Verkamaðurinn - 26.01.1962, Qupperneq 2
BORGARBÍÓ á Akureyri hóf í
þessari viku að sýna ameríska
stórmynd, sem nefnist Boðorðin
tíu og segir þar frá því, þegar
Mose forðum daga leiddi hrjáðan
ísraelslýð burtu úr ánauðinni í
Egyptalandi og til fyrirheitna
landsins á bökkum árinnar
Jordan.
Þessi mynd er tvímælalaust eitt
af stórvirkjum kvikmyndaiðnað-
arins, bæði að uppbyggingu og
tæknilegri gerð. En eins og góðar
kvikmyndir gera svo oft, þá leiðir
hún hugann að fleiru en aðeins
þeirri sögu, sem myndin segir.
Þegar horft er á þessa mynd
verður manni ósjálfrátt hugsað
til þess, að samskonar ánauð,
samskonar þrælkun og Israels-
menn urðu að búa við í Egypta-
landi, er enn í dag hlutskipti
margra þjóða. Ef við flettum upp
í Mósebókum Biblíunnar og les-
um lýsingar hennar á þessari á-
nauð og aðferðum Egyptanna í
skiptum sínum við þrælana, verð-
ur okkur þetta ennþá ljósara. Það
er ekki aðeins aðbúnaður þeirra
undirokuðu og þrælkun, sem enn
í dag er það sama, heldur einnig
aðferðir yfirboðaranna.
1 annarri bók Móse segir um
konunginn í Egyptalandi: „Hann
sagði við þjóð sína: Sjá þjóð
ísraelsmanna er fjölmennari og
aflmeiri en við. Látum oss fara
kænlega að við hana, ella kynni
hún að fjölga um of .... og þeir
settu verkstjóra yfir hana íil að
þjá hana með þrælavinnu ....
en því meir sem þeir þjáðu hana
því meir fjölgaði hún og breiddist
út, svo að þeir tóku að óttast
ísraelsmenn."
Eru ekki þetta aðferðirnar enn
í dag? Hver er framkoma hvítu
verkstjóranna í Suður-Afríku
gagnvart hinum svörtu frum-
byggjum landsins? Hvað aðhaf-
ast portúgölsku verkstjórarnir í
Angola? Þeir ensku í Rhodesiu?
Hvað eru bandarískir verkstjórar
að gera í löndum Suður-Ame-
ríku? Hvað vilja franskir í Alsír?
Og svo mætti lengi telja.
En aldrei hefur það samt, þrátt
fyrir alla ánauð og þrælkun ný-
Iendutímabilsins, gerzt jafn oft og
greinilega, að hinar kúguðu þjóð-
ir hafa risið upp- og hrist af sér
hlekkina. A allra síðustu árum
hefur þetta gerzt með fjölmargar
þjóðir Asíu og Afríku, og verk-
stjórarnir í Suður-Ameríku eru
teknir að skjálfa. Allra síðustu
daga hefur skjálfti þeirra verið
sérstaklega áberandi.
Mose var uppreisnarmaður.
Hann þoldi ekki að horfa á
Egyptana berja landa sína, ísra-
elsmennina. Hann hét því að leita
allra ráða til að leysa þá úr á-
nauð. Og þetta tókst, það kostaði
auðvitað mikla haráttu og lang-
vinnar, ólýsanlegar hörmungar og
ótalin mannlíf. En Móse tókst að
leiða þjóð sína til fyrirheitna
landsins, enda þótt hann stigi
aldrei fæti sínum þangað sjálfur.
Móse var byltingamaður í þess
orðs fyllstu merkingu, sannur
byltingarforingi. Réttlætiskennd
var honum í brjóst borin, og trú-
in á sigurinn var bakhjarl hans,
trúin á „guð í alheimsgeymi, guð
í sjálfum þér.“
Hann er ekki eini byltingarfor-
inginn, sem unnið hefur fíægan
sigur og leitt þjóð sína út úr eyði-
mörk kúgunar og fátæktar án
þess að fá nokkru sinni notið sig-
ursins sjálfur. Dæmi slíks eru mý-
mörg. Þar er skemmst að minnast
afríkumannsins Lumumba. En
flestir slíkir hafa eins og Móse
unað glaðir endalokum, þeir hafa
ekki háð baráttuna sín vegna,
heldur vegna þjóðar sinnar, verið
baráttumenn sannleika og réttlæt-
is og óhvikulir í trúnni á sigur
hins góða.
Ég nefndi Lumumba, sem einn
þeirra byltingarmanna, sem sig-
ur hefði unnið án þess að njóta
hans sjálfur. Einhverjir kunna að
vilja bera brigður á, að innfæddir
í Kongó hafi unnið sigur ennþá,
og rétt er, að enn er hann ekki
fullkominn, en svo langt er kom-
ið baráttunni, að sigurinn er viss.
Og engum er það meira að þakka
en hinum myrta leiðtoga og bylt-
ingarforingja, Patrice Lumumba.
Sem dæmi um byltingarfor-
ingja, sem unnið hefur sigur og
síðan notið hans með þjóð sinni,
vildi ég aftur nefna Fidel Castro,
Kúbumanninn, sem nú skelfir
bandarísku verkstjórana í Sdður-
Ameríku. Til gamans má geta
þess, að ýmislegt er áberandi sam-
eiginlegt með þeim Castro og
Móse, eins og kvikmynd Cecil B.
DeMille sýnir okkur hann. Báðir
leynast þeir uppi í fjöllum meðan
þeir undirbúa byltingu sína,
hugsa málin og leggja á ráðin
um framkvæmdir. Báðir eru
blessunarlega lausir við ytri
formsatriði og skriffinnsku, hún
mun reyndar ekki hafa verið eins
útbreidd á dögum Móse og nú er.
Og reyndar bera báðir skegg-
lubba, þótt skeggtízkan sé ekki
alveg sú sama. Og báðir eru nátt-
úrubörn, þrátt fyrir mismunandi
uppeldi og aðstæður.
Á dögum Móse þekktist ekki
útvarp eða sími, ekki heldur dag-
blöð né önnur fréttaþjónusta en
sú, að maður sagði manni, hvað
annar hafði honum sagt. Samt
þarf ekki að efa það, að starf
Móse hefur haft sín áhrif einnig
á fleiri þjóðir eða kynflokka en
Israelsmenn. Nú berast fréttir
landa í milli og heimsálfa með
hraða ljóssins. Og fréttir af bylt-
ingum liggja ekki í láginni frem-
ur en annað, enda þótt ýmis öfl
reyni að tefja Jtær og afflytja.
Þess vegna láta heldur áhrifin
af byltingu Castros ekki á sér
standa. Þess vegna stara nú allar
kúgaðar þjóðir Suður-Ameríku
til Kúbu og fylgjast af athygli
meðmeð þróun mála þar. Bylting-
in á Kúbu er þeim lýsandi for-
dæmi, og eldur frelsisbaráttunnar
logar, en bandarísku verkstjór-
arnir titra af ótta, þðtt þeir þjái
þjóðirnar með kúgun dugar það
ekki til að halda fjötrunum við.
Það brestur í þeim og verkstjór-
arnir óttast, að þeir bresti þá og
þegar. Undanfarna daga hafa
verkstjórarnir og ýmsir yfirmenn
þeirra frá Norður-Ameríku setið
, á rökstólum og fjallað um þetta
alvarlega vandamál. En þeim
gengur illa að finna ráð, sem
duga, og brestirnir í fjötrunum
verða því háværari, sem þeir sitja
lengur á fundum. Skelfingin vex.
Þeir finna það ráð helzt, að lýsa
yfir algeru viðskiptabanni við
Kúbu. Það á að banna öllum ríkj-
um Ameríku að eiga viðskipti
við byltingarlýðinn, þar mega
engin samskipti eiga sér stað,
hvorki á sviði stj órnmála né verzl-
unar.
Þannig eru viðbrögð kúgar-
anna í dag. Það skal engu sleppt
fyrr en fullreynt er, að því verði
ekki haldið. Fram til hins síðasta
skal reynt, með illu oftast, að
bæla niður hverja frelsishreyf-
ingu. Er þetta ekki það sama og
gerðist á dögum Móse? Kúgar-
arnir slepptu ekki þá fremur en
nú, þeim, sem þeir höfðu til að
arðræna. Samkvæmt Biblíunni
gengu tíu plágur yfir Egyptaland
áður en Faraóinn gaf ísraels-
mönnum leyti til að halda burtu,
til frelsisins. Og jafnvel eftir að
leyfið hafði verið gefið var reynt
að stöðva frelsisgönguna. Minnir
þetta ekki óþægilega mikið á til-
raunir Bandaríkjamanna til að
stöðva frelsisgöngu Kúbumanna?
Og minnir þetta ekki óþægilega á
það, hvernig reynt er að koma í
veg fyrir, að aðrar þjóðir Suður-
Ameríku hefji sína frelsisgöngu?
En för Móse með Israelsmenn
yfir eyðimörkina varð ekki stöðv-
uð. Engar hindranir gátu stöðvað
þá göngu. Á sama hátt hafa Af-
ríkuþjóðir brotið hverja hindrun-
ina af annarri síðustu árin og
haldið risaskrefum í áttina til
frelsis og varanlegs sjálfstæðis.
Og sú sigurganga, sem hafin er í
Suður-Ameríku, verður heldur
ekki stöðvuð. Hún verður í mesta
lagi tafin, og þó ekki lengi úr
þessu.
Móse trúði á sinn guð og leit-
aði jafnan fulltingis hans. Nú-
tímamenn bera brigður á, að
Móse og guð hafi átt langar við-
ræður, eins og Biblían greinir frá.
En látum það liggja á milli hluta.
Enda þótt frelsishetja Kúbu-
manna eða foringjar frelsisbar-
áttunnar í öðrum löndum Suður-
Ameríku ræði ekki við guð aug-
liti til auglitis og hann birtist
þeim ekki í eldstólpa né öðrum
náttúruundrum, þá eiga þeir sína
trú, bjargfasta trú á sigur rétt-
lætis og sannleika. Og trú þeirra
mun reynast þeim haldgóð, ekki
síður en hún reyndist Móse.
Eldur frelsisins er til í brjósti
sérhvers kúgaðs manns. Stundum
er hann kannski falinn og lætur
ekki á sér bæra um lengri tíma, en
hann blossar upp við ytri áhrif,
fregnir af baráttu og sigurvinn-
ingum annarra kúgaðra manna.
Þeir, sem skara í glæðurnar og
láta eldinn blossa, eru hetjurnar,
sem lengst verða munaðar. Þess
vegna lifa um eilífð nöfn manna
eins og Móse, Spartacusar, Len-
ins og Castros. Og sagan gerir þá
stundum að hálfguðum, eins og
reyndin hefur orðið með Móse.
Slíkt skiptir ekki öllu máli, störf
mannsins og áhrif eru aðalatrið-
ið. Hins skyldu þó allir minnast,
að frelsun frá ánauð eða hvers
konar kúgun, er ekki eitthvað,
sem óvænt og óboðið dettur af
himnum ofan, heldur gjöf, sem
aðeins gefst fyrir ódeiga og þrótt-
mikla baráttu hinna beztu manna.
Kvikmyndin um baráttu Móse
og för ísraelsmanna frá Egypta-
landi er góð mynd og gagnleg. í
Ieikskránni segir m. a.:
„DeMiIle segir frá því, hvernig
farið var með kvikmyndavélarn-
ar um sögusvið biblíunnar, ailt
frá „Gósenlöndum“ Egyptalands
til eyðimerkur og fjalla Sinai.
Þannig verður hver áhorfandi
þátttakandi í pílagrímsferðinni
miklu þar sem Móse leiddi hinn
hrjáða Israelslýð frá ánauð Eg-
yptalands til fyrirheitna landsins
á bökkum Jórdan.
En umfram allt er þessi kvik-
mynd þó óður til frelsisins, —
hin sígilda saga um flótta manns-
ins frá harðrétti og kúgun til fyr-
irheita þess frelsis sem býr í
hjarta hvers einasta manns og
engar helsprengjur nútímans fá
nokkru sinni grandað. Kristnum
mönnum birtist kjarni þeirrar
lífshugsjónar hvergi betur en í
Boðorðunum tíu“.“
Þetta er óvenjurétt frásögn í
kvikmyndaleikskrá. Þess vegna
ættu sem flestir að sj á þessa mynd
og leiða jafnframt huga sinn að
því, hvernig sagan endurtekur sig
sífellt. Sú kúgun, sem ísraelsmenn
flúðu, er enn til staðar víða í
heimi, og frelsishetjur á borð við
Móse finnast einnig. Hamingja
þessarar aldar er, að aldrei hafa
fleiri baráttumenn frelsis og jafn-
réttis komið fram á sviðið. Þess
vegna eru kúgaðar þjóðir heims-
ins einnig bjartsýnni en nokkru
sinni áður, og margir þykjast sjá
fram til þess tíma, að jafnrétti og
bræðralag verði ríkjandi í heimi,
hið fullkomna frelsi, sem ekki
byggist á yfirlýsingum heldur
raunveruleika.
Og jafnframt er rétt að lokum
að varpa fram þeirri spurningu,
hvort hið fulikomna frelsi væri
ekki þegar til staðar, ef mennirn-
ir hefðu virt Boðorðin tíu, en ekki
fótumtroðið þau öld eftir öld, og
þeir oftast mest, sem hafa þó ját-
að þau með vörunum.
S k r á n i n g
atvinnulausra karla og kvenna
fer fram, lögum samkvæmt, dagana 1., 2. og 3. febrúar næst-
komandi í Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar, Strandgötu 7,
II. hæð.
Akureyri, 23. janúar 1962.
Vinnumiðlun Akureyrar.
Símar 1169 og 1214.
Hugleiðing um kvikmynd
Boðorðin tíu
2) —Verkamaðurinn
Föstudagur 26. janúar 1962