Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.05.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 06.05.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 6. maí 1960 VERKAMAÐURINN 3 TllIAMiBUBI - vikablað - Eemux át á ákurejri á föstu- dögum. Útgefandi ex Básíal- Þorsteinn Jénatansson iskriftarverð kr. 50.oo árg. Blaðið er prentað í Brent- verki Odds BJörnssonar h.f. SAKARUPPGJÖFIN Síðastliðinn föstudag kom Bjami Bene- diktsson dómsmálaráðherra í útvarpið og til- kynnti, að forseti íslands hefði þá um daginn að tillögu ríkisstjómarinnar ákveðið, að „gefa upp sakir fyrir öll brot gegn fiskveiði- landhelgi íslands, sbr. lög um bann gegn botnvörpuveiðum, sem framin hafa verið frá 1. sept. 1958 þangað til í dag.“ Það urðu margir undrandi, er þeir heyrðu þessa tilkynningu, sem þýðir það, að Bretum hafa verið gefnar upp sakir fyrir öll þeirra af- brot innan fiskveiðilandhelginnar. Og sakar- uppgjöfin var skilyrðislaus. Það var ekkert um það talað, að þetta gilti því aðeins, að •íogaraskipstjórarnir gerðust ekki brotlegir á ný. Það var ekkert um það talað, að þetta væri bundið því skilyrði, að Bretar létu fyrir fullt og allt af yfirgangi herskipa í landhelgi okkar. Hvað er á seyði? Er þessi ríkisstjóm orðin algerlega glórulaus? mun margur hafa spurt, og það ekki að ástæðulausu. Ef Bretar halda uppteknum hætti gagn- vart okkur, halda áfram að fiska í okkar land- helgi, halda áfram að senda herskip til að vama því, að togarar þeirra séu teknir og skipstjórarnir sóttir til saka að íslenzkum lög- um, halda áfram að traðka á rétti okkar, þá er sakaruppgjöfin þeim til handa með öllu óréttlætanleg. Hitt hefur mörgum komið til hugar, að ríkisstjórnin hljóti að vita meira á bak við tjöldin um afstöðu Breta til okkar, en hún hefur Iátið uppskátt, og þá sennilegast það, að stjórninni sé kunnugt, að Bretamir ætli sér alls ekki að ráðast á ný inn í landhelgi okkar. Ef þetta er rétt, þá er ekkert athuga- vert við sakaruppgjöfina. Þó að við viljum halda fast á okkar rétti, þá er ekkert unnið við það, að standa í eilíf- um eltingaleik við einhverja togaraskipstjóra til þess eins, að fá þá dæmda í nokkurra króna sekt. Hvort eð er myndu fáir þeirra nokkru sinni názt, og svo vitum við, að marg- ir þeirra hafa ekki verið að veiðum hér í landhelgi af því, að þeir hafi sjálfir óskað eftir því, heldur hefur þeim verið fyrirskipað að vera innan við og það hefur verið hlut- verk herskipanan að sjá um, að þeir hlýdtu þeim fyrirskipunum. Það eru ekki fyrst og fremst brezkir tog araskipstjórar, sem hafa gerzt brotlegir við okkur, heldur brezka ríkið sem slíkt. Það em ekki sjómenn heldur stjórnmálamenn, sem hafa stjórnað stríði Breta við okkur. En ef svo er nú komið, sem allir Islending- ar vona ,að við höfum unnið endanlegan sig ur í þessu stríði við Breta, og þeir ætli ekki framar að beita yfirgangi, þar sem okkar lög- saga á að ráða, þá höfum við vissulega efni á að vera höfðingjar og fyrirgefa. Hafi sakaruppgjöfin aftur á móti verið veitt, án þess að nokkuð liggi fyrir um það, að Bretar ætli að láta af ofbeldisaðgerðum sínum og togarar þeirra koma aftur inn fyrir, þá er illa farið, og þá verður erfitt að fyrir- gefa ríkisstjóminni, þá hefur hún gert ófyr- irgefanlegt asnastrik. ORÐSENDING frá Verkamannafél. Akureyrarkaupstaðar Félagið vill hér með skora á félagsmenn að gera sem fyrst skil á félagsgjöldum til skrifstofu verkalýðsfélag- anna í Strandgötu 7. Sérstaklega eru þeir, sem fara burtu úr bænum í at- vinnu minntir á, að hafa félagsréttindi sín í lagi. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar. VATNSVEITA AKUREYRAR Með tilvísun til reglugerðar Vatnsveitu Akureyrar, þurfa þeir, hér eftir, sem óska eftir vatnsinnlögn, að senda skriflega umsókn ásamt teikningu af húsinu. — Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu byggingafulltrúa og vatnsveitustjóra. Umsóknareyðublöðin útfyllist greinilega og sendist til skrifstofu vatnsveitustjóra, Skipagötu 12, II. hæð. Athugið! Þeir, sem hafa beðið um innlögn, sem ekki hefur verið framkvæmd, verða að senda nýja um- sókn. Akureyri, 3. maí 1960. SIGURÐUR SVANBERGSSON. VATNSVEITA AKUREYRAR "^Tilboð óskast í hús úr timbri, stærð 2.50x3.30 m, hæð með risi 2.85. Húsið er mjög vandað, einangrað með 2” plasti, mjög þægilegt til flutnings, hentar ágætlega sem sumarbústaður, eða skýli fyrir stangveiðimenn. Húsið er til sýnis við röralager Vatnsveitunnar á Gler- áreyrum. Tilboð sendist undirrituðum sem allra fyrst og eigi síðar en 21. þ. m. Akureyri, 3. maí 1960. SIGURÐUR SVANBERGSSON. Skipagötu 12. GALLAÐAR V0RUR FRA Fataverksmiðjunni HEKLU verða seldar í vefnaðarvörudeild vorri þriðjudaginn 10. maí og miðvikudaginn 11. maí. VEFNAÐARVÖRUDEILD FRA GLERARSKOLANUM Sýning á handavinnu barnanna, verður opin laugard. 7. maí kl. 2—6 síðdegis. — Börn fædd 1953 mæti til innritunar miðvikudaginn 11. maí kl. 2 síðdegis. — Skólanum verður sagt upp þriðjudaginn 10. maí kl. 2 síðdegis. — Foreldrar velkomnir. SKÓLASTJÓRI. FRA LANDSSIMANUM Stúlka getur fengið starf við Landssimastiiðina á Ak- ureyri frá 1. júní n. k. Eiginhandarumsóknir, þar sem getið er aldurs og menntunar, sendist mér fyrir 15. maí. SÍMASTJÓRINN. Allt er í hófi bezt. Kvenfarþegi í áætlunarflugvél yfir Bandríkjunum kvartaði um mjög kvalafulla verki innvortis. Flug- stjórinn bað um að hafa lækni og sjúkrabifreið til taks á næsta flugvelli, og jafnskjótt og vélin lenti var konan flutt til næsta sjúkrahúss. Varðlæknirinn þar var vonum fljótari að skilgreina sjúkdóminn. Konan var í alltof þröngu lífstykki. Mörg eru vandamálin. I sambandi við tæknilega frjóvgun kvenna, sem nú er nokkuð farin að tíðkast í sumum löndum, hafa komið upp mörg vandamál, sem fram til síðustu ára hafa verið með öllu óþekkt. Þannig hafa meðal Englendinga orðið miklar um- ræður um það, hvort barn, sem kona aðalsmanns elur eftir tæknifrjóvgun skuli teljast aðalborið og mega bera titil ættarinnar. Opinber yfirvöld hafa nú gefið út tilkynningu um, að slík böm skuli ekki erfa aðals- titilinn. Ekki er þó talin nein hætta á, að þetta verði til þess, að aðallinn deyi út, því að ladýurnar muni flestar kunna betur við að hafa gamla lagið áfram. Ný lækningaaðferð. Lögregluyfirvöld í Tokíó hafa nú í hyggju að koma á fót alveg nýrri tegund stofnana til lækninga á drykkjusýki. I stofnunum þessum á öllu að vera öf- ugt snúið, þannig á að festa stóla og borð við loftið og láta þá hanga niður, en ljósakrónum og öðru því, sem venja er að láta hanga niður úr loftinu, skal koma fyrir á gólfinu. Samkvæmt skýrslum lækna austur þar, telja þeir, að dvöl á þannig innréttuðum stað myndi lækna jafnvel hina forhertustu drykkjumenn. Sé þetta rétt, hefur Loftur Guðmundsson ekki reiknað daemið rétt, þegar hann skrifaði sína frægu bók „Jónsmessunæturmartröð á fjallinu helga“. Þar var sams konar innrétting í húsi gróins útgerðar- manns, sem gerði út pappaskip í baðkari, og sú, sem Japanirnir hafa nú í huga, en hvergi var jafnmikið drukkið og einmitt í húsi þessa ágæta útgerðar- manns og hvergi hefur heyrzt um drykkjutækni á jafn háu stigi. „En dásamlegt. Skál.“ Galdrabrennur enn. Enda þó að Islendingar hafi fyrir löngu, og þó ekki svo löngu, lagt niður galdra og fordæðuskap, þá dafn- ar slíkt með ágætum víða um heim. Annars er vafa- samt á þessarri öld, að reyna að dæma um, hvað eru galdrar og hvað ekki. En samkvæmt fréttum frá Filippseyjum, var kona þar nýverið ákærð fyrir manndráp og galdra. Samkvæmt fréttinni kom það fyrir konuna, er hún var að reka út illan anda úr manni þar með því að berja manninn með fisksporði (og sennilega andann líka), að hún barði svo fast, að maðurinn hlaut bana af. Um andann er ekki getið, ef til vill hefur han hlaupið í kú eða kannski tekizt að koma honum fyrir í legg. Konan var annars þekkt fyrir mikinn dugnað við brottrekstur illra anda úr mönnum, sem höfðu bilast á geðsmunum af völdum andanna. Þetta hefur bara verið slys, að maðurinn skyldi ekki rakna við eftir barsmíðina. Veitingamaður: „Þér hafið ekki borgað wiskýið, sem þér pöntuðuð.“ íri: „Hvað ertu nú að segja?“ Veitingamaður: „Eg sagði, að þér hefðuð ekki borgað wiskýið, sem þér báðuð um.“ íri: „Borgaðir þú það?“ Veitingamaður: „Auðvitað gerði eg það.“ Iri: „Nú, jæja, ekki sé eg, hvað það ætti að þýða, að við færum báðir að borga það?“ ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ, 1. hefti þessa árs, er komið út. — Af efni þess má nefna: Ungafólkið í fréttum (þegar Ragnheiður Sig- fúsdóttir vann flugfarið til Reykjavíkur á Æskulýðs- hátíðina, Helena og Finnur við hljóðnemann, séra Olafur Skúlason o. fl.). Æskulýðsfulltrúi þjóðkirkj- unar skrifar: Þú sagðir já. — Sigríður Hannesdóttir 6. bekk M. A.: Viðhorf mitt til framtíðarinnar. — Bisk- upshjónin heimsækja Löngumýri (mynd). — Þá er þýdd grein eftir Pat. Boone. — Myndasaga Alberts Schweitzer o. fl. — Aðalritstjóri þessa heftis er séra Sigurður H. Guðjónsson, Hálsi.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.