Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.04.1959, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 17.04.1959, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 17. apríl 1959 ■ - .... - ■■ .. .. ORÐIÐ ER LAUST =- Marzmánuður var með ein- dæmum veðursæll hér í Eyjafirði ipg víðar um land. Hiti var flesta daga meiri en hann var í ágúst- mánuði í sumar sem leið, gróður var tekinn að grænka í görðum, blómknappar farnir að vaxa á trjám, göturnar voru orðnar þurrar. Menn lögðu skóhlífamar til hliðar. Þeirra gerðist ekki þörf að jafnaði. Það var líkast sem sumar væri komið. Að byrjuðum apríl kólnaði aft- ur í veðri og veður hefur verið fremur hryssingslegt það sem af er mánuðinum. Þó hefur ekki verið nein vetrarharka, ýmist frostlaust eða lítið frost og úr- koma ekki meir en svo, að þó að snjó hafi fest hefur hann að mestu tekið upp jafnharðan, a. m. k. niðri í byggð. Vegir eru færir austur og vestur og hafa óvenju- lítið teppzt í vetur. Margir eru smeykir um að okkur hefnist fyrir hversu góð veðráttan hefur verið í vetur, vorið verði kalt og sumarið kann ski líka, með rigningum og kuldahretum, þegar sízt skyldi. Ekki er nú víst, að neitt samband þurfi að vera þar á milli, en flestir munu kjósa það fremur, að vetumir séu vetur, með snjóum og frosti, og sumrin séu sumur, með sólskin og hita, fremur en að einhver jöfnunarveðrátta verði allt árið, en það er ekki fjarri lagi að segja, að þróun veðrátt- unnar síðari árin hafi verið í þá átt. En þó að landkrabbar í kaup- stöðum og sveitum hæli veður- farinu í vetur, þá hefur það ekki verið öllum hagstætt. Gæftaleysi til sjávarins hefur verið mjög mikið, veðrið hefur verið svo óstillt. Lengi fram eftir vertíð gaf ekki á sjó fyrir bátana nema rétt endrum og eins, og samfelld land lega komst í sumum verstöðvum upp í hálfan mánuð. Útkoman á vertíðinni er líka léleg. Þrátt fyrir það að afli hefur verið mun betri en undanfarin ár, þegar gefið hefur, þá er heildarmagnið ennþá minna en í fyrra í flestum veiðistöðvum, en nokkuð hafa metin samt jafnast upp á síðkast- ið. En þá verður einnig að taka tillit til þess, að fleiri bátar sækja nú sjó en nokkru sinni áður. Veðurguðimir hljóta alltaf að ráða miklu um afkomu okkar, íslendinga, en við verðum hér eftir sem hingað til að treysta á, að þeir verði okkur ekki um of andsnúnir. Fiskibátum fjölgar í landinu með hverju ári, og er það vel. Fólkinu fjölgar með hverju ári og þá þarf að afla meira og gera verðmætari vöru úr því, sem afl- ast. Það eru einnig þær aðferðir eða leiðir, sem líklegastar og ör- uggastar eru fyrir þjóðina til að bæta lífskjör sín. Meiri fiskveiðar og meiri fiskiðnaður eru þær undirstöðuatvinnugreinar, sem þjóðin hlýtur að byggja tilveru sína á. Landbúnaðurinn þarf einnig að aukast í hlutfalli við fólksfjölgimina, en hæpið er að hér sé unnt að stunda landbúnað með mikinn útflutning fyrir aug- um. Smáiðnaður, sem nú þegar veitir verulegum hluta þjóðar- innar atvinnu, á sér takmarkaða vaxtai-möguleika, vegna þess að í flestum tilfellum getur aðeins orðið urp að ræða framleiðslu til innanlandsnotkunar. — Margir renna hýru auga til stóriðnaðar ýmis konar og benda á þá miklu orku, sem við eigum ónotaða í fossum og heitum lindum. En til stóriðju þarf fleira en orkuna eina, og sérstaklega verður að fara varlega í að setja á fót ein- hverja þá framleiðslu, sem fljót- lega getur orðið úrelt. En svo lengi, sem mannkynið er við líði þarf á fæðu að halda. Þess vegna er matvælafram- leiðslan sú framleiðslugrein, sem öllum öðrum er öruggari og verður ekki úr sögunni. Það ætti því að vera óhætt fyrir okkar þjóð að einbeita kröftum sínum næstu áratugina að aukinni mat- vælaframleiðslu og auknum mat- vælaiðnaði. Meðan fólksfjölgunin í heiminum er svo gífurleg, sem nú er, ætti ekki að vera hætta á sölutregðu. Þær auðlindir, sem beinast liggur fyrir, að þjóðin nýti, eru í hafinu umhverfis landið. Þar hefur lengi verið rænt af öðrum þjóðum, sem séð hafa, að hér átt- um við fjársjóð falinn. Og ennþá neita Bretar að viðurkenna rétt okkar til þessarra auðlinda, og því miður hafa ráðamenn þjóð- arinnar ennþá látið undir höfuð leggjast að beita þeim vopnum til sóknar í því máli, sem áhrifa- ríkust væru fyrir okkur. Ennþá höldum við uppi stjórnmálasam- bandi við árásarþjóðina, og sumir af ráðherrum þjóðarinnar og for- ystumönnum í stjórnmálum nefna þá jafnvel vini í öðru hverju orði. Það er greinilegt, að þarna eru ekki réttir menn á réttum stöðum. Það er umskipta þörf. Ef við ætlum að reka af okkur það slyðruorð, sem þjóðin er að fá á sig vegna linkindar í samskiptunum við Breta, verðum við að sækja og verja okkar mál af fullkominni einurð og alvöru, en ekki láta við það sitja að skrifa Bretum meinlaus sendi- bréf. —o— 1 Alþingiskosningum þeim, sem framundan eru fyrst í vor og aft- ur í haust fær þjóðin tækifæri til að gera upp við þá þingmenn, sem slælega hafa staðið sig í þessu máli, og þá fyrst og fremst utanríkisráðherrann, sem reynzt hefur mjög illa í landhelgismál- inu allt frá því að það kom fyrst til umræðu og til þessa dags. Enginn einn stjórnmálamaður í landinu hefur reynzt jafnmikill dragbítur í þessu máli og einmitt hann. Hefur það komið sér sér- staklega illa, þar sem hann vegna stöðu sinnar hefur haft öllum öðrum betri aðstöðu til að hafa áhrif á málið. Þá aðstöðu hefur hann frá upphafi notað til að tefja fyrir framkvæmdum og koma í veg fyrir að þeim ráðum, sem duga, sé beitt gegn Bretum. Alþýðuflokkurinn sem heild á líka mikla sök í þessu máli, þó að ekki væri nema vegna þess, að hann hefur látið þenna ráðherra sitja áfram í ráðherrastóli, þó að hann hafi ekkert aðhafzt til gagns í þessu mikla örlagamáli þjóðar- innar. Og þvert á móti hefur að- almálgagn Alþýðuflokksins, Al- þýðublaðið, stöðugt reynt að halda uppi vörnum fyrir þennan mann. Sjálfstæðisflokkurinn ber líka, og ekki síður, ábyrgð á aðgerða- leysinu í þessu máli. Hann hefur hingað til ekki mátt heyra það nefnt, að stjórnmálasambandinu við Breta verði slitið, og hann ber í rauninni alla ábyrgð á þeirri ríkisstjórn kratanna, sem nú situr að völdum í landinu. — Guðmundur í. og Bjarni Ben. eru líka vel samtaka, þegar þeir standa upp til að flytja lofgerðar- ræður um Atlantshafsbandalagið, þar sem Bretar eru annað valda- mesta ríkið. En lofið hefur lítil áhrif á Bretann, hann bítur samt. í komandi kosningum verður það einnig fleira, sem foringjar Alþýðuflokksins verða að hljóta dóm fyrir, en aðeins framkoma þeirra og aðgerðaleysi í landhelg- isstríðinu við þá brezku. Alþýða landsins mun einnig muna þeim kaupránslögin. Það er napurt, en þó sönn lýsing á þessum svo- nefnda Alþýðuflokk, að fyrsta verk ráðherra hans, þegar þeir settust einir í ráðherrastóla á ís- landi, skyldi vera að bera fram frumvarp til laga um lækkun á launum verkamanna og verka- kvenna. Það er ekkert undarlegt við það, þó að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins samþykktu þenn- an ófögnuð á stundinni. Það bjóst enginn við öðru af þeim. En þeir kjósendur Alþýðuflokksins, sem til þessa hafa fylgt þeim flokki af því að þeir hafa trúað því að hann væri verkalýðsflokkur, þeir hafa áreiðanlega orðið fyrir mikl- um vonbrigðum. , En gott dæmi um það, hversu því fer fjarri, að Alþýðuflokkur- inn sé lengur nokkur verkalýðs- flokkur eða flokkur alþýðunnar í landinu, er framkoma formanns útvarpsráðs í sambandi við um- sókn Alþýðusambands íslands um að fá að annast kvölddagskrá útvarpsins á hátíðisdegi verka- lýðsins 1. maí. Þessi formaður út- varpsráðs er einn af þingmönnum Alþýðuflokksins og ritstjóri Al- þýðublaðsins, Benedikt Gröndal. Menn skyldu ætla, að hann myndi ekki leggja stein í götu þess, að Alþýðusambandið fengi að annast dagskrá útvarpsins eitt kvöld á árinu, þar sem mikill fjöldi félaga og félagasamtaka fær árlega kvöld í útvarpinu til umráða. En hvað gerist? Þegar taka átti málið fyrir í útvarps- ráði tilkynnir Alþýðuflokksmað- urinn, Benedikt, að hann mæti ekki á fundinum, en óski eftir að málið verði samt afgreitt. Um- sókn Alþýðusambandsins var synjað. Það var fellt með jöfnum atkvæðum að verða við henni. Móti henni greiddu atkvæði full- trúar íhaldsins, sem eru tveir, en með henni greiddu atkvæði full- trúi Alþýðubandalagsins og full- trúi Framsóknarflokksins. Bene- dikt Gröndal vissi það fyrir, að svona myndi fara .Ef hann hefði viljað veita Alþýðusambandinu stuðning hefði hann annað hvort mætt á fundinum eða látið fresta afgreiðslu umsóknarinnar þar til hann gat mætt. En hann gerði þetta ekki, og nú þarf enginn að efast lengur um hug þessa Al- þýðuflokksþingmanns til verka- lýðssamtakanna. —o— Kjördæmamálið hefur verið mála mest rætt manna á meðal að undanförnu og er ennþá. Það er nú tryggt, að kjördæmaskipun inni verður breytt í réttlátara horft en verið hefur. Þrír stjórn- málaflokkar, sem við síðustu þingkosningar fengu 80% greiddra atkvæða, hafa sameinast um afgreiðslu málsins. Það þarf því ekki að efast um framgang þess. Það er einnig vitað, að inn- an fjórða stjórnmálaflokksins, Framsóknarflokksins, er víða ríkjandi fullur skilningur á rétt- mæti og nauðsyn þessarrar breyt ingar, enda þótt framámenn Framsóknarflokksins og fylgj- endur margir neiti að viðurkehna þetta. En það mun fljótlega renna mesti móðurinn af Framsóknar- mönnum í sambandi við þetta mál, því að þeir finna, að þeir eru að verja rangt mál og „rök“ þeirra eru rökleysur. Framsókn- armenn eru yfirleitt ekki heimsk ari en aðrir menn, og þess vegna sjá þeir, hvað er réttlæti og hvað ranglæti í jafn einföldu máli og þessu. Það er aðeins vegna þess, að réttlætið kemur dálítið illa við hagsmuni þeirra, að þeir eru seinir til að viðurkenna það. Vegna þess, að hér er um stjórnarskrárbreytingu að ræða, þarf lagafrumvarpið um kjör- dæmaskipunina að samþykkjast á tveimur þingum og kosningar að fara fram á milli þinga. Fram- sóknarmenn hafa til þessa hamr- að á því, að þær kosningar snúizt um kjördæmabreytinguna og hana eina. Þetta er hin mesta blekking. Það er svo mikill meirihluti þingmanna sem stend- ur að breytingunni. og svo mikill meirihluti þjóðarinnar, að um úrslit hennár þarf ekki að efast. En það eru úrslit annarra stór- mála, sem ekki er vitað, hvernig ráðast á næstunni, og um þau verður kosið. Það verður kosið um það, hvort enn á að ráðast á hlut verkalýðsins og rýra kjör hans með gengislækkun eða nýrri Alþýðufl. íhalds-kauplækkun. — Það verður kosið um lausn efna hagsmálanna. Það verður kosið um það, hvort hinn erlendi her á að dvelja áfram í landinu eða hvort hann á að fara. Það verður kosið um það, hvort Bretum á að haldast uppi að traðka á rétti okkar án þess að við sækjum mál okkar af fullri alvöru og einurð, eða hvort beitt skuli þeim ráðum, sem við vitum að duga muni til að tryggja okkur sigur í því máli. Þetta eru þau höfuðmál, sem um verður kosið. í stuttu máli sagt: Lífskjör alþýðunnar og sjálfstæði þjóðarinnar. Frá Sjálfsbjörg Akureyri Sjálfsbjörg, Akureyri, hafa borizt þessar gjafir frá því um áramót: Frá öskudagsflokki þeirra Ing- ólfs Guðmundssonar og Baldurs Ellertssonar (14 krakkar) kr. 216. — Frá N. N. kr. 100. — Frá gam- alli konu kr. 50. — Frá N. N. kr. 100. — Frá N. N. kr. 100. — Frá Ólafi Jónssyni, áheit, kr. 300. — Frá gamalli konu kr. 500. — Frá Ólafi Sigurbjömssyni kr. 1000. — Frá A. kr. 150. — Þá hafa félag- inu borizt minningargjafir um eftirtalið fólk: Benedikt Einars- son frá Bægisá kr. 700. — Han- sínu Steinþórsdóttur kr. 200. — Hallgrím Pálmason kr. 100. — Friðjón Snorrason kr. 3.100.00. — Magnús Árnason kr. 200. — Sjálfsbjörg þakkar allar þessar gjafir, og allan þann stuðning, sem félaginu hefur verið veittur. Það er rétt að minna fólk á það, að Sjálfsbjörg hefur látið gera minningaspjöld, sem hægt er að fá hjá eftirtöldum: Emil Andersen (Véla- og búsáhalda- deild KEA), Heiðrúnu Stein- grímsdóttur, Ránargötu 1, Krist- ínu Konráðsdóttur, Kletta borg 1, Sveini Þorsteinssyni, Eyrarveg 9, Adolf Ingimarssyni, Eyrarveg 2 A. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. — Sálmar nr.: 220 — 26 — 222 — 221 — 25. — P. S. Messað í Lögmannshlíðarkirkju næstkomandi sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar 223 — 219 — 230 — 131 — 511. — Strætisvagn fer frá gatnamótunum við Grund í Glerárþorpi kl. 1.30 e. h. — K. R. Sjálfsbjörg, Akureyri! Félagar í Sjálfsbjörg, Akureyri! Athugið að föndurvinnan verður á laug- ardag kl. 8 e. h., en ekki á föstu- dag. Akureyrardeild M. F. í. K. heldur fund í kvöld kl. 8.30 síð- degis í Ásgarði. — Ragnheiður Dóra Árnadóttir hjúkrunarkona flytur erindi og Guðrún Krist- jánsdóttir les upp. Kaffidrykkja. Félagskonur beðnar að mæta stundvíslega. — Stjórnin. Bamadagurinn. Sumardagurinn fyrsti. Tilhögun: Bazar kl. 2.30 e. h. að Hótel KEA. Kaffisala kl. 3 á sama stað. Kvikmyndasýningar í Borgarbíó og Nýja-Bíó kl. 3 e. h. Merkjasala allan daginn. — Dregið verður í innanfélagshapp- drættinu kl. 4 að Hótel KEA. — Barnaskemmtanir verða í Sam- komuhúsinu sunnudaginn 26. apríl kl. 2 og 5. — Mjög góð skemmtiatriði. Nánar auglýst síðar. Allur ágóði rennur til Barnaheimilisins Pálmholts. Ak- ureyringar, styrkið gott málefni. Nefndimar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.