.
Bókauppboð
Uppboð á bókum fer fram í fundarsalnum að Tún-
götu 2 hér í b?j laugardaginn 22. nóvember 1958 og
hefst kl. 1.15 e. h. Seldar verða 200—300 bækur mest á
íslenzku, þýddar eða frumsamdar.
BÆJARFÓGETI.
Lögtaksúrskurður
um Þinggj’öld o. fl.
í dag hefur verið kveðinn upp lögtaksúrskurður um
eftirfarandi gjöld hér í umdæminu gjaldfallin á þessu
ári:
1. Þinggjöld á Aknreyri og í Eyjafjarðarsýslu.
2. Söluskattur og útflutningssjóðsgjöld.
3. Gjald af innlendum tollvörum.
4. Lögskráningargjöld.
5. Aðflutnings- og útflutningsgjöld.
6. Skemmtanaskattur og Menningarsjóðsgjald.
7. Skipulagsgjald.
8. Vitagjöld og lestagjöld.
9. Bifreiðagjöld.
10. Slysatryggingagjöld.
11. Útvarpsgjöld 1957 og 1958.
12. Vélaeftirlitsgjöld.
Gjöldin má taka lögtaki að 8 dögum liðnum frá birt-
ingu þessa úrskurðar.
Eru allir gjaldendur, er eigi hafa gert full skil á ofan-
greindum gjöldum, hvattir til að gera það hið allra
fyrsta svo eigi þurfi að koma til lögtaks.
Athygli almennings er vakin á því, að skrifstofa mín
er opin auk venjulegs afgreiðslutíma á föstud. kl. 4—7
til móttöku gjalda fram í miðjan desember.
Skrifstofu Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu,
17. nóvember 1958.
SIGURÐUR M. HELGASON
— settur —
Bréfaskóli S.I.S.
NÁMSGREINAR BRÉFASKÓLANS ERU:
Skipulag og starfshættir samvinnufélaga — Fundarstjórn
og fundarreglur — Bókfœrsla I — Bókfœrsla II — Bú-
reikningar — íslenzk réttritun — íslenzk bragfrœði —
Enska, fyrir byrjendur — Enska, framhaldsflokkur —
Danska, fyrir byrjendur — Danska, framhaldsflokkur —
Þýzka, fyrir byrjendur — Franska — Esperanto — Reikn-
ingur — Algebra — Eðlisfrœði — Mótorfrceði I — Mótor-
fræði II — Siglingafræði — Landbúnaðarvélar og verk-
færi — Sálarfræði — Skák, fyrir byrjendur — Skák, fram-
haldsflokkur.
Athygli skal vakin á þvi, að Bréfaskólinn starfar allt
árið.
Bréfaskóli S.Í.S.